Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.01.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 30.01.1978, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 30. JANUAR 1978 PUNKTAMÓT f ALPAGREINUM Laugardaginn 28. janúar fór fyrsta punktamót vetrarins fram í Skálafeili og var þá keppt í stór- svigi. Hlekktist mörgum á bæði í kvenna- og karlaflokki. Af 11 kon- um luku aðeins 4 en í karlaflokki 9 af 31. Brautin var mjög óslétt og færi svo slæmt að margir gamal- reyndir keppnismenn sögðust ekki muna annað eins. Á sunnudag fór svo svigkeppni fram. Snjótroðari hafði verið fenginn til að laga brekkur og var mikil bót að því enda hlekktist' mun færri á en í stórsviginu. Af: Óbreytt stoða í Belgíu Efstu liðin í Belgíu, FC Brugge og Standard Liege, sigruðu bæði í leikjum sínum í gær, svo staðan á toppnum breyttist ekki. Brugge hefur 34 stig, Standard 31 stig, Lierse og Beerschot 28 stig, Beveren og Anderlecht 27 stig. (Jrslit Beerschot-Waregem 4-0 La Louviere-Boom 3-1 Lokeren-Antwerpen 2-0 Courtrai-Winterslag 3-0 Lierse-Beveren 2-1 Standard-Charleroi 2-1 Molenbeek-CS Brugge 1-0 FC Brugge-Anderlecht 2-0 Beringen-FC Liege 2-1 11 keppendum í kvennaflokki luku 9 keppni en af 31 í karla- flokki luku 14 keppni. Punkta- mótið í sviginu var einnig Stefáns mót þeirra KR-inga og fengu sigurvegarar þar Asdís Al- freðsdóttir (hún er enn í ung- lingaflokki en hefur rétt til keppni í kvennaflokki) og Árni: Öðinsson veglega bikara til varð- veizlu. Mótsstjóri var Steingrímur Gröndal. Allar brautir í stórsvig-1 inu lagði Viggó Benediktsson og var hann ekki öfundsverður af því verki. Einnig lagði hann svig-, braut kvenna. Fyrri braut í svigi karla lagði Svíinn Gudmundj Södrin sem er íslenzkur í móður-| ætt. Kom hann til landsins sl. föstudag og ætlar hann að þjálfa Armenninga í vetur. Seinni braut lagði Hinrik Hermannsson. - Þorri Urslit í stórsvigi Kvennaflokkur: i 1. Halldóra Björnsd. R. 137,17 sek. 2. Guörún Leifsdóttir A. 141,33 sek. 3. Nína Helgadóttir R. 154,74 sek. Karlaflokkur: 1. Einar Valur Kristjánss. í. 2. Benedikt Jónasson H. 3. Siguröur Gesson A. 151,92 sek. 156,25 sek. 164,08 • sek. Úrslit í svigi. Kvennaflokkur: 1. Ásdís Alfreðsd., R. 50,76, 49,56 100,32 2. Sigriður Einarsd. í. 50,43,49,91 100,34 3. Margrét Baldvinsd. A. 49,87, 50,94 100,81 4. Kristín Ulfsd. Í. 52,96,52,10 105,06 Karlaflokkur: 1. Ámi Óðinsson Á. 2. Einar V. Kristjánss. í 3. Bjami Sigurðss. H. 4. Bjöm Olgeirsson H. 5. Tómas Leifsson A. 50,74 48.08 99,82 50,56 49.36 99,92 50,84 49,30 100.14 51,33 49,35 100,68 51,66 49,53 101,19 Alpatvíkeppni: Kvennaflokkur. 1. Halldóra Bjömsd. R. 61.59 stig 2. Jónína Jóhannsd. A. 218.36 stig Karlaflokkur: 1. Einar V. Kristjónss. í. 0.53 stig 2. Benedikt Jónasson H. 44.64 stig 3. Siguröur Gestson A. 80.53 stig 4. Jóhann Vilbergsson R. 160.56 stig 5. Bjami Þóröarson R. 166.78 stig Köln heldur sínu striki Úrslit í vestur-þýzku 1. deildinni í knattspyrnu á laugar- dag urðu þessi: Kaisersl.-Gladbach 0-3 St. Pauli-Hamburger SV 2-3 Munchen 1860-Duisburg 4-0 Bochum-Bavern Múnchen 2-1 Köln-Saarbrucken 3-1 Bremen-Brunswick 2-1 Frankfurt-Hertha 0-5 Stuttgart-Dortmund 4-1 Dusseldord-Schalke 1-1 Staða efstu Iiða. Köln 23 15 2 6 59-30 32 Gladbach 23 11 6 6 49-35 28 Hertha 23 11 6 6 41-34 28 Stuttgart 23 12 3 8 41-27 27 Dússeldorf 23 10 6 7 32-24 26 T, Þróttur sigraði stúdenta í 1. deild karla í blaki í gær með þremur hrinum gegn tveimur. Þar með hefur Þróttur örugga forustu á íslandsmótinu. Næringarcfni í lOOg af smurosti Prótín 16 g Fita 18 g Kolvetni 1 g Steinefni alls 4 g (þar af Kalsíum 500 ing) Hitaeiningar 230 i(l"‘ Michael Berg var tslendingum ákaflega erfiður í HM-Ieiknum í Randers, Skoraði fimm mörk Dana — og á mynd Ib Hansen hefur hann sloppið framhjá Einari og Björgvin. ísland úr leik ó HM í Danmörku — eftir tapleik gegn Spánverjum íThisted. Nú þarf að stokka upp spilin í íslenzkum handknattleik. Frá Halli Hallssyni, blaðamanni DB' á HM. Spánn sökkti íslandi í Thisted á Jót- landi í gær í HM hér í Danmörku. Neru salti í sár íslands eftir hina slæmu útreið gegn Dönum. Spánn sigraði 25- 22 og Island hefur því tapað öllum leikjum sínum á HM. Er úr ieik og leikmennirnir halda heim til Íslands í dag. Já, tap fyrir Spáni þrátt fyrir dyggilegan stuðning hinna fjölmörgu íslenzku áhorfenda hér í Danmörku — og það gegn síður en svo sterku spænsku liði, sem leikur því um 9.-12. sæti á HM. Vonbrigði íslendinga eru gífurleg — jafnt leikmanna sem áhorf- enda. Það voru miklar vonir bundnar við góðan árangur, svo mikil vinna lögð í undirbúning íslenzka liðsins. En íslenzka liðið hefur alveg brugðizt vonum manna hér á HM. Leikur íslands gegn Spáni í Thisted er einn lakasti leikur íslenzks landsliðs lengi. Islenzka liðið var alls ekki í toppformi hér í Danmörku, ef undan er skilinn síðari hálfleikurinn gegn Sovét- mönnum. Leikmenn hafa virkað dauf- ir, enginn baráttuvilji — beinlínis þreyttir. ísland heldur því heim en Spánverjar berjast áfram. Leikur tslands í gær var allt annað en sannfærandi. Varnarleikur í mol- um. Ráðleysi í sóknarleiknum langtím- um saman — og ráðleysi á bekknum. Stjórn liðsins brást hrapallega. Spánverjar byrjuðu á því að skora fyrsta mark leiksins en tvær frábærar línusendingar Axels á Björgvin, sem skilaði knettinum í mark Spánar, glöddu áhorfendur. Vöktu vonir um góðan leik, en það var aðeins fölsk von. Næstu 10 mín. skoraði ísland ekki mark og ótrúlegt en satt. Fékk á sig sjö mörk. Staðan breyttist úr 2-1 í 2-8. Ráðleysi á öllum sviðum. Reyndir leik- menn gerðu sig seka um hreinar byrj- endavillur. Glötuðu knettinum klaufa- lega og Spánverjar brunuðu upp hvað eftir annað og skoruðu. Varnarleikur Islands f molum — leikmenn komu illa út á móti Spánverjum og Gunnar Einarsson var ekki öfundsverður í markinu þar sem Spánverjar fengu- bókstaflega að skjóta að vild. Staðan eftir 13 mín. var því 2-8 en Axel, með tveimur mörkum og Geir og Gunnar með góðum mörkum, vöktu aftur vonir og staðan breyttist í 6-9 — síðan 9-12. En varnarleikurinn brást og staðan í hálfleik var 10-15 fyrir Spán- verja. Byrjunin í síðari hálfleik lofaði síður en svo góðu. Sama liðhjá okkur og hafði gengið svo illa í fyrri hálfleiknum. Spánverjar komust í 17-11, síðan 21-14 og 23-16. Þá loksins varð breyting á leik íslands. íslenzku leikmennirnir fóru að koma betur út á móti í vörninni og hættulegasti skotmaður Spánverja, Behovide, var tekinn úr umferð. Nú var komið að Spánverjum að gera vilur — og Island skoraði sjö mörk í röð. Breytti stöðunni í 22-23. Ahorfendur hvöttu íslenzka liðið mjög — spánska liðið var að brotna. Rétt einu sinni enn misstu Spánverjar knöttinn. Aðeins þrjár mínútur til leiksloka og jafntefli hefði nægt Islandi til að komast í keppnina um 9.-12. sætið. Viggó Sigurðsson brunaði upp — komst inn fyrir punk'talínu en skaut framhjá Gullið tækifæri til að jafna rann út sandinn. Spánverjar skoruðu sitt 24 mark í næsta úpphlaupi — og úrslitin í rauninni ráðin. Það skipti ekki máli þó Spánverjar skoruðu eitt mark til við- bótar, 22-25, skaðinn var skeður. Von- brigði Islands gífurleg — Island úr leik. Já, ísland úr Ieik — en í hverju lágu mistökin? I tveimur síðustu leikjum íslands hafa leikmenn virkað kraft- lausir og lykilmenn skort þann neista sem með þarf. Það er greinilegt að íslenzka liðið kom ekki eins vel undir- búið til HM og hinar þrjár þjóðirnar í riðlinum — þrátt fyrir hinn mikla undirbúning. Ef til vill hafa leikmenn ekki fengið næga hvild fyrir HM. Varnarleikurinn gegn Dönum og Spán- verjum var slæmur — og innáskipting- ar hafa verið ákaflega veikur punktur. Janusz Czerwinski stjórnaði þeim hér og þær voru ráðleysislegar. Mikið um stöðubreytingar og allt of mikið keyrt á leikmönnum, sem beinlínis hafa ekki verið í formi. Það er athyglisvert, að Þorbergur Aðalsteinsson — bezti leik- maður Islands gegn Dönum — var aðeins með fyrstu mínúturnar. Var skipt út af í stöðunni 2-2 og kom ekki meira inn á, þrátt fyrir að hann hafði verið sá leikmaður sem mestur kraftur var í — bæði i vörn og sókn. Gífurlega sterkur varnarmaður — en var ekki nýttur. Gunnar Einarsson stóð lengst af í markinu — en Kristján Sigmunds son kom inn á í síðari hálfleik. Báðir stóðu sig alveg þokkalega en voru ekki öfundsverðir vegna þeirrar varnar, sem þeir höfðu fyrir framan sig. Þátttöku tslands á HM er lokið eftir tapi gegn Spáni, sem hefur engan vegin'n sterku liði á að skipa. Þar var allt Jagt á eitt í undirbúningnum. Góðtrr árangur ytra átti að rétta við íslenzkan handknattleik heima á Is- landf — drífa hann upp úr þeirri lægð sem hann vissulega hefur verið í. Handknattleikur á Islandi hefur verið rekinn með tilliti til landsliðsins. Allt miðað við að gera hlut þess sem beztan. I sjálfu sér ekki röng stefna — ef okkur hefði tekizt að komast i áttaliða úrslit. Afleiðingin hefur orðið sú að félagslicj á Islandi hafa ekki tekið eðli- legum framförum og áhorfendum á leiki Islandsmótsins hefur fækkað mjög. Góður árangur hér í Danmörku hefði vissulega orðið lyftistöng — slæm útreið að sama skaþi áfall. Við lögum allt á eitt — og töpuðum. Nú verður að stokka upp spilin. Endur- skipuleggja handknattleik á tslandi. Lærdóminn frá HM í Danmörku verður að nýta. Mörk íslands gegn Spáni skoruðu Axel 7 — tvö viti — Björgvin 6, Gunnar Einarsson 4, Geir 2, Viggó 2 og Arni Indriðason eitt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.