Dagblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978. frýálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atii Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pélsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnlotfur Bjamlotfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Þormóðsson. Skrrfstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórs- son. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla ÞverhoKi 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöal- sími blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1700 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skotfunni 19. Nýkróna Vatnsfleytiskrónan nýtur eðlilega lítill- ar virðingar. Fáir beygja sig til að hirða þá mynt, þótt hún liggi fyrir fótum þeirra. Verðlag hefur, samkvæmt vísi- tölu framfærslukostnaðar, nálægt fertug- faldazt síðan 1950, og vísitala byggingar-. kostnaðar sextugfaldazt. Því væri rökrétt að hundrað- falda nú verðgildi krónunnar með því að „stytta hana um tvö núll”, þannig að hundrað krónur verði að einni. Ríkisstjórnin hefur tök á að leggja grundvöll að þess- ari breytingu, þótt skammt sé eftir kjörtímabils hennar. Þingsályktunartillögu í þessa átt-frá Lárusi Jónssyni (S) var í fyrra vísað til stjórnarinnar með jákvæðri umsögn þingsins. Fjárhags- og viðskiptanefnd Neðri deildar mælti með samþykki þingmanna úr fjórum flokkum með því, að könnun á þessari aukningu verðgildis færi fram sem þáttur í umfangsmeira verki, sem miðaði að því að auka virðingu fyrir gjaldmiðlinum og styrkja hann á all- an hátt. í ályktun nýafstaðins flokksþings framsóknarmanna um efnahagsmál segir meðal annars: „Samhliða breyttri efnahagsstefnu verði gildi krónunnar breytt, þannig að ein króna svari til hundrað króna í dag. Slík breyting mun stuðla að hugarfarsbreytingu á sviði peningamála og auka virðingu manna fyrir gjaldmiðlinum.” Slík verðgildisaukning ríður ekki baggamuninn ein sér. En hún er rökrétt afleiðing af stefnu ríkisstjórna undanfarinna ára. Undir þeirra stjórn hefur verðgildi krónunnar hrapað svo mjög og virðist enn munu hríð- falla á næstkomandi árum. Svokölluð stytting krónunn- ar er því bókhaldsatriði, sem auðveldar notkun íslenzks gjaldmiðils. En hún getur eimrig haft þau hagstæðu áhrif að draga úr verðbólgu með því að betur verði farið með gjaldmið- ilinn. Hún gæti haft þau sálrænu áhrif, að draga mundi úr eyðslu. Auk þess gerði hún myntsláttu og seðlaútgáfu auðveldari. Miklu meiri aðgerða er þörf til að þjóðin komist úr ógöngunum, en þessi aðgerð væri í sjálfu sér tiltölulega einföld og kostnaðarlítil. Svonefnd Nýkróna gæti komið í stað hundrað króna nú, þannig að gjaldmiðilsbreytingin yrði gerð smám saman og ný mynt og seðlar yrðu um nokkurn tíma í umferð samtímis eldri myntinni. Slík breyting var á sínum tíma gerð í Frakklandi með góðum árangri, svo að dæmi sé nefnt. Breyting af þessu tagi hefur lengi verið á dagskrá. Nefnd kannaði málið fyrir sextán árum á vegum þáver- andi fjármálaráðherra, Gunnars Thoroddsen, og gerði tillögur um, að verðmæti gjaldmiðilsins yrði tífaldað. Árið 1972 var samþykkt þingsályktunartillaga frá Birni Pálssyni (F) þess efnis, að ríkisstjórn yrði falið að láta at- huga, hvort tímabært þætti og hagkvæmt að auka verð- gildi krónunnar þannig að.'tíu krónur yrðu að einni. Rétt er að hafa í huga, að árið 1972 hafði verðlag, samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar, tæplega sjö- faldazt síðan 1950. Svo grátt hafa stjórnvöld leikið krón- una síðan, að ámóta rökrétt er að ræða nú um hundrað- földun og var að ræða um tíföldun fyrir svo sem tíu ár- um. • Annað er ekki rökrétt en að viðurkenna hið fyrsta, hversu komið er fyrir íslenzkri krónu, með því að hundr- aðfalda verðgildi hennar. JÓNAS HARALDSSON Átökin um Naritaf lugvöll í Japan: Barátta vinstri manna ________________ gegn stjóm og stjóm- arfyrirkomulagi flzinZðn — Reynt að opna flugvöllinn ummiðjanmaí Hópur öfgasinnaðra vinstri manna hefur enn á ný borið harri hlut í við- skiptum sínum við japanska rikið og hindrað með ofbeldi opnun hins nýja Naritaflugvallar í nánd við Tókýó. Ákvörðun stjórnvalda um að fresta opnun flugvallarins kom eftir tveggja daga átök milli öfgamanna og lögregl- unnar. Átökin á flugvellinum, sem er 60 km norðaustur af höfuðborginni. yoru á stundum eins og fullkomin hernaðarátök, þar sem barizt var með .kylfum og öðrum handhægum vopn- um, bensínsprengjum og slöngviskot- um úr stáli. Meðan á bardögum stóð slapp 10 manna hópur öfgamanna, sem falizt hafði í undirgöngum undir flugvellin- um, upp i flugturninn, þar sem eyðilögð voru flest mikilvægustu stjórntæki turnsins. Gegn stjórn og stjórnar- fyrirkomulagi Takeo Fukuda forsætisráðherra Japans varð að fresta opnunarathöfn- inni, þar til búið verður að endurnýja tækin og ákveðið hefur verið að opna völlinn um miðjan maí ef það þá tekst. Enda þótt þúsundir andstæðinga hins nýja flugvallar hafi verið á flug- vellinum var það aðeins litill hluti þeirra sem tók þátt í bardögum, e.t.v. eitt þúsund manns. Þessi hópur er táknrænn fyrir mestu andstæðinga stjórnarinnar og stjórn- arfyrirkomulagsins I Japan, en í Japan eru nú 112 milljónir íbúa. Þessir öfga- hópar sækja síðan siðferðis- og stund- um fjárhagslegan styrk til þúsunda annarra vinstri manna, sem eru ekki eins róttækir. Róttæklingar hafa sameinazt í heldur furðulegu bandalagi með ihaldssömum bændum, sem áttu landið sem tekið var undir flugvöllinn, en gerð hans lauk árið 1973. Opnun flugvallarins hefur orðið að fresta ekki sjaldnaren lOsinnum vegna andstöðu öfgahópanna. Vinstri menn notuðu tækifærið Bændur vilja land sitt aftur á meðan vinstri menn nota flugvöllinn til þess að varpa Ijósi á andstöðu sína gegn stjórninni, auðvaldsfyrirkomulaginu, þ.e. núverandi ástandi í Japan, sem fylgir vestrænni fyrirmynd. Með því að ganga í lið með bændum öðlast öfgamenn stuðning ýmissa hópa meðal almennings. Margir Japanir eru einnig óánægðir með stjórnina vegna efnahagsstjórnar hennar, sem þeir telja ranga. Þeir styðja því hópa, sem lýsa yfir aðgerð- um gegn stjórninni, þótt ekki séu allir meðmæltir beitingu ofbeldis til þess að ná sínu fram. Mótmælendur varpa bensínsprengjum I átökunum á Naritaflugvelli. Bensínið hefur hér hellzt yfir einn mótmælend- anna og föt hans veróa þegar alelda. Hinir harðskeyttu mótmælendur búa i tugum byrgja sem reist hafa verið á landi i einkaeign i námunda við flugvöllinn. Það byrgi, sem mesta eftirtekt vakti, var þriggja hæða stein- steypt virki, sem lögregla réðst á fyrir rúmri viku, þ.e. á mánudag í síðustu viku. Innan virkisins höfðu mótmæl- endur reist 18 m háan turn en reglur banna svo háar byggingar umhverfis flugvelli. Mótmælendurnir hafa tekið upp að- ferðir skæruliða þar sem lítill hópur gerir árás á flugvöllinn, en hans gæta þúsundir lögreglumanna. Eftir árásina forða skæruliðarnir sér síðan. Þessi nýja aðferð hefur verið árangursrik. Þegar tíu manna hópi tókst að eyði- leggja tæki í flugturninum voru yfir 13 þúsund lögreglumenn á verði. Þegar yfir þúsund manna lögreglulið réðst á virkið og turninn á mánudag sluppu flestir skæruliðarnir i gegnum jarð- göng út í aðliggjandi skóg. Næsta dag kveiktu 12 öfgamenn í hinum nýja flugvallarhóteli áður en þeir hurfu út í myrkrið. Verður skotvopnum beitt? Lögreglan, sem et ekki allt of hreyk- in af árangri sinum gegn öfgamönnun- um fram að þessu, hefur komið af stað athugun á þvi á hvern hátt helzt megi auka öryggi flugvallarins. Sú athugun á að leiða í Ijós hvort lögreglunni leyfist framvegis að nota skotvopn i baráttu sinni við öfgamenn, en hingað til hefur einungis verið beitt táragasi. vatnssprautum og kylfum. Athugun þessi hófst eftir að lögregl- an fann rafknúna skutla í fórum öfga- mannanna, sem hefðu getað drepið menn. Ef slikir skutlar lenda i málm- skjöldum lögreglumanna fá þeir í sig 5000 volta rafstraum. Viðskipta- og fjármálamenn í Tókyó, sem flestir eru mótfallnir hinni nýju staðsetningu flugvallarins, hafa fengið nokkurra vikna frest til viðbót- ar. Það sem þeir hafa helzt á móti flug- vellinum er fjarlægðin frá höfuð- borginni, en vegna hinnar miklu um- ferðar tekur það um þrjár klukku- stundir að komast frá miðborginni í Tókyó til flugvallarins. Nú er Haneda flugvöllur viðTókyó- flóann notaður og þrátt fyrir betri að- stöðu við Narita kjósa þeir heldur að nota Haneda flugvöll en að þurfa að ferðast til Narita í þrjá tíma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.