Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.01.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 03.01.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978. SJAIÐ SPADOMINN RÆTAST Heyrið nú þér auðmenn. Grátið og kveinið yfir þeim eymdum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin mölétin. Gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið, og ryðið á þvi mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síð- ustu dögunum. Sjá laun verka- mannanna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið haft af þeim, hrópa, og köll korn- skurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörð- inni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt, þér hafið drepið hinn réttláta: hann stendur ekki gegn yður. Jakobsbréf 5,1-6. Þessi spádómur fjallar um atburði hinna siðustu daga, rétt áður en Kristur Frelsari vor kemur aftur og upprisa lffsins fer fram. Allir mega sjá, að liðið er á þessa daga. Eymdir auðmannanna eru nú í algleym- ingi. Þær byrjuðu þegar HVÍTÖLIÐ MISJAFNT örn Ásmundsson, Meistara- völlum 27, hringdi: Hann sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með jóla- ölið sem hann hefði keypt hjá ölgerð Egils Skallagrímssonar. Hvítölið var bæði útþynnt og gamalt. „Ég fór svoafturnúna fyrir áramótin og keypti mér meira öl og þá var það alveg prýðilegt. Ég hef keypt mér hvítöl hjá Agli nú í ein þrjátíu ár og stundum orðið var við að „Gott hjá þér, Ásgeir” Ólafur A. Kristjánsson skrifar: „Grein Asgeirs H. Eiríks- sonar í DB 27/12 var stórkost- leg og allt sem hann hefir skrifað í blaðið. Haltu áfram, Ásgeir, i sama dúr. Með tímanum vinnur vatnið á steininum.“ ölið hefur verið misjafnt. Annars finnst mér að kominn sé tími til að þeir fari að selja manni áfenga bjórinn, en þeir ráða því víst ekki hvenær hann kemur á markaðinn". Kastró skipti óðalsjörðum á Kúbu á milli smábænda. Litlu seinna var John Kennedy myrtur. Hann stendur ekki gegn auðmönnunum lengur ekki heldur bróðir hans né Martin Lúther King. Ekki heldur Lúmúmba. Þeir eru allir fallnir frá. En ekki var auð- mönnunum að heldur borgið. Þeir — hljóta sfn örlög, þrátt fyrir brögð handa sinna. Nú er svo komið að enginn auðmaður má næðis njóta f heiminum. Þeir eru myrtir og þeim er rænt, þeir eru féflettir og að þeim er þrengt á allan hátt. Olía fer til spillis o.fl. o.fl. Áðurnefndir dánumenn féllu allir fyrir flugumönnum, sendum út af örk auðugra glæpamanna og valdnfðinga. Að lokum: „Munið hvíldar- daginn, þvf að hann er sigur- tákn kristinna manna. Saumaður f merki Guðs, sem samanstendur af þremur atriðum: 1. óverðskuldaður kærleiki. 2. hlýðni 3. sjöundi dagurinn sem hvildardagur. Djöfullinn hefur llka merki, (Rfgsvaaben). En hann breiðir jafnan yfir nafn og númer, en i það er saumað, 1. tilefnislaust hatur 2. óhlýðni 3. sunnudagur sem hvfldardagur. Jesú kemur nú. Ver viðbúinn." Ritað þann 19. desember 1977. Friðbjörn F. Hólm Laugarásvegi 71. Raddir lesenda ANNA BJARNASON, Asgeir H. Eirfksson. Ein stutt t vær lanaar Þótt þú búir úti á landi getur þú samtsem áður notfært þér smáauglýsingar Dagblaðsins. Smáauglýsingaþjón- usta blaðsins svarar í símann fyrir þig og sendir þér öll tilboð sem berast, með næsta pósti, eða les þau upp í símann. þessi þjónusta er þér að kostnaðarlausu, utan venjulegs birtingarverðs auglýsingarinnar. Dagblaðið,smáauglýsingasími 91-27022. MBIAÐIÐ Dagblaöiö er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 Spurning dagsins HVERNIG HELDUR ÞÚ AD ÍSLANDI VEGNI Í HEIMS- MEISTARAKEPPNINNII DAN- MÖRKU? Grétar Sigurðsson: Vissulega vona ég hið bezta en undanfarnir leikir hafa ekki verið nógu sann- færandi. Ég vona að íslenzka landsliðið sigri Dani og komist f 8-liða úrslit. Ingvar Vilhelmsson:Éf þeir ná vei saman, leika sem liðsheild, þá tel ég möguleika liðsins að komast f 8-liða úrslit góða. Hitt er að árangur undanfarið hefur ekki verið nógu góður — ég spái tslandi 8. sæti. Elvar Baldur Halldórsson: Ég spiia ekki handbolta sjálfur en ég hef fylgzt með leikjum fslenzka liðsins í sjónvarpinu — og leikur íslenzka liðsins finnst mér hafa verið ákaflega gloppóttur, að ekki sé meira sagt. Magnús Kristjánsson: Eg spái íslandi 6.-8. sæti f Danmörku. Mér finnst fslenzka liðið ágætt og vona að vel gangi i Danmörku. Albert Gislason: Eg hef horft á fslenzka liðið í sjónvarpinu og hef ekki trú á sigri gegn Dönum f Danmörku. Ég spái islandi nfunda sæti — liðið þarf að skora fleiri mörk og markvörzl- una verður að bæta eigi árangur að nást. \- . M Fjóla Einarsdóttir: Ég hef engan áhuga á handbolta en vona að islandi gangi vel f .Danmörku.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.