Dagblaðið - 21.09.1978, Síða 11

Dagblaðið - 21.09.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. — vera i lokuðum setuliðsstöðvum. Talið er að ýmsir leiðtogar Araba muni sér- staklega gagnrýna þessi ákvæði, vegna þess að ekkert er frekar fjallað um brottflutning Israelshers frá svæðum Palestínuaraba. Á að taka lokaákvörð- un um það við gerð friðarsamninga við Jórdaníu. Bandarískir sérfræðing- ar halda því fram að ekki hafi verið annars kostur en að fara svona að. Ekki verði hægt að taka ákvörðun um herlið á vesturbakkanum fyrr en jafn- hliða friðarsamningum. Varðandi búsetu Gyðinga á vestur- bakka Jórdanár getur verið að þar verði beðið eftir ákvörðun um sams konar mál á Sinaieyðimörkinni. Þar hafa borgarar ísraels tekið sér ból- festu. Egyptar vilja að þeir yfirgefi svæðið áður en það verður fengið þeim í hendur. Talið er að það mál muni skýrast, er israelska þingið kemur saman innan tveggja vikna til að ræða hvort samþykkja eigi Camp David samkomulagið. Ef ísraelsmenn fallast á að flytja ibúana frá Sinaí getur verið að Jórdaniumenn og Palestínuarabar krefjist hins sama varðandi vesturbakkann. Fyrir utan þann vanda sem kann að verða vegna ísraelsku landnemanna á Sinai, eru ákvæði Camp David sam- komulagsins um það landsvæði ein- föld. Gegn þvi að ísrael dragi allt her- lið sitt þar til baka og viðurkenni yfir- ráð Egypta er ákveðið að friðsamleg sambúð hefjist innan eins árs. Bandaríkin hafa lofað ísrael að koma upp nýjum flugvöllum í Negev eyðimörkinni í stað þeirra sem hingað til hafa verið notaðir í Sinaí. Undirstrikað er að ef eitthvert lykil- atriði þessa samkomulags, sem tókst að koma á saman á þrettán daga sam- felldum fundum þjóðarleiðtoganna þriggja, nær ekki gjldi er allt í óefni. Svo gæti farið ef ísraelska þingið felldi samningana eða svo mikil andstaða yrði gegn þeim i Egyptalandi eða Saudi-Arabíu að Sadat treysti sér ekki til að fullnægja ákvæðum þeirra. Von Carters Bandarikjaforseta og þeirra sem styðja hann er sú, að hvorki ísraelsmenn né Egyptar muni láta neitl stöðva sig við gerð gagn- kvæmra friðarsamninga, þegar svo langt er komið sem raun ber vitni. Að þeim loknum er vonazt til að friður muni smám saman komast á i Mið- austurlöndum. II íþróttakennaraskólinn að Laugarvatni má ekki drabbast niður Á nýafstöðnu iþróttaþingi voru mál- efni Iþróttakennaraskóla islands að Laugarvatni töluvert rædd. íþróttakenn- araskólinn hefur á undanfömum árum og áratugum verið homreka í íslenzku' menntakerfi, þrátt fyrir ótvíræða þýðingu og gildi íþróttakennaramenntunarinnar. Hefur gengið bæði seint og illa að auka og samræma námsskrá skólans breyttum að- stæðum, þó að þar hafi verið ráðin nokkur bót á fyrir 6 árum með breyting- um á lögum skólans, sem gerði m.a. að verkum, að námstimi var lengdur um helming. En það, sem stendur skólanum þó fyrst og fremst fyrir þrifum nú, er hið átakan- lega aðstöðuleysi. sem hann býr við i hús- næðismálum. Frægt var á sinum tima, þegar nemendur skólans urðu að sofa á matborðum að næturlagi vegna óstöðv- andi músagangs i heimavist hans. Sú tíð er liðin og myndarlegt heimavislarhús er risið við skólann. En enn þá býr íþrótta- kennaraskólinn að Laugarvatni við frum- stæð skilyrði til verklegrar kennslu i íþrótt- um innanhúss, þar sem íþróttasalurinn að Laugarvatni er mjög kominn til ára sinna eftir að hafa þjónað í meira en þrjá ára- tugi. Sömu sögu er að segja um sundlaug- ina, sem er enn eldri að árum. Þessi mannvirki, sem þóttu boðleg á sínum tíma, en eru nú úr sér gengin og svara ekki kröfum nútimans um stærð og tækjabúnað, eru ekkert einkamál íþrótta- kennaraskólans, þvi að þarna er um að ræða mannvirki, sem jafnframt eru notuð af Héraðsskólanum, Menntaskólanum, Húsmæðraskólanum og bamaskóla, eða Kjallarinn Alfreð Þorsteinsson samtals um 340 nemendum. Það er þvi ekki svo litil notkun á þessum íþrótta- mannvirkjum. Fráfarandi menntamálaráðherra, Vil hjálmur Hjálmarsson, sýndi málefnum Íþróttakennaraskólans meiri skilning en forverar hans, og lét verða eitt sitt síðasta verk i ráðherrastól að gera ráðstafanir til þess að nemendum skólans yrði fjölgað úr 32 í 48 og má segja, að það hafi verið löngu timabær ráðstöfun með tilliti til mikillar aðsóknar að skólanum og þcirrar staðreyndar, að mikil vöntun er á iþrótta- kennurum i landinu. Jafnframt tryggði Vilhjálmur Hjálmarsson í ráðherratið sinni. að veitt var fjármagn til hönnunar- kostnaðar við gerð væntanlegra iþrótta- mannvirkja við íþróttakennaraskólann. Þetta er gott og blessað, en betur má ef duga skal. Nýafstaðið iþróttaþing sam- þykkti ályktun. þar sem skorað var á stjómvöld að tryggja fjármagn til byrj- unarframkvæmda við þessi ntannvirki. Hér er að visu um nokkuð fjárfreka fram- kvæmd að ræða. en hún er þó hreinn bamaleikur miðað við Kröflu, svo notuð sé vinsæl samlíking, og kostar minna en litill skuttogari. Og á það bcr að lita. að þetta verkefni má vinna i áföngum þannig að það ætti ekki að iþyngja rikis- sjóði um of. Ljóst er. að dragist öllu lengur að ráðlst verði i það verkefni að byggja nýtt iþróttahús og sundlaug að Laugarvatni er nastum sjálfgert, að Iþróttakennaraskól- inn flytjist í þéttbýlið til Reykjavikur. Sjálfsagt gleddi það hjörtu einhverra, sem hafa hom í siðu skólans að Laugarvatni og vilja hafa hann sem deild i Kennarahá- skóla íslands. Enguni vafa er þó bundið i mínum huga. að betra er að hafa skólann rétt utan við þéttbýliskjamann sem sjálf- stæða skólastofnaun. En það byggist þó algerlega á þvi, að þau iþróttamannvirki, sem hér hafa verið gcrð að umtalsefni, rísi að Laugarvatni. Ýmsum kann að þykja að hér sé verið að mæla með fjáraustri í mannvirki. sem nýtist illa. Fráleitt er þó að svo sé. Stöðug nýting mun verða á þessum mannvirkj um frá morgni til kvölds af hinum fjöl mörgu nemendum skólanna að Laugar- vatni meðan þeir starfa. Jafnframl verður full nýting á þeim að sumarlagi, þegar ÍSÍ er með sumarbúðastarfsemi að Laugar vatni, auk þess sem þama skapaðLst að staða fyrir ferðafólk almennt. Laugar- vatn býður upp á marga möguleika. sem vinsæll ráðstefnu- og ferðamannastaður. Þar em möguleikar fyrir hendi, sem ekki hafa verið nýttir ncma að litlu leyti. Má þar nefna aðstöðu til hestamenasku, golf iþróttar, bátaiþrótta og gönguferða, auk hinna hefðbundnu útiíþrótta eins og knattspymu. Stjómvöld mega ekki láta íþróttakenn araskóla Íslands að Laugarvatni drabbast niður. Það er verðugt verkefni fyrir nýjan menntamálaráðherra og fjármálaráðherra að huga að málefnum skólans. Ekki má hcldur gleyma þvi, að tilvcra skólaas að Laugarvatni er að sumú leyti forscnda þess, að Laugarvatn verði áfram mennta setur. Alfrtð Þnrstcinssnn. Meðalmennska í stjómmálum þess er þetta ritar, að sú kynslóð, sem svo oft er fjálglega vitnað til. samanstendur einmitt af þeim sömu mönnum, sem enn halda um stjórn völinn, eða eru rétt ófarnir úr embætt- um ríkisstofnana. Og þetta eru einmitt sömu menn- irnir, sem fengu að stjóma, meðan ógrynni erlends gjaldeyris flæddi inn i landið, t.d. í heimsstyrjöldinni síðari og á árunum þar á eftir, og áttu þess kost, margsinnis, að snúa við á braut óráðsiu i fjármálum, lagfæra gengis- skráningu með hækkuðu gengi i stað lækkaðs, og breyta gengi myntarinnar til þess horfs, sem tíðkaðist i ná- grannalöndunum. En þetta var ekki gert af eldri kyn- slóðinni, sem að öllu leyti skapaði vandann, sem nú er við að etja. Það væri þvi öfugmæli aðorða þá kynslóð, sem nú er að setjast i helgan stein við nokkuð það, sem i daglegu tali er kallaðsparnaðureða fyrirhyggja. Hún lagði, þvert á móti. grundvöll- inn að þeirri upplausn og agaleysi, sem einkennir þjóðfélag okkar nú á timum. — Hún kom á styrkjakerfi og niður- greiðslukerfi, sem við búum við enn þann dag i dag. Hún lagði sjálf grund- völlinn að verðleysi sparifjárins með skýlausri kröfu um, að þjóðfélagið stykki beint af augum inn í framtíðina með fulla gjaldeyrissjóði og engin við- miðun höfð við þróun mála í nálægum lönduni. Þannig eru íslendingar nú áratug- um á eftir öðrum vestrænum þjóðum hvað snertir vegakerfi. uppbyggingu og frágang þeirra afurða, sem við byggjum aðalútflutning okkar á, fisk- afurða, og tæknimenntun hvers konar. Jafnvel Færeyingar, sem við sóttumst eftir sem vinnuafli, meðan gjaldþrotskynslóðin var að eyða styrj- aldargróðanum, eru nú komnir langt fram úr okkur í sjávarútvegi og frá- gangi þeirra afurða, sem þaðan kemur. Ef einhverja ætti að „krossfesta” til varnaðar þeirri kynslóð. sem við tekur, eru það óumdeilanlega þeir stjórnmálamenn allra flokka. sem staðið hafa i forsvari síðustu þrjá ára- tugi. Ábyrgðarlausari aðilar finnast ekki. Aðgerðir og aðferðir Þótt aðgerðir verði ekki fram- kvæmdar nema með aðferðum einnar eða annarrar tegundar, má telja full- vist, að 99% kjósenda láti sig meira skipta aðgerðir fremur en aðferðir, þegar stjórnmál eru annars vegar. Það virðist hins vegar augljóst, að íslenzkir stjórnmálamenn eru stöðugt að höfða til þessa eina prósents kjós- enda, þegar þeir tala opinberlega eða tjásigáannanhátt. Þannig er það viðtekin regla is- lenzkra stjórnvalda hverju sinni að gripa eins sjaldan til aðgerða og hægt er að komast af með. en umræða um aðferðir þessara eða hinna aðgerðanna geta enzt heilt kjörtímabil, — og að- gerðirnar eru síðan framkvæmdar. annaðhvort rétt fyrir kosningar — ef þær eru líklegar til vinsælda, — eða rétt eftir kosningar, — ef þær má flokka undir aðhalds- eða viðnámsað- gerðir. Auðvilað á ríkisstjórn að vcra jal'ri virk allt kjörtímabil sitt og hika ekki við að framkvæma þau verk. sent nauðsynleg verður að telja, svo að rekstur þjóðarbúsins geti haldið áfram óhindrað. Umræður um aðferðir er sá skollaleikur, sem stjómmálamenn hér á landi hafa beitt árum saman, en þó i miklu rikari mæli hin seinni ár. enda má segja. að ríkisstjórnir hér og ráð herrar sitji verkefnalausir, þar til dregur til kosninga, eins og nýleg dæmi sanna. Ennþá ömurlegri er þó ef til vill sú staðreynd, að stjórnmálamenn hér á landi eru líka frábitnir þvi að taka upp og styðja aðferðir og nýjungar ýmiss konar, sem þeim berast frá ýmsum aðilum, oft hinum færustu mönnum, sem hafa kynnt sér nýjungar í sam bandi við starf sitt, eða hreinlega finna upp nýjar aðferðir, sem vel eiga við is- lenzkar aðstæður í framleiðslu eða uppbyggingu. Um sofandahátt stjórnmálamanna á þessu sviði mætti nefna mörg dæmi. en fáein látin nægja. I skýrslu frá Iðn- þróunarsjóði (1975) um rafeindaiðnað og tækni á íslandi er m.a. bent á möguleika á markaði bæði hér og er- lendis fyrir sérhönnuð tæki, sem fram- leidd eru i fremur litlu magni, og lögð áherzla á, að þetta sé sú framleiðsla og sá markaður, sem islenzkur iðnaður ætti að beinast að með forgangi. — Ekkert hefur heyrzt um. að þetta hafi verið kannað nánar. utan hvað for stöðumaður Eðlisfræðideildar Raun visindastofnunar Háskóla íslands hefur reynt að vekja áhuga á þessu, en sennilega án sýnilegrar hrifningar þeirra, sem slikt ætti að vekja áhuga hjá, stjórnmálamönnum. Þá mætti nefna mýmörg dæmi um slælegt aðhald og eftirlit stjórnvalda og áhugaleysi stjórnmálamanna á þeirri vörutegund. sem við byggjum þó afkomu okkar á»að stærstum hluta, fiskinum og afurðum unnum úr hon- um. Um fiskafurðir okkar er það að segja, að þar er um fádæma einhæfa framleiðslu að ræða og gæðarýra, og i sumum tilfellum svo gæðarýra. að lönd, sem áður fyrr voru talin okkar beztu markaðslönd og talsverð við- skipti voru gerð við. hafa hreinlega lokað fyrir þessar afurðir frá okkur, vegna léiegs gæðaflokks. Hér er átt við saltfiskinn, sem er ekki lengur tal- inn i fyrsta gæðaflokki eins og áður var, og má rekja það til slælegs eftirlits hins opinbera með framleiðslunni ann- ars vegar og hins vegar til vankunn- áttu og kæruleysis framleiðenda, nema hvort tveggja sé. Þá er ekki úr vegi að minnast á freð- fiskinn. þessa vörutegund, sem fer úr landi svo til óunninn, en stendur samt undir mestum hluta þeirra innkaupa og fjárfestinga, sem þjóðin leggur fyrir sig. — Og það sem afgangs verður er notað í „skreið”, sem illmögulegt er að selja, nema gerðar hafi verið út fleiri sendinefndir, vegna sömu sölunnar. Að vinna mcgi úr þeim fiski, scm venjulega fer i svokallaða „skreið", eitthvað annað. sem er miklu verð mætara, hefur ekki komið til umræðu. svo heitið geti, hvað þá að til aðgcrða hafi komið. — Þó er geysistór mark aður beggja vegna hafsins fyrir fæðu fyrir gæludýr (einkum hunda og ketti. „pct-fix)d”) og er ekkert sennilegra en að það hráefni, sem nú fer i skreið hér. mætti nýta miklu betur i þessu skyni. Það er kennske kominn tími til fyrir okkur Íslendinga að gera okkur grein fyrir því, að fiskur er ekki meðal verð- mætustu útflutningsafurða á heims- markaðinum, og verulega verðmætur verður hann ekki, fyrr en honum hefur verið breytt í neyzluhæfa vöru, sem sé neytendapakkningar í einhverri mynd. Þaðer lika kominn meira en timi lil þess, að stjórnmálamenn hér á landi hætti að fjalla um hlutina á meðal mennskustigi og lita til fortiðarinnar eða þegar bezt lætur. til nútímans. Stjórnmálamenn ættu, Iremur öllum öðrum að lita lil framtiðarinnar og hætta að fjalla um mál eins og væru þeir með tundur í höndunum. Það er ekki nóg fyrir stjórnmála- menn að ná einungis eyrum fólks með meiningarlausu gjálfri um aðferðir. Það er ekki fyrr en þeir ná til allra skilningarvita fólks, að það tekur mark á þeim. En þá verða þeir lika að láta meðalmennskuna fyrir róða. -/V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.