Dagblaðið - 16.09.1978, Side 24
Kjarabótakjötið” var
vföa uppselt er til
átti að taka
Forráðamenn kjötmála telja þó
600tonn til í landinu
)
Mikil örtröð var hjá kjötverzlunum
í gær og vildu jafnvel fleiri en fengu
kaupa heila skrokka af gamla kjötinu
frá í fyrra, enda var gott verð á kjötinu
eða 679 krónur í heilum skrokkum.
En viða gripu menn i tómt. Birgðir
verzlana gengu viða til þurrðar og
annars staðar hafðist ekki undan 'að
saga svo ekki fengu allir að njóta
„kjarabótakjötverðsins” í gær.
Þeir sem hugðust verzla í Sláturhúsi
KEA á Akureyri eins og þeir voru
vanir gripu þar í tómt. Allt gamla kjöt-
ið búið. Nokkrar verzlanir á Akureyri
áttu þó kjöt. Akureyringar töldu að
vinnslustöð KEA hefði keypt allar
birgðirnar af Sláturhúsi KEA en tals-
menn sláturhússins afneituðu því með
öllu. Á Dalvík var heldur ekkert kjöt
að hafa, allt hafði verið sent inn á
Akureyri.
Sveinn Tryggvason framkvæmda-
stjóri Framleiðsluráðsins taldi óvíst
hversu miklar birgðir væru til af
gamla kjötinu. Gizkaði hann á 3—600
tonn á öllu landinu. Það hefði átt að
nægja til mánaðarneyzlu undir eðlileg-
um kringumstæðum en nýtt verðlag
og miklu lægra breytti öllu um eftir-
spurnina og vafalaust myndi gamla
kjötið hreinsast upp á fáum dögum.
Sveinn kvaðst telja trúlegt að vinnslu-
stöðvarnar reyndu að tryggja sér eitt-
hvað af þessu kjöti. Slikt myndu fleiri
gera í þeirra sporum. En ástandið á
kjötmarkaðinum væri óeðlilegt nú þar
sem hvað kæmi ofan á annað, nýtt og
gamalt verð, sláturtíð og söluskattsaf-
nám.
Agnar Tryggvason forstjóri Bú-
vörudeildar SÍS taldi að um 600 tonn
af gömlu dilkakjöti væru til i landinu.
Það getur alls ekki gengið að einhver
einn eða fáir aðilar fái það kjöt sem nú
er eftirsótt. Á Kirkjusandi verður
tekin upp skömmtun og kjötinu skipt
eðlilega milli þeirra verzlana sem þar
verzla að staðaldri og fólks sem
þangað leitar og hefur leitað eftir kjöt-
kaupum í heilu.
Vigfús Tómasson, sölustjóri Slátur-
félagsins, sagði að þeir ættu u.þ.b. 14
tonn af gömlu dilkakjöti. Það myndi
verða selt í verzlanir sem fyrst en
engin hagræðing hefði farið fram hjá
SS milli frystihúss og vinnslustöðvar.
í Borgarnesi voru talin vera til 30
tonn. Kjötbirgðastaðirnir eru hins
vegar margir og vonandi koma öll 600
tonnin í leitirnar svo sem flestir fái
„kjarabótakjöt”.
- ASt.
„Það er engin launung að Club 1 er
ætlað að rifa skemmtanaiíf Reykja-
vikur upp úr rislágri meðalmennsku
og draga fram það yfirbragð sem
flestir, sem eru með, hafa kynnzt á
ferðum sínum erlendissegir í kynn-
ingarbæklingi hins nýja klúbbs, Club
1, sem opnaður var í Óðali í fyrra-
kvöld.
Vissulega er mikið til í þessu því
þarna er bryddað upp á tilraunum i þá
átt að gera fólki kleift að fara út, eins
og það er nefnt, án þess að fara endi-
lega á háværan dansstað með öllu til-
heyrandi. Séu menn þarna einir á ferð,
og vilji vera einir, geta þeir m.a. gert
sér það til dundurs að lesa í úrvali
tímarita sem liggja frammi á staðnum,
svo eitthvað sé nefnt.
Klúbbur þessi er öllum opinn þar til
ákveðinn hámarksfjöldi hefur skráð
sig, þó með þvi skilyrði að af umsækj-
endum fari gott orð, væntanlega hvað
varðar vínmenningu. Jón Kaldal
hannaði innréttingar sem miða að ró-
legri og friðsamri stemmningu.
Óðal á nú átta ára afmæli og hefur
af því tilefni verið hresst upp á allan
staðinn og m.a. opnaður lítill kaffibar
á efstu hæð, svo eitthvað sé nefnt.
Þá stendur til sú nýbreytni að koma
upp nokkurs konar umferðarljósum
utan á húsinu. Grænt ljós merkir að
klúbbfélagar eigi greiðan aðgang að
húsinu, gult einhverja bið og rautt að
kominn sé forsvaranlegur fjöldi bæði i
klúbbinn og á skemmtistaðinn.
Til gamans má geta þess að sam-
keppni Óðals og Hollywood, sem um
skeið hafa státað af bleikum dyraum-
búnaði, hefur verið nefnt bleika stríð-
ið, og eigi það við rök að styðjast hefur
það orðið báðum stöðunum til góðs.
• G.S.
Litill „kaffibar” hefur verið opnaður á efstu hæð hússins og af myndinni að dæmamá fá „úti það”. DB-mynd R. Th.
Ný sékn í ’bleika stríðinu’: ÓÐAL OPNAR KLÚBB
Fatlaðir búa sig undir gönguna:
Mála kröfuspjöld
Fólk á Grensásdeild Borgarspitalans
var í óða önn að mála kröfuskilti i gær
er DB-menn litu inn. Kröfuspjöldin á
að bera í göngunni miklu frá
Sjómannaskólanum til Kjarvalsstaða á
þriðjudaginn. Þar ætla fatlaðir að hitta
forystumenn borgarinnar að máli og
leggja fram kröfur sínar. Gangan hefst
klukkan þrjú og er ætlað að hún taki
klukkutíma.
DS/DB-mynd Hörður.
fiýálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1978.
LO styður
viðbakiðá
stjórninni
Frá fréttamanni DB, Sigurjóni Jó-
hannssyni, Osló:
Allt bendir til að Verkamanna-
flokkurinn og LO, norska alþýðu-
sambandið, muni styðja nokkurn
veginn heils hugar launa- og verð-
stöðvunarlög norsku ríkisstjórnar-
innar, einkum vegna þess að
stjórnin hefur jafnhliða ábyrgzt að
halda uppi fullri atvinnu. LO hefur
þó þann fyrirvara á að ríkisstjórn-
in reyni að hækka laun eða auka
kaupmátt hjá hinum lægst laun-
uðu, einnig að tryggt verði að
bændur og sjómenn og aðrir hópar
utan LO fái ekki launahækkun á
timabilinu.
Það hefur nókkuð verið gagn-
rýnt af hálfu stærstu launþegasam-
takanna að ríkisstjórnin skyldi
ekki hafa haft samráð við þau áður
en aðgerðir hófust.
Annars eru flestir fjármálasér-
fræðingar vongóðir um árangur
aðgerðanna, einkum þar sem hér
verður launa- og verðstöðvun i
senn. Á síðustu árum hafa skamm-
tíma verðstöðvanir nokkrum sinn-
um verið reyndar en með sáralé-
Kátur heitir hann þessi og hefur
heldur betur krækt sér i beinin,
hvílík veizla! — Sumarmynd DB—
Högni Sturluson.
Dagur
dýranna
Dagur dýranna er á morgun,
sunnudaginn 17. september. Er
það árlegur fjáröflunardagur Sam-
bands dýraverndunarfélaga ís-
lands. Stjórn sambandsins bendir á
knýjandi nauðsyn að endurskoða
gildandi lög um dýravernd, þvi þau
séu á margan hátt ófullnægjandi.
Eru refsi- og sektarákvæði ekki í
neinu samræmi við núverandi
verðgildi krónunnar. Einnig
dregur stjórnin í efa að allur al-
menningur og löggæzluyfirvöld
fari að öllu eftir þessum lögum. í
þeim segir m.a. að öllum sem hafi
umsjá með eða eigi dýr beri að sjá
svo um að dýrin fái nægilegt vatn,
fóður og viðhlitandi umhirðu.
Sömuleiðis beri að sjá dýrum fyrir
skjólgóðum og rúmgóðum veru-
stöðum.
Dagur dýranna er ekki aðeins
fjáröflunardagur sambandsins
heldur einnig til þess að minna
landsmenn á málleysingjana sem
ekki geta borið hönd fyrir höfuð