Dagblaðið - 12.11.1977, Síða 12

Dagblaðið - 12.11.1977, Síða 12
u DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGHR 12. NÓVEMBER 1977. PETER FALK í HJÓNABAND UM JÓLIN Leikarinn Peter „Columbo“ Falk hyggst ganga í hjónaband í kringum jólin og hann hefur þegar lýst því yfir að hann og ástkonan hyggist eiga að minnsta kosti tvö börn. Falk sem er fimmtugur að aldri ætlar að giftast 27 ára gamalli leikkonu sem heitir Shera Danese. Þau hafa leitað dauðaleit undanfarið að draumavillu í Beverley Hills. Falk segist vera reiðubúinn til að reiða af höndum milljón dollara fyrir slíkt hús (210 milljónir íslenzkar). „Maður verður að eiga hús þegar maður giftir sig og þvf er ég að leita að húsi,“ segir Falk sem er nýskilinn við fyrri konu sína. Þau Shera búa núna saman í lítilli Ibúð. Falk segir konuefnið vera mörgum kostum búið en þó rísi tveir hæst. Hún sé lagleg og hún komi sér til þess að hlæja. Með henni geti hann gleymt starfinu og tekið upp léttara hjal. Alvaran skfn þó út úr þeim er þau ræða um ástina og draumahúsið sem á að vera með nógu mörgum svefnher- bergjum til þess að rúma öll börnin sem þau ætla að eignast. Falk tekur það skýrt fram að hann gæti ekki hugsað sér að giftast konu sem tæki sinn eigin frama fram yfir að eiga hann og börn. Sheru segir hann vera mikinn hundadýrk- anda og ef hún veiti barni þó ekki væri nema þriðjung' þeirrar umhyggju sem hún veitir hundi sínum þá væsi ekki um það barn. Olíkt mörgum öðrum leikur- um segist Falk ekki vilja einangra framtíðarheimili sitt. Hann vilji búa við götu sem fjöldi húsa standi við og sé það sem hann kallar vinaleg og mannmörg án þess þó auðvitað að um of sé að honum þrengt. Tennisvöllur verður að vera við húsið. Falk hefur alla tíð verið mikill golfleikari en nú hyggst hann leggja stund á tennis þess í stað. Falk á tvær dætur með fyrri konu sinni. Sjálfur segist hann styðja hjónabönd mjög þvi öll óhöpp og allur sjúkleiki, svo ekki sé talað um hluti eins og sjálfsmorð, rótleysi og slikt eigi sér langoftast stað meðal einhleypra karla. Hann telur einlífið reyna meira á karl- menn en konur. DS-þýddi Brúðhjónin tilvonandi sem nú leita dauðaleit að drauma- heimilinu. I mm til okKar ne VIÐ MUHUM FIHHA lijseiga viiitar latj Sölustjóri: Sigurður Benediktsson Haraldur Magnússon Viðsk.fr. _ Verðmetum íbúðina samdægurs, yður að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Opiö 9-12 og 13.30-18 Kvöldsími 42618 Y Það í' víst / ekkert oýtt að þú komist el:ki s|)o>-uiium! Vertu ekki að vera sniðugur. Mér er alvara! Ei þú fyodinn! Hos, hœ. Þarna kemur skjalda. Ég œtla að skreppa inn og hvíla mig < , aðeins! J Ég steingleymdi... Albert fékk að nota mig fyrir bilskúr í gter!! almóttugur. Það var engin furða.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.