Dagblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978. 9 Lands- bankamálið meðal222 mála upp- lýstra frá áramótum Landsbankamálið er meðal þeirra 222 sakamála, sem Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur upp- lýst frá áramótum. Verið er að leggja síðustu hönd á rannsókn þess, en Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri taldi i gær hæpið að greinargerð hans um málið yrði gefin út í þessari viku. Rétt rúmur helmingur þessara 222 mála eru innbrot og þjófnaðir, eða samtals 116. Svik og falsanir koma næst, eða 55. Líkamsárásir eru 5, manndráp 1, kynferðisbrot 3, vinnuslys 14, brunar 7 ogandlát (réttarkrufningar) eru 20. Sum þessara mála hafa þegar verið send ríkissaksóknara, en önnur fara á næstunni. Alls hafa 266 menn verið við- riðnir þessi mál, og eru þá taldir með þeir tuttugu, sem létust og lögreglan þurfti að láta kryfja svo hægt væri að staðfesta dánar- orsök. „Þetta er svipað og verið hefur undanfarin ár sýnist mér,” sagði Njörður Snæhólm yfirrannsóknar- lögregluþjónn. „Kannski eru þetta heldur stærri mál og munar þar mest um Landsbankamálið.” Töluleg samantekt af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður af rann- sóknarlögreglu hérlendis, en á nokkurra ára timabili má væntan- lega sjá þróun í brotamálum hér- lendis, þannig að hér má telja um lofsvert nýmæli að ræða. Frá áramótum hafa Rannsókn- arlögreglu ríkisins borizt um 600 mál til úrlausnar. Allmörg þeirra eru vel á veg komin fyrir utan þau 222 sem lokið hefur verið. ÓV. Sjálfstæöis- flokkurinn: . Fimmtání framboði íHveragerði Fimmtán manns eru í framboði til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins I Hveragerði vegna hreppsnefndar- kosninganna í vor. Fer prófkjörið fram um næstu helgi, dagana 8. og 9. april, en kjörfundur verður í húsi Rafbæjar að Austurmörk 2. Kosningarétt hafa allir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins og skulu þeir merkja við fæst fimm menn en flest tíu. Frambjóðendureru þessir: Aage Michelsen, Aðalsteinn Steindórsson, Björk Gunnars- dóttir, Friðgeir Kristjánsson, Guð- jón H. Björnsson, Gunnar Kristó- fersson, Hafsteinn Kristinsson. Helgi Þórsteinsson, Margrét Björg Sigurðardóttir, Ólafur Óskarsson, Sigrún Sigfúsdóttir, Svava Hauks- dóttir, Svavar Hauksson, Sæm- undur Jónsson og Ævar Már Axelsson. - HP Dýrumljós- myndatækjum stoliö Dýrum Ijósmyndatækjum var stolið í fyrrinótt úr glugga verzl- unarinnar Víkurbær í Keflavík. Var sýningarglugginn brotinn og seilzt i tækin sem í glugganum voru, m.a. myndvörpu, mynda- vélar o.fl. Var ekki fullljóst hvað í glugganum var, en Ijóst er að verð- mæti þýfisins er töluvert, því tækin, hvert um sig, eru nokkuð dýr. Málið er i rannsókn. -ASt. Græna byltingin: CANGSTÍGAR AÐEINS LAGÐIR í F0SSV0GI — ræktuð svæði hafa aukizt um 40 ha. á kjörtímabilinu Síðan áætlun Birgis Isleifs Gunnars- sonar bo'rgarstjóra um „grænu bylting- una” var lögð fram fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1974 hefur orðið 40 hekt- ara aukning á ræktuðum svæðum i borginni. Er það mjög nærri því marki, sem ætlað var, að sögn Hafliða Jónsson- ar garðyrkjustjóra. Jafngildir þetta um það bil einu Miklatúni á ári. Aftur á móti er „græna byltingin" ekki nema i mesta lagi hálfnuð með þessu, þar sem sáralitið hefur verið lagt af þeim göngu-, hjólreiða- og reiðstígum, sem áttu að fylgja grænu svæðunum um bo'rgina þvera og endilanga. Samkvæmt áætluninni — sem gerð var til samræmis við Aðalskipulag Reykjavíkur fram til 1983 — átti að byggja rúmlega 50 göngubrýr og undir- ganga allt vestast frá Hringbraut austur að Rauðavatni. Ingi 0. Magnússon gatnamálastjóri sagði i samtali við fréttamann blaðsins um stiga þessa, að á kjörtimabilinu hefðu aðeins verið lagðir stígar og stéttar í Fossvogshverfi, svo og reiðgöng undir Breiðholtsbraut við Elliðaár. „Það hefur Þetta kort var gefiú út þegar áxtlun borgarstjóra um „grænu byltinguna” var kynnt. staðið á fjárveitingu í þessa stígalagn- Dókku línurnar víðs vegar um borgina eiga að tákna gang-, hjólreiða- og reiðstiga. ingu,” sagði gatnamálastjóri og vísaði að Þeir hafa aðeins verið lagðir i Fossvogshverfi, sem hringurinn er dreginn utan um. — öðru leyti til borgarstjóra sjálfs. ÓV. DB-mynd: Ragnar Th. Stefnuskrá Stjórnmálaflokksins: FORSETINN VERÐIHÖFUÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR Þjóðkjörinn forseti á að verða höfuð rikisstjórnarinnar og taka virkan þátt í stjórn landsins. Hann á að velja ráð- herra og leggja ráðherralistann fyrir Al- þingi til samþykktar. Svo segir í nýút- komnum útdrætti úr „stefnuskrá Stjórnmálaflokksins.” í tilkynningu um stefnuskrána segir, að aðskilja beri Iöggjafar- og fram- kvæmdavald. Þá skuli forsetinn, meiri- hluti Alþingis eða tuttugu prósent at- kvæðisbærra manna geta krafizt þjóðar- atkvæðagreiðslu um einstök mál. íslendingar nýti einir islenzka fir.k- veiðilögsögu, aðstöðugjald verði lagt á herstöðvar NATOog friðindi varnarliðs- manna afnumin. íslendingar eigi að taka „virkan þátt” i vörnum landsins, og stefnt skuli að því, að þeir geti annazt þær sjálfir i framtíðinni. Tekjuskattur verði felldur niður í áföngum. Þá komi til greina, að fyrir- tækin greiði þriðjung tekna sinna í rikissjóð, áður en afskriftir fari fram, og megi halda tveimur þriðju. HH Góð veiði Reyðar- fjarðarbátanna Reyðarfjarðarbátar hafa fiskað mjög vel eftir að veiðibanninu um páskana var aflétt. Á sunnudag kom Snæfell með 50 tonn að landi og á föstudaginn landaði Gunnar 45 tonnum. Miklar annir hafa verið við upp- ogút- skipun í Reyðarfjarðarhöfn í vetur. 1 siðustu viku var þar t.d. færeyskt skip. sem tók íslenzkt kindakjöt, sem fer á markað í Færeyjum. Loðnubræðslan á Reyðarfirði hefur lokið starfsemi sinni í vetur. Voru brædd þar um 18 þúsund tonn. -ÓV/VÓ, Reyðarfirði. Raf magnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf rafveitustjóra III á Norðurlandi vestra með aðsetur á Blönduósi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum BHM, launaflokkur A- 113. Skilyrði er að umsækjandi hafi raftæknifræði- eða verk- fræðimenntun. Upplýsingar um starfið eru gefnar hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Reykjavík. Umsóknir sendist starfsmannadeild fyrir 17. þ.m. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Reykjavik. Opinn kynningarfundur AA -sam takanna verður haldinn rniðvikudaginn 5. apríl kl. 21.00 í Tjarnarbæ (gamla Tjarnarbíó). Gestur fundarins verður: Dr. Frank Herzlin yfir/æknir Freeportsjúkrahússins. AA-félagar segja frá reynslu sinni og svara fyrirspurnum ásamt gesti fundarins. FUNDURINN Samstarfsnefnd ER ÖLLUM AA -sam takanna OPINN. á isiandi. Nýrumboðsmaður okkará Bakkafirðier Freydís Magnúsdóttir, Lindarbrekku — Sími um miðstöð BiABIB Flutningaskip til sölu Til sölu er færeyska flutningaskjpið Hólmur, þar sem skipið liggur á strandstað í Ólafsfirði. Upplýsingar veittar á skrifstofunni. KÖNNUIM H/F Ingólfstræti 3 Sími 28428.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.