Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978. ” .........—— 9' Sænska frystihúsið rekið áfram — „fer ekki í bága við okkar áætlanir” — segir Seðlabankinn Sænska frystihúsið verður rekið að minnsta kosti eitt árið enn. Á fundi borgarráðs Reykjavíkur hinn 6. júni sl. var samþykkt að heimila Bæjarút- gerð Reykjavikur að reka „Sænska” til haustsins 1979 á sama hátt og verið hefur. „Áætlun um byggingu Seðlabanka- húss er í endurskoðun og engar dag- setningar komnar á framkvæmdir,” sagði Sigurður örn Einarsson, skrif- stofustjóri bankans i viðtali við DB. „Áform BÚR um rekstur Sænska frystihússins eitt ár enn að minnsta kosti fer ekki í bága við neinar áætl- anir Seðlabankans. Við vissum af þessu,” sagði Sigurður örn. Fyrirhugað er að reisa Seðlabanka- hús þar sem „Sænska” stendur nú eða því sem næst. Hefur komið til orða að borgin og Seðlabankinn hefðu maka- skipti á lóðum. Reykjavíkurborg fengi Seðlabankagrunninn en Seðlabankinn lóðina undir „Sænska”. Rætt hefur verið um að gera bílageymslu inn í Arnarhólinn og tyrfa þak hennar þannig að ekki myndi raskast útlit hólsins. Seðlabankahús á grunni Sænska frystihússins yrði ekki hærra en svo að það byrgði borgarbúum ekki útsýn frekar en frystihúsið hefur gert. BÚR hefur rekið frystihúsið frá þvi Reykjavíkurborg eignaðist það 1973. Þar er geymt kjöt fyrir kjötheildsölur og verzlanir. Þar er enn framleiddur is meðal annarsJyrir skip BÚR. Loks eru einstaklingum leigð 650 geymsluhólf við miklar vinsældir. Rekstur hússins hefur gengið svo vel, að hann stendur undir kostnaði, svo sem fasteignagjöldum og vatns- skatti, sem námu um 2.6 milljónum króna árið 1977. Þessi liður hækkar upp í 3.5 millj. i ár. Þá stendur rekstur- inn einnig undir rafmagnskostnaði og- greiðslum á afborgunum á láni, sem borginni var veitt, þegar hún keypti húsið af skilanefnd þess árið 1973. Að sögn Vigfúsar Aðalsteinssonar, skrifstofustjóra BÚR, starfa nú 4—5 menn við rekstur hússins. Þegar veður leyfir eru fataslár drifnar út á götuna, rétt eins og tiðkast á „flóamörkuðum” erlendis. Allt sem lifgar upp á gamla miðbæinn er kærkomin tilbreyting. Þarna er ungfrú Matthildur með Pollý „vinkonu” sína að athuga hvernig viðskiptin ganga. DB-myndir Bjarnleifur „Við höfum verið með heilmikið af krakkafötum auk alls konar fatnaðar og er hver flík seld á eitt hundrað krónur. Mikið er um að fólk komi með föt sem börn þeirra eru vaxin upp úr og gefi okkur og kaupi svo passandi föt hjá okkur,” sagði Jórunn Sörensen, for- maður Sambands dýraverndunarfélaga, þar sem hún stóð og afgreiddi viðskipta- vini i hinum nýja Flóamarkaði sam- bandsins að Laufásvegi 1. Markaður- inn er opinn daglega frá kl. 2—6, en ráð- gert er að hafa einnig opið á laugardög- um með haustinu. Þarna kennir margra grasa. Næstum því allt sem nöfnum tjáir að nefna er falt ámarkaðinum. Leikföng, búsáhöld, plötuspilari, sokkaviðgerðarvél, gömul, útdregin myndavél á 1500 kr., skart- gripir, skór og málverk. Þama var einnig til gamalt Rauða kross rúm sem verðlagt var á 2000 kr. Ónotaðir skór kosta 200 kr. en 100 kr. þeir sem notaðir eru. Hægt er að kaupa minningarkort sambandsins á markaðinum og einnig er Dýraverndarinn kynntur. Allur ágóði rennur til dýraverndar í landinu. Sambandið tekur með þökkum við öilu því sem fólk vill láta af hendi rakna, en farið er fram á að fötin séu heil og hrein. Jórunn Sörensen kunni sér varla læti af fögnuði yfir nýja fyrirtækinu sem hún sagði að hefði gengið mjög vel. „Þetta á eftir að verða sambandinu mikil lyfti- stöng,” sagði hún. „Fjárhagur þess hefur hingað til verið mjög bágborinn, þrátt fyrir árlegan styrk frá ríkinu sem er 150 þúsund kr. i dag.” Eigendur hússins að Laufásvegi 1 eru miklir dýravinir og lána sambandinu húsnæðið endurgjaldslaust. A.Bj. Gamlar krónur fá nýtt verðgildi: Kjólar á hundrað- kall á flóamarkaði í miðbænum Eins og glöggt má sjá á myndinni kcnnir margra grasa á Flóamarkaði Sambands dýravcrndunarfélaga á Laufásveginum. Þá stuttu stund sem blm. og Ijósm. stóðu við kom fjöldinn allur af fólki, skoðaði varning og keypti. Rafmagnið og heita vatnið hækka Ríkisstjórnin veitti leyfi til 25% hækkunar á heildsöluverði rafmagns á fundi sinum í gær. Rafmagnsveitu Reykjavikur var heimilað að hækka rafmagnstaxta um 8.3% til viðbótar hækkun heildsöluverðs. Þá var einnig samþykkt að leyfa 20% hækkun á töxtum Hitaveitu Reykjavíkur. Eru þessar hækkanir nokkru minni en um var sótt eða ná- kvæmlega þær, sem Gjaldskrárnefnd mælti með. — BS ¥ ■V * » ♦ * * * * * * * * * * * * * * * * * 1. A. Vekjum athygli á því að við framköllum Það er 110, 126 Instamatic, 135, 120 og fleiri stærðir Kodak, Fuji, 3M Sakura Gaf eða allar filmur sem framkallaðar eru með C 41 að- ferðinni. B. Einnig stækkum við litljósmyndir. C. Kynnist okkar kjörum og þjónustu. 2. Við bjóðum sérstakan afslátt á framköllun frá okkur með því að greiðslan sé send með filmunni eða framköllun staögrcidd um leið og filman kemur i okkar hendur. 3. Sendið aldrei peninga í pósti heldur ávisun stilaða á okkur. 4. Útfyllið miðann hér fyrir neðan og sendið hann útfylltan ásamt filmunni og greiðslunni í pósthóif okkar i vél lokuðú venjulegu umslagi, eða í sérstökum umslögum frá okkur. Pósthólf okkar eru: P.O. Box282 121 RcykjaOk. P.O. Bo\ 300 202 Kópavogi. P.O. Box 350 222 HafnarfirAi. P.O.Box 100 212GarAabæ. Venjulegt búðarvorð: 120 kr. hver mynd. 350 kr. framk. á filmu. Dœmi: 8 myndir + framk. 1310 kr. 12 á filmu 1790 kr. 20áfilmu 2750 kr. 24 á filmu 3330 kr. 36 á filmu 4670 kr. ViA bjóAum 20% AFSLÁTT MilliliAalaust Fyrir fljótustu þjónustu scndiA I pósthólf okkar næst hcimili þinu. Okkar póst- staðgroiðsluvorð: 100 kr. hver mynd. 300 kr. framk. á filmu. Dæmi: 8 myndir + framk. 12 á filmu 20 á filmu 24 á filmu 36 á fílmu llOOkr. 1500 kr. 2300 kr. 2700 kr. 3900 kr. Askiljum okkur rétt til verðbreytinga i samræmi við almennt verðlag. Aðeins er greitt fyrir myndir sem heppnast. Inneignarnóta er gefin fyrir þær sem ekki takast, 100 kr. hver mynd. Ef filma skemmist afokkar völdum er hún bætt með nýrri filmu. Ég undirritaður sendi upphæð kr. Nafn Heimilisfang Staður og póstnúmer Sími______________ íbúð nr. STJÖRNU-UOSMYNDIR - NY LITMYNDAIÐJA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.