Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.11.1977, Qupperneq 3

Dagblaðið - 12.11.1977, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 3 Raddir lesenda eru á bls. 3 og 4 Ekki til of mikils mælzt að herinn kaupi landbúnaðarvörur af okkur Á NIEÐAN NATO ER HÉR ÁN ÞESS AÐ GREIÐA LEIGU Sveinn Sigurjónsson í Keflavík skrifar: „í grein Vilmundar Gylfasonar í DB 21. október lýsir hann því yfir af mikilli mælsku hvað Aðalverktakar græði mikið á viðskiptum sínum við varnarliðið og telur það leigupeninga seni NATO greiði íslendingum. ÞettB er alveg öfugt. Framkvæmdir sem NATO lætur vinna geta ekki talizt sem leiga. Eðlilega þarf að byggja yfir fólkið, leggja vegi, endurnýja flugbrautir, o. fl. i stöð sem þessari. En það getur aldrei talizt sem leigugjald. Aðstöðugjald eða leiga er fyrir það land sem herstöðin hefur sinn rekstur á, sem er margþættur af eðlilegum ástæðum. Fyrir þá aðstöðu ber NATO að greiða og hefði átt sóma sfns vegna að gera allan þann tíma sem stöðin er búin að vera hér. Það er ekkert fyrirtæki hér á landi sem hefur fría aðstöðu til athafna án greiðslu nema NATO. Hver er ástæðan? Það myndi engum detta í hug nema V.G. að blanda þvf saman, framkvæmdum, sem unn- ar eru þarna f þágu her- stöðvarinnar og lóðarleigu sem greiðast ætti ef rétt væri á haldið. Með þjóðnýtingu Aðalverktaka hugsar V.G. sér sennilega rfkis- rekstur. örugglega veit V.G. hverjir standa að Aðalverktökum. Við höfum annað ríkisrekið fyrir- tæki sem grípur inn á svið her- stöðvarinnar. Það er Sala varnar- liðseigna. Það fer margt og mikið f gegnum það fyrirtæki en þó hefur enginn heyrt um stórar fúlgur í rfkiskassann þaðan. Þó hefur þar verið keypt ódýrt en selt dýrt og frágangur hjáþví fyrirtæki með eindæmum slæmur eins og blaðaskrif hafá sýnt. Þar eru ríkisstarfsmenn að verki og þeir vilja hafa vel fyrir sinn snúð. Nei, Vilmundur, þú skalt ekki hugsa að þú getir komið nokkrum leikmanni til að trúa þvf að það sé það sama, byggingafram- kvæmdir og annað viðhald á svæði því sem herstöðin hefur leigulaust hér á Miðnesheiði. Enginn fæst til að trúa þvf að það sé leiga sem NATO greiðir, nema þá kannski langskólagengnir menn og stjórnmálamenn sem telja sig sjálfkjörna til að segja þeim lftt menntuðu fyrir verkum f þeim málum sem snerta peninga og herstöðvamálin. Það er alveg merkilegt að fólk úti um hina dreifðu byggð landsins, sem á við mjög óhag- stæðar samgöngur að strlða að öllu leyti, skuli ekki vakna og krefjast þess að herstöðin sé látin greiða aðstöðugjald og því fé varið til samgöngubóta. Þið sem eruð bundin á klafa stjórnmálaflokkanna, hristið hann af ykkur. Látið þá vita að þið kjósið þá ekki lengur nema þeir hafi það á stefnuskrá sinni að herstöðin sé látin greiða fyrir að- stöðu sína og gjaldið verði látið ganga til samgöngubóta fyrir dreifbýlið. Það hriktir í öllum stoðum þjóðfélagsins vegna skulda. Það er varla mikil eftirsjá f þessum betlurum sem setið hafa á þingi áratugum saman. Ætli það sé ekki kominn tími til að breyta um andlit? Bændur! Finnst ykkur umboðs- menn þeir er þið látið sjá um afurðasölu, kjöt og mjólkurvöru, standa sig nógu vel? 1 mötuneyti herstöðvarinnar á Miðnesheiði er mikið notað af þessum vörum og komið mun hafa fyrir að lamba- kjöt hafi verið flutt inn frá Nýja Sjálandi. Væri til of mikils mælzt að herstöðin keypti það kjöt og mjólkurvörur (mjólkina kaupir hún) sem við þurfum að selja úr landi með stórum niður- greiðslum? Sýnið nú ykkar alþekkta dugnað og krefjizt þess af umboðsmönnum ykkar að herstöðin kaupi það af kjöti, ostum og fleiri vörum, sem liðið þar getur notað og okkur vantar hagstæðan markað. Ef NATO vill ekkert gera fyrir okkur, gott og vel, þá viljum við ekkert meo pá hafa án aðstöðugjalds. Þeir eru ekki hér fyrir okkur, það hafa þeir þegar sýnt. Bændur, elskið þið NATÖ- dátana á Miðnesheiði svo mikið að ykkur finnist þetta ósanngjörn uppástunga? Hugsið málið til kosninganna að surnri." Ný ókeypis þjónusta: Smáauglýsingaþjónusta , ,Smáauglýsingaþjónusta” heitir nýja þjónustudeildin okkar. Setjir þú smáauglýsingu í Dagblaðið getyr þú beðið um eftirtalda þjónustu hjá smá- auglýsingaþjónustu blaðsins þér að kostnaðarlausu: Tilboðamóttöku í síma. Við svörum þá í síma fyrir þig og tökum við þeim tilboðum sem berast. Upplýsingar í sima. Við veitum fyrirspyrjendum upplýsingar um það sem þú auglýsir, þegar þeir hringja til okkar. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig, ef þú óskar þess, við að orða auglýsingu þína sem best. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. BIAÐIÐ er smáauglýsingablaðið bverholtiTI sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Spurning dagsins Hvernig lízt þér á fram- bjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykja- vík sem verður um helgina? Ingólfur Þorvaldsson, vinnur hjá ísal: Mér lízt ágætlega á Vilmund, held hann geti svarað þeim. Og svo er það auðvitað hann Gröndal. Karl V. Dyrving glerísetnlngar- maður: Hef ekki hugmynd um hverjir þeir eru. Ég hef svo sem tekið eftir að verið er að kynna menn I ýmsum prófkjörum en ekki tekið sérstaklega eftir þessum. Hans Rödtang (Þangbrandur) húsasmiður: Ég hef tekið eftir að prófkjör standa nú yfir en hef ekki kynnt mér frambjóðendur Alþýðuflokksins sérstaklega. En þétta eru vafalaust ágætismenn allt saman. Guðni Gústavsson lögg. endur- skoðandi: Þvi miður, veit ekki hverjir það eru. Yfirleitt fylgist ég lftið með i pólitikinni, lief ekki tima til þess. Mér lfzt ljómandi vel á þá alla en hef lítið hugsað málið. Einar Davfðsson, fúskar við hús- gagnasmfði: Ég er alveg úti að aka og þekki víst engan mann í flokknum nema auðvitað hann Eggert, við vorum saman i Iðnskólanum i gamla daga.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.