Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.11.1977, Qupperneq 7

Dagblaðið - 12.11.1977, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977. 7 Hver þeirra fellur? Benedikt, Eggert og Vilmundur leggja allt sitt að veði—búizt við að utanf lokkamenn reyni að hafa áhrif á gang mála I dag og á morgun, sunnudag, fer fram prófkjör Alþýöuflokks- ins í Reykjavík fyrir framboös- lista til alþingiskosninganna aö vori. Talið er aö allt aö sex þús- und manns muni taka þátt í próf- kjöri þessu, sem óneitanlega hefur vakiö mikla athygli, enda leggja nokkrir af forvígismönn- um flokksins þar alla sina póli- tísku framtíð aö veði. Ljóst er að einhver þeirra þriggja, Benedikts Gröndal-, Eggerts G. Þorsteinsson- ar og Vilmundur Gylfason, mun ekki ná kjöri og verður það aö teljast alvarlegt pólitískt áfall fyrir viðkomandi. Kjörstaðirnir eru fjórir og eru opnir frá kl. 13 til 19 i dag og frá kl. 10 í fyrramálið, sunnudag, til kl. 19. Talning hefst þá fljótlega en talið er að nokkuð verði liðið á nótt er úrslit verða kunn. Kjörstaðirnir eru: 1. Drafnar- fell 2—4 (Dansskóli Heiðars Ast- valdssonar, uppi) fyrir Breið- holtshverfi 1-2-3, sem takmarkast af Vatnsveituvegi að norðanverðu og Reykjanesbraut og Kópavogi að vestanverðu. 2. Fáksheimilið fyrir Arbæjarhverfi, Fossvog, Smáíbúðarhverfi og Bústaða- hverfi að Grensásv. að vestan og Miklubraut að norðan, 3. Síðu- múli 37 1. hæð fyrir allt hverfið norðan Miklubrautar að Snorra- braut, ásamt Hlíða-, Háaleitis- og Hvassaleitishverfi. 4. Iðnó, uppi fyrir allt svæðið vestan Snorra- brautar að Seltjarnarneskaup- stað. Atkvœðagreiðslan Astæða er til að vekja athygli á því að atkvæði er ekki gilt nema greitt sé atkvæði um öll sæti á iistanum, þ.e. einn mann í 1., 2. og 3ja sætið. Fyrir gæti komið að menn í hita leiksins greiddu aðeins „sínum“ manni atkvæði en gleymdu hinum og er atkvæðið þá ógilt. Þessir hafa sótt um fyrsta sætið: Benedikt Gröndal, Eggert G. Þorsteinsson, Sigurður E. Guðmundsson, Vilmundur Gylfason. Vetrarstarf Kammersveitar Reykjavíkur: ÞRJÚ NÝ ÍSLENZK VERKÁDAGSKRÁ Kammersveit Reykjavíkur byrjar vetrarstarf sitt á sunnu- daginn kemur í samkomusal HamrahÚðarskóla kl. 17. „Við Þau taka þátt i flutningi tónleikanna á sunnudaginn. Frá vinstri er Sesselja Halldórsdóttir (lágfiðla), Gunnar Egilsson (klarinett), Rut Ingólfsdóttir (fiðla), Jón H. Sigurbjörnsson (fiauta), Helga Hauks- dóttir (fiðla), Páll P. Pálsson, (stjórnandi), Pétur Þorvaldsson (selló) og Monica Abendroth (harpa). munum leggja áherzlu á að frum- flytja verk íslenzkra listamanna,“ sagði Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari einn af frumherjum Kammersveitarinnar sem hefur nú sitt fjórða starfsár. I vetur verða haldnir fernir tónleikar fyrir áskrifendur, þrennir í Hamrahlíðarskóla en jólatónleikarnir í Bústaðakirkju. Þrjú islenzk kammerverk verða frumflutt á tónleikum vetrarins. A sunnudaginn er á dagskrá verk Jóns Asgeirssonar, Oktett fyrir tréblásara, á tónleikum 12, febrúar verður íslenzkt verk frumflutt en ekki er búið að til- kynna nánar um það verk né höfund þess. Á síðustu tónleikun- um verður flutt verk Gunnars Reynis Sveinssonar, A þeim tón- leikum verður og flutt verk eftir John Speight, Strengjakvartett. Speight er búsettur hér á landi. Þá mun Miklos Maros koma fram á lokatónleikunum og stjórna tón- leikunum en eiginkona hans, Ilona Maros, tekur þátt i flutningi sumra verkanna. Blómabúðin Lilja Laugarásvegi 1 — Sími 82245 Gjafavörur íúrvali Úrval afskorinna blóma Ný pottaplöntusending • Blómaskreytingar, tækifæris- og boröskreytingar, blómakörfur, brúðarvendir, útfararskreytingar • Haustlaukaútsala Kertaúrval Opið alla daga (líka laugar- daga og sunnudaga) 9-22 Sendum innanbæjar og um allt land Um annað sætið: Bragi Jósepsson, Eggert G. Þorsteinsson, Sigurður E. Guðmundsson, Vilmundur Gylfason. Um þriðja sætið: Bragi Jósepsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurður E. Guðmundsson. Hverjir mega kjósa? Það verður engin utankjör- staðaatkvæðagreiðsla við próf- kjörið. Allir sem orðnir eru 18 ára og eldri 13. nóv. 1977 og ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórn- málaflokkum og eiga lögheimili í Reykjavík mega taka þátt í próf- kjörinu. Það má segja að það sé þetta atriði sem gerir prófkjör alþýðu- flokksmanna spennandi. For- maður flokksins lýsti því yfir í viðtali við DB í gær að hann hefði þá trú á stjórnmálalegu siðgæði fólks að það myndi ekki misnota þær frjálslegu reglur sem gilda um prófkjörið. Kjörstjórn hefur látið prenta um tíu þúsund kjörseðla. Það er hins vegar ljóst að af þeim fimm eða sennilega um sex þúsund manns, sem talið er að taki þátt í pr.ófkjörinu, viti fram- bjóðendur ekki um skoðanir nema a.m.k. helmingsins. Hinir eru þar með óþekktar stærðir og er jafnvel talið að framsóknarmenn muni reyna að hafa áhrif á gang mála, enda er vitað að þeir bera engan hlýhug til Vilmundar Gylfasonar. Eins og áður sagði verða úrslit prófkjörsins ekki ljós fyrr en langt verður liðið á aðfaranótt mánudagsins en Dagblaðið mun skýra frá þeim á mánudagsmorg- uninn. Atkvæði verða talin í Kristals- sal Hótels Loftleiða. - HP Styrkir til háskólanáms eða rannsóknastarfa íFinnlandi Finnsk stjórnvöid bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms eða rannsóknastarfa i Finnlandi námsárið 1978-79. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar frá 10. september 1978 að telja og er styrkfjárhæðin 1.000 finnsk mörk á mánuði. Skipting styrksins kemur þó til greina. Þá bjóða finnsk stjórnvöld einnig fram eftirgreinda styrki er mönnum af öllum þjóðernum er heimiit að sækja um: 1. Tíu fjögurra og hálfs til níu mánaða styrki til náms í finnskri tungu eða öðrum fræðum er varða finnska menningu. Styrkfjárhæð er 1.000 finnsk mörk á mán- uði. 2. Nokkra eins til tveggja mánaða styrki handa vísinda- mönnum, listamönnum eða gagnrýnendum til sér- fræðistarfs eða námsdvalar í Finnlandi. Styrkfjárhæð er 1.300 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. Umsókn skal fylgja staðfest afrit prófskírteina, meðmæli og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýsku. Sérstök umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaróðuneytið 8. nóvember 1977. Hótel Loftleiðir Óskum aö ráöa vana smurbrauðsstúlku Uppl. gefuryfirmatreiöslumaöur ámánudagmillikl. 10 og 15 Útboð Stjórn verkamannabústada í Reykja- vík óskar eftir tilboðum í byggingu 18 fjölbýlishúsa (216 íbúðir) í Hóla- hverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlíð 4 Reykjavík, gegn 100 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 6. des. 77 kl. 14. Laus staða Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæzlustöð í Breiðholti III. Staðan veitist frá 1. janúar 1978. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 10. desember 1977. Heilbrigðis- og tryggingamólaráðuneytið 9. nóvember 1977.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.