Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. Svíþjóð: Ýengsl milli blóð- krabba og bensíns Hópur vísindamanna í Lundi hefur fundiö tengsl milli bensíns og blóðkrabba. Helzt er þeim hætt sem starfa viö stórar vinnuvélar, vélaviðgerðamönn- um og þeim sem starfa við bensínafgreiðslu. Rannsóknirnar náðu yfir tímabilið 1969 til 1977 og af fimmtíu sjúklingum með blóð- krabbamein höfðu átján eða 36% þeirra starfað í nánu sam- bandi við bensín. Lengi hefur verið vitað að ýmis efni í bensíni geta orsakað blóðkrabbamein. Norska fréttastofan NTB ræddi við Knut Magnus sér- fræðing í krabbameinssjúk- dómum og vildi hann ekki segja neitt um skýrsluna, sem hann hafði ekki séð. Hann sagði aftur á móti að lengi hefði verið; haldið fram tengslum bensíns og blóðkrabbameins. Aftur á móti hefði rannsókn, sem gerð’ hefði verið á norskum sjómönn- umá olíuskipum á engan hátt bent til þessara tengsla. Suður-Afríka: Mikill kosninga sigur Vorsters Ljóst er að John Vorster og Þjóðernisflokkur hans hafa unnið stórsigur í kosningunum til þings Suður-Afríku sem voru í gær. Snemma í morgun var talið að flokkurinn mundi fá í það minnsta tíu þingsætum meira en hann hafði fyrir. Allir helztu foringjar Þjóð- ernisflokksins- sigruðu með yfir- burðum, til dæmis bæði Vorster sjálfur og James Kruger dóms- málaráðherra. Gagnrýni á störf hans hefur verið mjög mikil að undanförntt, ekki sízt vegna dauða blökkumannaleiðtogans Steve Biko. Sagði Kruger í fyrstu að hann hefði dáið í fangelsi af völdum hungurverkfalls en varð síðan að taka það aftur. Colin Eglin formaður Fram- faraflokksins, helzta stjórnarand- stöðuflokks landsins viðurkenndi að sigur Þjóðernissinnaflokksins^ væri stór. — Flokkur okkar verður ekki stór en því betur verðum við að standa okkur hver einstakur í stjórnarandstöðunni, — sagði Eglin. Hundruð þúsunda flóttamanna reika nú um á Indlandi eftir óskunda þann sem hvirfilbyljirnir gerðu þar fyrir nokkru. r'fii Höfum úrval notaóra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tií dæmis: M. BENZ 220D 1970 ! VW 1300 69 SINGER VOGUE 68 TAUNUS 17M 57 flAT 125 70 C0RTINA 68 Einnig höfum við úrva! af kerruefr til dæmis undir vélsleda. Sendum um alltland. Höföatúni 10 — Sími 11397 Bílartilsölu Mercedes Benz 280 SE árg. ’73. Mercedes Benz 280 SE árg. ’72. Mercedes Benz 230 árg. ’74. Mercedes Benz 240 D árg. ’74. Mercedes Benz 220 D árg. ’74. Tugir annarra Benz-bíla á söluskrá. MARKAÐSTORGIÐ Einholti 8, Sími 28590 MIKRO þjónustan Skulagata 32-34 sími 28020 Reykjavlk lceland Opiðkl. 2-5 SPARIÐ PLASS MIKROMYNDUM SKIÖL OGTEIKNINGAR. STÆKKUM—MINNKUM Hjúkrunarfræöingar Stöður hjúkrunarfræðinga við eftir- taldar heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Heilsugæsiustöðin á Húsavík Heilsugæslustöðin á Þingeyri Heilsugæsiustöðin á Þórshöfn Heilsugæslustöðin í Fáskrúðsfirði Heiisugæslustöðin á Suðureyri Heilsugæslan í Grundarfirði Heiisugæsian í Árneshreppi Strandasýslu Heilsugæslan í Reyðarfirði. Hlutastarf kemur til greina. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mehntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðúneytinu fýrir 31. des. 1977. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. nóvember 1977. Bretland: DAILY MIRROR VERKFALL í TIU DAGA Stórblaðið Daily Mirror í Bret- landi kom ekki út í morgun, tíunda daginn í röð, vegna verk- falls blaðamanna. Krefjast þeir þrjú þúsund punda launahækk- unar á ári en blaðaútgefendur buðu sautján hundruð punda hækkun, sem þeir síðan drógu til baka. Sögðu þeir að ríkisstjórnin hefði talið tilboðið brjóta i bága við stefnu hennar að leyfa aðeins 10% launahækkanir í Bretlandi. Blaðamenn lögðu fram tilboö sem þeir töldu að báðir aðilar gætu sætt sig við og útgáfa gæti hafizt að nýju en útgefendur voru ekki sammála og höfnuðu til- boðinu. Búið er að segja tvö hundruð og fimmtíu blaðamönnum upp eftir að verkfallið skall á. Blaðamenn telja sig eiga rótt á þrjú þúsund punda hækkun til að samræmi verði í launum þeirra og prcntara sem starfa við Daily Mirror. KJORBUÐ----- HRA UNBÆJAR Hraunbæ 102 — Sími 75800 ------ Bökunarvörur: Hveiti Gold Medal. 10 Ibs. kr. 545. ★ Hveiti Gold Medal, 5 lbs. kr. 250. ★ Strásykur. Verð pr. kg. kr. 95. ★ Smjörlíki, Verð pr. kg. kr. 330. ★ Rúsínur, kúrennur, döðlur, gráfíkjur, möndlur og bökunar- dropar. ★ Verið velkomin KJÖRBÚÐ HRAUNBÆJAR Hraunbæ 102 — Sími 73800 A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.