Dagblaðið - 20.05.1978, Síða 5

Dagblaðið - 20.05.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978. 5 Góðhestar dæmdir á hestaþingi Fáks: GRÓF MISTÖK KNAPA ER SIGUR VAR í AUGSÝN Sigurjón Valdimarsson skrifar umhesta ogmenn Framar á myndinni eru þrír fyrstu hestarnir í A-flokki, Hjörvar næst á myndinni en aftar eru þrir fyrstu i B-flokknum, Brjánn næstur á myndinni í þeim hópi. — DB- myndir Gunnbjörn Marinósson. Sannarlega kom margt á óvart er gæðingar voru dæmdir þegar Fákur hélt hestaþing sitt um síðustu helgi. Trúlega hefur A-flokkur ekki verið jafnlélegur í mörg ár enda þótt landsmótsár sé. Þó hefur ögri Gísla B. Björnssonar vafa- laust valdið mestum vonbrigðum. 1 fyrra vann hann með glæsilegri einkunn og var álitinn líklegur til sigur á lands- mótinu í sumar. En hann kolféll, lenti í 6.-7. sæti með 8.13 i einkunn og töldu sumir að hann hefði þó notið fornrar frægðar hjá dómurunum. Gróf mistök þegar sigur var í augsýn Ljúfur Harðar G. Albertsson stóð sig frábærlega vel og var kominn með einkunnir sem nægðu honum til sigurs ef síðasta greinin, skeiðið sem var eitt eftir — hans öruggasta grein — tækist vel. En hér gerði knapinn, Sigurbjörn Bárðarson, sig sekan um gróf mistök, náði honum ekki niður fyrr en eftir hopp og skæling rúmlega hálfan völlinn og fékk lága einkunn. Fyrir bragðið lenti Ljúfur í 5. sæti með 8.40. Undarlegt er það annars með þennan tvítuga klár, hann virðist stöðugt bæta sig og hefur víst ekki verið betri fyrr. byggður hestur með ágætt tölt, hágengur með gott framgrip og gott samræmi í tölthreyfingum. Hins vegar sá ég ekki betur en hann færi á tölti alla skeiðbrautina. Eigandi Hjörvars er Sigurbjörn Bárðarson, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson. í öðru sæti kom Feykir, 9 vetra leirljós frá Skógum, Eyjafirði, eigendur Friðrik Jörgensen og Halldór Eiríksson, knapi Reynir Aðalsteinsson, einkunn 8.50. Þriðji varð svo Garpur eins og í fyrra. Eigandi er Hörður G. Albertsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson, einkunn 8.47. Kóngur Hjalta Pálssonar lenti í fjórða sæti með 8.43. Snjallir gæðingar í B-flokknum Allt annar og mun skemmtilegri svipur var yfir B-flokknum. Líklega hafa aldrei komið jafnmargir snjallir gæðingar fram i þessum flokki á móti hérá landi. Brjánn Harðar G. Albertssonar sigr- aði nú eins og í fyrra en fékk nú, fyrstur gæðinga i B-flokki eftir þvi ég veit bezt, yfir 9, hlaut 9.17. Þrátt fyrir hærri ein- kunnir þótti ýmsum þó skorta á að sam- ræmi I hreyfingum væri jafngott nú, hreyfingar afturfóta nokkuð stirðlegri en hrtfandi hreyfing framfótanna og reis- ingin hin sama og fyrr. Sigurbjörn Bárðarsonsat Muggeinsogáður JHvílíklr kostir! Muggur hans Sigurbjörns Bárðar- sonar, 11 vetra fyrrverandi kappreiða- hestur, sýndi tilþrif sem fæstir bjuggust við. Muggur var taminn og þjálfaður til keppni í stökki og hljóp oft vel áður fyrr þótt fáa hlyti hann sigrana. Síðastliðið sumar sannfærði muggur eiganda sinn um að hann væri búinn að missa áhuga á þeim leik. Tók Sigurbjörn þá að ríða honum til kosta í vetur. Og hvílíkir kostir! Margir áhorfenda töldu hann eiga fyrsta sætið en dómarar settu hann í annað sætið með einkunnina 9.03. Knapinn, Aðalsteinn Aðalsteinsson, hefði trúlega komið Mugg í fyrsta sæti hefði hann sýnt hina geysilegu brokk- yfirferð sem hesturinn býr yfir. Eyjólfur ísólfsson sýndi Glaum, af- burða glæsilegan gæðing sem Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir á. Hlaut hann þriðja sætið með 8.70 og fannst mér bilið milli hans og hinna tveggja fyrstu meira en efni stóðu til. Næstu tveir hlutu 8.60 i einkunn, Gullfeti Halldórs Sigurðssonar gullsmiðs, sem hann sat sjálfur, og Höttur Guðmundar Guðmundssonar sem Bjarni Þorkelsson sat. Fákur er nú meðal þeirra félaga sem ekki virða dómararéttindi Landssam- bands hestamanna. 1 dómnefnd sátu tveir réttindalausir menn og mátti sjá þess vott á dómunum. Yfirleitt fundust mér dómar fullrausnarlegir og mátti sjá allt að þriggja stiga mismun á milli dóm- ara. Alvarlegust mistök voru þó að nokkrum sinnum gáfu þeir B-flokks hestum 9.5 eða 10.0 fyrir fjölhæfni og hlýðni en það er ekki heimilt i dómregl- um. - LH ÆSISPENNANDIÞEGAR GJALP VANN STÖKKIÐ Gjálp, fjær á myndinni, kemur i mark sem sigurvegari i 350 metra stökkinu. Nær á myndinni er Loka. — DB-myndir Gunnbjörn Marinósson. Vorleikir Erling Sigurðsson kom með Möngu hans Gunnars Eyjólfssonar til keppni. Gunnar sagði einhvern tima frá þvi að Manga héti i höfuðið á Kristínu vinkonu sinni! Maðurinn hennar væri alltaf að manga til við hana! Hvað um það, Manga var illa upplögð, hafði sýnilega meiri hug á öðrum vorleikjum en þeim sem hér fóru fram, stoppaði og vildi hætta. Betur ef Erling hefði sýnt henni meiri skilning og hætt keppni. En því miður hafði hann ekki stjórn á keppnisskapinu og dómnefndin lét undir höfuð leggjast að vísa honum frá. Ættu knapar að vita hvenær hesti sem þeir riða til dóma hefur mistekizt svo tilgangslaust sé að halda áfram. Ekki tjóar að taka vonbrigði sín út á hestinum. Hjörvar, 8 vetra, rauður, frá Brunnum i Suðursveit reyndist vera sigurvegarinn, aðaleinkunnin 8.53. Hjörvar er sterklegur og nokkuð gróf- Einkennilegt er það hvað Fákur sinnir unga fólkinu sínu lítið. 1 mótaskrá var aðeins að finna tvær linur um unglinga- keppni, ekki staf um hvaða unglingar kepptu og því síður á hvaða hestum, ekkert um stjórn eða dómara. Og þegar til leiks kom mættu dómararnir ekki einu sinni allir en höfðu þó lofað að starfa. Þau Ragnar Tómasson og Kolbrún Kristjánsdóttir stýrðu keppn- inni og eiga lof skilið fyrir. Þetta eru bara krakkar, hugsa víst Það er með töluverðri forvitni að rennt er augum yfir mótsskrá fyrstu kappreiða ársins. Hverjir þekktustu hlaupara síðustu ára eru skráðir? Knapaskipd? Eigendaskipti? Og hvað um ungu hrossin sem hlupu hvert öðru betur í fyrra en eru nú skráð meðal hinna „fullorðnu” í ár? Fyrstir á skrá eru brokkhestar, þar vekur fyrst athygli að Sigurður Sæmundsson er nú skráður knapi á Faxa í stað Eyjólfs ísólfssonar og Ragnar Tómasson hefur tekið við Smyrli af Tómasi syni sinum. En Tómas kemur með eigin hryssu sem hann kallar Þrumu. Hann er lika skráður á tvo hesta i 800 m stökki. Þar eru líka skráðir til leiks þeir Geysir og Jerimías, sem kepptu af hörku I fyrra, og Ægir sem vann flesta sigra i unghrossahlaupinu i fyrra. leiðandi menn í félaginu og þykir ekki taka því að sýna þeim tillit eða virðingu. Á myndinni er Tómas Ragnarsson áð taka við verðlaunum fyrir sigur í unglingaflokki (10—12 ára) Formaður Fáks, Guðmundur Ólafsson afhenti verðlaunin. Kristján Ingvarsson varð annar og Ester Harðardóttir þriðja. í flokki 13—15 ára sigraði Ásta Sigurjóns- dóttir, Guðmundur Björnsson varð annar og Orri Snorrason þriðji. 1 skeiðið eru skráðir m.a.'Fannar, Ás, Vafi og Hrannar, a!lir með sömu knapa og I fyrra, en Ragnar Tómasson situr nú Hofstaðajarp en ekki Tómas sonur hans. Sigurður Sæmundsson kemur með vekring sem hann á í félagi við Eggert Hvanndal. Hestur þessi vekur forvitni. Sigurður er ekki þekktur fyrir að koma með hesta til uppfyllingar, hann hugsar um fyrstu sætin. Mest spennandi verður 350 metra stökk. Þar eru skráðar til leiks Loka og Glóa sem voru ásamt Nös í sérflokki sl. sumar. Gjálp, sem i fyrra setti met I ung- hrossahlaupi, hljóp á 18.0 sek., og Lotta, sem hljóp á 18.1 sek., keppa nú í 350 metra stökki. Nýir knapar eru nú skráðir á allar þessar hryssur: Fríða Steinars- dóttir á Loku og Glóu, Gylfi Þorkelsson á Gjálp og Guðrún Fjeldsted á Lottu. Þá hefur Þróttur bætzt I þennan flokk með nýjan eiganda og knapa, Tómas Ragnarsson. Hét Þróttur í fyrra Hóla- Gráni og hljóp unghrossahlaupið á 18.7 sek. Og þá er það keppnin sjálf. í 800 metra brokki gerðist ekkert óvænt. Þrír fyrstu voru þeir sömu og stóðu sig bezt hér sunnan- og vestanlands í fyrra. Faxi bætti nú metið í 1:39,5 mín. Faxi er rauður frá Hvitanesi í Borgarfirði. Eig- andi er Eggert Hvanndal og knapi Sigurður Sæmundsson. „Ég bæti metið enn betur í sumar,” sagði knapinn eftir mótið. Blesi Valdimars Guðmundssonar varð annar á 1:40.8 mín. og Smyrill Dagnýjar Gisladóttur þriðji á 1:50.0 mín. Þjálfi Sveins K. Sveinssonar sigraði örugglega í 800 metra stökki, virðist búinn að ná sér eftir fótaveilu sem háði honum í fyrra. Guðrún Fjeldsted sat Þjálfa, tíminn 63.1 sek. Annar varð Jerimías sem Björn Baldursson sat, tíminn 64.1 sek., og þriðji Kóngur á 64.5 sek. Knapi Kóngs var Gaukur Jónsson. Skeiðið reyndist lélegt. Af 19 skráðum hestum lágu aðeins 8, þar af tveir báða sprettina. Aðeins einn hestur sýndi framför frá í fyrra, Hrannar Gunnars Arnarsonar í Hafnarfirði. Hrannar hljóp á nokkrum mótum I fyrra og náði bezt 24.3 sek. Nú lá hann báða sprettina og varð annar á 24.0 á efúr Fannari sem sigraði á 23.0 sek. Þriðji varð Vafi á 24.3 sek. Stökk — 350 m — varð æsispennandi .eins og við mátti búast. Þar er skemmst frá að segja að Gjálp, brúnskjótta hryssan þeirra Laugarvatns- feðga, skaut hinum fótfráu stöllum Loku og Glóu aftur fyrir sig á úrslita- sprettinum og sigraði á 25,4 sek. Loka varð önnur á 25,5 sek. og Glóa þriðja á 25,6 sek. Miðað við fyrri árangur og ágæta aðstöðu, góðan völl, meðvind og mikla keppni eru tímarnir ef til vill ekki nægilega góðir en í undanrásum hljóp Loka á bezta tima sinum til þessa, 24,8 sek., og þá hljóp Gjálp á 25.0 sek. Það er ljóst að mikil keppni verður í 350 m stökki í sumar, Lotta á eflaust eftir að komast i þennan hóp, þótt hún næði ekki að komast í úrslit núna, og ef Nös frá Urriðavatni kemur svo til að keppa við þessar fjórar trúi ég margir verði spenntir. Skipt hafði verið um knapa á öllum hryssunum þrem: Gunnar Sigurðsson frá Bjamastöðum í Grimsnesi, ungur og efnilegur knapi, sat Gjálp, Vilhjálmur Hrólfsson sat Loku og Stefán Sturla Sigurjónsson sat Glóu. í unghrossahlaupinu sigraði Reykur frá Laugabæ i Borgarfirði. Eigandi er Hörður G. Albertsson, knapi Friða Steinarsdóttir, timi: 19,1 sek. Freisting sem Gunnar Sigurðsson, knapinn sem sat Gjálp, á og sat varð önnur á 19,4 sek. og Léttir frá Helgadal varð þriðji á 19,5 sek. Baldur Oddsson á Létti en Björn sonur Baldurs sat hann. SV ■T = Á BILASALAN Flestargeróir bifreiða — Opiðíhádeginu Z Sfmar29330og29331 VITATORGI i: Hvað ungur nemur... ÆSKUNNILÍTT SINNT

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.