Dagblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978.
Fjórir norrænir listamenn að
Kjarvalsstöðum
Nýstárlegt
sýningarform
Um þessar mundir stendur að
Kjarvalsstöðum allóvenjuleg sýning, í
þeim skilningi að þar er vestursalurinn
nú notaður á nýjan og óvæntan hátt.
Þegar komið er inn í sýningarsal, þar
sem sýnd eru myndlistarverk, beinast
augu okkar ósjálfrátt að veggjunum,
svo vön erum við þvi hefðbundna
sýningarformi. Það kemur jafnvel
fyrir að skúlptúrum, sem auðvitað er
ætlað að sjást frá öllum sjónar-
hornum, er ýtt upp að vegg þannig að
ekki er hægt að ganga i kringum þá.
Nú eru veggir vestursalarins auðir að
mestu, fyrir utan myndröð Ólafs
Lárussonar. önnur verk standa úti á
gólfi og er þetta óneitanlega skemmti-
leg tilbreyting því hið rúmgóða fjala-
gólf býður upp á nýja möguleika og
einhvern veginn virðist loftið
margumtalaða ekki eins áleitið fyrir
bragðið og dregur þvi minna frá
verkunum.
Sýningin er hingað komin fyrir
tilstilli Sonju Heine og Niels Onstad
safnsins „Hövikodden” i Noregi og
Norræna menningarmálasjóðsins og
hefur farið víða um Norðurlönd. Sú
var tiðin að heimurinn þekkti Sonju
Heine sem skautadrottningu og þar af
leiðandi síðar kvikmyndastjörnu og
lék hún m.a. í stórfurðulegri mynd
sem hét „Iceland” sem ekkert tengdist
Islandi, nema hvað hún gerðist víst
mestöll á skautasvelli meö dönsum og
gleðskap i Hollívúdd-stíl og örlitlum
keim af Noregi. Upphaflega voru
þessir fjórir samnorrænu listamenn
Daninn Björn Nörgaard, Norðmaður-
inn Viggo Andersen, Svíinn Anders
Áberg og landi okkar, Ólafur Lárus-
son, valdir á hinn þekkta Æaku-
biennal í París árið 1977, en þangað er
jafnan boðið þeim listamönnum sem
ekki hafa náð 35 ára aldri og þykja
standa framarlega á sviði nýlista. Eru
það gagnrýnendur sem ráða valinu en
ekki opinberar nefndir I hverju landi.
Fjórar andstæður
Hægra megin I salnum er verk
Björns Nörgaard sem „blandað er á
staðnum „úr hraungrýti, möl, gifsi og
leir ásamt tiibúnum hlutum, svo sem
húsgögnum, sjónvarpi og leirmunum
ýmsum ásamt íslenskum póstkortum
sem dreift er um verkið, væntanlega til
þess að tengja það við lsland. Ekki
man ég til þess að hafa séð póstkort úr
Reykholti til að tengja verkið Snorra-
Eddu sem listamaðurinn segir að sé
hugkveikjan að þessu verki. Lista-
maðurinn biður áhorfandann að taka
ekki nema mátulega mikið mark á
orðum sinum þar sem hann I
sýningarskrá kynnir litillega hvernig
verkið hefur orðið til og meginþræði
þess en mælist til þess aö áhorfandinn
treysti fyrst og fremst sínum eigin
skilningarvitum, sem ætti reyndar að
liggja í augum uppi. En það er nú svo
að margur vill fá skýringar höfundar-
ins eða einhverja leiðsögn um hvert
maðurinn sé lað fara þegar áhorf-
andinn sér ekki fídusinn í því.
Bjöm Nörgaard segist hafa endur-
lesið Snorra-Eddu og islenskar
fornsögur og hefur orð á því að þær
séu sneisafullar af myndum, og þurfti
nú engann Dana til að segja okkur
það, en erfitt er að fylgja manninum
eftir þegar hann tengir Snorra-Eddu
við kaffibolla sem tyllt er á hraun-
grýti. Að vísu fer það ekki á milli mála
að við erum mikil kaffiþjóð, án þess að
það komi fram i Snorra-Eddu af
augljósum ástæðum. Það hefði
kannski verið forvitnilegra fyrir okkur
íslendinga að sjá eitthvert annað verk
eftir þennan gest okkar þar sem hann
hefði beitt hæfileikum sínum við að
vinna í umhverfi og að hugmynd sem
hann þekkti betur en við.
Ekki get ég neitað þvi að ólíkt
athyglisverðara þótti mér verk Svíans
Anders Áberg sem er gríðarstór líking
af harmónikku, að mestu leyti gerð úr
viði, klædd ýmsum efnum. „Hægt er
að setjast inn í harmónikkuna og er
hún þar hvítklædd og á hvita dúkinn
eru skrifuð ljóð á sænsku sem vel hefði
mátt þýða I sýningarskrá, ef ekki
klæða nýjum dúki og skrifa þar
íslenska þýðingu ljóðsins vegna þess
að ljóðin auka við gildi verksins að
mínum dómi. Fyrst hélt ég að mynd-
listarmaðurinn væri lika Ijóðskáldið en
sá i erlendu sýningarskránni að svo er
ekki, heldur er ljóðið ort af öðrum
Svia, og ennfremur er getið í skránni
um tónlist sem annar hefur samið fyrir
verkið, en sú tónlist heyrðist ekki í þau
skipti sem ég kom inn á sýninguna,
kannski hefur spólan gleymst heima.
Viðurinn hefur löngum verið Svium
hugleikið efni til listrænnar tjáningar
og sú grein alþýðulistar sem náð hefur
hvað mestum vinsældum þar I landi.
Ofan á hinum stóra tréskúlptúr
Anders Áberg, Töfraharmónikkunni,
er landslag og í því stendur dæmigert
rauðmálað sænskt tréhús sem getið er
I ljóðinu, sem eru endurminningar frá
barnæsku skáldsins, heldur
dapurlegar.
„1 viðarskúrnum við
skógarjarðarinn
stendur harmónikkan hans pabba
ogá milli terpentinu-
flasknanna á hillu
hefur hann falið brennivínsflöskuna.”
Húsið kemur heim við þá einmana-
kennd sem gengur í gegnum Ijóðið þvi
húsið stendur eitt sér og enginn
úti nema drengur á hjóli. Hinu
megin á harmónikkunni, aðeins sýni-
legt þeim megin, er mexíkanskt þorp
og það er þá væntanlega harmónikkan
sem tengir þessa tvo heima saman.
Ágætur myndlistarmaður stakk því að
mér að þetta verk visaði . kannski til
skáldskapar trúbadúrsins sænska,
Everts Taube, sem flæktist sem
sjómaður um öll heimshöf og orti
m.a. um Mexikó, og spilaði á
harmónikku og samdi ljóð og texta
einsogÁsi okkari Bæ.
Þá er ótalið verk Norðmannsins
Viggo Andersen og læt ég hér fylgja
ummæli hans um framlag hans til
sýningarinnar, sem er i raun
afmarkaður heimur innar veggja
salarins: „Ég ákvað að byggja hér her-
bergi, þegar ég hafði grandskoðað
sýningarsalinn hér að Kjarvals-
stöðum, þar eð ég sá að þau verk sem
ég hafði áður sýnt á þessari sýningu
mundu hreinlega hverfa í það gímald.
En til að undirstrika sérkenni mins
herbergis, þá byggi ég það á ská í
salnum og þræði hvítan kaðal
ennfremur niður i herbergið, en hann
fylgir hlutföllum salarins og beinir
auga áhorfandans strax að stöðu her-
bergisins i salnum sem heild.”
Landi okkar í þessum hópi er Ólafur
Lárusson sem sýnir þarna ljósmyndir
af fólki og athöfn og má segja að
myndirnar leyni á sér því að í einfald-
leika sinum býr í þeim Ijóðræn hugsun
og heimspekileg hugvekja. Ólafur
hefur sýnt með SÚM-hópnum og
hefur sá hópur átt nokkra myndlistar-
menn sem hafa kosið að nota mynda-
vélina til að tjá ljóðrænar hugdettur
sínar, koma mér þá i hug menn eins
og Sigurður Guðmundsson og Hreinn
Friðfinnsson, en allir yrkja þessir þrír
menn hver með sinum hætti. Get ég
ekki annað séð en að við megum vel
una við framlag tslands á þessari
farandsýningu og að Ólafur Lárusson
komi ásamt Svianum sterkast út úr
þessari sýningu. Vonandi tekur
Ólafur það ekki illa upp hjá mér þó ég
amist við ummælum hans á ensku i
erlendu sýningarskránni, meðan hinir
listamennimir tjá sig hver á sinu
móðurmáli. Mér finnst það alltaf
furðulegt þegar íslendingar bregða
fyrir sig ensku í norrænu samhengi.
Hefði ekki verið hægt að prenta
textann á islensku með þýðingu á
einhverju hinna Norðurlanda-
málanna?
Þessi nýstárlega sýning stendur
fram til sunnudagsins 23. júlí.
Hrafnhildur Schram
í Verzlun Verzlun Verzlun J
Spira
Vaighi.B9.8Wr
Verð kr. 55,000
JSb
Sóf i og svef nbekkur f senn.
íslenzkt hugverk og hönnun.
Á.GUÐMUNDSS0N
Húsgagnaverksmiflja
Skemmuvegi 4. Simi 73100.
Skrifstofu
SKRIFBORD
VönduÓ sterk
skrifstofu skrif-
borð i þrem
stærðum.
Verðfrá
kr. 108.000
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnavorksmiflja
Skommuvogi 4. Sími 73100.
sniBm smm
IsltuttHtqiiltiHninrii
STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af
stuðlum, hillum og skðpum, allt eftir þörfum á hverjum stað.
SVERRIR HALLGRÍMSSON
Smiðastofa h/i .Trönuhrauni 5. Sími 51745.
ALTERNATORAR
á/12/24volt í flesta bila og báta.
VERÐ FRÁ 13.500.
Amerfsk úrvalsvara.i — Póstsendum.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Rafmagnsvörur i bila og báta.
BÍLARAF HF.
Utanhússmálning
Perma-Dri
Þetta er olíulímmálning sem ekki flagnar né
springur.
Reynsla fyrir Perma-Dri á íslandi er 11 ára ending.
Ath. að tveir litir eru til á gömlu verði og að allir litir eru á sama verði.
Perma-Dri hentar mjög vel á allan stein, bárujárn, asbést, á hvers
konar þök o.fl. og er í algjörum sérflokki hvað gæði snertir.
Sigurður Pálsson byggingam.,
Kambsvegi 32 Reykjavík.
Simar 34472 og 38414.
Hollenska FAM
ryksugan, endingargóð, öflug og ódýr,
hefur allar klær úti við hreingerninguna.
Verð aðeiifs43.100.-
meðan birgðir endast.
Staðgreiðsluafsláttur.
HAUKUR & ÓLAFUR
Ármúla 32
Sími 37700.
STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550
Býöur úrval garðplantna
og skrautrunna.
Opiö
virka daga: 9-12 og 13-19
sunnudaga lokaö
Sendum um allt land.
Sækiö sumariö til okkar og
flytjiö það meö ykkur heim.
FORSTOFU
HÚSGÖGIM
Vorð Itr. 100.900*
Verð kr. 119.500
Á.GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiðja,
Skommuvogi 4 KöpavogL Simi 73100.