Dagblaðið - 24.09.1977, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1977.
frýálst, úháð dagblað
Útgefandi DagblaAiö hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjómar:
Johannes Roykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrít:
Ásgrímur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
SigurÖsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstiórn Síöumúla 12. Afgreiösla Þvorholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Askríft 1500 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 80 kr.
eintakiö.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerö: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Upprætiö þursana
Vernd einstaklingsins gegn
yfirþyrmandi ríkisvaldi var eitt
aðalinntak samþykkta þings Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna um
fyrri helgi. Ungir sjálfstæðismenn
telja, að hið opinbera hafi brugð-
izt skyldum sínum, þarfir einstakl-
inga séu búnar til með ákvörðunum stjórnmála-
manna og samhjálpin stórgölluð á veigamiklum
sviðum.
Þróunin hafi orðið, að í vaxandi mæli hafi
þeir ráðin, sem telja, að hið opinbera hafi rétt
til að ráða þörfum einstaklinganna.
Þannig hafi afskipti hins opinbera af láns-
fjármarkaðinum valdið stórkostlegu tjóni og
misrétti í þjóðfélaginu. Fjármagn hafi verið
fært frá sparifjáreigendum til skuldaranna.
Það hafi komið verst við þá, sem minnst mega
sín. íslenzkir sparifjáreigendur njóti verri
kjara í sínu eigin landi en erlendir aðilar.
Víðtæk lánsfjárskömmtun, sem hafi fylgt í
kjölfarið, sé næring spillingar og hafi dregið
verulega úr möguleikum þjóðarinnar til að lifa
mannsæmandi lífi, því að við úthlutun fjár-
magnsins sitji vinagreiðar og stjórnmálahags-
munir fyrir eðlilegum viðskipta- og arðsemis-
sjónarmiðum.
Niðurgreiðslur á ýmsum vörutegundum séu
fyrst og fremst liður í spili stjórnvalda með
vísitölu framfærslukostnaðar, en grundvöllur
vísitölunnar sé löngu úreltur.
Þá er bent á, að víða myndist „þursar“ í
búskap hins opinbera, sem hafi ekki annað
markmið en að viðhalda sjálfum sér. Þátttaka
hins opinbera í rekstri framleiðslufyrirtækja
hafi í mörgum tilvikum stuðlað að verri lífs-
kjörum. Ungir sjálfstæðismenn hvetja til
endurskipulagningar á opinberum búskap.
Gerðar eru tillögur um samdrátt í opinberum
umsvifum. Hið opinbera verði að starfa í þágu
einstaklinganna en eigi ekki að taka af þeim öll
ráð eins og nú sé að gerast. Ungir sjálfstæðis-
menn hvetja meðal annars til þess, að for-
sendur verði skapaðar fyrir afnámi niður-
greiðslna og útflutningsuppbóta en benda á
neikvæðan tekjuskatt sem betra tæki til að
jafna tekjur manna.
Þarna eru hressandi viðhorf, sem eru and-
stæð hinu staðnaða samtryggingarkerfi flokk-
anna. Hins vegar er tekið undir margt af því,
sem Dagblaðið hefur haldið fram um yfirgang
ríkisvaldsins. Auðvitað er augjóst, að í gagn-
rýni sinrti eru ungir sjálfstæðismenn að beina
spjótum gegn forystunni í eigin flokki, ekki
síður en í öðrum flokkum.
Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á
því, sem gerzt hefur, sífelldri skerðingu á rétti
einstaklingsins. Ekki er vanþörf á að hvetja þá
ungu sjálfstæðismenn, sem stóðu að þessari
samþykkt, til að láta ekki deigan síga heldur
ganga fram til að uppræta þursana í búskap
hins opinbera.
„SVÍAKÓNGUR
ER ALGiÖR
KVENNABÓSI”
*
—segir í sænsku blaði sem seldist upp á nokkrum
klukkutímum vegna sögunnar um ævintýri
kóngsins íBandaríkjunum
Það hlýtur að vera eitthvað
forvitnilegt í blaði, sem selst
upp á einum eftirmiðdegi.
Sænska blaðið „Pockettidning-
en R“ seldist eins og heitar
lummur. Allir kepptust við að
ná sér í eintak og lesa
hneykslissöguna um Karl
Gústaf Svíakóng.
Sagan um kónginn i sænska
blaðinu varð til þess að hótað
hefur verið að fara í mál við
blaðið. Sænskir embættismenn
hafa lýst fyrirlitningu sinni á
þeim skrifum sem þar koma
fram. Eitt er vist að allir vildu
eignast eintak, hvað sem svo
stóð i blaðinu um kónginn.
Allir töluðu um söguna sem
stóð í blaðinu, og ef þú vissir
ekkert um hana, þá varstu ekki
viðræðuhæfur.
Kóngurinn er
kvennabósi
I þessu hefti blaðsins, sem
var rifið út á nokkrum tímum,
var fjallað um vændi. Það var
reynt að gera þvf skil, hvaða
þjóðfélagshópar færu á fund
vændiskvenna. Þetta var þykkt
blað, sem hafði að geyma margt
um vændi og hversu útbreitt
' ' '
I Morgunblaðinu þann 18.
ágúst 1977 er grein eftir Sigurð
Draumland, þar sem hann gerir
að umtalsefni trúmál og um
margskonar siði og aðferðir
sem ýmsir trúflokkar nota við
útbreiðslu skoðana sinna.
Ég verð að játa mig svo fá-
vísan að ég á erfitt með að
skilja sumt i greininni. Til
dæmis þetta orðrétt: Fimmtug-
asti langafi fimmtugasta lang-
afa hvers manns er orðinn svo
þroskaður að honum er minnk-
un að framferði æsingaflokka í
trúmálum. Síðan er talað um
menn sem „elti börnin á
heiðum uppi og grenjað í eyru
þeirra hvort að þau tryðu á
Jesúm, aðrir stóðu á trékössum
hótandi helvíti hér og þar og
þegar í stað“. Eg hélt nú að
þessi ágæti maður vissi að það
er ekkert atriði hvar predikari
guðsorðs stendur, heldur er það
fyrst og fremst sannfæringar-
kraftur predikarans og lífsbæt-
andi áhrif til þeirra sem hlýða.
Svo er það rúsínan i pylsuend-
anum orðrétt: „Vmsir sérsöfn-
uðir á landinu hafa gefið út
sálmabók, hver fyrir sig. Flest
af þeim samsetningi, sem þær
flytja er flatrímað holtaþoku-
væl. Sálmabækur gera það
helst að spilla málkennd og
hugsunarskýrleika þjóðar-
innar." Ennfremur: „Að einu
leyti er sótið svartast hjá þjóð-
kirkjunni. Það ætti að vera
fyrir áhrif hennar að hin sjái
blessun sára í því að fá því til
leiðar komið með lipurð og
festu að hverrar trúar sem
söfnuðir eru, verði skyldir til
að geta þess, að öll boðun trúar,
f húsi sem utan, fari fram á
sómasamlegan hátt. Hins konar
aðferðir (hverjar? innskot) eru
eins og verið sé að bera sól-
skinið á kerlingasvuntu frá 17.
öld í gluggalaust hús hér
norður á Brakanda — í staðinn
fyrir að bera fólkið út I sólskin-
ið.“
„Holtaþokuvœl“
Eflaust upplýsir Sigurður
hvers konar aðferðum hann vill
að þjóðkirkjan beiti til eflingar
guðskristni í þessu landi. Eg
get ekki betur séð en að þessi
síðasta grein sé að nokkru
grímuklædd árás á það fólk
sem hefir af mikilli fórnfýsi og
áhuga stutt kristilegt starf hér.
Það er til dæmis ekki litið upp-
örvandi fyrir það ágæta fólk
sem enn þá heldur uppi kirkju-
söngnum að lfkja söng þess og
ii
Sækið sólskin
trúarínnar
í kirkjurnar
sálmunum sem sungnir eru við
„flatrímað holtaþokuvæl"!! Það
eru líka þeir sem niddir eru
niður í svaðið: Flest sálmalögin
eru samin af frægum snilling-
um. Nefni Mikael Haydn,
Mozart, Johann Criiger, Hart-
mann, Weyse, Berggreen, Sig-
valda Kaldalóns, Pál tsólfsson,
tsólf Pálsson, Sigíirð Þórðar-
son. Sálmaskáld nefni ég þessi:
Matthías Jochumsson, Valdi-
mar Briem, Davíð Stefánsson,
Einar Benediktsson, Hallgrim
Pétursson. Það eru sannarlega
engin smámenni sem Sigurður
brennimerkir með „flatrímaða
holtaþokuvælsstimplinum".
Það eru f jölmargir fleiri sem
hafa áratugum saman reynt að
útrýma kristnum dómi, stjórn-
málamönnum, stórskáldum,
kennurum æðri og lægri skóla
og fleirum. Afleiðingarnar sjá
allir í þvi upplausnarástandi
sem alls staðar blasir við
sjónum i þjóðfélaginu. Allt
trúarlíf er afgreitt sem „drasl"
er fleygja beri á gleymskunnar
hauga. Það er undravert að
nokkurt trúárlegt starf skuli
Iengur lifa á landi hér eftir
hinn langvarandi áróður gegn
kristni og kirkju. Sigurður vill
láta kirkjuna bera fólkið út í
sólskinið, eflaust að honum
meðtöldum. Það er vist ekki
nein vanþörf á, því ég get ekki
betur séð en að stör hluti
þjóðarinnar sjái tæpast dýrð
guðs í náttúrunni kringum sig.
Þetta tel ég vera vegna trúar-
niðurrifsaflaáhrifa hér á landi
qg víðar.
Sigurður mælir með því að
biðja til guðs í einrúmi. Ég veit
að það er styrkur hverjum
trúuðum manni. Hitt tel ég þó
miklu áhrifameira að taka þátt
í guðsþjónustu þar sem fjöldi
fólks sameinast af einlægum
huga með bænagjörð og fjölda-
lofsöng.
Sálmabókina tel ég með
fremstu trúarlegu bókum
okkar. Það má segja að gull-
perlur trúarinnar glitri þar á
hverri síðu. Ef til vill er það
einmitt þess vegna að hún er
lögð í einelti.
Nútímastressið
Ég vil ráðleggja öllum sem
eru áð farast í moldviðri trú-
leysisáróðursins að sækja sól-
skin trúarinnar í kirkjur lands-
ins. Ef meirihluti þjóðarinnar
gerði það þá þyrfti hvorki
félagsráðgjafa né sálfræðinga,
engar rándýrar afslöppunar-
stofur, alls konar glæpum og
auðgunarbrotum mundi stór-
fækka, sálarfriður kæmi 1 stað
nútímastress, sem allt er að
færa i kaf, birta myndi breiðast
yfir mannlifið í stað tilbúna
gerningamyrkursins, sem nú
þjáir þessa þjóð. Ég vil benda
fólki /á að kynna sér þessa
sálma i sálmabókinni: 0 þá náð
að eiga Jesúm þýtt af Matthíasi
Jochumssyni, A hendur fel þú
honum, þýtt af Birni Halldórs-
syni, Hvað bindur vorn hug við
heimsins glaum eftir Einar
Benediktsson, Þú Guð sem
stýrir stjarna her eftir Valdi-
mar Briem.
Sigurður gerir lítið úr is-
lensku trúboði í hinum sár-
þjáðu Afríkulöndum, nær að
gera meira í þeim anda hér
heima. Ég tel að öllum þjóðum
sem telja sig kristnar sé skylt
að hlýða boði Krists að gera
allar þjóðir að lærisveinum.Við
eigum lika að gegna þvi kalli að
likna þeim sem liggja þjáðir við