Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 5
DAdBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUB 1. DESEMBER 1977.
Rafafl og viðskipti þess við Kröflunefnd:
AUKAVERKEFNIALDREIBOÐIN UT
OG ENGINN VISSIUM ÞAU"
„Það er ekki venjan og ákaf-
lega óheppilegt að bjóða út
aukaverkefni í miðju kafi, eins
og þarna var ástatt, og það má
segja að það séu óskrifuð lög að
sá verkiaki. sem samið hefur
verið við, fái viðbótarverkefn-
in,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson
yfirverkfræðingur Kröflu-
nefndar í viðtali við Dagblaðið
vegna yfirlýsinga og spurninga
Landssambands islenzkra raf-
verktaka um það hvers vegna
aukaverkefni, sem samvinnu-
félagið Rafafí var fengið til að
vinna við Kröflu til viðbótar
þeim samningi sem við það
hafði verið gerður, hefðu ekki
verið boðin út. „Og ég vil taka
það fram hér að Rafafl hefur
fengið ca. 23 til 24 milljónir
greiddar fyrir upphaflega
samninginn um raflagnir í
fyrstu vélarsamstæðuna, en
ekki 30.6 eins og segir í til-
kynningu Landssambandsins."
Dagblaðið skýrði frá því í
síðustu viku að upphaflegt
tilboð Rafafls hefði verið mun
lægra en þriggja annarra aðila,
sem buðu í verkið, en þeir voru
Rafverktakar Norðurlands,
Orkuvirki og Samvirki.
E-igi 11 t'issi utn
aiikat'ekef iii“
Tilboð Rafafls, sem er sam-
vinnufélag, þ.e. i eigu starfs-
mannánna. eins og Samvirki cr
einnig, hljóðaði upp á
28.485.000 kr. og var miklum
mun lægra en hinna aðilanna
þriggja, eins og áður sagði. Raf-
verktakar Norðurlands, eða
Heimamenn eins og þcir cru
nefndir, voru með 39.700.000.
Orkuvirki var með 44.955.000
og Samvirki með 45.171.000.
Segir í greinargerð Lands-
sambandsins að Norðlendingar
hafi ekki viljað sætta sig við
þetta og vilji þeir mótmada því
sem Sigurður Magnússon,
framkvæmdastjóri Rafalslætur
hafa eftir sér í viðtölum við
blöð, að öllum hafi verið ljóst
að verkið hefði ekki verið
fullhannað og því hægt að
búast við því að einhver auka-
verkefni yrðu. „Ilinn mikli
munur á tilboði Rafafls svf. og
hinum boðunum, svo og áætlun
(37.258.000) skýrist að sjálf-
sögðu hafi þeim einum verið
lofað margföldum aukaverkum
en slík vinnubrögð teljast til
spillingar," sagði í greinargcrð
LÍR.
„Það vissi enginn um þessi
aukavcrkefni." sagði Einar
Tjörvi ennfremur. „En allir
vanir verktakar sjá yfirleitt að
öllum stórum verkefnum fylgja
yfirleitt aukaverkefni, misjafn-
lega mikil, auðvitað, en í þessu
tilfelli voru allir á sama báti
hvað varðaði upplýsingar og
annað í sambandi við útboðið.
Tilb >ðið
þ -airka 1 íað
„Þegar tilboð voru opnuð var
tilboð Rafafls lægst og sérstak-
lega var einn liðurinn i tilboði
þess lægri en menn ciga að
venjast," sagði Einar Tjörvi
ennfremur. „Eg lét kanna það
allt saman sérstaklega og eftir
að ráðgjafar Kröflunefndar,
sem eru frá verkfræðiþjónustu
Sigurðar Thoroddsen, og Raf-
teikningu höfðu farið vandlega
yfir tilboðið fórum við að
ráðum þeirra og tókum
tilboðinu."
Happdrætti
sölubarna DB:
Tvö DBS-
reiðhjól
dregin út
ídesember
í jólamánuðinum verða tvö
reiðhjól í boði í happdrætti
sölubarna Dagblaðsins. Bæði eru
af beztu gerð, DBS-reiðhjól frá
Fálkanum. Einhverjir heppnir
sölukrakkar fá því aukajólagjöf
um þessi jól og hana ekki af
lakari endanum.
Mánaðarlega er dregið um hjól
sem þessi og hafa margir
sölukrakkar því eignazt góðan
farkost fyrir tilstuðlan
happdrættisins.
Myndin er frá afhendingu eins
vinningsins í söluhappdrætti
Dreifingarklúbbs DB.
ORUGG SÁRSAUKALAUS &
SÓnHREVNSUÐ ADFERD
Jólafatamarkaður!!!
Tækifæriskaup!!!
Herra- og kvenfatnaður:
Blússur, peysur, buxur
ogfl.ogfl.
Barnafatnaður:
V
Ulpur, buxur, peysur,
síð pils, samfestingar
ogbolir
Verksmiðjuútsala
Modeí Magasín
Ferðin að Tunguhálsi 9, Árbæ, borgarsig
Haraldur Magnússon
viðskiptafræðingur
Sigurður Benediktsson
sölumaður
Kvöldsími 42618.
Til sölu
VALLARGERÐI
4ra herb. hæð ásamt herb.,
geymslum og þvottaherb. i
kjallara.
Bílskúrsréttur. Útb. 7,5
millj.
LAUGAVEGUR
5 herb. íbúð um 117 ferm á
2. hæð i steinhúsi.
DIGRANESVEGUR
5 herbergja sérhæð um 130
fermetrar. Góðar svalir,
harðviðarinnréttingar,
tvöfalt verksmiðjugler. Ut-
borgun 9-10 millj.
ÁLFASKEIÐ
3ja herbergja, um 86
fermetrar, bílskúrsréttur.
Útborgun 6 milljónir.
HVERFISGATA
HAFNARFIRÐI
3ja herb. sérhæð, um 80
fermetrar, harðviðarinnrétt-
ingar, ný teppi, sérhiti. Út-
borgun 5,5-6 milljónir.
HRAUNBÆR
Góð einstaklingsibúð. Út-
borgun 2,5 milljónir.
MÁVAHLÍÐ
Góð 3ja herb. jarðhæð um 98
ferm. Útborgun 6.7 millj.
EINNIG EINBÝLISHÚS 0G RAÐHÚS í REYKJAVÍK,
KÓPAV0GI 0G HAFNARFIRÐI í SMÍÐUM 0G
FULLFRÁGENGIN.
FASTEIGNAVAL
Hafnarstræti 15
Símar 22911 og 19255
HÖFUM KAUPENDUR
Höfum á kaupendaskrá mikinn fjölda kaup-
enda að einbýlishúsum og raðhúsum, 2—6
herb. íbúðum, fullgerðum og í smíðum, i
borginni og nágrenni. Sumar eignirnar þurfa
ekki að losna fyrr en seint á næsta ári, í
nokkrum tilfellum er um staðgreiðslu að
ra'ða.
Ath. Mikið er um makaskipti hjá okkur.
Vinsamlega látið skrá eign yðar sem fyrst.
ÁRATUGA REYNSLA 0KKAR í FASTEIGNAVIÐ-
SKIPTUM TRYGGIR ÖRYGGI YDAR
Jón Arason LÖGMAÐUR
Málf lutnings- og fasteignastof a
SÖLUSTJÓRI KRISTINN KARLSS0N
MÚRARAM.
HEIMASÍMI 33243
MÉBIADIB
Dagblað
án ríkisstyrks