Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978.
3
SOÐASKAPUR1HRESS-
INGARSKÁLANUM
— Bréf ritari ber eigendum skálans ófagra söguna
Gcstir Hressingarskálans sitja í göða vcörinu og njóta veitinga.
Sigurlaug Williams skrifar:
Eins og fram hefur komið i DB og
Þjv. á Sigurjón Ragnarsson, eigandi
Hressingarskálans, í erfiðleikum með
að svara fyrir öll þau laga- og reglu-
brot sem hann er ábyrgur fyrir. Hann
kallar ásakanir um allt slikt lyga-
þvælu. Frambjóðandi Stjórnmála-
flokksins, Anna Gunnarsdóttir, og
bakarinn, Sigmundur Smári Stefáns-
son, fengu siðan bróðurpart starfs-
tólksins á „skálanum” til að skrifa
undir yfirlýsingu um að það sem ég
hafi látið hafa eftir mér um „skálann”
sé skáldskapur frá rótum.
Þó er auðvelt að sanna flest það sem
ég hef sagt. Enda hefur Sigurjón
neyðzt til að viðurkenna mörg atriði
þó hann kalli þau lygaþvælu þegar ég
segi frá þeim. Sigurjón borgar ekki í
sjúkrasjóð, orlofssjóð, lifeyrissjóð
o.s.frv. Hann hunzar alla samninga
um skyldusparnað og stéttarfélags-
gjöld. Hann selur óneyzluhæfan og
ólöglegan mat. Hann stal af kaupinu
mínu þegar ég vann hjá honum i þrjá
mánuði. Hann hefur ekki ennþá
borgað mér neitt fyrir þá daga sem ég
vann hjá honum i júni né uppsagnar-
frestinn. Sigurjón hefur ekki fengið
veitingaleyfi sitt endurnýjað frá árinu
1976. Hann segir að það sé ekki vegna
sóðaskapar heldur vegna þess að hann
hafi svikizt um að skipta um gólf í
geymslu. Gólfið í „skálanum” er
ónýtt. Sjór gengur þar upp og rottur,
mýs og annar óþverri eiga greiðan að-
gang að matvælum staðarins. Hvað
kallast þetta ef ekki sóðaskapur?
Sigurjón hefur einnig verið beðinn
að gera stórfelldar lagfæringar á hrein-
læti, hreinlætisaðstöðu og húsnæðinu
almennt. Aðstaða öll fyrir starfsfólk
„skálans” er ólögleg. Fataskápamir
eru ekki læstir og konunum er boðið
upp á að hafa fataskipti í sömu kompu
og karlarnir. Allir hafa sameiginlegt
salerni o.s.frv. Auk þess er öryggisat-
riðum mjög áfátt og engin trúnaðar-
manneskja er á staðnum. Það er mjög
auðvelt að sanna öll þessi atriði og það
vita bæði frambjóðandi Stjórnmála-
flokksins, Anna Gunnarsdóttir, og
Sigurjón, enda forðast þau að minnast
á þessi atriði. Þess i stað þræta þau
fyrir sóðaskapinn á „skálanum” þvi
það er ekki eins auðvelt að sanna
hann. Þó sést t.d. vel á Ijósmyndum
sem Þjv. tók að starfsfólkið notar ekki
höfuðskýlur við matargerðina né við
annað á „skálanum”. Sigurjón segir að
viðskiptavinir „skálans” væru allir á
bak og burt ef ásakanirnar um sóða-
skapinn væru sannar. Ég vann eitt
sinn í Alþýðubrauðgerðinni. Henni
var oft lokað vegna sóðaskapar og þó
skorti aldrei viðskiptavini. Og þó var
Alþýðubrauðgerðin mikið snyrtilegri
og hreinlegri en „skálinn”. Matvæli og
brauð breytist ekki svo þó hnerrað eða
hóstað sé yfir það né þó aska eða ann-
ar óþverri sé í þvi. Ég stend við allar
yfirlýsingar um sóðaskapinn á „skál-
anum”.
Til að reyna að beinaathyglinnifrá
laga- og reglubrotum sínum ræðst
Sigurjón á mig með lygum og sví-
virðingum. Hann segir mig hafa verið
lata, óþrifalega og mætt illa. Hann
segir að ég sé að afhjúpa laga- og
reglubrotin hans vegna þess að ég hafi
orðið fyrir vonbrigðum þegar ég var
rekin fyrir að vera vondur starfskraft
ur. Hann segir að ég hafi logið til um
mín fyrri störf þegar hann hafi ráðið
mig. Þessi atriði eigi vist að afsanna
laga- og reglubrot Sigurjóns! Honum
munar ekki um að Ijúga frekar en stela
og svikja. Sigurjón réð mig ekki. Ég
var búin að vinna i hálfan mánuð áður
en ég fyrst talaði við hann. Það voru
frambjóðandi Stjómmálaflokksins,
Anna Gunnarsdóttir, og bakarinn,
Sigmundur Smári, sem réðu mig. Auð-
vitað sagði ég þeim hvaða störf ég
hefði áður unnið. Hvers vegna ætti ég
svo sem að leyna þvi að ég hafi unnið
afgreiðslu- og verksmiðjustörf?
Það var Sigmundur Smári sem rak
mig án samráðs við Sigurjón vegna
þess að ég neitaði að vinna á 17. júní
því þá átti ég fri. Sigmundur Smári vill
ekki starfskrafta sem vilja ekki vinna
aukavinnu þegar „skálinn” þarfnast
þeirra, þó þeir séu latir og óþrifalegir.
Ég var oft búin að minnast á að ég
ætlaði að hætta á „skálanum” við
fyrsta tækifæri. Ég sótti t.d. um þá
vinnu sem ég er nú í á meðan ég var í
„skálanum”. Eflaust kallar Sigurjón
það leti að ég skyldi neita að sækja
dagblöðin og svara í símann fyrir Sig-
mund Smára í matartímanum minum.
Einnig var Sigurjón ekkert of ánægður
með að ég kvartaði við hann að Sig-
mundur Smári væri að senda mig i
einkaferðir fyrir sig út um allan bæ til
að borga fyrir hann rafmagnsreikn-
inga, kaupa vindla, endurnýja happ-
drættismiða o.fl. Á þeim launaseðlum
mínum kemur fram að ég fæ borgað
fyrir mína 40 stunda vinnuviku auk
mikillar yfirvinnu. Þaðgefur augaleið,
að Sigurjón, sem stelur eins og hann
getur af starfsfólki, sjóðum og félög-
um, myndi ekki borga mér kaup fyrir
daga sem ég ynni ekki. Sigurjón segir
að mér hafi þótt maturinn á „skálan-
um” svo góður, þrátt fyrir sóðaskap-
inn, aðég hafi m.a.s. borið hann heim.
Maturinn sem ég borðaði á „skálan-
um” var egg og brauð. Undir lokin var
ég farin að borða þetta i húsi skammt
frá „skálanum”. Eldhúsið á „skálan-
um” var nefnilega langt frá því að vera
lystaukandi.
Að lokum vil ég biðja Sigurjón,
frambjóðanda Stjórnmálaflokksins
Önnu Gunnarsdóttur og bakarann
Sigmund Smára um að þegar þau svari
þessari grein að svara öllum atriðun-
um í stað þess að taka aðeins örfá
atriði út úr og minnast ekkert á hin.
Hegningarhúsiö Skólavörðustig 9.
Ópersónulega tekiö
á móti föngum
Kristin Jakobsdóttir hringdi:
Hún sagði að ópersónulega væri
tekið á móti föngum á Skólavörðustig
9 og öðrum slíkum stofnunum. Þeir
sem tækju á móti föngunum væru
bæði karlar og konur og mætti þetta
fólk minnast þeirra orða sem eitt sinn
voru sögð: „Það, sem þið gerið einum
af þessum minnstu bræðrum, það
gerið þið mér.”
„Þetta fólk, sem vinnur að slíkum
störfum ætti að hafa mynd af Kristi
innandyra sér til fyrirmyndar og
einnig fyrir fangaha. Allt er þetta
ágætis fólk en eitt er nauðsynlegt,”
sagði Kristin. „Sláið saman af kaupinu
i mynd til fyrirmyndar.”
Raddir
lesenda
Frumleg tilraun
Áhugasamur vegfarandi um bætta um-
ferðarmcnningu skrifar:
Ég vildi gjarnan vekja athygli les-
enda Dagblaðsins á skemmtilegri nýj-
ung, sem hinn nýi framkvæmdastjóri
Umferðarráðs, Óli H. Þórðarson,
hefur tekið upp í útvarpsþættinum
Fjölþing, sem hann sér um á sunnu-
dagseftirmiðdögum.
í þættinum er þeim tilmælum beint
til manna að þeir skrifi hjá sér númer
bíla sem þeir mæta, hafi ökumenn við-
komandi bila sýnt óvenjulega tillits-
semi i umferðinni. Menn eru siðan
hvattir til að senda þessi bilnúmer til
þáttarins, sem heitið hefur verðlaun-
um, bæði þeim ökumönnum sem oft-
ast fá hrós og einnig þeim sem oftast
senda slíkar ábendingar til þáttarins.
Ég vil vekja athygli fólks á þessu
fyrir tveggja hluta sakir. Hér er á ferð-
inni einkar frumleg hugmynd. Allar
þessar áminningar sem sífellt dundu á
manni fóru orðið inn um annað eyrað
og út um hitt. Sú tilhögun sem hér er
tekin upp gerir okkur ökumenn að
þátttakendum í þeirri viðleitni Um-
ferðarráðs að bæta umferðarmenn-
ingu. Á hinn bóginn hef ég orðið þess
var að fjöldi fólks veit ekki af þessum
„leik” og því ástæða til að nefna þetta
hérásiðunni.
Ökumenn. Sýnið tillitssemi i umferðinni.
Finnst þér fást
nóg grænmeti
á íslandi?
maður: Ég er mjög mikið fyrir grænmeti
og hef það mikið með mat. Mér finnst
oft á veturna að úrvalið mætti vera
meira, þá fær maður ekki það sem
maðurervanuraðfá.
Sigurður Jónsson kcnnari: Já. ég held að
maður verði að segja það. Miðað við
okkar aðstæður að minnsta kosti.
Rafn Skarphcðinsson húsasmiður: Já,
það held ég. Það er helzt að grænmeti
vanti á veturna. En mér finnst græn-
metið of dýrt og væri æskilegra að það
væri talsvert ódýrara.
m •*
I
Sigriður Einarsdóttir vcr/lunarmaður:
Mér finnst raunverulega að það rnætti
vera meira. Ég hef séð viða erlendis
hvað úrvalið getur verið gott.
Guðrún Lárusdóttir kcnnari: Ég hef ekki
séð mikið af þvi. Það grænmeti sem ég
hef séð hér i búðum er ósköp gamalt að
sjá og laslegt.
Lilja Sigurðardóttir húsmóðir: Nei, alls
ekki. Það vantar miklu meira úrval.
Grænmetiðer lika frekardýrt.