Dagblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13.SEPTEMBER 1978. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða fulltrúa í utanríkisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, fyrir 25. sept- ember 1978. U tanríkisráðu ney tið, Reykjavfk, 8. september 1978. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Prestskosning Kosning safnaðarprests við Fríkirkjuna í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum laug- ardaginn 16. og sunnudaginn 17. september nk. kl. 10.00 til 18.00 báða dagana. í kjöri er:, Sr. Kristján Róbertsson prestur að Kirkjuhvoli. Þeim safnaðarmeðlimum sem ekki koma því við að kjósa framangreinda daga gefst kostur á að kjósa í kirkjunni kl. 16.00 og 18.00 fram að kjörfundi. Safnaðarstjórn hvetur alla meðlimi safnaðarins að taka þátt í kosningunni. Mætum öll á kjörstað og lýsum þannig sam- stöðu með hinum nýja presti. Reykjavík, 8. september 1978. Safnaðarstjórn. CASIO- umboðið Bankastræti 8 - Simi 27510 Olía á hafsbotni við NA-land: BEZT GEYMD ÞAR SEM HÚN ER FYRST UM SINN „Olía sem hugsanlega er til staðar við landið er bezt geymd á hafsbotni fyrst um sinn.” Þetta ályktuðu fundarmenn á aðalfundi SUNN, samtaka um náttúru- vernd á Norðurlandi á dögunum. í sambandi við olíuleit varaði fundur- inn eindregið við þeirri hættu sem hann telur að samfara sé því að erlendum auð- félögum sé veitt leyfi til olíuleitar hér við land. Eigi íslendingar að annast slíkar rannsóknirsjálfir. í ályktun fundarins segir ennfremur: „Fundurinn bendir á að oliuvinnsla við Norðausturland hljóti að valda geysilegri byggðaröskun í þeim lands- hluta og raunar í öllu landinu, sem leiða myndi til eyðileggingar hefðbundinna atvínnuvega. Einnig myndi hún valda mikilli mengunarhættu í sjónum á þessu svæði sem leitt gæti til eyðingar fiski- miðanna þar og gæti haft áhrif á sjávar- líf umhverfis allt landið. Fundurinn telur sýnt að islenzkir aðil- ar muni ekki haia fjárhagslegt bolmagn til oliuvinnslu við landið, og því muni það verða erlendir auðhringar sem fyrst og fremst hagnast á vinnslu olíunnar hér. Umsvifum olíuhringanna mun fylgja margvísleg íhlutun i málefni þjóð- arinnar, svo hætta er á að sjálfstæði hennar verði stórlega skert.” — JBP » Það er þessi sjón sem SUNN-félagar vilja helzt ekki aó blasi við sjónum manna sem leið eiga um hafsvxðin út af Norðausturlandi. Myndin er af Frigg- olfusvæðinu sem Norðmenn nýta. segir í ályktun SUNN-félaga KÁRIFYLGIR ÞJÓÐ- VIUABULLI — segir Vilmundur Gylfason um hugleiðingar Kára Arnórssonar um átök innan Alþýðuflokksins „Gylfaliðið barðist hart gegn þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjórn undir for- sæti Ólafs Jóhannessonar,” segir Kári Arnórsson í nýútkomnu tölublaði Nýrra Þjóðmála, málgagns Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Og Kári heldur áfram: „Á þessum fundi." þ.e. fundi Al- þýðuflokksins, „bar Benedikt sigur af hólmi. Gylfi hafði þó fengið Sjálfstæðis- flokkinn til þess að senda bréf inn á fundinn um boð upp á hlutleysi við minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, sem í framtíð myndi þýða ný viðreisn. Benedikt vildi ekki fara með flokkinn i sama farveg og hann var i á siðasta ára- tug. En óheilindi Gylfa Þ. Gislasonar í garð íslenzkra launþega og íslenzkrar vinstristéfnu eru söm við sig. Sigur Benedikts i þessu máli eru fyrsta vís- bending um að hann sé að öðlast for- ingjareisn og enga ósk á ég betri Bene- dikt og Alþýðuflokknum til handa en þá að hann geti losað flokkinn undan áhrif- um Gylfa. En þar er við ramman reip að draga. Á þessu mun þó velta um framtið Alþýðuflokks sem vinstri flokks og stöðu og styrkleika Benedikts sem forystu- manns.” Gylfi Þ. Gíslason er ekki á landinu og því bar DB þessi ummæli Kára Arnórs- sonar undir Vilmund Gylfason alþingis- mann Alþýðuflokksins. Vilmundur tók það fram i upphafi að hann gæti ekki svarað fyrir Gylfa, slíkt yrði hann að gera sjálfur. „En hvað mig varðar,” sagði Vil- mundur, „sé ég í hendi mér að Kári er bullukollur sem hefur ekki hugmynd um hvað hann er að ræða. Það hefur ekkert slíkt sem Kári lýsir þarna verið i bígerð. í þessum viðræðum var um tvennt að ræða. Það var í fyrsta lagi nauðsynin á myndun rikisstjórnar og i öðru lagi hve mikið menn voru fúsir að hvika frá því sem barizt var fyrir í kosningabarátt- unni. Margir þingmenn Alþýðuflokks- ins, þar á meðal ég, höfðu fyrirvara á þvi hve langt væri eðlilegt að semja af leið. Kári fylgir hér aðeins bulli sem Þjóð- viljinn hefur búið til um vinstri og hægri stefnu. En ég tek ekki við slíkum mál- flutningi. Þetta eru óupplýstar upphróp- anir, þar sem vinstri er samasemmerki fyrir góður og hægri samasemmerki fyrir vondur. Það má af þessu ráða að Kári virðist ekki vita hvað um er að ræða, t.d. hvað varðar Vísitölumál og vaxtapólitik, þar sem stefna Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins er gerólik. Og það er helviti hart að semja allt slíkt af sér,” sagði Vil- mundur Gylfason alþingismaður. —JH Hljómtæki vinsæl hjá innbrotsþjóf um Flljómflutningstæki virðast vera skot- plötuspilara. Hitt tilfellið var í Hraunbæ þúsund krónum í húsakynnum Málara- spónn innbrotsþjófa í æ ríkara mæli. þar sem hljómflutningstækjum var meistarans við Grensásveg. Þá var gerð Um s.l. helgi var t.d. brotizt inn á tveim- stolið. tilraun til innbrots í íbúðarhús i Flúða- ur stöðum og slikum tækjum stolið. seli — kannski eftir hljómflutningstæki. Annað innbrotið var í hús við Kárastig Þrjú innbrot voru framin í bíla um síð- Tilraunin tókst ekki. og þar var segulbandstæki áfast við Ustu helgi og einnig var stolið 10—12

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.