Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 24
Lagning varanlegs slitlags á þjóðvegi: Arðbær fjárfestíng og möguleg á fáum árum Hægt að leggja á 830 km án endurbyggingar . . ^ lA., iToitra. oni m'i án sérstakrar endur- telur að veeakaflar. sem Það verður að teljast nokkuð undarlegt hve lagning vega með varanlegu slitlagi hefur dregizt úr hömlu hér á landi. Viðurkennt er að lagning varanlegs slitlags á vegi er mjög arðbær fjárfesting og komið hefur i ljðs að sllk fram- kvæmd er viðráðanleg á fáum árum og jafnvel væri hægt að fjármagna slíkar framkvæmdir með innlendu fé ef allar álögur á bifreiðaeigendur væru notaðar til slíkra framkvæmda. Það kom m.a. fram í DB á mið- vikudag að aðeins hækkun á bensíngjaldi milli áranna 1977 og ’78 fer langt með það að kosta lagningu varanlegs slit- lags á veginn á milli Reykja- víkur og Akureyrar, svo dæmi sé nefnt. Þá kom það m.a. fram að hægt væri að leggja olíumöl frá Reykjavík til Akureyrar eða frá Þjórsá til Hafnar í Hornafirði fyrir það fjármagn sem fer í Borgarfjarðarbrúna. I þingsályktunartillögu Ölafs Silfur hafsins beintá diskinn Það hefur verið nóg framboð af glænýrri og góðri síld að undan- förnu í fiskbúðunum. Sæikerarn- ir renna á lyktina og festa kaup á þessum góða en ódýra fiski. En nú líður senn að því að silfur hafsins sjáist ekki í bökkunum i fiskbúðunum. Þessi mynd var tekin af f.isksala vestur i bæ að afgreiða viðskiptavin sem leizt vel á síldina. — DB-mynd Sv. Þorm. G. Einarssonar og Jóns Helga sonar um lagningu bundins slit- lags á þjóðvegi er stefnt að því að ljúka lagningu slitlags á helztu þjóðvegi landsins á næstu 10—15 árum. Slitlagið verði lagt á vegina eins og þeir eru nú án sérstakrar endur- byggingar þeirra þar sem það er mögulegt. Heildarlengd þeirra vega, sem falla undir til- löguna, er um 2300 km. Þar af hefur verið lagt varanlegt slit- lag á um 170 km og Vegagerðin telur að vegakaflar, sem litinn undirbúning þurfi til þess að lagt verði á bundið slitlag, séu um 830 km. Það eru því u.þ.b. 1300 km vegar sem þurfa lag- færingar við, að vísu misjafn- lega mikla. Tillagan gerir ekki ráð fyrir hliðstæðri undirbygg- ingu og unnin hefur verið við hina fjölförnu vegi út frá Reykjavík. Ending bifreiða, sem um vegi með slitlagi fara, margfaldast og það hefur í för með sér beinan peningalegan sparnað fyrir eigendur bifreiðanna og þjóðfélagið í heild. Þá stór- lækkar viðhaldskostnaður vega og aukin umferð um þá hefur í för með sér auknar tekjur i vegasjóð. Þá er ótalin sú mikla rykmengun sem fylgir malar- vegum og spillir gróðri og andrúmslofti en hyrfi með lagningu slitlags. Það er kominn tími til að bregðast raunhæft við vaxandi bifreiðaeign landsmanna. JH „RANNS0KN 0KKAR HEFUR BEINZT AÐ SKIPAKAUPUM FRÁ ANKERLÖKKEN” —segir gjaldey risefti rlitið—Ekkert bendir til misferlis íslenzkra skipakaupenda „Þetta er einn þeirra mörgu viðskiptaaðila íslenzkra skipa- kaupenda sem rannsókn okkar hefur beinzt að,“ sagði Sig- urður Jóhannesson, forstöðu- maður gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans, í viðtali við DB. „At- hugun okkar á viðskiptum við þetta fyrirtæki hefur ekki leitt neitt misferli í ljós,“ sagði Sig- urður. Norska skipasmíðafyrirtækið Ankerlökken hefur nú verið kært fyrir stórfelld lögbrot. Fyrirtæki þetta hefur um langt árabil smíðað fiskiskip fyrir ís- lenzka aðila og gengið frá sölu ,yfir 40 skipa sem keypt hafa verið til Islands. Fréttamaður DB sneri sér til gjaldeyriseftirlitsins, sem gaf greiðlega ofangreind svör við spurningu hans. Sigurður bætti við: „Með þessu máli, sem upp er komið í Noregi, verður fylgzt mjög náið.“ Rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans hefur staðið í nokkur ár. Margvíslegir erfið- leikar eru á öflun upplýsinga erlendis frá. Hafa þeir löngum torveldað viðleitni gjaldeyris- eftirlitsins til rannsókna. í skjóli viðskipta- og banka- leyndar hefur verið synjað um úpplýsingar sem um er beðið. Þegar erlendir viðskiptaaðil- ar íslenzkra skipakaupenda hafa orðið gjaldþrota, eða þeir hafa af öðrum ástæðum orðið að sæta opinberri rannsókn, hafa hins vegar opnazt mögu- leikar til að fá upplýsingar sem annars voru ófáanlegar. Þannig má telja víst að rannsókn á Ankerlökken-fyrirtækinu auð- veldi aðgang að réttum upp- lýsingum um viðskipti þess við íslenzka aðila. Ekkert hefur þó komið fram sem vekur grun- semdir um að þau séu ekki að öllu leyti lögum samkvæmt. Eigandi Ankerlökken, Ole Aaserud, hefur nú verið kærður fyrir tollsvik og gjald- eyrissvik. Auk þess tekur kær- an til þess að fyrirtækið hefur í vissum tilvikum haft eitt bók- hald fyrir raunveruleg við- skipti og annað til þess að svikja út úr ýmiss konar sjóðum verulegar fjárhæðir. Einkum eru þetta sjóðir sem lána fé til skipasmíða eftir sér- stökum reglum miðað við kostnaðarverð sem Ankerlökk- en hefur gefið falskar skýrslur um. Talsverður hluti þess fjár, sem þannig var svikið út úr lánasjóðum með fölskum skýrslum, hefur verið fluttur á bankareikninga í Sviss. Nemur það fé milljónum norskra króna. Til þess að sannfæra lána- sjóði um réttmæti hins falska bókhalds hefur fyrirtækið t.d. gert tvo samninga um sama skipið við kaupendur. Annar samningurinn.er réttur og eftir honum farið I viðskiptum við kaupanda. Hinn samningurinn hefur verið notaður til lánsfjár- öflunar og í honum miklu hærri kostnaðartölur en hinar réttu og raunverulegu. Þegar fyrirtæki eins og Ankerlökken i Noregi verður uppvíst að stórfelldu fjármála- misferli af ýmsu tagi vaknar eðlilega sú spurning hvort við- skiptavinir þess hafi ekki með eirihverjum hætti flækzt inn í vafasöm og óiögmæt viðskipti. Sem fyrr segir verður fylgzt með rannsókn þessa máls af gjaldeyriseftirlitinu íslenzka og væntanlega skattyfirvöldum hér. . BS frjálst, óháð dagblnð LAUGARDAGUR 12. NÓV. 1977. Strætö- gjöldin hækka Einhverjum bregður trúlega 1 brún í dag þegar vagnstjórar SVR krefja um hærra fargjald en verið hefur. Einstök fargjöld kosta nú 70 krónur, fyrir börn 20 krónur. Með því að kaupa farmiðaspjöld má sannarlega spara fé. Spjöld fyrir fullorðna, 17 miða spjöld, kosta 1000 krónur, með 38 miðum 2000 krónur en öryrkjar fá helm- ings afslátt. Farmiðaspjöld barna kosta 500 krónur fyrir 34 miða. Meðaltalshækkunin er 14,7%. - JBP- Utvegsbank- inn opnar í Firðinum Utvegsbanki íslands er nú að svipast um eftir hentugu húsnæði fyrir útibú í Hafnarfirði. Ekki hefur fengizt staðfest að bankan- um standi til boða húsnæði á Flatahraunssvæðinu fyrir 30 milljónir króna út í hönd. Hitt er vist, að ennþá hefur ekki fengizt formlegt leyfi Seðlabankans til þess að opna þetta útibú. Nýlega opnaði bankinn útibú á Smiðjuveginum í Kópavogi og verið er að undirbúa opnun úti- bús á Seltjarnarnesi. - BS „Grafa undan afkomu fyrirtækisins” — segir íályktun stjömar Flugleiða „Oheftar flugsamgöngur Is- lands við umheiminn eru ekki venjulegt hagsmunamál heldur öryggismál. Því öryggi má ekki eyða í eldi verkfalla og vinnu- deilna," segir í ályktun sem sam- þykkt var fyrir nokkrum dögum af stjórn Flugleiða. Lýsir stjórnin áhyggjum sínum af tíðum verk- föllum sem raska eða stöðva rekstur fyrirtækisins og grafa undan afkomu þess, eins og segir í ályktuninni sem örn O. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða, hefur sent blaðinu. I ályktuninni segir að lokum: „Stjórn Flugleiða er ljóst að eng- inn einn aðili hefur öll ráð í hendi sér til að ráða bót á þeim vanda sem hér er á drepið. Hún vill hins vegar hvetja bæði stjórnvöld, samtök vinnuveitenda og stétta- samtök til þess að leita nýrra úr- ræða í þessum efnum.“ - JBP-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.