Dagblaðið - 30.01.1978, Side 12
DACBI,AÐIÐ. MANUDACUR 30. JANIIAR 1978.
12
r
Krossferiin til Kúrileyja
að reyna að túlka hann sem
trúð. Aldurs vegna kærir hann
sig ef til vill ekki um að leggja á
sig þingsetu, en það má þessi
uppnefna-. og upphrópunar-
lýður vita, að hann þarf ekki að
styðja sig við neitt „flokks“-
fylgi til að ná glæsilegri
kosningu til þings.
Það sýnir áþreifanlega
prófkjör Sjálfstæðisflokksins.
Það er líka e.t.v. orsökin fyrir
þeim skotum, sem að honum
hefur verið beint. Eg get að
nokkru skilið afstöðu forsætis-
ráðherra, eftir að búið var að
klemma hann upp við vegg,
þegar úrslitin úr prófkkjörinu
voru kunn. Sennilega hefðu
þessar spurningar aldrei verið
látnar fylgja, ef ráðamenn
hefði órað fyrir úrslitum. En
hræðslan við kjósendur veldur
því að viðkomandi atkvæða-
veiðarar vilja ógjarnan missa af
því hrati, sem kann að hrökkva
af borði annarra flokka. Er þá
gjarnan farið út í það að fara á
snið við sinn eigin flokk i von
um að hið fasta flokksfylgi skili
sér hvort eð er.
Ég hef haldið að varnirnar.
sem Nato kom upp á Islandi.
væru hugsaðar íslendingum í
hag, jafnframt þvi sem þær
væru hlekkur í keðju varna
hinna vestrænu ríkja. Eg hélt
þvi, að enginn Islendingur vildi
HVAÐ UM MICRONESÍU?
tJr röðum sjálfstæðismanna
eru annað slagið að skjótast
frant á ritvöllinn ýmsir hjálpar-
kokkar að st.vðja þehnan
málstað.
M.ér varð nokkuð starsýnt á
grein í Morgunblaðinu frá 30.
des. sl. eftir Guðmund H.
Carðarsson alþingismann.
Greinin heitir ..Sagan af
Kúrileyjum''. Þann 4. jan.
viðurkennir höfundur að hafa
farið eyjavillt og birtir
leiðréttingu þar um. Eftir að
hafa fundið réttu eyjarnar á
hnettinum — Micronesíu — og
leiðrétt eitt orð í grein sinni,
bætir hann við alllöngu máli,
sem ekki var í upphaflegu
greininni. Látum það vera.
Það hefur verið mikið gert að
því að undanförnu að skrifa um
svokallaða „ARONSKU".
Hámarki náðu þessi skrif eftir
prófkjörið hjá Sjálfstæðis
flokknum, seint á sl. ári.
Hvað sem segja má um
prófkjörið, er hitt veigameira
að mínum dómi að fá fram
skoðanir fólks í sambandi við
þær spurningar sem próf-
kjörinu fylgdu.
1 munni sumra skriffinna er
mikið lagt upp úr því að gera
aronsku að einhverju skammar-
yrði. Hélt ég þó að Aron
Guðbrandsson væri merkari
maður en svo að gerandi væri
fyrir misvitra stjórnmálamenn
Eg veit ekki, hvað hægt er að
kalla þessi dæmi annað en land-
ráð. Úr framkvæmdum við
brottrekstur varnarliðsins varð
þó ei meira en það, að ráð-
herrar þessarar ólánsstjórnar
létu sig hafa það að leggja leið
sinatil Bandaríkjanna að betla
peninga úr sérstökum sjóði
Bandaríkjaforseta til að seðja
févana ríkissjóð íslands. Ég fæ
ekki séð í dag, hvernig fyrír-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
ég hef álitið sannan vörð
lýðræðis á íslandi, geta barið
sér á brjóst og tekið upp slagorð
kommúnista um landssölu og
annan álíka munnsöfnuð.
vera þess valdandi, að þær
kæmu •Islendingum ekki fyrst
og fremst að notum og öryggi
þjóðarinnar væri það, sem hver
og einn hugsaði fyrst og fremst
um að tryggja.
Ég hélt ekki, að upphrópanir
og austurþjónkum kommúnista
næði svo langt inn í raðir lýð-
ræðisflokkanna, að þeir létu
blindast. Sú hefur þó verið
reynslan. Kemur það skýrt
fram í því, að lýðræðis-
flokkarnir hafa verið staðnir að
því hvað eftir annað að koma í
veg fyrir framkvæmdir af hálfu
varnarliðsins, sem miðuðu að
því, að varnirnar kæmu að
notum.
F.vrst vil ég nefna, að farið
var fram á leyfi íslenzkra
stjórnvalda til að byggja varan-
legan veg frá Keflavíkurflug-
velli til Hvalfjarðar. Því var
neitað, enda þótt allir gætu séð
að slíkur vegur var
bráðnauðsynlegur til að koma
við fjöldaflutningum af þétt-
býlustu svæðunum. ef á þyrfti
að halda.
FRAMSOKN HLJOP
ÚTUNDAN SÉR
Ég vil nefna annað dæmi:
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokkur mynduðu samstjórn
1953. í febrúar 1956 hlustaði ég
á ræðu þáverandi utanríkis-
ráðherra, Kristins Guðmunds-
sonar, þar sem hann kvaddi sér
hljóðs á Alþingi og sagði frá
því, að hann hefði undirritað
samninga við Bandaríkjastjórn
um, að þeir byggðu höfn í
Njarðvík. Fjárveitingin var
fyrir hendi. Sagði ráðherra
teikningar allar fullunnar og
verkfræðingar váíru á leið til
landsins að hefja framkvæmd-
ir. Ennfremur sagði ráðherra,
að hann hefði tryggt í leióinni.
að þegar höfnin yrði tekin í
notkun yrði hún tslendingum
til fullra nota jafnt varnar-
liðinú. Um þetta getur hver
sem er lesið í þingtíðindum frá
þeim tíma.
Mánuði síðar, eða í marz
1956, hlupu framsóknarmenn
útundan sér, eins og oftast
áður, og slitu stjórnarsam-
starfinu. Þar sem sá
flokkur er eins og allir vita
..opinn í báða enda". rottaði
hann sig í samstarf með
kommúnistum og Alþýðu-
flokknum. Fyrsta verk þeirrar
stjórnar var að santþykkja að
láta varnarherinn fara. Þar
með var skrúfað fyrirhafnar-
framkvæmdina í Njarðvík.
UTSALAN
OFSTII
SAUTJAN
Laugavegi 33og46
Símar 19768 og 29
tamonds by Cartier... mink by
Mér þykir ekki fara mikið
fyrir virðingu þinni, Guð-
mundur, fyrir menningu og
sögu íslands, að bera það
saman við ástandið i
Micronesíu. Þú vitnar í Reykja-
vikurbréf Morgunblaðsins frá
10. des., þar sem segir: ,,Við
megum ekki verða til þess að
stofna eins konar banana-
lýðveldi á íslandi, sem getur
ekki lifað án þess að sjúga
næringu úr fjármagninu frá
Washington."
Ertu viss urn, að ísland sé
ekki fyrir löngu orðið banana-
Jýðveldi? Hefur ekki verið litið
á tsland sem eitt af vanþróuðu
ríkjunum? Þú segir réttilega að
Micronesía hafi komizt undir
vfirráð Bandaríkjanna í seinni