Dagblaðið - 01.09.1978, Side 7

Dagblaðið - 01.09.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR l.SEPTEMBER 1978. 7 Allt fyrir ástina: Kom fyrír sprengju á markaðstorgi til að gera elskhuga sinn ánægðan Það er útbreiddur misskilningur, að allar transistorkveikjur séu eins. ! .1 A Kona nokkur. arabískur skæruliði, sem nú er fyrir herdómstóli í Ísrael, viðurkenndi i gær að hafa komið sprengju fyrir, sem særði 28 manns vegna þess að hún vildi gera elskhuga sínum til hæfis. Konan heitir Aliya Muhanted Alexiya og er 27 ára gömul. Hún er ætt- uð frá Dahariya þorpinu í námunda við Hebron á vesturbakka Jórdanár, sem ísraelsmenn hertóku 1967. Hún viður- kenndi að hafa komið fyrir sprengju á markaðstorgi í Beersheba i Suður-ísrael i júlí 1977. „Ég vildi gera elskhuga minn ánægð- an. en hann var foringi i samtökum. sem berjast fyrir frelsun Palestínu. Alexiya var dæmd í 10 ára fangelsis- vist fyrirsprengjutilræðið. Það er mikill munur á platinustýrðri og platinulausri transistorkveikju. Það er líka mikill munur á þeirri síðar- nef ndu með segulstýringu annarsvegar og photocellu hins- vegar. Yfirburðir photocellu-stýringar eru þeir, búnaðurinn er alveg óháður smíðagöllum eða sliti í kveikj- unni. Háberg h.f. getjr boðið allar gerðirnar, en við vekjum at- hygli á því, að það er LUAAENITION, sem hefur slegið í gegn. Spyrjið LUAAENITION eigendur. Viltu raunverulega benzinafslátt? — Fáðu þér þá Lumenition HABERG h( Skeifunní 3e-Simi 3‘33‘45 Ræðu páfa útvarp- að vegna mistaka —upptakan einungis fyrir Vatikanið en var útvarpað um alla Italíu Vatikanið viðurkenndi í gær, að ræða hins nýja páfa Jóhannesar Páls 1., sem hann flutti í ítalska útvarpið hefði verið flutt vegna mistaka. I ræðu sinni höfðaði páfi til kardínálanna persónulega og var ræðan sem hann flutti nokkuð frábrugðin 'skrifaðri ræðu páfa, sem áður hafði verið dreift til fjölmiðla. Talsmaður Vatíkansins faðir Romeo Panciroli, sagði að vegna tæknilegra mistaka hefði útvarpið I páfagarði gefið ítalska útvarpinu leyfi til þess að taka upp ræðu páfa og út- varpa henni. Panciroli sagði að út- varpið I Vatíkaninu hefði aðeins átt að taka ræðuna upp og siðan hefði átt að nota hana eingöngu innan páfagarðs. I ræðu sinni talaði páfi beint til kardinálanna í stað þess að nota ýmis hefðbundin formlegheit. sem tiðkast i slíkum ræðum. Formlegheitin héldu sér hins vegar í þeirri útgáfu, sem send varfjölmiðlum. Páfi játaði í ræðu sinni að hann kynni enn litil skil á hinni flóknu yfir- stjórn kirkjunnar, og beindi orðum sínum beint til kardinálanna og bað þá aðstoðar í erfiðum störfum, eftir hina óvæntu kosningu. Uppljóstranir landflótta Rúmena í Bandaríkjunum: Mikið njósnahneyksli í Vestur-Þýzkalandi — skyndif undur þingsins til þess að rjúfa þinghelgi — talið að njósnarinn sé dr. Uwe Holtz þingmaður jafnaðarmanna Búizt er við því að v-þýzka þingið gefi leyfi til áframhaldandi rannsóknar á meiri háttar njósnamáli sem er I upp- siglingu I V-Þýzkalandi. Þingið var kallað saman til skyndifundar vegna njósnamálsins. Rjúfa þarf þinghelgi þingmanna þannig að unnt sé að rann- saka skrifstofu áhrifamikils stjórn- málamanns. Þingmaður þessi hefur ekki verið nafngreindur opinberlega en áreiðan- legar heimildir greina að um sé að ræða þingmann jafnaðarmanna, dr. Uwe Holtz. Holtz, sem er 34 ára gam- all, kom fram í sjónvarpi í V-Þýzka- landi i gærkvöldi og bar ákaft af sér þann áburð að hann væri viðriðinn njósnir. Njósnamál þetta fylgir i kjölfar dularfulls hvarfs rúmensks embættis- manns, Ion Pacepa, fyrir einum mánuði. Fréttir herma að hann hafi flúið til Bandarikjanna og hafi gefið bandarísku leyniþjónustunni CIA upplýsingar um hátt settan njósnara í V-Þýzkalandi, sem njósnaði fyrir Sovétríkin. Kurt Rebmann saksóknari sagði i gær, að verið væri að kanna upplýs- ingar, sem borizt hefðu frá Pacepa. Talið er að sjö manns hafi verið rann- sakaðir. Rúmeninn Pacepa, var náinn aðstoðarmaður Nicolae Ceaucescu forseta Rúmeníu. Hann hafði komið til V-Þýzkalands til þess að semja um flugvélakaup. Þetta njósnahneyksli kemur upp á mjög slæmum tima fyrir v-þýzka jafn- aðarmannaflokkinn, sem fer með stjórnartaumana i V-Þýzkalandi. Framundan eru tvennar mikilvægar kosningar I Hessen og Bavaría i októ- ber nk. Njósnahneyksli hafa orðið tveimur áhrifamiklum stjórnmála- mönnum úr flokki jafnaðarmanna að falli á undanförnum árum. Willy Brandt kanslari varð að segja af sér í maí 1974 eftir að náinn aðstoðar- maður hans, Gunter Guillaume, var handtekinn ásakaður um njósnir í þágu A-Þjóðverja. Þá Var Georg Leber varnarmálaráðherra að segja af sér í febrúar sl. eftir að háttsettur starfs- maður í ráðuneyti hans varð uppvis að því að koma mikilvægum leyniskjöl- um í hendur Austur-Þjóðverja. urnar séu hættar að framleiða bjölluna frægu er óvist að margir fölksvagnar séu orðnir svona grónir STORMARKAÐUR IVIKULOKIN Opið 6-10 fóstudagpkvöld og 9-6 laugardag. Herra-, dömu- og barnafatnaður í miklu úrvali. Fóðurog efiti á tilboðsverði. Ný sending afskinnum. Tunguhálsi 9. Árbæjarhverfi. Sími85020. /W C /V 5 REUTER Britjsh Airways kaupir 19 Boeing757 Brezka stjómin hefur gefið brezka flugfélaginu British Airways leyfi til þess að kaupa 19 Boeing 757 þotur, sem kosta með varahlutum 400 milljónir sterlingspunda. Vélarnar eru knúnar brezkum hreyflum af Rolls Royce gerð. Vélar þessar taka 180 manns I sæti. Erlendar fréttir

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.