Dagblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. APRlL 1978. félagsmanna innbyrðis. Jafnframt, i krafti sameiningar, að stuðla að aukinni og almennri kynningu harmónikunnar um allt land og koma upp nótna- og plötusafni fyrir félagsmenn. Formaður er Bjarni Marteinsson. Frosnir harmon- íkuhatarar eiga ekki að ráða tón- listargagnrýninni Útvarpshlustandi skrifar: Ég var að hlusta á okkar ágaeta Pétur Pétursson í morgunútvarpinu þann 22. mars sl. og m.a. lék hann har- monlkulög ásamt fjölda af lögum úr öðrum áttum, sem auðvitað er mjög skemmtilegt. Eitt er það sem ég kann alls ekki við, þegar Pétur er að koma með af- sakanir þegar leikin eru harmoníkulög og lætur það fljóta með að vitanlega verði að spila þessa tegund af músík, svo sem eins og aðra, þótt ýmsum þykir hún hreinasti hryllingur. Það er vitanlega óviðeigandi að vera með slikar afsakanir, þótt hljóðfærið harmóníka eigi ekki upp á pallborðið hjá sumum en sé mjög vinsæl hjá öðr- um. Ég minnist blaðaviðtals við einn mjög þekktan hljómplötuútgefanda fyrir nokkru sem var m.a. spurður hvaða hljóðfæri honum þætti bezt. Hann svaraði að það væru út af fyrir sig ekki aöalatriði hvaða hljóðfæri væri leikið á, heldur hitt að á það væri vel spilað. Þetta fannst mér skynsam- legt og heilbrigt svar. Margir vita að harmonikan er ekki í hávegum höfð hér á landi og sizt af þeim sem teljast hafa vit á hljómlist. En hins vegar er nú svo að þetta hljóðfæri hefur ekki sambærilega samkeppnisaðstöðu við flest önnur hljóðfæri hér á landi, þar sem ekki er kennt á harmoníku i tón- listarskólunum, sem er auðvitað afleitt fyrir þá sem vilja ná árangri á þetta hljóðfæri. Þaö að harmonikan hafi ekki sömu möguleika og önnur hljóð- færi er hrein vitleysa og þeir sem nenna ættu að kynna sér t.d. hvað danski harmonikusnillingurinn Mogens Ellegaard gerir. Ég held að margur myndi viðurkenna að hann gerir stóra hluti, sem ástæða er til að bera fulla virðingu fyrir. Ég minnist þess, úr því minnzt er á snillinginn Mogens Ellegaard, að hann- kom hingað og spilaði á samnorræn- um hljómleikum. Svo kom gagnrýni í einu dagblaðinu um hlut Mogens i þessum hljómleikum, sem var á þann veg að hann hefði átt frekar að spila í hlöðu uppi I sveit, þar ætti harmoník- an heima, heldur en að taka þátt i virðulegum hljómleikum. Að hugsa ser hrokann og StörtWkka-- háttinn i slíkum skrifum. Skyldi við- komandi gagnrýnandi hafa nokkuð kynnt sér hvaða möguleika harmoníka hefur í klassískri músik. Ég hugsa ekki, en hins vegar vantaði ekki drambláta gagnrýni. Skömmu seinna las ég gagnrýni frá erlendum manni um sömu hljómleika og þar var Mogens Ellegaard hrósað á hvert reipi. Þetta segi ég til að sýna fram á hve harmonikan á erfitt upp- dráttar hér og sumir þeir sem teljast hafa vit á músik eru frosnir i einhverj- um hugmyndum um ágæti hljóðfæra. Hver treystir sér I raun og veru að gera t.d. upp á milli pípuorgels, þessa stór- fenglega hljóðfæris (og) eða yfirlætis- lauss kassagítars eins og John Willi- ams hefur handleikið svo snilldarlega I sjónvarpinu. Ég held að mörgum myndi vefjast tunga um tönn, þótt þau séu ólík aö allri gerð og eru bæði mjög áheyrileg, fari kunnáttumenn um þau höndum. Ég veit ekki hvort hinn ágæti út- varpsþulur Pétur Pétursson er já- kvæður eða neikvæður gagnvart har- moníkumúsík, það er annað mál. Etj það að vera að minna unnendur hai^ monikunnar, sem eru æði makgir, á að þessi músík láti hryllilega irf í eyrum sumra er algjör óþarfi. Ég hef ekki heyrt i ''*rvarpinu afsak- anir fyrir annarri jrfúsík og væri það' þó vist hægt þyf margt sem þar kemur fram lætuDelTki vel í eyra, eftir því sem sumir segja. Ég vona því að hér eftir setji Pétur kinnroðalaust harmoníkuplötur á grammófóninn I morgunútvarpinu mörgum til óblandinnar ánægju og gleði. 9725—7094 Lúxusferð á kostnað almennings Kristján Sigurðsson skrifar: Á meðan alls konar þrengingar steðja að rikisbúskapnum og við borð liggur að heilu byggðarlögin verði raf- magnslaus vegna skulda ríkisins, þá gera stjórnmálamennirnir sér litið fyrir og lalla sér 10 i hóp á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hvað 10 menn frá einu kotríki hafa að gera á þessa ráðstefnu þar sem nær engin Getur veriö aö Þórarinn þurfi mann I hálfu starfi til að safna saman launa- umslögum sínum út um allan bæ? hreyfing hefur verið á málunum — og verður sjálfsagt aldrei — er ráðgáta, nema ef á það er litið að Sviss er mjög ákjósanlegur ferðamannastaður fýrir gamla og lúna stjórnmálamenn. Þetta er i mesta lagi vinna fyrir einn mann eða engan. Og hvað eru menn eins og Eggert G. Þorsteinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Gils Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson að gera þarna? Hvað geta þeir lagt til málanna nema sóa peningum? Hver einstaklingur i þessari ferð fær 17.000 kr. á dag (135 mörk) í vasa- peninga. Það losar eina milljón fyrir þann tíma sem ráðstefnan stendur. Og þetta eru bara vasapeningar fyrir einn mann. Hvað um flugfar, veislur og annan kostnað? Og svo eru þessir menn auðvitað á fullu kaupi hér heima. Sem dæmi er Þórarinn Þórarinsson á kaupi sem alþingis- maður, ritstjóri, formaður útvarpsráðs og sem formaður utanrikismála- nefndar (allt á meðan hann þiggur 135 mörk á dag í útlandinu). Hann verður líklega að hafa mann hér heima í hálfu starfi til að smala útborgunarumslög- um fyrir sig út um allan bæ, því Guð má vita hvar hann fær útborgað víðar. Hér er komið verðugt reikningsdæmi fyrir fólk sem hefur aðgang að stór- virkum reiknivélum. Þórarinn er þó sjálfsagt ekkert verri en hinir. Við stöndum vist lítið hærra en Zulu-kynflokkurinn í þessum málum. Af hverju popplausa páska? Alveg er það stórfurðulegt að ár eftir ár skuli popp vera útilokað frá páskadagskrá útvarpsins. Mér finnst ■það andskoti gróft að fara alltaf með okkur poppunnendur sem annars flokks hlustendur sem ekkert tillit þarf að taka til. Við borgum okkar afnota- gjald eins og aðrir og eigum heimtingu á að heyra okkar tónlist þó að það séu páskar. Það er greinilegt að rikisútvarpið notar öll tækifæri sem bjóðast til að þjarma að popptónlistinni og ef ekki kæmu til Kaninn og leyniútvarps- stöðvar væri maður fyrir löngu bú- inn að henda útvarpstækinu í sjóinn. 7167-5688 Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.