Dagblaðið - 20.05.1978, Síða 4

Dagblaðið - 20.05.1978, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978. Vilja byggja íbúð- arhúsákirkju- lóðinni í Súgandafiröi er náttúrufegurð með eindæmum — að minnsta kosti þegar komið er niður af hrikalegri Breiðadals- heiði þar sem snjóskaflar eru 2—3 metra háir i byrjun maí. Þorpið Suðureyri býður einnig af sér góðan þokka. Þar hlupu hross eftir stein- steypri aöalgötunni þegar fréttamann DB bar að og hurfu síðan fyrir horn. Þorpið hefur þó nýlega verið girt-af fyrir ágangi búfénaðar. Það hefur mikið verið gert i bæjarmál- um á Suðureyri á því kjörtímabili sem er. að líða. Þar hefur verið við völd meiri- hluti vinstri kjósenda, sem er sam- bræðsla Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokksins. Hafa þessir flokkar haft þrjá hreppsnefndar- fulltrúa i sameiningu á móti tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokks og óháðra. Vinstri kjósendur hafa ráðið hrepps- málum i Suðureyrarhreppi að minnsta kosti siðan í byggðakosningunum 1962. Árið 1970 buðu fjórir flokkar fram eins og nú. Þá fengu sjálfstæðismenn og óháðir tvo fulltrúa og vinstri flokkamir einn hver. Atvinnulíf á Suðureyri byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi. Þar starfar tals- verður hópur aðkomufólks, bæði lslend- ingar og útlendingar. Unnið er myrkr- anna á milli. Þegar fréttamaður DB kom á Suðureyri á uppstigningardag var unnið á vöktum í Fiskiðjunni við fryst- ingu grálúðu. Sólarhringstarnir þykja ekki tiltökumál. Húsnæðisskortur hefur staðið eðli- legri uppbyggingu og eflingu atvinnulífs nokkuð fyrir þrifum. Skortur á bygg- ingarlóðum er svo mikill að menn hafa jafnvel falazt eftir byggingarlóðum á sjálfri kirkjulóðinni! Dagblaðið tók efstu menn listanna fjögurra tali og ræddi við þá um kom- andi hreppsnefndarkosningar. • ÓV Urslitífjórum síðustu kosningum Lofa heilbrigðari stjórn á fjármálum hrepps- félagsins — segir efsti maðurá D-lista „Ég er náttúrlega í framboði vegna þess að ég vill vinna byggðarlaginu gagn,” svaraði Einar Ólafsson útgerðar- maður spurningu DB um hvers vegna Einar Ólafsson: „Við minnihlutamenn höfum alveg staðið utan við alla á- kvarðanatöku.” hann væri i framboði til hreppsnefndar- kosninganna í Suðureyrarhreppi. Einar er efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins og hefur setið i hreppsnefnd undangengið kjörtímabil. „Þetta hefur nú verið þannig að meirihlutinn hefur algjörlega ráðið þessu. Við minnihlutafulltrúarnir tveir höfum alveg staðið utan við alla raunverulega ákvarðanatöku. Þeir hafa haldið sellufundi og síðan tekið beinar ákvarðanir á málamyndarhreppsnefnd- arfundum,” sagði Einar um samstarf hreppsnefndarinnar. Hann nefndi sem dæmi að minni- hlutamenn hefðu viljað láta bjóða út hitaveituframkvæmdir og einnig þær átta leiguibúðir sem verið væri að byggja. „Hér hefur mikill húsnæðis- skortur staðið eðlilegri fjölgun og upp- byggingu atvinnulífsins fyrir þrifum,” sagði Einar. „Hverju vilt þú lofa kjósendum þínum?” spurði útsendari DB. „Ja, ég vil allavega lofa þeim heil- brigðari stjórnun á fjármálum hreppsins. Ég get nefnt sem dæmi að hér kostar 50 fermetra ibúð í kjamahúsi orðið 15 milljónir og 100 fermetra íbúð fer sennilega i tuttugu milljónir. Samtals hefur hreppurinn borgað 89 milljónir auk verðbóta fyrir þessar átta ibúðir,” sagði Einar Ólafsson. ÓV. Flokkarnir óskuðu eftir sjálfstæðum framboðum — rætt við efsta mann á B-lista „Ég hef alla ævi verið geðríkur maður og kann því betur að stjórna öðrum en láta stjórnast,” svaraði Ólafur Þórðar- son, oddviti og skólastjóri á Suðureyri, þegar DB spurði hann hvað hann vildi með því að fara i framboð. Ólafur skipar efsta sæti á B-lista Framsóknarflokksins við hreppnefndarkosningamar. „Grín- laustbætti Ólafur við, „þá trúa flestir þvi að þeir geti gert byggð sinni gagn, og það geri ég líka.” Ólafur sagði að hann hefði sjálfur óskaö eftir því að allir flokkar á staðnum stæðu að sameiginlegu framboði en flokkarnir i Reykjavík hefðu „óskað eftir að boðið væri fram sjálfstætt á þessu kosningavori”. Stærstu málin á liðnu kjörtímabili hafa verið hitaveitan, sem komin er í nær hvert hús, bygging flugvallar, gatnagerð og bygging íbúðarhúsnæðis. Sorpbrennari verður tekinn í notkun fljótlega. Viðbygging barnaskóla hefur verið boðin út og hafnarmannvirki lag- færð. „Ef ég fæ ráðið,” sagði Ólafur, „þá verður á næsta kjörtímabili byggður áfangi við barnaskólann, byggður leik- skóli, plastsundlaug við barnaskólann, ný hafnarvog og frekari framkvæmdir Ólafur Þórðarson: „Kann þvl betur ad stjórna öðrum en að láta stjómast. verða einnig við höfnina, fái ég ráðið.” Ólafur sagðist að lokum vilja hæla sér af því að hann hefði lagt gjöld á þá út- lendinga sem á Suðureyri hafa starfað. „Ég tel að nú riki meðal þeirra fullur skilningur á nauðsyn þess,” sagði hann. -ÓV Fólkið velur ekki f rambjóðendur nema að ___ ' > \ í Birkir Friðbertsson: „Óttast flokkarnir spyrni gegn réttu svari kjósenda.” Inní botni Súgandafjarðar er bærinn Birkihlíð. Þar býr ásamt fjölskyldu sinni Birkir Friðbertsson bóndi sem skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðubanda- lagsins við hreppsnefndarkosningamar í Suðureyrarhreppi i vor. litlu leyti — segir efsti maðurá G-lista „Mitt framboð er náttúrlega pólitískt,” sagði Birkir þegar fréttamaður DB ræddi við hann á Suðureyri. „Það er tilkomið vegna vilja félagsmanna. Ég var varamaður í hreppsnefnd til 1974 og hef verið aðalmaður síðan.” Birkir sagði að undanfarin fjögur ár hefði verið mikið framkvæmdatimabil I hreppnum. „Niðurstaða kosninganna nú verður svar kjósenda við störfum okkar,” sagði hann. „Ég óttast helzt að flokkarnir spyrni gegn því að svarið verði rétt. Kjósendur gætu verið bundnir af flokkum sínum fram i rauðan dauðann enda velur fólkið sjálft ekki frambjóðendur nema að litlu leyti.” Hann sagðist alls ekki vera öruggur með að ná kjöri nú. „Flokksfylgi G-list- ans dugar varla nema fyrir hálfum manni og nú bjóða fjórir listar fram þannig að alls ekki er vitað hve mörg at- kvæði hver maður þarf að hafa á bak við sig.” Um stöðu hreppsnefndarinnar gagn- vart kjósendum I sveitarfélaginu sagði Birkir að ekki hefði verið mikið sett út á framkvæmdaröðun eða framkvæmda- hraða heldur miklu frekar sjálf vinnu- brögðin. Hann fullyrti þó að fjármál sveitarfélagsins væru i betra lagi nú en fyrir fjórum árum. „Ég lofa engu nema þvi sjálfsagða,” sagði Birkir að lokum, „að gera mitt bezta.” -ÓV. Handbragð kvenna vantarí hreppsnefndma m m m .. æt. *m ■ Ingibjörg Jónasdóttir: „Margir vita ekki hvað þeir eiga að borða næstu daga.” Nái Ingibjörg Jónasdóttir, efsti maður á lista Alþýðuflokksins og óháðra við hreppsnefndarkosningarnar, kjöri í vor verður hún fyrsta konan sem setið hefur I hreppsnefnd Suðureyrarhepps. „Það vantar handbragð kvenna í hreppsnefndina,” sagði Ingibjörg í sam- tali við DB. „Hér vantar nauðsynlega einhvern aðila til að annast sjúka og aldraða. Við konurnar hér höfum reynt að beita okkur fyrir því.” Ingibjörg sagði sérstakt áhugamál sitt að ný sundlaug fengist á Suðureyri. Sem stendur er lítil sundlaug alveg niðri við sjó innar í firðinum en sú er nær ein- göngu notuð af börnum og unglingum. „Ég er búin að vera formaður i Al- þýðuflokksfélaginu hér lengi,” sagði Ingibjörg, „en vil samt alls ekki vera á ákveðinni línu. Maðurinn minn er kaup- maður, þannig að þótt ég hafi verið alin upp i baráttu þarf ég ekki að kvarta yfir lífinu. Ég veit þó að þeir eru margir sem vita ekki hvað þeir eiga að borða næstu daga.” Hún kvaðst einnig vilja beita sér fyrir aukinni aðstöðu fyrir tómstundastarf- semi á Suðureyri og kvað skort á dag- vistunarplássum mjög tilfinnanlegan. 1974 1970 1966 Sjálfstæðismenn og óhóðir 125-2 88-2 71-2 Vinstri kjósendur 132-3 Alþýðuflokkur 49-1 57-1 Framsóknarfl. 61-1 Alþýðubandalag 50-1 86-2 Frjðlslyndur vinstri listi kjósenda Óháðir kjós. 1962 134-4 54-1 Fjórir listar í kjðri G-listi Alþýðubandalags: 1. Birkir Friðbertsson bóndi 2. Gestur Kristinsson rafgæzlumaður, 3. Guðni A. Einarsson stýrimaður, 4. Guðmundur V. Hallbjömsson sjómaöur, 5. Guðmundur Ingimarsson stýrimaður, 6. Hannes Alexandersson sjómaður, 7. Sveinbjöm Jónsson verkamaður, 8. PáJmi Jóhannsson matsveinn, 9. HalJbjöm Guðmundsson sjómaður, 10. EinarGuðnason skipstjóri. D-listi Sjálfstæðisfiokks: 1. Einar Ólafsson framkvstj., 2. Lovisa Ibsen sjúkraliði, 3. Óskar Kristjánsson framkvstj., 4. Halldór Bernódusson skrifstm., 5. Karlotta Kristjánsd. húsm., 6. óskar Sigurðsson húsgagnasmm., 7. Þorleifur Hallbertsson verksmstj., 8. Jón Valdimarsson skrifstm., 9. Jón Kristjánsson verzlunarm., 10. Sturla ólafsson rafvirkjam. B-listi Framsóknarflokks: 1. Ólafur Þ. Þórðarson skólastj., 2. Eðvarð Sturluson bifreiðastj. 3. Karl Guðmundsson bóndi, 4. Brynja Magnúsdóttir húsmóðir, 5. Bragi Ólafsson skipstjóri, 6. Reynir Jóhannesson sjómaður, 7. Kjartan Þ. Kjartansson sjóm., 8. Dagbjört H. Guðmundsd. húsm., 9. Páll H. Pétursson verkam., 10. Þórður Á. Ólafsson bóndi. A-listi Alþýðuflokks og óháðra kjósenda: 1. Ingibjörg Jónasdóttir húsmóðir, 2. Ámi Pálsson rafvélavirkjameistari, 3. Hannes Einar Halldórsson verkstjóri, 4. Jóhann Bjamason verkstjóri. 5. Bjami H. Ásgrimsson stýrimaður, 6. Bjami Kjartansson skipstjóri, 7. Guðni Guömundsson verkamaður, 8. Kristín Kristjánsdóttir húsmóðir, 9. Guðrún Hauksdóttir verzlunarmær, 10. Jón Ingimarsson húsasmíðameistari. fp —^ Spurning i;----— Hvéfju spáir þú um úrslit hreppsnefndar- kosninganna? Ásgeir Þorvaldsson verkamaðun Ætli þetta verði ekki ósköp svipað. Ég hef ekki trú á að það verði neinar meirihátt- ar breytingar. Áhugi hér fyrir kosning- unum er talsverður — hreppapólitikin er alltaf fyrir hendi. Ég gef ekkert upp um hvaðégkýs. Gestur Kristinsson hreppstjóri: thaldið fær tvo menn, hinir einn hver, þannig að þetta verður óbreytt. Sjálfur kýs ég Alþýðubandalagið.enda annar maðurá listanum. 'Pálfna Pálsdóttir verkakona og hús- móðir: Ég er nú lítið I pólitíkinni en hef ekki mikla trú á að núverandi meirihluti haldist. Það eru skiptar skoðanir um þetta hér, þeir hafa gert miklu meira en áður — kannski of mikið. Ég kýs Alþýðuflokkinn. Elisabet Þórðardóttir verkakona: Ég veit ekki. Þetta verður líklega svipað og verið hefur — en vonandi betra, ég er ekki ánægð. Ég ætla að kjósa, jú, en segi ekki hvað. Jón Viðir verkamaðun Sjálfstæðismenn fá þrjá. Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagið halda sínum manni inni. Sjálfur ætla ég ekki áð kjósa. Helga Holm húsmóðir: Ég vona bara að það verði einhverjar breytingar á þessu. Annars hef ég lítið vit og áhuga á pólitik og er ekki farin að hugsa svo langt að ég sé búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa sjálf.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.