Dagblaðið - 21.04.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.04.1978, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1978. 17 HVAÐ ER Á SEYÐI UM HELGINA? Sjá miðopnu ^ Sjónvarp Laugardagur 22. apríl 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 17.45 SkiðaæfinKar (Ll. Þýskur myndaflokkur Þrettándi og siðasti þáttur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 18.15 On We Go. Enskukennsla. 23. þáttur endursýndur. 18.30 Skýjum ofar (L). Sænskur sjónvarps myndaflokkur i sex þáttuni. 3. þáttur. Eyði- eyjan. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 19.00 Knska knattspyrnán (L) Hlé. N 20.00 Fréttir og veður. 20.25 AugKsingaroKdagskrá. 20.30 Á vorkvöldi (L). Umsjónarmenn Ólafur Ragnarsson og Tage Ammendrup. 21.20 Þjóðgarður í Þýskalandi (L). Landslag og dýralíf i Berchtcsgadenþjóðgarðinum i þýsku Ölpunum. Þýðandi og þulur Óskar Ólafsson. 22.05 Undir fargi óttans (L). (Fear on Triall Bandarisk sjónvarpsmynd. Aöalhlutverk Georgc C. Scott og William Devane. Myndin er. byggð á sönnum atburðum og gerist i Bandarikjunum á sjötta áratug aldarinnar. Met anhy timabilinu. þegar móðursýkislegar kommúnistaofsóknir nái hámarki í landinu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 23. apríl 18.00 Stundin okkar. (L). Umsjónarmaður Ásdls Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni Jóhai 'a Kristin Jónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Hlé. 20.00 Auglýsinpar ogdagskrá. 20.30 Húsbændur og hjú (L). Breskur mynda- flokkur. Hrunið mikla. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.20 Guðrún og Þuríður (L). Árni Johnsen blaðamaður ræðir viðsöngkonurnarGuðrúnu Á. Simonar og Þuriði Pálsdóttur urn lif þeirra og listferil, og þær syngja nokkur lög. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 22.50 Að kvöldi dags (L). Séra Kristján Róberts son, sóknarprestur i Kirkjuhvolsprestakalli i Rangárvallaprófastsdæmi, flytur hugvekju. 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 24. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30. Iþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.20 í Ijósaskiptunum. (L). Norskur einþátt- ungur eftir Sigrid Undset, saminnárið 1908. Leikstjóri Tore Brede Thorensen. Aðalhlut- verk Kari Simonsen og Per Christensen. Hjón. sem eiga eina dóttur skilja. Barnið veikist og konan sendir boð eftir föður þess. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.00 Eiturefni í náttúrunni. (L). Þessi finnska fræöslumynd lýsir. hvernig eitur. til dæmis skordýraeitur. breiðist út og magnast á leiö sinni um svokullaöa lifkeðju. Afieiöingin er ma. sú, að egg margra fuglategunda frjóvgast ekki. ÞýöandiogþulurGylfi Pálsson. 22.25 Dagskrárlok. SJONVARP NÆSTU VIKU Sjónvarp annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30: „Á vorkvöldi" „MÁ ÉG TJALDA í GARÐINUM ÞÍNUM?” Þáttur Ólafs Ragnarssonár og Tage Ammendrup, Á vorkvöldi er á dagskrá sjónvarpsins annað kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20.30. Brunaliðið, sem kom i heimsókn í fyrsta þáttinn, kemur aftur og flytur fyrirokkur2 nýlög. Þá mun Olafur rifja upp gamlar og góðar minningar frá árinu 1941. Að því tilefni mun hann raeða við Maríu Markan óperusöngkonu. Sagði Ólafur Mariu alltaf jafnhressa en hún er nú komin á áttræðisaldur og hefur vafa- laust frá mörgu skemmtilegu að segja. Þá munu þeir sjónvarpsmenn enn fara á kreik með falda kvikmynda- tökuvél. Að þessu sinni er ætlunin að kanna viðbrögð fólks við manni, sem kemur með tjald og svefnpoka og biður um leyfi til þess að tjalda i húsa- garði þess. Benti Olafur réttilega á að ef við förum í útilegu út fyrir bæinn finnst okkur sjálfsagt að tjalda á land- areign cinhvers bóndans, förum jafn- vel heim að bæ hans og biðjum um vatn eða að fá að nota salerni, svo ekki sé minnst á eggja- Og mjólkifrkaup. Verður gaman að sjá hversu margir vilja leyfa þessum ferðalang að gista i garðinum sinum. í siðasta þætti var okkur kennt að nota tæki sem hefur hlotið nafnið „sími" og þar sem okkur eru nú orðnar kunnar notkunarreglur þessa undra- tækis er ætlunin að nota það ofurlítið i þessum þætti. Ætlar Ólafur að hringja i nokkur númer, valin af handahófi í símaskránni, og leggja spurningar fyrir þá sem svara. Sagði Ólafur að fólk þyrfti ekki að vera hrætt við þess- ar spurningar. Þær væru léttar og skemmtilegar og skipti ekki nokkru máli hvort fólk gæti yfirleitt svarað þeim eða stæði á gati. íslenzkufræðingurinn er upptekinn þessa dagana við nýjar rannsóknir á orðaforða okkar íslendinga, þannig að hann kemur ekki með neitt spaklegt fyrr en í 4: þætti og svo aftur í 6. þætti. Er ekki að efa að þessi spaki fræðingur vinnur þarft verk þar sem hann rannsakar mál okkar svo djúpt niður í kjölinn og ineira að segja öllum til mikillar ánægju. Magnús Eiríksson sem leiðbeinir hér syni sinum, Stefáni, við pianóleik er meðal gesta í þættinum Á vorkvöldi í kvöld. DB-mynd Jim Smart. 1 þættinum mun Ólafur einnig ræða við Magnús Eiríksson, sem er aðallega þekktur fyrir lög sin, m.a. á Visnaplötunni. Hann hefur verið meðlimur hljómsveitarinnar Manna- korn og kemur einnig fram með Brunaliðinu. Magnús er mjög fær tónlistarmaður en mun lítið hafa gert af þvi að koma sjálfur fram. 1 þættin- um að þessu sinni ætlar Magnús að syngja eitt til tvö lög eftir sjálfan sig. Nú stendur yfir Búlgörsk vika á Hótel Loftleiðum og hefur Ólafur fengið þá búlgörsku til þess að koma í þáttinn og munu þeir dansa nokkra þjóðdansa, vitanlega frá heimalandi sinu. Ólafur sagði að þeir Tage legðu áherzlu á að hafa atriðin öll stutt en skemmtileg þannig að þættirnir yrðu sem fjölbreyttastir og við allra hæft. Þættirnir eru i litum og eru tæplega klukkustundar langir. RK. Sjónvarp Iaugardaginn30. apríl: „Charly” „HLAUT OSCARINN FYRIR LEIK SINN í CHARLY” Þau Cliff Robertsson og Clair Bloom fara með aðalhlutverkin i Charly. Laugardaginn 30. apríl verður á dagskrá sjónvarpsins bandarisk kvik- mynd frá árinu 1968. Nefnist hún Charly og leika þau Cliff Robertsson ogClair Bloomaðalhlutverkin. í kvikmyndahandbókinni okkar, sem gefur myndinni fjórar stjörnur, stendur að Cliff Robertsson geri þessa mynd meira en vel þess virði að sjá. Robertsson leikur vinnumann í bakaríi, sem á í einhverjum sálarlegum erfiðleikum og hlaut hann Oscars- verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Einnig gefur bókin okkur þær upp lýsingar að myndataka sé öll hin vandaðasta og þar bregði fyrir nokkrum skemmtilegum nýjum tæknilegum atriðum. Cliff Robertsson er fæddur áriö 1925. Hann hóf leikferil sinn með ferðaleikhúsi og hlaut fyrst viðurkenningu fyrir leik sinn í Mister Robert. Hann yfirgaf ferðaleikhúsið til þess að leika í myndinni Picnic árið 1956 og þar með var Robertsson kominn inn fyrir veggi kvikmynda- veranna í Hollywood. Frammistaða hans lofaði mjög góðu og næsta stór- mynd sem hann lék í var Gidget árið 1959. Hann lék einnig aðalhlutverkið í myndinni um Kennedy, PT 109 og fimm árum siðar fékk hann Oscarinn fyrir leik sinn í Charly. Meðal kvik- mynda sem hann hefur leikið í eru Autumn leaves, The Best Man, Too late the hero og Man on the swing. Þýðandi er Hallveig Thorlacius. RK. Þriðjudagur 25. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Geislar úr geimnum í þágu alls mannkyns. (L). Heimildamynd gerö á vegum Sameinuöu þjóðanna um fjarkönnun og fjarskipti með gervitunglum. Meðal annars er sýnd notkun skólasjónvarps í afskekktum héruðum Ind- lands.. málmleit i Suður Ameriku og fylgst er með fellbyl i nand víð Filippseyjar með hjálp gervitungla. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 20.55 Kvikmyndaþátturinn. Meðal annars verður haldið áfram leit að íslandskvikmynd Guðmundar Kambans, fjallað um kynningu persóna með dæmum, og farið verður í heimsókn á danska kvikmyndasafnið. Um- sjónarmenn Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson. 2 Í .45 Sjónhending (L). Erlendar myndir og málefni. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 22.05 Serpico (L). Bandarískur sakamálamynda- fiokkur. Vopnasalinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.55 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. apríl 18.00 Ævintýri sótarans (L). Tékknesk leik- brúðumynd. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.10 Ekki bregður öllurn eins við undrin (L). Bresk dýralifsmynd I léttum dúr, þar sem þvi er lýst, hvernig villidýr i Afriku bregðast við, þegar þau mæta eftirmyndum sinum, upp- blásnum gúmmídýrum. Þýðandi og þulur Krístmann Eiðsson. 18.35 Hér sé stuð (L). Hljómsveitin Haukar skemmtir. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 19.00 On We Go. Enskukennsla. 24. þáttur frumsýndur. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vaka (L). 1 þessum þætti verður fjallað um byggingarlist. Umsjónarmaður Gylfi Gíslason. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.10 Charles Dickens (L). Breskur myndafiokk- ur. 4. þáttur. Ást. Efni þriðja þáttar: Charles vinnur i verksmiðju til að hjálpa til að afia heimilinu tekna. í verksmiðjunni vinnur fjöldi barna og foringjar þeirra eru tveir pörupiltar, sem verður strax uppsigað við Charles. Enn sigur á ógæfuhliðina hjá John Dickens. og loks er honum stungið í skuldafangelsi. En hann lætur ekki bugast og heldur í vonina um, að honum muni leggjast eitthvað til. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Björgunarafrekið við Látrabjarg. Heim- ildamynd, sem Óskar Gíslason gerði fyrir Slysavarnafélag íslands, er breskur togarífórst. undir Látrabjargi fyrir rúmum 30 árum. Mynd þessi hefur verið sýnd viða um land og einnig erlendis. Síðast á dagskrá 31. mars 1975. 22.50 Dagskrárlok. Föstudagur 28. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Margt býr i myrku djúpi (L). Að undan- förnu hefur ofurkapp vcrið lagt á könnun himingeimsins, og oft gleymist, að verulegur hluti jarðar er enn ókannaður. Ýmis furðudýr lifa i úthöfunum, og i þessari bresku heimilda- mynd er lýst nokkrum þeirra. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.00 Kastljós (L). Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Fálkar (L) (Magasiskola). Ungversk bíó- mynd frá árinu 1970. Leikstjóri István Gaál. Aðalhlutverk Ivan Andonov, György Bánffy og Judit Meszleri. Myndin hefst á þvi, aö ungur maður kemur á sveitabæ, þar sem fálkar eru þjálfaðir til fuglaveiöa. Bústjórinn er miðaldra maður aö nafni Lilik, og meðal heimilismanna er ung ráðskona. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. 23.20 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.