Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.09.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 21.09.1978, Qupperneq 10
10- DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. WMBIABW Útgefandb DagblaðUHif. Framkvœmdastjóri: Svalnn R. Eyjólfsson. RKstjóri: Jonas KnstJSnssofy Frétuitjóri: Jón Birgk Pélurasan. RrUtjómarfultnji: Haukur HalgMon. Skrifltofuttjóri ritstjórnar Jóhannaa RaykdaL íþróttin Halur Shnonaraon. AðatoíariréttaatjóVan Atli Staktaraaon og Omai Valdimarsson. Handrit: Ásarimur Pólsson. Blaflamenn: Árina BJámason, AitfHr T&masson, tsragi Sigurflsson, Dóra Stafónsdóttir, Gíssur Sigurfls' son, GuflmundUr Magnússon, Halur Halsson, Helgi Pétursson, Jónqs Haraldsson, Ólafgr Geirsson, Ólafur Jónssonj Ragnar Lár., Ragnhaiflur Kristjónsdóttir. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ári Kristkisson Ámi PáH Jóhannsson, Bjamloifur Bjamleifsson, Hörflur Vlhjálmsson^ Ragnar Th. SiguMsson, Sveinn Þormóflsstfti. Skrifstofustjóri:'Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHins arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumóla 12. Afgreiflsla, áskriftadedd, augtýskigar og skrif stófur Þveriiohi 11. Aflahimi blaflsins er 27022 (10 Ifnuri. Áskrift 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Aryflkur hf. SkeHunni 10. . ,_________________________ Ríkisstjóm skattsvika „Á árirm 1978 skal lagður sérstakur tekjuskattur á þá skattaðila, sem vegna aðstöðuleysis eða af misskildum heiðar- leika töldu fram tekjur á skattárinu 1977 umfram þau mörk, sem greinir hér á eftir. Þeir skattaðilar, sem höfðu tekjur umfram þessi mörk, en sviku undan skatti, þurfa ekki að hafa áhyggjur af hinum sérstaka tekjuskatti.” Þannig hefði kaflinn um aukinn tekjuskatt í nýju skattalögunum átt að byrja, að mati Sveins Jónssonar, aðstoðarbankastjóra Séðlabankans, sem ritaði grein um þetta efni í Morgunblaðið á þriðjudaginn. Svipuð sjónarmið komu fram í leiðara Dagblaðsins á mánudaginn: „Ríkisstjórnin hefði unnið mun þarfara. verk, ef hún hefði reynt að koma lögum yfir hin breiðu bök, sem tekst að koma tekjum sínum framhjá skatti. Þar eru gífurlegir möguleikar á auknum skatttekjum ríkisins, sanngjarnari en auknar álögur á þá, sem gefa nauðugir eða viljugir upp allar sínar tekjur.” Sveinn Jónsson segir frá nýlegri áætlun í Noregi, sem bendir til, að 10—11% þjóðartekna séu svikin undan skatti þar í landi, þrátt fyrir öflugt skattaeftirlit. Ef sama hlutfall væri hér á landi og gert væri ráð fyrir, að veru- legur hluti hinna skattsviknu tekna ætti að lenda í hæstu skattprósentu, má gera ráð fyrir 15—20 milljarða tekju- tjóni í skattheimtu. Því miður valda verðbólga og aðrar séríslenzkar að- stæður því, að gera má ráð fyrir meiri skattsvikum hér en í Noregi. Og hin nýju skattalög hvetja mjög til aukinnar hugkvæmni skattgreiðenda á því sviði. Samanlögð tekju- skattprósenta að viðbættum skyldusparnaði er nefnilega komin upp undir 70%! Ríkisstjórnin virðist haldin þeirri nauðungarhugsun, að þeir, sem greiða háa tekjuskatta, séu vondu mennirnir í þjóðfélaginu. Hún hróflar hins vegar ekki við verð- bólgubröskurunum, sem koma tekjum sínum undan skatti vegna eymdar íslenzkra skattalaga. Þetta skilst, þegar athugað er, að flestir verðbólgubraskarar dafna í skjóli þeirrar aðstöðu, sem stjórnmálaflokkarnir hafa í lánastofnunum. í hópi vonda fólksins að mati stjórnarinnar eru hjón, sem bæði vinna úti til að koma undir sig fótunum. Þar er fólk, sem vinnur óhóflega langan vinnudag í sama skyni. Þar er fólk, sem hefur lagt hart að sér við öflun starfs- reynslu og menntunar. Einkum og sér í- lagi er um að ræða launafólk, sem ekki getur ráðskazt með bókhald tekna sinna. Þetta launafólk er auðvitað hátekjufólk, sem á að borga meiri skatta en lágtekjufólk, til dæmis 35% af tekjum, meðan lágtekjufólk borgi minna og helzt ekki neitt. Hins vegar mætti rikisstjórnin gjarnan ná 70% af tekjum verðbólgubraskaranna, skjólstæðinga hennar sjálfr- ar. I máli þessu endurspeglast rótgróin spilling íslenzkra stjórnmála. Verðbólgubraskararnir, sem breyta lánum i verðfasta steypu og endurgreiða síðan í verðrýrðum krónum og búa sér þannig til skattlausar tekjur, starfa í skjóli stjórnmálaflokkanna og sumpart meira að segja á vegum þeirra. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Engan þarf því að undra, þótt stjórnarflokkunum svíði gagnrýni Sveins og hefji á hendur honum herferð persónuníðs í flokksblöðunum. í gær fjölluðu fjórar greinar Tímans og Þjóðviljans um vonzku hans. í kurteisustu greininni var kvartað um, að Sveinn hafi ekki komið með tillögur til úrbóta. En skyldi ríkisstjórnin þora að fela honum slikar tillögur? Ætli hún verndi ekki heldur braskarana. Camp David samkomulagið: Margt er enn ógert í friðarsamningum Miðausturlanda Samningsdrögin tvö, sem leiðtogar Israels og Egyptalands undirrituðu i Camp David á sunnudaginn, eru nokkurs konar vöruskipti þar sem bæði ríkin gáfu nokkuð eftir af kröfum sínum til að fá í staðinn nokkru áork- að og nálgast friðarsamninga. Sjálft samkomulagið er gott dæmi um það hve viðkvæm deilumálin eru og lítið mátti út af bera til að þessi djarfa til- raun Carters Bandaríkjaforseta mis- tækist gjörsamlega. Begin forsætisráðherra Israels krafðist þess í byrjun að ákveðið yrði að ganga frá sérstökum friðarsamning- um milli Egyptalands og fsraels áður en hann undirritaði grundvallarsam- komulag um frið í Austurlöndum nær. Sadat forseti vildi aftur á móti hafa hinn háttinn á. Fyrst heildarsam- komulag um frið og síðan undirritun friðarsamninga milli ríkjanna. t heild- arsamkomulaginu taldi hann meðal annars ákvörðun um framtið Palestínuaraba og stjórn þeirra. Jimmy Carter forseta og aðstoðar- mönnum hans var því mikill vandi á höndum. Ekkert virtist þvi hægt að gera. Sama hvar byrjað var, allt snerist í hring og féll um sjálft sig. Erfiðasti liður samkomulagsins i Camp David mun hafa verið hvernig framtíð Palestínuflóttamanna ætti að vera. Þeir dveljast nú á vesturbakka árinnar Jórdan og Gazasvæðinu. Báðir þessir landshlutar eru undir yfir- ráðum Israelsmanna. 1 byrjun viðræðnanna krafðist Sadat forseti þess að Israelsmenn hyrfu algjörlega á brott frá vestur- bakkanum og Palestinuaröbum yrði heimilað að stofna þar sjálfstætt riki. Begin hafnaði þessum kröfum algjör- lega og visaði meðal annars til þess að vesturbakki árinnar Jórdan hefði verið undir Gyðingum frá því fyrir Krists- burð. í samkomulaginu tókst að koma því þannig fyrir að hvorugur aðilinn þurfti formlega séð að gefa eftir af kröfum sínum. Þó er ljóst að stefnt er að heimastjórn Palestinumanna, sem yrði i tengslum við Jórdaniu. Akvæði um að ísrael hafi síðasta orðið varð- andi þessi mál og yfirráð yfir vestur- bakkanum verða ekki af þeim tekin nema með þeim skilmálum sem þeir samþykkja. Aftur á móti féllust Ísra- elsmenn á, að samkomulag um Palestínuflóttamennina yrði að nást innan fimm ára. Þar með má álíta að þeir hafi undirgengizt þá kvöð að kom- ast að samkomulagi, sem málsaðilar geti falliztá. Sadat tók í þessum efnum þá áhættu að ganga nokkuð á skjön við fyrri stefnu Arabarikjanna. Gerir hann það í skjóli þess að lokaniður- staða málefna Palestínuaraba er ekki Ijós samkvæmt Camp David sam- komulaginu. Hann telur aftur á móti að ísrael hafi skuldbundið sig til að sleppa tökum á vesturbakka árinnar Jórdan innan fimm ára. Þær viðræður eiga að vera tengdar friðarviðræðum við Jórdaniu og lokasamningar um málið tengdust friðarsamningum við þá. Varðandi PLO samtökin, sem öll Arabaríkin hafa viðurkennt sem full- trúa Palestínuaraba, var einnig farið bil beggja. Engin ákvæði eru í samkomu- laginu, sem takmarka rétt Palestínu- araba til að sitja í samninganefnd þeirri, sem Jórdanir eða Egyptar munu koma á fót er rætt verður um framtið vesturbakkans. ísraelsmenn hafa hingað til algjörlega neitað að taka þátt I viðræðum þar sem fulltrúar PLO taka þátt. Ef þeir aftur á móti dveljast á svæðum flóttamannanna munu Israelsmenn sætta sig við þá. Aftur á móti munu ísraelsmenn hafa heimild til að hafna PLO fulltrúum frá þeim hluta samtakanna, sem hefur höfuðstöðvar í Beirut í Líbanon. Varðandi landamæri Jórdaníu, svæðis Palestínuaraba og Israels var tekinn sá kostur að hvorugur aðilinn drægi beint úr kröfum sínum. 1 Camp David samkomulaginu segir að ákvörðun um landamæri eigi að takast jafnhliða friðarsamningum Israels við Jórdaníu og Palestínuaraba. Komizt var að málamiðlun varð- andi herlið Israelsmanna á vestur- bakkanum. Þeir eiga að fækka 10 til elléfu þúsund manna herliði sínu um helming og þeir sem eftir eru eiga að — Það leikur varla á tveim tungum, að stjórnmál hér á landi hafa breytzt all- verulega á siðustu áratugum. 1 stað snarpra stjórnmálaumræðna — um stjórnmál — á Alþingi og heima í hér- aði, t.d. fyrir kosningar eða á almenn- um fundum stjórnmálafélaga er nú komið almennt gaspur um andstæð- ingana, persónulegar ávirðingar, oft- ast órökstuddar, og það sem bezt lætur í eyrum sauðtryggra kjósenda, lestur langra loforðalista um allt og ekkert. Meðalmennskan er markmiðið Þótt Islendingar hafi löngum haldið því fram um sjálfa sig, að þeir væru litt ginnkeyptir fyrir hvers konar upphafn- ingu samborgaranna hafa dæmin margsannað, að þeir eru engan veginn lausir við þann mannlega eðlisþátt að vilja skara fram úr á ýmsum sviðum, hverjum öðrum eða sem þjóðarheild. Það er því einkar ógeðfelld aðferð, sem íslenzkir stjórnmálamenn hafa tekið upp, einkum hin siðari ár, að höföa aðeins til meðalmennskunnar, þegar þeir standa i ræðustóli eða út- deila boðskap sínum á annan hátt. Það hefur oft verið sagt, að það þurfi kjark og dirfsku til þess að ráða niðurlögum meðalmennskunnar. Á þessari stundu eiga Islendingar enga stjórnmálamenn, sem þora að leggja til atlögu við meðalmennskuna og ein- staklingsfrelsi, og jafnvel lýðræði á formælendurfáa. Þeir stjórnmálamenn, sem nú eru við lýði, telja, að áhrifamesta leiðin til þess að koma fólki til þess að aðhyllast þau markmið, sem boðuð eru hverju sinni, sé að sannfæra það um, að þessi markmið séu i rauninni þau sömu, sem það hafi alltaf aðhyllzt — en aðeins ekki skilið þau rétt eða gert sér nægilega grein fyrir áður! — Sígild skírskotun til meðalmennsku. — Full- komin umhverfing hins mælta máls er ein af þeim brellum, sem nota má, til þess að rugla dómgreind þeirra, sem aðeins líta á yfirborð hlutanna, og slíkt er auðvelt í þjóðfélagi, þar sem meðal- mennskan setur fólki stólinn fyrir dyrnar í kapphlaupinu við knappan tíma —ogfjármuni. Að því hlaut að koma fyrr eða síðar, að mælirinn fylltist. Þá undiröldu, sem Kjallarinn GeirR. Andersen gætir nú i röðum yngri manna, sem hafa obbann af þjóðarfylginu á bak við sig, má glöggt rekja til óánægju þeirra með þá meðalmennsku, sem hinir eldri stjórnmálamenn hafa stundað svo opinskátt i málflutningi. Þannig hefur nú komið upp sterk hreyfing innan raða ungra sjálfstæðis- manna, framsóknarmanna og al- þýðuflokksmanna, sem knýr á um breytt vinnubrögð innan þessara flokka. Þessi óánægja beinist m.a. að spill- ingu, lágkúru og meðalmennsku í stjórnarfari almennt talað og að þeirri staðreynd, að ekki verði komizt hjá einbeittum og heiðarlegum aðgerðum i efnahagsmálum okkar, ef nokkur von á að vera til þess, að við lifum af þá kreppu, sem skollin er á (siðustu að- gerðir í efnahagsmálum breyta þar engu um til batnaðar hvort eð er) og verður ekki læknuð með aðferðum meðalmennskunnar. Meðan núver- andi stjórnmálamenn ráða ferðinni og meðan þeim tekst að kúga hina yngri, sem birtast á sjónarsviðinu, til hlýðni, verður meðalmennskan eina mark- miðið í íslenzkum stjórnmálum. Af siðustu viðbrögðum hinna ungu reiðu manna i þessum þremur stjórn- málaflokkum má þó ráða, að enn hafa þeir ekki-erindi sem erfiði, hvorki til orðs né æðis og verða þeir nú að horfa upp á þá kaldhæðnislegu staðreynd, að það var Alþýðubandalagið, sem fyrst flokkanna varð til þess að taka mark á óánægjuröddum hinna yngri og skipa þrjá þeirra umsvifalaust ráð- herra. Enginn hinna flokkanna tók þessa afstöðu, þótt tilefnin væru þar enn augljósari, ekki sízt vegna þeirra ungu manna, sem þar urðu óumdeil- anlega sigurvegarar i siðustu kosning- um eða undanfara þeirra, prófkjörun- um. — Nei, meðalmennskan sat í fyrirrúmi. Ábyrgðarlausir aðilar Það er oft vitnað í þá kynslóð, sem talin er vera hornsteinn þeirrar upp- byggingar — og þess „kerfis”, sem við nú búum við, og sagt um leið, að sú kynslóð eigi betra skilið en það, að sparifé hennar sé brennt upp á verð- bólgubáli undangenginna ára. Því er gjarnan bætt við, að það „öryggi”, sem við búum nú við, sé sótt í ævistarf þessarar kynslóðar. Staðreyndin er hins vegar. að mati

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.