Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST1978 — 174. TBL. RITSTJÖRN SÍÐÚMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI í 1. — AÐALSÍMI 27022. Verkamannasamband um stjórnarmyndun: Alþýðuflokkur og i Alþýðu- bandalag saman, — það er krafan — baksíða Skátasirkusog skemmtanaskattur: Niðurfell- ing nú, — EN ALDREI AFTUR „Rikisendurskoðun kannaði þau (reikningsskil „skátasirkuss- ins” svonefnda) að beiðni ráðu- neytisins og hefur ekki gert at- hugasemd..............Ráðuneytið telur þvi ekki ástæðu til frekari að- gerða í málinu,” segir i fréttatil- kynningu um niðurfellingu á skemmtanaskatti af sirkushaldi Bandalags íslenzkra skáta. „Hins vegar hefur ráðuneytið ákveðið að nota ekki framvegis heimild þá sem feist í iögum um skemmtanaskatt til undanþágu frá greiðsiu skattsins.” (leturbr. blm.) Liggja til þessarar ákvörðunar nokkrar ástæður, m.a. að „erfitt er að fylgjast með því að öruggt sé að undanþágur séu ekki misnotaðar”, eins og segir i fréttatilkynning- unni. Skátarnir fá sem sagt skemmt- anaskattinn felldan niður en það fær aldrei framar nokkur aðili. - LesendurDB! Eruðþið meðtil Grikk- lands? — Sumargetraunin erábls. 7ídag Er engum að treysta? „Þótt neytendur vilji vera á verði og reyna að kynna sér hlutina setja jramleiðendur alls kyns hindranir í veginn,” segir neytandi í bréfi til Neytendasíðunnar. Sjá nánar á bls. 4. STEFAN Svona myndir sjáum við alltof sjaldan af iþróttavelli, keppinauta sem óska hvor öðrum til hamingju með góðan árangur. Myndin var tekin á Selfossvelli I gærmorgun, eftir „hlaup aldarínnar” þar. —DB-mynd R.ThJSig. 64 ára og setti nýtt „íslandsmet” Eiginlega þjófstartaði landbúnaðar- sýningin á Selfossi kl. 11 i gærmorgun. Stefán Jasonarson formaður Búnaðar- sambands Suðurlands hafði skorað á Jónas Kristjánsson ritstjóra Dagblaðsins i hlaup. Jónas tók áskoruninni og kvaðst reiðubúinn aðskokka á eftir Stefáni. Viðureignin var sú iþróttamannsleg- asta sem menn minnast af vellinum. Kapparnir hlupu 10 hringi á hinum glæsilega velli Selfyssinga, 4000 metra. Harkan var mikil í byrjun, en rétt fyrir mitt hlaup kom æfing Stefáns, sem er 64 ára gamall, í ljós. Hann seig fram úr og fékk glæsilegan tíma, eiginlega nýtt íslandsmet, 17.28.4 minútur, en ekki hefur fyrr verið keppt í vegalengd þessari. Jónas fékk 18.35.8. „Gott hjá þér Jónas, þú ert kyrrsetu- maður,” sagði Stefán Jasonarson að loknu hlaupi. „Ég þeytist eftir rollunum og fæ mina æfingu, líka þegar ég þarf að sækja út i hesthúsin min i kilómetra fjar- lægðfrá Vorsabæ.” Talsvert margir áhorfendur mættu og klöppuðu íþróttagörpunum lof í lófa. Báðir höfðu staðið sig með prýði og auglýst trimmið, sem alltof margir hafa trassað siðustu misserin, ekki sizt trimm- nefndin svonefnda. JBP Rolls Royce bifreið á R-númeri -sjáws.5 Brezkur sjentilmaður á ferð: Regnhlíf með í förinni, — en fátt eitt annað — bls.6 Sænska frystihúsið blífur, bankinn bíður — sjá bls. 8 Styrkleysið er okkar veikleiki ~ sjá viðtal við FR-menn bls. 5 Stjomarmyndunarviðræðurnar: SVARTSÝNI Menn eru svartsýnir á að takist að mynda þriflokkastjórn Sjáifstæðis-, Alþýðu- og Framsóknarflokks eftir fyrsta viðræðufundinn i. gær og fund í þingflokki Alþýðuflokksins þar á eftir. Einn þingmanna sagði i gærkvöldi að þessar viðræður virtust mundu fara út um þúfur fljótlega. Litill skilningur rikti á viðræðufund- inum, sem stóð í um tvær klukku- stundir. Beinharðar tillögur komu ekki fram en rætt var um hvernig ráða mætti við efnahagsvandann sem nú blasir við. Næsti viðræðufundur verður ekki fyrr en á mánudag. Á fundi þingflokks Alþýðuflokksins kom fram veruleg andstaða gegn þessari stjórnarmyndun. HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.