Dagblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.
upptökunni itrekað, — já — og — það
erþannig. <
Verjandi Berit Hedeþy krefst þess
að hún verði sýknuð af morðákær-
unni. Grundvöllur kröfunnar er sá að
hún sé sannfærð um að aðstoð við
sjálfsmorð sé á engan hátt saknæm.
Læknirinn Ragnar Toss er i raun
upphafsmaður þess að málið er tekið
upp fyrir rétti. Hann gerði það eftir að
ljóst var að Berit Hedeby ætlaði að rita
bók um aðstoð við fólk sem vill deyja.
Óttaðist læknirinn að rithöfundurinn
væri aðeins á höttunum eftir æsiskrif-
um um bók sina svo hún hlyti meiri
sölu en ella.
í bók sinni skýrir Hedeby frá þvi i
smáatriðum hvemig hún aðstoðaði
Sven Erik Hansberg til að deyja. Eftir
tvær misheppnaðar tilraunir tókst
verknaðurinn loks 7. júni síðastliðinn
en þá fannst Hansberg látinn í ibúð
sinni i Stokkhólmi.
í grein eftir Hedeby i sænska dag-
blaðinu Dagens Nyheter segir að
henni hafi borizt ótal bréf með áskor-
unum um að halda áfram baráttunni
fyrir „frelsi til aðdeyja”. Vitnar hún í
eitt bréfanna þar sem segir:
„Föðursystir mín, 85 ára, liggur á
sjúkraheimili fyrir langlegusjúklinga
og hefur verið þar á tíunda ár. Hún
hefur fengið heilablóðfall, getur ekki
talað og hvorki hreyft legg né lið. Hún
óskar þess að deyja og neitar að nær
ast. Fæðunni er hins vegarneyttofan i
hana með því að opna munn hennar
með valdi. Eitt sinn beit hún einn
starfsmanninn í höndina. Afleiðing-
arnar urðu þær að allar tennur voru
dregnar úr munni hennar.”
Fólk vill ekki trúa slíkum frásögn-
um en þetta er satt.” ritar Berit Hede-
by i Dagens Nyheter. „Slík atvik á að
tilkynna til opinberra yfirvalda. sem
kanna eiga þann yfirgang. sem varnar-
lausir sjúklingar mega daglega þola.
Ýmsir læknar gera sig seka um lög-
lausar aðfarir og þeim á að veita
ámæli fyrir þvinganir og illa meðferð."
segir Berit Hedeby í grein sinni.
Fyrir um það bil einu ári fór fram
almenn atkvæðagreiðsla i borginni
Zurich í Sviss, en hún er ein af kantón-
um eða fylkjum ríkisins. Voru greidd
atkvæði um hvort hinir almennu kjós-
endur vildu lögleiða svokölluð liknar-
morð eða ekki. Rúmlega 203 þúsund
þeirra sem greiddu atkvæði vildu leyfa
liknarmorð. Tæplega 145 þúsund voru
þvi andvigir. Þetta mun þó ekki þýða
að liknarmorð verði lögleyfð i Zurich.
Þing kantónunnar þarf að samþykkja
slikt og nefnd á vegum þess hefur sarn-
hljóða samþykkt að leggja til að slikt
verði ekki gert.
Almennar atkvæðagreiðslur eru
mjög algengar i Sviss um ýmiss konar
mál og auðvelt er að fá þær fram-
Berit Hedeby, rithöfundurinn og blaðamaðurinn, lengst til vinstri, sem ákærð er fyrir morð en hún sjálf befur viðurkennt að
hafa aðstoðað sjúkling við að fremja sjálsmorð. Ragnar Toss, sænskur læknir, er einnig ákærður sem meðsekur en hann út-
vcgaði lyfin sem sjúklingurinn tók inn til að svipta sig lifi.
kvæmdar. Atkvæðagreiðslan um líkn-
armorðin kom i kjölfar yfirlýsingar
sem þekktur læknir i Zúrich gaf. Sagði
hann að dæmi væru um að sjúklingum
á sjúkrahúsi þvi sem hann veitti for-
stöðu og haldnir væru ólæknandi sjúk-
dómi, væri leyft að deyja. Lögreglu-
rannsókn vegna þessarar yfirlýsingar
læknisins var felld niður skömmu eftir
að hún hófst.
Álit þingnefndarinnar sem áður er
nefnt mun nú verða lagt fyrir neðri
deild þings Zúrich kantónu. 1 nefndar-
álitinu er meðal annars þess getið sem
mótbára við lögleiðingu liknarmorða
að slíkt brjóti í bága við önnur laga-
fyrirmæli og auk þess við ríkjandi sið-
fræði læknastéttarinnar.
gerst nokkurs konar bylting. Alþýðan
virðist hafa vaknað og farin að nudda
stírurnar úr augum; komið auga á að
það eitt dugði ekki að hlusta á
marklaus og fögur loforð fyrir
kosningar og fá frítt bílfar á kjörstað.
Augun hafa beinst að þvi að fylgja
kosningaloforðunum eftir. þvi annars
gleymdu þingmenn þessu masi sínu.
Upp úr þessu myndaðist ný vigstaða í
pólitísku lífi okkar en slíkt er ekki nóg.
Nú verður fólkinu að skiljast að það
ber ábyrgð á atkvæðum sinum og
verður að gera forustumönnum sinum
það svo Ijóst að ekki verði um villst.
Það verður að sýna að bakvörnin
bregðist ekki, sem alltaf er þyngst á
metunum og sker úr um úrslitin.
Hér er margt að ugga en varast skal að
hugsa ekki einvörðungu um peninga.
Þeir er þannig hugsa eru ekki nógu
andlega heilir til að takast á við
verðandina. „Þetta land á ærinn auð
ef menn kunna að nota’ ann.”
Sundrung varni
sjálfsmorði
Margir spá illa fyrir þessari stjórn
og liggja þar til margar ástæður. sem
ekki verða hér greindar. Menn tala um
mótbyr i öllum stjórnarflokkunum. Er
þetta nú eitthvert nýtt fyrirbrigði,
eða finnst mönnum kannski að alltaf
hafi verið meðbyr? Fyrr hafa verið
skiptar skoðanir og svo mun lengst
verða. Ég býð nú ekki hátt i þá einingu
þar sem allir segja já og amen við öllu
sem stjórnarforusta segir. Þetta er að
éta og japla allt úr annarra aski.
Óskalisti hinnar nýju stjórnar er
langur og enginn þarf að hugsa að
hann komist i framkvæmd á
stundinni. heldur að stýrt sé i rétta átt
og vel aö seglum búið. Það mál sem
ber hæst er verðbólgan, sem verður að
vinna bug á með nýjum aðferðum. Þar
verða allir hugsandi menn að taka á
þeim stóra sinum. Efnahagsmálin
verða að komast í það horf að hver
liður þeirra standi ekki hver framan í
öðrum eins og graðpeningur. Grafa
þarf upp verðbólgugróðann og koma
honum á réttan stað. Landbúnaðar-
málin þurfa í mörgu að breytast án
þess að hagur bænda sé skertur. Þar
þurfa bændur sjálfir að taka
sjónaukann frá blinda auganu.
Verðlagsmálin eru stærra mál en
marga grunar. Þar ætti SÍS að geta
lagt fram góðar hugmyndir.
Útgerðin með öllu sem þar er
samantvinnað þarf allsherjar
uppskurð. Þar þarf að stinga á
graftrarkýlunum líkt og gert var við
sullaveiki áður fyrr. Þarna er
sullaveiki nútímans á hæsta stigi.
Skattamálunum má ekki gleyma og
húsnæðismálum. Koma þarf í veg
fyrir að 2 til 3 kynslóðir þurfi til að
koma skuldlausu þaki yfir höfuð sér.
Skipafélögin þarfnast líka sótt-
hreinsunar og þá má ekki gleyma þvi
að samin verði lög um við riki og bæir
ráði yfir auðlindum í jörðu og á.
Orkumálin undir einn hatt. svo hver
geti ekki kennt öðrum um vitleysuna.
Ekki má heldur gleyma þvi að þétt-
býliskjarnar geti tekið land scm þeir
þurfa eignarnámi. Nú tíðkast það að
hlaupastrákar fjármálanna kaupa upp
mýrar og móa nálægt þessum byggða-
kjömum til að geta svo selt á
okurverði.
Ég hef þá von að þessir nýju stjórn-
málamenn láti skynsemina ráða. þótt
þeir séu ekki sammála um alla hluti.
Þessir nýju menn eru vel gefnir og
hljóta aö skilja aö sviki þeir
óskalistann verða þeir að fylgja sér og
sinu fólki til grafar, málefnalega sagt.
Flestir eru ófúsir til að fylgja sínum
eigin málurn á höggstokkinn. Sliti
einhver þeirra þráðinn, svikur hann
alla jafnt.
Ég er svo léttlyndur, sem kannski
stafar af vanviti, að min von er sú að
þessi sundrung, sem allir eru að
stagast á. verði sá rauði þráður í
Kjallarinn
Halldór Pjetursson
stjórnarsamvinnunni. sem vami þvi
að stjórnin fremji pólitiskt sjálfsmorð.
Halldúr Pjetursson,
rithöfundur.
SOGULEGAR KOSNINGAR
— OG AFLEIÐINGAR ]
hafa núverandi sigurvegarar gert sig
seka um eins og alþjóð hefur nú bæði
heyrt og horft uppá.
Sigurgleðin var með fádæmum. allt
frá útvarpi og stuðningsblöðum til
þingmanna. Hver myndin eftir aðra
birtist i blöðum af skælbrosandi sigur-
vegurum. 24. ágúst mæta tveir full
trúar þeirra i sjónvarpi en nú var allt
gleðibros horfið. ogengu líkara en þeir
væru að lyppast niður undan þunga
ábyrgðarinnar. Og þá gátu þessir full-
trúar sigúrvegaranna ekki setið á strák
sinum hver i annars garð eins og al-
þjóð varð vitni aö. Þessar umræður
spáðu sannarlega ekki góðu um ein-
ingu tilvonandi vinstri stjórnar.
Niðurfærsla
Lúðvíks var fölsk
Ég var mjög ánægður þegar Lúðvík
talaði um 10% niðurfærslu á öllu
verðlagi í landinu. En síðar upplýstist
að þessu ætti að ná með niðurgreiðslu
eða millifærslu, það er með þvi að
leggja nýja skatta á þjóðina. Nákvæm-
lega sami grautur i sömu skál eins og
fyrrverandi vinstristjórnir hafa fært
þjóðinni. Akkúrat engin lausn á
þjóðarvandanum, heldur aðeins
grimubúin gengislækkun eða frestun
vandans. Ég hefi áður lýst þeirri skoð-
un minni að þrennir siðustu kjara-
samningar hafa ekkert fært þjóðinni
nema aukið velsældarböl. Þó voru þeir
síðustu langstórvirkastnir í niðurrifs-
iðjunni. Ég er sannfærður um að nú
væri bjartara framundan í okkar efna-
hagsmálum ef þessir óheillasamningar
hefðu aldrei veriðstaðfestir.
Hættum að
heimta—bjóðum
heldur aðstoð
Þegar skip er í nauðum statt, eða
einhver ferðahópur hefir lent i ógöng
um. eru strax margar hendur á lofti til
bjargar án þess að krefjast gjalds fyrir.
En þegar íslenskt þjóðfélag er að farast
í andlegum og efnahagslegum vellyst-
ingarvanda. vill helst enginn hreyfa
hönd eða fót til bjargar. Menn segja
eins og sagt er i „Litlu gulu hænunni”.
„Ekki ég.” Of fáir fást til að baka
brauðið eða vinna við útflutningsat-
vinnuvegina. sem þjóðin lifir á. En
þegar gjaldeyrisbrauðið er bakað. þá
stendur ekki á margs konar afætulýð
að rifa i sig ntegnið af þvi. en þeir sem
unnu þarað fá oft litið i sinn hlut.
Ég vil óska, að hinni nýju rikisstjói n
takist að minnka yfirbyggingu þjóð
félagsins mjög vcrulega. bæði hjá þvi
opinbcra og lika hjá ýmsurn alóþörf-
um fyrirtækjunt bæði einstaklinga og
félaga. sem hafa rokið upp eins og gor-
kúlur á haug i verðbólgufirringunni.
Verslanabáknið er lika að vcrða
óhugnanlegt hér. Stórminnka þarf inn-
flutning á mörgunt alóþörfum vörurn.
sem við getum vel verið án nú um
sinn. Það cru engin svik við EFTA.
þvi að engan er hægt að skylda til að
kaupa. þegar enginn gjaldeyrir er til.
Ingjaldur Tómasson
vcrkamaður.