Dagblaðið - 09.01.1978, Side 2

Dagblaðið - 09.01.1978, Side 2
14 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 9. JANÚAR 1978. I iþróttir______________íþróttir íþróttir JR meistari ífimmta sinn! — ísveit akeppni Júdósambands íslands Júdófélag Reykjavíkur varð sigurvegari í sveitakeppni Júdó- sambands fsiands — sigraði í fimmta sinn, raunar öii skiptin er keppt hefur verið. Keppt var í sjö manna sveitum — einn maður i hverjum þyngdarflokki — og baráttan í ár var ákaflega tvísýn og sigur JR á bláþræði. Júdófélag Reykjavíkur þurfti meir fyrir sigrinum að hafa en oft áður — og sannar í raun þá framför er vissulega er í júdó hér á landi. Baráttan stóð milli JR og Armanns — sveitirnar skildu jafnar í innbyrðis viðureign sinni — 3-3, og einu sinni jafntefli. En JR var dæmdur sigur vegna fleiri stiga, 20 gegn 13. Sveit Armanns átti og i miklum erfiðleikum með B-sveit Júdó- félagsins — jafntefli varð, 3!4 gegn 3‘A, en Ármann sigraði — hlaut fleiri stig. Hins vegar sigraði Ungmenna- félag Kefiavíkur B-sveit Ármanns og hafnaði í þriðja sæti — á eftir JR og A-sveit Armanns. Fimm stiga forusta Real Madrid Real Madrid hefur nú fimm stiga forustu á Spáni í 1. deild- inni — sigraði Hercules 3-2 i Ali- cante. A meðan náði Barcelona aðeins jafntefli gegn Vallecona 1-1 í Kataióníu — og virðist ein- sýnt að titillinn stefnir nú aftur tii Madrid. Atletico Madrid, meistararnir frá í vor, hafa ekki átt velgengni að fagna — en í gær sigraði Madridliðið Elche 3-1 i Madrid. Staða efstu liða á Spáni er nú: Real Madrid 16 13 1 3 41-16 26 Barcelona 16 8 5 3 25-11 21 Saiamanca 16 8 3 5 22-18 19 Atletic Bilbaol6 7 4 5 27-19 18 Vallecano 16 7 4 5 28-22 18 Naumur sigur meistara Fram Tveir leikir fóru fram í 1. deild islandsmótsins i handknattleik kvenna um helgina — og þeim þrlðja var frestað, viðureign Þórs og Vals á Akúreyri. íslandsmeist- arar Fram sigruðu Ármann 13-12 og KR sigraði Víking 15-8. íþróttir HALLUR SlMONARSON ® íþróttir Valur lagði Njarðvík að velli í Ijónagryfjunni — í Njardvíkum, 93-91. Ljótarsenur eftir leikinn — IR og Fram sigruðu og dæmt í máli KR og Þórs í 1. deild körfunnar Ahorfendur risu úr sætum sínum, aðeins 21 sek. til leiksloka og staðan 93-91 Valsmönnum í hag. UMFN var með knöttinn. Skyldi heimamönnum takast að jafna og forða sér frá sinum fyrsta ósigri i deiidinni þetta árið eða tækist Valsmönnum að reyta af þeim tvö stig. „Afram Njarð- vík,“ hrópuðu flestir, „Afram Valur,“ glumdi líka í salnum, þeirra tryggu áhorfendur iétu sig ekki vanta. En UMFN tókst ekki að finna smugu í þéttri Valsvörn- inni og tíminn rann út, 2-1-0 sek. og hljóðmerki gaf til kynna að orrustunni væri lokið. Vaismenn tóku sigrinum með ró, fögnuðu að vísu, en menn UMFN voru sýni- lega ekki ánægðir og beindu óánægju sinni að dómurunum. Strax á fyrstu mínútunum kom í ljós að UMFN liðið var ekki „dús“ við körfuna. Skotin geiguðu hvað eftir annað en aftur á móti hittu Valsmenn svo til 100%, flest skot af löngum færum. Heimamenn léku svæðis- vörn fyrri hálfleikinn. Engu var likara en Valsmenn reiknuðu með þeirri aðferð og fengu því að skjóta óáreittir „fyrir utan“ og kom það sér vel fyrir Rick Hocke- nos, Torfa Magnússon og Ríkharð Hrafnkelsson og ekki sízt Þóri Magnússon, sem sendu knöttinn af einskærri lagni í UMFN- körfuna meðan UMFN-vörnin horfði á þá. Þrátt fyrir breytta vörn, maður á mann, tókst UMFN aldrei að ná yfirhöndinni, aðeins að jafna, 91- 91. Valsmenn undir stjórn Hocke- nos léku yfirvegað og komust um tíma átta stig yfir, á meðan leikur UMFN var í molum. Kári Marísson reyndi að ná jafnvægi í sína menn en honum tókst ekki að hrista slenið af liðinu, þrátt fyrir mjög góðan leik. Eins og áður er greint var Hockenos, þjálfari Valsmanna, potturinn og pannan í leik liðsins, en Torfi Magnússon átti einnig afbragðsleik — skoraði flest stig þeirra úr hornunum. Ríkharður Hrafnkelsson skoraði 15 og átti mjög góðan leik, sem og Haf- steinn Hafsteinsson. Þórir Magnússon skoraði 9 stig, var fremur stutt inn á, sagður nýkominn erlendis frá, en eigi að siður skapaði hann ávallt mikla hættu. Kristján Ágústsson skoraði einnig 9 stig. Valsliðið orkaði mjög heilsteypt, allir mjög virkir og hittnir. Með þessum sigri eygja þeir von í meistara- titilinn, sem þeir hefðu getað af- skrifað annars. Auk Kára, sem skoraði 26 stig, átti Gunnar Þorvarðarson og Jónas Jóhannesson góðan leik, sá fyrri drjúgur við að skora, eða 19 stig, sá seinni harður í vörninni og fráköstunum — með 9 stig skoruð. Brynjar Sigmundsson byrjaði vel en fékk fljótt villur og var því úr leik um miðjan seinni hálfleik. Þorsteinn' Bjarnason skoraði 15 stig en hann var óvenju daufur vegna veikinda. Dómarar voru þeir Jón Otti og Guðbrandur Sigurðsson. Mikil var óánægja heimamanna með úr- Dregið í riðlana á laugardag ÍHM Hollendingum hefur nú verið lofað að ekki verði tekin ákvörðun um niðurröðun sæta þegar dregið verður í riðla í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu í vikunni. Mál þetta hefur verið ákaflega umdeiit — en Argentínumenn ætluðu sér að setja ítali í eitt af fjórum efstu sætunum — við hlið Argentínu, V-Þýzkalands og Brasilíumanna. Hoilendingar hrepptu silfur- verðlaunin í heimsmeistara- keppninni í V-Þýzkalandi og telja sig eiga rétt á að verða raðað við hlið Argentínu, Brasiiíu og V- Þýzkalands. A laugardag verður dregið endanlega — en á miðvikudag verður ákveðið hvaða þjóð skuli sett við hlið þjóðanna þriggja. skurði þeirra, sérstaklega Hilmars Hafsteinssonar þjálfara UMFN. Hljóp skapið með hann I gönur eftir leikinn, í búningsher- bergjunum. Lét hann þung orð falla í garð dómara og fékk að minnsta kosti tvisvar sinnum að llta rauða spjaldið. Einhvern veg- inn finnst manni nú samt, að þjálfari eigi fremur að leita að orsökum fyrir tapi liðs síns í leik þess og leikmönnum en hjá dómurunum, — þótt ekki væri nema til þess að forðast rauðu spjöldin. - emm íslandsmeistarar IR sigruðu nýliða Þórs 102-81 eftir að hafa haft yfir 58-49 í leikhléi. iR-ingar sigu framúr í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur. Agnar Friðriksson sýndi gamla snilldartakta, sinn bezta leik í vetur og skoraði 24 stig. Erlendur Markússon skoraði 27 stig — og Kristinn Jörundsson 16. Mark Christansen var stiga- hæstur Akureyringa með 30 stig, Jón Indriðason skoraði 18. Þá fór einnig fram í Hagaskóla á laugardag viðureign Fram og Ármanns — og Fram hafði þar betur eins og raunar var búizt við fyrirfram. Fram sigraði 91-81 — og staða Ármanns er nú orðin verulega slæm og rétt eins og hjá Þór virðist fall í 2. deild blasa við. Atli Arason skoraði mest fyrir Ármann, 27 stig, en Símon Ölafs- son var stigahæstur leikmanna Fram — með 24 stig. Þá var dæmt í kæru KR á Akureyri þegar leikur Þórs og KR var flautaður á og af — þar sem KR-ingar komust ekki norður vegna veðurs. Niður- staða dómsins varð, að liðin verða að leika að nýju — og KR hefur því eins og Njarðvík og ÍS tapað aðeins tveimur stigum. Staðan í 1. deild er því: Njarðvík 7 6 1 651-545 12 Valur 7 5 2 615-566 10 ts 6 5 1 515-496 10 KR 5 4 1 449-333 8 ÍR 7 3 4 576-635 6 Fram 7 2 5 558-614 4 Þór 6 1 5 447-503 2 Ármann 7 0 7 546-683 0 Þróttur sigraði HK í Ásgarði í 2. deild! — ogfjögur liö hafa nú hlotið 9 stig í baráttunni um 1. sæti Þróttur vann dýrmætan sigur gegn efsta liðinu í 2. deild, HK úr Kópavogi, i íþróttahúsinu í Garða- bæ í gærkvöld, 26-22. Þar með þokaði Þróttur sér að hlið HK og Fylkis, öll liðin hafa hlotið 9 stig — en Fylkir hefur leikið leik minna. Norður á Akureyri vann KA stóran sigur á Leikni — og náði að sýna sinn bezta leik í vetur. Yfir- burðir KA voru algjörir — staðan i leikhléi var 16-6 og lokatölur 30-14. Jón Hauksson skoraði 8 mörk fyrir KA og Þorleifur Ananíasson 7 — hjá Leikni skoruðu Hafliði Kristinsson og nafni hans Pétursson mest, 4. mörk hvor. Stjarnan þokaði sér i baráttu- sæti í 2. deildinni með öruggum sigri gegn Gróttu f Garðabæ í gær- kvöld, 28-18. Baráttan í 2. deild er nú ákaflega hörð — í raun berjast sex lið um efstu sætin í 2. deild. Þá hefur verið ákveðið að KA og Þór teiki aftur jafnteflisleik sinn — 14-14. Staðan í 2. deild er nú: Fylkir 7 4 1 2 135-128 9 KA 7 4 1 2 160-140 9 HK 8 4 1 3 187-161 9 I Þróttur 8 4 1 3 162-160 9 Stjarnan 7 4 0 3 160-142 8 | Pearson til QPR? — Man. Utd. náöi íJoeJordan Manch. Utd. keypti á föstudag Joe Jordan, miðherja Leeds og Skotlands, fyrir 350 þúsund sterl- ingspund. Jordan getur ekki byrjað strax að ieika með sínu nýja félagi, þar sem hann er í leikbanni í þrjá leiki. Á laugar- dag fylgdist framkvæmdastjóri QPR, Frank Sibley; með miðherja Man. Utd. Stuart Pearson, enska iandsliðsmiðherjanum, en vera kann að hann fari frá Manch. Utd. vegna komu Joe Jordan þangað. Þór 6 3 0 3 122-133 6 Leiknir 8 3 0 5 175-190 6 Grótta 7 1 0 6 132-169 2 Það var hart barizt í Njarðvík oj þjáifara sins. Rick Hockenos. 93-91 Ungverja Norömer — 23-19 ívináttul Ungverjar halda áfram undir- búningi sínum undir heims- meistarakeppnina í Danmörku af krafti — í gær léku Ungverjar við Norðmenn í Skien í Noregi og sigruðu Ungverjar nokkuð örugg- iega, 23-19. Staðan í ieikhiéi var 13-11 Ungverjum í vil. Nú eru aðeins tæpar þrjár vikur þar til HM í Danmörku hefst — og hafa Ungverjar leikið fjölda landsleikja að undanförnu. Breiöabl tvívegis Í3. deild íslandsmól Efsta liðið í 3. deild tslands- mótsins í handknattleik, Breiða- blik í Kópavogi, gerði litla frægðarreisu til Vestmannaeyja um helgina. Tapaði báðum leikj- um sínum þar fyrir Vestmanna- eyjaliðunum í 3. deild. A laugardag sigraði Þór Breiða- blik með 20-17 eftir að staðan hafði verið 9-8 fyrir Þór í hálf- leik. Breiðabliksmenn réðu ekkert við Hannes Leifsson (áður Fram) í leiknum. 11 sinnum sendi Hannes knöttinn i mark þeirra. Þá skoraði Herbert Þor- leifsson fimm mörk fyrir Þór. í gær sigraði Týr svo Breiða- blik með 17-16 eftir að staðan var 8-6 fyrir Breiðablik í hálfleik. Leikurinn var mjög tvísýnn en Egill, markvörður Týs, var maðurinn að baki sigurs Týrsara Knattspyrnumaðurinn kunni, Siguriás Þorleifsson, skoraði langflest mörk í leiknum — eða níu fyrir Tý. RS. A Akranesi áttust við Skaga- menn og Afturelding úr Mosfells- sveit — Afturelding sigraði 24-17. Staðan í 3. deild er því: Breiðablik 8 5 1 2 202-168 11 Týr 6 4 1 1 127-112 9

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.