Dagblaðið - 24.09.1977, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1977.
Kengbeygjan
slæma á
veginum í
Breiðholt III:
VERÐUR
OGMUN
SÍÐAR T-BEYGJA
HÆTTUMINNIEN
Mörgum hefur orðið tíðrætt um
beygjuna miklu á veginum upp I
Höfðabakka sem menn verða að
fara til þess að komast upp i
Breiðholt III. Beygjan er hið
mesta slysasvæði og hafa þar
orðið bilveltur og menn oft
komizt f hann krappan.
„Vegurinn allur er hluti af
tveimur vegum,“ sagði Dlafur
Guðmundsson, yfirverkstjóri hjá
embætti gatnamálastjóra, í viðtali
við DB. „Framkvæmdir við hann
hafa hins vegar dregizt vegna
þess samdráttar er orðið hefur i
framkvæmd borgarinnar og er
ekki vitað hvenær verkið verði
klárað."
Sagði Olafur að fyrirhugað
væri að tengja veg, sem ætti að
liggja yfir Elliðaárnar og út á
Vesturlandsveg, þarna í beygjuna
og yrðu þetta þá T-gatnamót.
„Hvenær úr þeim framkvæmd-
um getur orðið veit ég ekki, ætli
það verði ekki innan tveggja ára,“
sagði Ólafur. „Þá á einnig að
koma fyrir hitakerfi efst 1 brekk-
unni undir nýtt slitlag en ekki er
vitað hvort það verður gert á
væntanlegum gatnamótum."
- HP
Helgi Vilberg skólastjóri að hengja upp myndirnar i Háhóli. Skólinn mun njóta hagnaðarins af sölu
verkanna, en vel hefur gengið að seija myndirnar. -DB-mynd FAX.
Myndlistarskóli 33 USTAMENN SÝNDU
J HUG SINN TIL SKÓLANS
— gáfu eina mynd hver til sölusýningar
Myndlistarskólinn á Akureyri á
marga góða vini. Það má sjá á
sýningu sem haldin er þessa
dagana á vegum skólans i Galleríi
Háhóli. Skólinn fór þess á leit við
allmarga listamenn, flesta
þjóðkunna, að þeir gæfu skólan-
um verk eftir sig.
Þetta bar þann árangur að 33
myndir bárust á sölusýninguna,
allt gjafir frá listamönnum, sem
þakklátir eru skólanum fyrir
norðan. Sýningunni lýkur núna á
sunnudagskvöldið en opið er f
Háhóli milli kl .13 og 22 i dag og á
morgun.
Listamennirnir sem gáfu verk á
sýninguna eru þessir: Aðalsteinn
Vestmann, Alfreð Flóki, Björg
Þorsteinsdóttir, Bolli Gústavsson,
Bragi Asgeirsson, Egill Eðvarðs-
son, Einar Þorláksson, Eiríkur
Smith, Gisli Guðmann, Guð-
mundur Ármann, Helgi Vilberg,
Hringur Jóhannesson, Jens Krist-
leifsson, Jóhannes Geir, Jón
Reykdal, Jónas Guðmundsson,
Kjartan Guðjónsson, Kristinn G.
Jóhannsson, Óli G. Jóhannsson,
Pétur Friðrik, Ragna
Róbertsdóttir, Sigurður Sigurðs-
son, Sveinn Björnsson, Valtýr
Pétursson, Veturliði Gunnarsson,
Þorbjörg Þórðardóttir, Þorvaldur
Skúlason, Þórður Hall, örlygur
Kristfinnsson, örlygur Sigurðs-
son, örn Ingi, örn Þorsteinsson.
FLUGUMFERÐARSTJÓRAR
EKKIMEÐ VERKFALLSRÉTT
— heldur ekki ófélagsbundnir starfsmenn ríkisins
Flugumferðarstjórar hafa
ekki verkfallsrétt. Svo mun
einnig vera með marga þá sem
hjá ríki og bæjarfélögum starfa
en eru ekki fullgildir félags-
menn i Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja.
1 stærsta félaginu innan
bandalagsins, Starfsmanna-
félagi rikisstofnana, er talið að
vanti nálægt 1000 einstaklinga
sem starfa sinna vegna ættu að
vera þar innan dyra.
Félagaskrá bandalagsins og
félaga innan þess hefur ekki
legið fyrir fram að þessu. En í
atkvæðagreiðslunni um sátta-
tillögu i kjaradeilu opinberra
starfsmanna munu þeir sem
vafi leikur á um kjörrétt þó
allir fá að kjósa.
Verða atkvæði þeirra sótt
sérstaklega og siðan úrskurðuð
af sáttanefnd sem mun verða
nokkurs konar yfirkjörstjórn
að þessu leyti.
Samkvæmt lögum um verk-
fallsrétt opinberra starfsmanna
hafa félagar í Bandalagi
háskólamanna ekki verkfalls-
rétt.
I lögum um verkfallsrétt
rikisstarfsmanna og fleira segir
svo: „Lög þessi taka til allra
starfsmanna sem eru félagar í
BSRB eða félagi innan vébanda
þess.“
Ennfremur munu lögin gera
ráð fyrir því að starf hjá ríkinu
eða bæjarfélagi verði að vera
aðalstarf til að starfsmaður
njóti verkfallsréttar. -ÖG.
Snemma í vor var Btrgisbraut malbikuð og var það mjög til
bóta. Fyrirhugað er að koma fyrir bitakerfl i götunni þegar fram
liða stundir og eins verður nýr vegur tengdur inn i beygjuna
hættulegu.
Þetta er opinberum
starfsmönnum boðið
Sáttatillagan sem lögð var fyrir
opinbera starfsmenn fékk dræm-
ar undirtektir á fundi stjórnar og
samninganefndar BSRB. Þar sam-
þykktu allir viðstaddir að skora á
félaga sína að fella tillöguna i
væntanlegri allsherjarat-
kvæðagreiðslu.
DB birtir nú töflu þar sem fram
koma núverandi laun eins og þau
Fjármálaráöuneytió
Launadeild
77.09.23 SP/vq
voru greidd út 1. september
siðastliðinn.
í öðrum dálki eru birtar tölur
samkvæmt sáttatillögunni, sem
sagt það tilboð sem afgreitt
verður I atkvæðagreiðslunni.
Aftast koma siðan upplýsingar
um hve hækkunin nemur miklu,
bæði hlutfallslega og i krónum.
-ÓG.
BSRB-LAUN
LAUNASTIGASAMANBURÐUR
NÓVERANDI LAUN OG SATTATILLAGA
SEPTEMBERLAUN
Septeraber laun Hækkun Hækkun
Lf 1. Núverandi Sáttatillaga % kr.
01 88.727 98.708 11,2 9.981
02 91.180 100.921 10,7 9.741
03 94.430 103.849 10,0 9.419
04 ya.572 107.584 9,1 9.012
05 102.709 112.939 10,0 10.230
06 106.575 118.222 10,9 11.647
07 110.441 123.505 11,8 13.064
08 114.311 128.789 12,7 14.478
09 118.176 134.074 13,5 15.898
10 122.045 139.358 14,2 17.313
11 125.915 144.643 14,9 18.728
12 129.778 149.924 15,5 20.146
13 133.550 155.215 16,2 21.665
14 138.643 161.035 16,2 22.392
15 143.931 167.001 16,0 23.070
16 149.419 173.Q62 15,8 23.643
17 155.117 179.225 15,5 24.108
18. 161.032 185.492 15,2 24.460
19. 167.173 191.866 co T H 24.693
20. 173.546 1§8.354 14,3 24.808
21. 180.167 204.958 13,8 24.791
22. 187.046 211.688 13,2 24.642
23. 194.168 218.534 12,5 24.366
24. 201.576 225.518 11,9 23.942
25. 209.261 232.634 11,2 23.373
26. 215.576 239.092 10,9 23.516
27. 222.080 245.641 10,6 23.561
28 228.781 252.285 10,3 23.504
29. • 235.684 259.027 '9,9 23.343
30. 242.794 265.868 9,5 23.074
31. 250.078 272.793 9,1 22.715
Láunatölur þessar eiga viö 3ja þrep launastigans , þaö er laun eftir
6 ára starfsaldur eöa aó náöura 32 ára ævialdri.
Þrír hafnfirzkir
drengir í slysadeild
Þrír unglingar i Hafnarfirði
voru i fyrradag fluttir i slysadeild
eftir minniháttar umferðaróhöpp.
Einn var á reiðhjóli við Þúfubarð
er hann varð fyrir bifreið. Tveir
féllu hins vegar af skellinöðrum.
Enginn þeirra hlaut alvarleg sár.
Nokkur faraldur er nú f Hafnar-
firði að því er varðar skellinöðru-
akstur og skellinöðrukaup. Er
ástæða til að hvetja unga pilta til.
að fara varlega. - ASt.