Dagblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG.—- ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978— 147.TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍILA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022. Sjórall Dagblaðsins og Snarfara: ISJAKAR OG BLINDÞOKA Al — Siglingakappamir komu til Hafnar LikH#ll^l^ll íHornafirðiseintínótt „Variö ykkur á íshrönglinu hérna,” heyrðist frá báti 04 í talstöð keppnis- stjórnarinnar seint í gærkvöld. Voru menn i fyrstu ekki vissir um hvort áhöfn bátsins eða liðsmenn mótsstjórnar væru orðnir vitlausir. Þetta gerðist eftir að blind|x)ka hafði skollið yfir bátana. Þá voru þ eir komnir austur fyrir Vík í Mýrdal. Þótti móts- stjórn sem náttúruöflin hefðu nóg að gert með brælunni fyrsta dag Sjórallsins og svo blindþokunni, þegar isfréttin barst. Þetta reyndist þó hvorki misheyrn né vitleysa því bátur 04 var mjög grunnt undan landi — við ósa Jökulsár á Sól- heimasandi, sem bar fram ísbrot úr lón- inu við skriðjökuiinn. Var bátur 04 að vara báta 03 og 09 við, þar sem þeir voru í grenndinni. Allt gekk slysalaust á þessu óvænta íssvæði. Frá Vestmannaeyjum fóru bátarnir kl. 17 í gær, nema bátur 08 sem enn var til viðgerðar þar eins og segir frá í frétt á baksíðu. Allgott sjóveður var í gærkvöld og gekk allt eins og í sögu, jafnvel lygasögu, þegar keppnisbátamir renndu sér einn af öðruih i gegnum gatið á Dyrhólaey en skömmu síðar versnaði veðrið eins og fyrr segir. -GS Þátttakendur I Sjóralli DB og Snar- fara renna sér einn af öörum I gegnum gatið á Dyrhólaey I gærkvöld. Þá var þokað að skella á, eins og myndin ber með sér. Eftir þetta gerðist ýmistlegt — bilarnir, ishröngl og villur. — DB- mynd RagnarTh. Keppendur i Sjórallinu bruna út úr Vestmannaeyjahöfn á fullri ferð um kl. 17 I gær. Einn varð eftir — um stundarsakir. — DB-mynd Ragnar Th. Fréttirog myndiraf Sjórallinu 78 á baksíðu ogbls.5 Forsetinn færumsagnir f rá Lúðvík ogBenedikt — sjá baksíðu og bls. 5 Togbáturinn Gissur hvfti í nýju hlutverki í nótt við Hafnarós: VEIDDIFJORA BATA í STAÐ FISKJAR Áhöfnin á togskipinu Gissuri hvita undir stjórn Guðmundar Kr. Guð- mundssonar vann svo sannarlega til þakklætis keppenda í Sjóralli DB og Snarfara i nótt, þegar hún leiðbeindi keppendunum síðasta og erfiðasta spölinn að ósnum, sem siglt er inn um til Hafnar i Hornafirði, og síðan alveg inn i höfnina. Báturinn var að fara í róður kl. 23 í gærkvöld þegar hann iieyrði til eins Alltrólegt við Kröflu — sjá baksíðu keppnisbáta, sem ekki var alveg klár á staðsetningu sinni. I stað þess að halda áfram til veiða hóf Gissur hvíti leit að bátnum í þokunni á þessum hættu- slóðum — fiskaði þá einn af öðrum upp að siðunni með aðstoð ratsjár og ferjaði þá síðan alla í einni halarófu á eftirsérinni höfnina. Var þessu verki ekki lokið fyrr en upp úr kl. fimm i morgun og hélt Gissur hviti þá aftur til veiða. Meira svindl íFinansbanken — Svíar nú undir smásjánni — sjá erl. fréttir bls. 6-7 Eiginkona Guðmundar skipstjóra var meðal þeirra Hafnarbúa sem lögðu leið sína niður að höfn I nótt til að fylgjast með bátunum. Blaðamaður DB spurði hana hvort henni þætti ekki bagalegt að láta hafa veiðina svona af bóndanum en hún svaraði glaðlega: „Kallar þú fjóra báta kannski enga veiði?” -GS Tveirúr HM-liði Argentínu til Englands — Sjá íþróttir í opnu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.