Dagblaðið - 20.05.1978, Side 24

Dagblaðið - 20.05.1978, Side 24
SYKNAÐUR AF KYNFERÐISBROTI — báðirdæmdirí undirrétti, annar sýknaður íHæsta rétti, hinn áfrýjaði ekki ogsituruppi með dóminn Hæstiréttur sýknaði nýlega mann i Hafnarfirði af kröfum ákæruvaldsins um meint kynferðisafbrot. 1 Sakadómi Hafnarfjarðar hafði þessi maður verið sakfelldur ásamt öðrum manni. Þóttu meintir verknaðir þeirra varða við m.a. þær greinar hegningarlaga sem fjalla um samræði við barn yngra en 14 ára. Þá þótti atferli mannsins sem áfrýjaði vera brot á ákvæðum hegningarlaga um viðurlög við hold- legt samræði foreldra og barna. Sakadómur Hafnarfjarðar taldi mennina tvo hafa gerzt brotlega með atferli sem refsing liggur viö og fjallað er um í kafla hegningarlaga um skír- lifis- og sifskaparbrot. Hlaut annar maðurinn 18 mánaða fangelsisdóm en hinn 14 mánaða fangelsi. Sem fyrr segir áfrýjaði annar maðurinn málinu til Hæstaréttar: Það var sá sem hlaut þyngri dóm. Hinn maðurinn áfrýjaði ekki máli sinu til Hæstaréttar. Virðist því dómur undir- réttar standa óhaggaður gagnvart honum. Vandséð er hvernig ástæða getur verið til að fullnægja dóminum með fangelsisvistun. Jafnvel þótt náðunar yrði beiðst, og hún veitt, stendur eftir sem áður dómurinn sem kveðinn var upp yfir manni sem telja má víst að Hæstiréttur hefði sýknað. í ákæruskjali voru ákærðir bornir þeim sökum að hafa tvívegis haft samræði og önnur kynferðismök við dóttur mannsins sem áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Segir í ákæruskjali að þeir hafi gerzt sekir um þetta athæfi i tvö skipti, i fyrra skiptið um áramótin 1971—72 og síðara skiptið um mánaðamótin mai-júni 1972. Mál þetta var á sínum tíma talsvert til umfjöllunar i fjölmiðlum. Meðal annars kom til kasta bæjaryfirvalda i Hafnarfirði, þar sem m.a. um 40 aðilar sendu yfirvöldunum undirritað skjal varðandi þetta mál. Báðir mennirnir sættu gæzluvarð- haldi meðan á rannsókn málsins stóð en faðir stúlkunnar, sem áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, synjaði stað- fastlega fyrir sekt sína. í dómi Hæstaréttar er hann sýknaður af öllum kröfum ákæru valdsins i málinu og allur sakar- kostnaður, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, lagður á rikissjóð, þar með talin þóknun skipaðs verjanda hans í undirrétti, Jóns E. Ragnarssonar hrl., kr. 70.000,00 og skipaðs verjanda hans í Hæstarétti, Jóns Oddssonar hrl., kr. 150.000.00, svo og réttar- gæzlulaun kr. 25.000.00 Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Þórður Björnsson rikissaksóknari. í forsendum fyrir dómi Hæstaréttar kemur einkum til álita sönnunarbyrði sem hvilir á ákæruvaldinu auk þess sem nokkur ný gögn voru lögð fram í Hæstarétti. Dóminn kváðu upp hæsta- réttardómaramir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Svein- björnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. BS Auðvitað er Dagblaðið lesið á götum úti og kevpt i lausasölu — en við viljum gjarna hvísla að vinum okkar: Áskrift er mun ódýrari. Þessar kátu hnátur voru að lesa DB i miðhorg Reykjavíkur. DB-mynd Hörður. ERTU MEB ÚT í HEIM? fijálst, úháð dagbJað LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978. Efnahagslögin segja nú til sín: Fleiri krónur verða nú í launaum- slaginu — en helmingur verðbótavfsitölu, 6.4% launahækkun, fellur óbættur hjá garði Fólk ætti um næstu mánaöamót að geta tint fleiri krónur en áður upp úr launaumslögum sinum. Auk jvess sem launjtegar innan ASÍ, BSRB og BHM fá áfangahækkun launa frá I. júní 1978 samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga allir að fá 6,4% verðbótahækkun launa frá sama tima. Kemur sú hækkun á mailaun 1978, að undanskildum verð- bótaviðauka ef um hann hefur verið að ræða. En nú fær fólk allmjög að finna fyrir lögunum um ráðstafanir i efnahagsmál- um. Samkvæmt þeim hækka laun ekki nema sem svarar helmingi þeirrar hækkunar verðbótavísitölu og verðbóta- auka sem Kauplagsnefnd reiknar sam- kvæmt ákvæðum kjarasamninga að hafi átt sér stað frá næstliðnu 3ja mánaða greiðslutímabili. Hækkunin nam 12,794% og skal þvi verða 6,4% verð- bótahækkun launa. Hinn helmingur verðbótavisitölunnar fellur dauður niður og óbættur hjá garði vegna lag- anna um efnahagsráðstafanir. - ASt. Vísitalan hækkarum 108 stig Vísitalan i maibyrjun reyndist vera 1044 stig samkvæmt útreikningum Kauplagsnefndar. Er hækkunin 108 stig frá þvi i febrúarbyrjun sl. í fréttatilkynningu Hagstofunnar segir að nákvæmlega sé hækkun vísitöl- unnar frá því í febrúarbyrjun 108,25 stig eða 11,57%. Var um að ræða hækkun á fjölmörgum vöru- og þjónustuliðum, innlendum og erlendum, meðal annars vegna gengisfellingar 10. febrúar og launahækkana 1. marz. ASt. Núerboðið — áskrifendur DB eiga kost á 30 daga hnattreisu með haustinu Áskrifendaleikur DB — Umhverfis jörðina á 30 dögum. hefur vakið feikna athygli. meiri en þótt 3 glæsibilar væru i boði. Og hvern langar svosem ekki i lystireisu með öllum þeim munaði sem um getur? Og hvað skal gera? Jú, áskrifendur fá allir að vera með. séu þeir skuldlausir. Og nú er um að gera að drifa i að gerast áskrifandi sem allra fyrst. Um hver mán- aðamót reiknar áskriftatölvan áskrifend- um einn „miða” i áskrifendaleiknum. Gerist menn áskrifendur fyrir mánaða- mót aukast þvi likurnar á lystireisunni. Þegar þar að kemur verður dregið nafn eins heppins áskrifanda. Hann skal mæta hjá DB og svara spurningunni um það hvert simanúmer Dagblaðsins er... Einfalt.ekki satt? Og númerið er reyndar 27022. Þar er tekið við áskriftabeiðnum til kl. 17 í dag — og frá kl. 14 til 22 á sunnudaginn. - JBP Sviptingarum prófessorsstöðu: Atkvæði stúdenta ráða úrslitum — en atkvæðisrétturþeirra vefengdur Deilur eru komnar upp i heimspeki- deild Háskóla íslands um hvort stofna beri prófessorsembætti i örnefnafræð- um við skólann, tengt nafni Þórhalls Vilmundarsonar prófessors. Á deildarfundi í heintspekideild fyrir nokkrum dögum báru þeir Gunnar Karlsson lektor og Ólafur Hansson prófessor upp tillögu þessa efnis. Gera þeir ráð fyrir að 37. gr. há- skólalaga verði breytt og í stað ákvæða um prófessorsembætti i ættfræði komi ákvæði um embætti i örnefnafræðum. Sveinn Skorri Höskuldsson prófess- or lagðist gegn tillögunni og bar fram frávisunartillögu, sem felld var meö 12 atkvæðum gegn 10. Fimm fulltrúar nemenda tóku þátt i atkvæðagreiðsl- unni og munu þeir hafa ráðið úrslitum um að tillagan var felld. Sveinn Skorri taldi mikinn vafa leika á þvi að stúd- entamir hefðu atkvæðisrétt um þetta mál. Krafðisl hann þess að lögfræð ingur yröi fenginn til aö skera úr því. Varð að fresta fundi og brjóta nú lög- fræðingarnir Jónatan Þórmundsson og Jóhannes L.L. Helgason heilann um málið. Fyrir næsta deildarfundi, sem óvist er hvenær verður haldinn. liggur einnig brey tingartillaga frá Sveini Skorra Höskuldssyni þar sem lagt cr til að hið nýja prófessorsembætti verði ekki tengt nafni Þórhalls Vilmundar- sonar. Talið er að úrskurður lögfræðinga um atkvæðisrétt stúdenta muni skipla sköpum um framvindu þessa máls. Verði hann neikvæöur má ætla að til- laga Gunnars Karlssonar og Ólafs Hanssonar nái ekki fram að ganga. Endanlegákvörðun um stofnun nýs prófcssorsembættis er í höndum Al- þingis. -GM til ókeypis kappreiða Fákur býður öllum til ókeypis kapp- reiða á félagssvæðinu á Viðivöllum í dag, laugardag, og hefst keppni þar klukkan 3. Þarna fer þá fram firmakeppni félags- ins sem halda átti fyrir nokkru en var þá frestað vegna roks og rigningar. Um 170 firrnu taka þátt i keppninni sem haldin ertilágóða fyrir starfsemi Fáks. Verður þarna hægt að sjá margan góðan gæð- inginn á góðum spretti. - ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.