Dagblaðið - 16.09.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.
Sakaður um að breyta
sameign án heimilda
Lögreglan
rannsakar
meint brot
byggingameistara:
„Rannsókn Flúðaselsmálsins er í
fullum gangi," sagði William Th.
Möller, fulltrúi lögreglustjóra, i sam-
tali við DB. Kvað hann umbeðin gögn
frá byggingafulltrúa og bygginganefnd
Reykjavikur komin til sín. Yfir-
heyrslur yfir aðilum málsins stæðu
yfir.
Flúðaselsmálið snýst um brot
byggingameistara á byggingasam-
þykkt. Sýnt þykir að sameign ibúa í
kjallara fjölbýlishússins Flúðasel 76
hafi verið breytt án þess að fyrir hendi
væri samþykkt teikning. Bygginga-
meistari hélt eftir hluta af sameigninni
og teiknaði hana upp á nýjan leik.
Kjallarainngangur var felldur niður og
er nú aðeins um einn inngang í húsið
að ræða. Einnig voru gerðir gluggar á
útveggi þar sem ekki var gert ráð fyrir
þeim. Loks var þessi hluti sameign-
arinnar stækkaður nokkuð. Þar var
innréttuð íbúð og seld.
Einn íbúanna i Flúðaseli 76 hefur í
höndum þinglýst afsal fyrir hærri
eignarprósentu í sameigninni en hann
hefur aðgang að. Tekur það af öll
tvímæli um brot byggingameistarans.
Veruleg brögð munu vera að því í
Reykjavik að byggingameistarar komi
sér upp ósamþykktum íbúðum I
kjöllurum á einhvern hátt. Fátíðara er
að þeir hverfi algjörlega frá upphaf-
legum teikningum eins og raun varð á
í Flúðaseli 76. -GM.
A Islandi renna 60% af verði fólksbfls
til ríkissjóðs —15% á Englandi
„Það er staðreynd að á Islandi renna meðalaldurs bíla hér á landi, svo og
um 60% af verði fólksbíla til ríkisins. í meiri sveiflna i innflutningi, sem þýðir
Noregierþettaum40%,áEnglandium aukinn viðgerðar- og viðhalds-
15% og i Hollandi 37%. Þessi háu gjöld kostnaður,” segir i ályktun aðalfundar
eru fyrir utan skatta á bifreiðaeigendur Bílgreinasambandsins, sem haldinn var
og gjöld á bensín og hafa leitt til hærri á Húsavík 9. september.
Rangar tölur um verðlækkun
í frétt sem DB birti á fimmtudaginn Neytendasíða DB fjallar í dag um
undir fyrirsögninni „Nú verður verðlækkun á ýmsum matvörum í
fimmtungi ódýrara að borða” kjölfar efnahagsráðstafana rikis-
slæddust af misgáningi inn rangar stjórnarinnar og er þar að finna
upplýsingar um verðlækkun á áreiðanlegar heimildir um
nokkrum matvörutegundum. Beðizt verðbreytingar.
er velvirðingará því.
Fríkirkjusöfnuðurinn i Revkjavík
Prestskosning
Kosning safnaðarprests við Fríkirkjuna í
Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum laug-
ardaginn 16. og sunnudaginn 17. september
nk. kl. 10.00 til 18.00 báða dagana.
í kjöri er:
Sr. Kristján Róbertsson
Safnaðarstjórn hvetur alla meðlimi
safnaðarins að taka þátt í kosningunni.
Mætum öll á kjörstað og lýsum þannig sam-
stöðu með hinum nýja presti.
Reykjavík, 8. september 1978.
Safnaðarsljórn.
17 feta hraóbátur
til sölu. Smíðaður 1977 úr krossviði hérlendis.
75 ha. Chryslervél. Mjög vandaður og góður
bátur. Vagn fylgir. Gott verð ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 99-3818.
Þá kom fram á aðalfundi Bilgreina-
sambandsins að í Sviþjóð selja trygging-
arfélögin bíla sem skemmdir eru eftir
árekstur aðeins til viðurkenndra verk-
stæða eða gera við þau sjálf. Inn á eitt
fullkomnasta verkstæði þar í landi, sem
rekið er af tryggingafélagi, koma um
1000 bilar árlega skemmdir eftir
árekstur en aðeins um 300 þeirra fara út
í umférðina aftur.
Þá ályktaði aðalfundur Bílgreinasam-
bandsins, að þau bifreiðaverkstæði er
þess óska og til þess væru útbúin fengju
að lögskoða bifreiðir hér á landi undir
yfirumsjón Bifreiðaeftirlitsins. Bílgreina-
sambandið hvatti til þess að starfs-
aðstaða Bifreiðaeftirlitsins verði enn
bætt, þó úr hafi bætzt með nýju hús-
næðií Reykjavík.
Bílgreinasambandið lét gera könnun
árið 1976 um samanburð á viðgerðar-
þjónustu og varahlutaþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Þar
kom fram að Vesturland, Austurland og
Vestfirðir standa verulega höllum fæti i
samanburði við aðra landshluta í
þjónustu við bifreiðaeigendur.
Fundurinn ítrekaði þá skoðun sína,
að bíll sé nauðsyn í íslenzku nútíma-
þjóðfélagi, þýðingarmikið atvinnutæki,
skapi búsetumöguleika í strjálum
byggðum, skapi samgöngufrelsi, sé
mikilvægur skattstofn fyrir ríkissjóð.
Einnig að bifreiðin veiti fjölda atvinnu í
formi þjónustu sem aðeins faglærðir
menn og velbúin verkstæði megni að
veita.
H. Halls.
ÍÖAal
Hinn kunni listamaóur
Magnús Sigmundsson
er gestur kvöldsins