Dagblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978. 9 Fatlaðir marséra á fund borgarstjórnar: „VIÐ VIUUM BARA JAFNRETTl” „Eini galiinn við gúmmiið neðan á þessum stöfum er sá að það verður svo ógurlega hált i frostum. Ég fékk mér þvi hreinlega mannbrodda sem hægt er að skjóta út,” segir hinn sihressi Magnús Kjartansson. Fatlaðir menn í Reykjavik og ná- grenni hyggjast marsera á þriðjudaginn frá Sjómannaskólanum niður á Kjar- valsstaði. Þar ætla þeir að ræða við full- trúa borgarstjórnarinnar og gera grein fyrir kröfum sínum um jafnrétti við aðra menn, hvorki meira né minna. Lagt verður af stað frá Sjómannaskól- anum klukkan þrjú. Gangan niður eftir á að vera eins hressileg og nokkur kostur er og ætla menn að hún taki ekki nema klukkutima. Til þess að hvetja menn leikur á undan göngunni lúðrasveit ungs fólks. Ef forstöðumenn göngunnar fá vilja sinum framgengt verður svo margt í göngunni að ekki komast allir inn á Kjarvalsstaði. betur, en alheilir menn geta fáir vinnu- staðir ráðið til sín fatlað fólk vegna að- stæðna. Stigar, þröngar lyftur, þröngar dyr, salerni sem eru það mjó að ekki er hægt að koma hjólastólum inn á þau, þröskuldar og svo framvegis og svo framvegis. Allt þetta gerir fötluðu fólki þann kost einan að sitja heima og horfa i gaupnir sér á meðan þjóðfélagið gæti vel notað sér starfsgetu þess. Magnús Kjartansson sem er fram- kvæmdastjóri göngunnar vitnaði I það að í Bandaríkjunum gat Franklin D. Roosewelt unnið sem forseti landsins þó hann væri í hjólastól. Ef hann hefði verið íslendingur hefði honum ekki Ganga er ef til vill ekki rétta orðið. Því þrátt fyrir að skorað sé á alheilt fólk að koma lika verða fatlaðir líklega í meirihlutaj á hjólastólum, með stafiA hækjur og annan þann útbúnað sem-gér- ir fötluðum kleift að komast áfram. En þó að þessi útbúnarður sé góður og gegni miklu hlutverki er hann samt þannig að fatlaðir komast ekki nærri því alltaf leiðar sinnar og það er málið sem 'allt snýst um. Fatlaðir vilja að aðstæður verði gerðar þannig að fullt tillit sé tekið til sérþarfa þeirra. Þvi þrátt fyrir að fatl- aðir geti heilsu sinnar vegna unnið hin margvíslegustu störf jafn vel. ef ekki Forgöngumenn göngunnar miklu. Rafn Benediktsson formaður Sjálfsbjargar i Reykjavik, Sigurður Guðmundsson varaformaður, Arnór Pétursson formaður iþróttafélags fatlaðra, Magnús Kjartansson framkvæmdastjóri göngunnar, Theo dór A. Jónsson formaður landssambandsins Sjálfsbjargar °8 Sigursveinn D. Kristinsson varaformaður. — DB-mynd Hörður. Við hortum ailtaf v vd tjl bc-gj>ja hí:ða áður cn við gðngum yfu akbrautina. I hvert sinn sem skólabörn i Ungir veg- farendur eiga afmæli fá þau sendar heillaóskir frá skólanum sinum ásamt af- mælisserviettum og fleiru slíku. „Ungír vegfarendur” 10 ára 93% 3-6 ára barna í umferðarskólanum Umferðarskólinn Ungir vegfarendur er 10 ára á þessu ári. Eru núna 18.400 börn i skólanum eða 93% af öllum 3—6 ára börnum á landinu. Markmið skólans er þó að öll börn á landinu geti verið með. En til þess þarf þátttaka sveitarfé- laganna að koma til. Umferðarráð er sá aðili sem rekur skólann með sveitarfélögunum. Er til- gangur skólans að koma i veg fyrir slys á börnum i umferð tneð öflugri fræðslu. Hún fer þannig fram að skólinn sendir nemendum sínum bæklinga og annað fræðsluefni. Er það gert tvisvar á ári á bilinu febrúar-júní og ágúst-september. Mestur vandi við þetta fræðslustarf hefur verið að foreldrar Iáta ekki vita nógu snemma um breytt heimilis- föng. Þvi kemur það stundum fyrir að börnin bíða árangurslaust eftir um- ferðarskólanum sinum. Upplýsingar um breytt heimilisföng er hægt að veita í síma 27666 eða með því að skrifa til Um- ferðarráðs. DS. verið gert kleift að vinna neitt þrátt fyrir hæfileikana. Blindum og heyrnarlausum er líka gert lifið eins erfitt og kostur er. Hús eru illa merkt, meira að segja þann- ig að sjáandi eiga erfitt með að átta sig á þvi hvað innan veggja þeirra er og hljóðvitar við gangbrautir eru aðeins 3 í allri Reykjavik. Sjálfsbjörg í Reykjavík gengst fyrir göngunni og eru menn endilega hvattir til þess að gera skrifstofu félagsins að Hátúni 12 viðvart um ef þeir hyggjast ganga en treysta sér ekki til þess að kom- ast á áfangastað. Eins eru menn hvattir til að hafa samband ef þeir telja sig geta aðsloðað eitthvað. Svarað verður i þrjá sima á milli 2 og 10 alla daga fram að göngunni, 17868,29128 og 29136. DS. Sfmi 16180 Seljendur fasteigna Nú að loknum sumarleyfum vantar okkur allar tegundir fasteigna á skrá. Við munum aðstoða við að verðmeta og kappkosta að veita sem bezta þjónustu. Vinsamlegast hafið samband við okkur. SKÚLATÚN SF. SKÚLATÚNI6,3. HÆÐ Sölumenn: Esther Jónsdóttirog Guðmundur Þórðarson. Kvöldsími 35130. Lögfræðingur: Róbert Árni Hreiðarsson. Sími 16180 Kópavogur — Einbýlishús Sérstaklega vel um gengið og snyrtilegt einbýlishús á 2 hceðum (grunnfiötur ca 96 fm). ásamt vönduðum bíl- skúr ogfallegri lóð. í húsinu má hafa hvort heldur vill eina eða tvær íbúðir. SKÚLATÚN SF. SKÚLATÚNI6,3. HÆÐ Sölumenn: Esther Jónsdóttir og Guðmundur Þórðarson Kvöldsími 35130. Lögfræðingur: Róbert Árni Hreiðarsson. Simi 16180 ~ í suðausturborginni Höfum í einkasölu efri hæð og ris í timburhúsi, ásamt bílskúr og hlutdeild í garði. Ibúðin er 2 samliggjandi stofur og 3—4 svefnherbergi. Góður og rólegur staður steinsnarfrá miðborginni. SKÚLATÚN SF. SKÚLATÚNI6,3. HÆÐ Sölumenn: Esther JónsdóttirogGuðmundur Þórðarson. Kvöldsími 35130. Lögfræðingur: Róbert Árni Hreiðarsson. Sími 16180 iðnaðarhúsnæði Höfum fengið í sölu iðnaðarhúsnæði á bezta stað í Kópavogi. Húsið er kjallari, 390 fm og þrjár hæðir, 490 fm hver hæð. Húsið selst múrhúðað að utan, járn á þaki með rennum og niðurföllum, vélpússuð gólf, plast í glugg- um, sameign múrhúðuð, vatn og skolp tengt bæjarkerfi. Innkeyrsludyr í kjallara og á l. hæð. Teikningar og nánari upplýsingar á skrif- stofu okkar. SKÚLATÚN SF. FASTEIGNA- OG SKIPASALA SKÚLATÚNI 6,3. HÆÐ. Sölumenn: Esther Jónsdóttirog Guðmundur Þórðarson. Kvöldsími 35130. Lögfræðingur: Róbert Árni Hreiðarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.