Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.09.1978, Qupperneq 12

Dagblaðið - 21.09.1978, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. þróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþró Sagtumleikinn Frá Halli Símonarsyni i Nijmegcn: Jóhannes Eövaldsson: Ég er ekki óánægður með leikinn en það var sárt að : fá á sig vítaspyrnu þegar miklu meira broti var sleppt gagnvart Hollendingum. Þessi finnski dómari þorði ekki að dæma á Hollendinga og ég sagði það við hann. Ásgeir Sigurvinsson: Þetta var ekki nógu gott og ég er sáróánægður með frammistöðu mina. Þreyta — það hefur verið a1lt of mikið um leiki hjá Standard siðustu vikurnar. En við sluppum vel, það er sama hvort það eru Belgar, íslendingar eða einhver önnur þjóð, sem leikur hér í Hollandi, það ræður enginn við þetta hollenzka lið. Þorsteinn Bjarnason: Það var mikil upplifun að fá að taka þátt í þess- um leik. Gaman að leika og vonandi verða landsleikirnir fleiri í framtíðinni. Eftir á séð hefði kannski verið rétt hjá mér að reyna úthlaup þegar Brandts skoraði annað mark Hollands. í stöð- unni hvarflaði það ekki að mér. Janus Guðlaugsson: Mér fannst Hollendingar erfiðari nú en i fyrra. Við spiluðum ekki nógu yfirvegað, vorum ekki nógu rólegir. Ég er óánægður með annað og þriðja mark Hollánds, Jóhannes átti ekki að brjóta á Krol, eins og hann gerði þegar Holland fékk vítið. Krol varekki I marktækifæri. Af mistök- unum verðum við að læra. Frammistaða dómarans var móðgun við litla þjóð, það er ekki borin virðing fyrir íslandi í al- þjóðlegri knattspyrnu. Dýri Guðmundsson: Það var ekki erfitt að koma inn I leikinn, ég hafði gaman af þessu og við gerðum í þvi að halda niðri hraðanum lokakafla leiksins. Pétur Pétursson: Þegar ég fékk knöttinn var ég strax ákveðinn i að skora. Markvörðurinn kom á móti mér. og ég var i fyrstu að hugsa um að skjóta. Þegar hann kastaði sér niður ákvað ég að leika á hann. Lék framhjá honum en þegar ég ætlaði að renna knettinum i netið, fékk ég sparkið og féll. Ellert B. Schram: Ef ég hef ein- hvern tíma séð ástæðu til að dæma víti. þá var það þegar Krol brá Pétri Péturs- syni. Mér fannst íslenzka liðið standa sig prýðilega i fyrri hálfleik. Forusta Hol- lands þó sanngjörn. Siðari hálfleikur var slakari. Það er takmark okkar í þessari Evrópukeppni að sleppa sæmilega i úti- leikjunum, reyna svo að ná betri árangri heima. Þorsteinn Bjarnason stóð sig mjög vel i markinu og varði af öryggi. Þar er enn einn leikmaður að bætast í hóp góðra leikmanna íslands. Ég er ekki ósáttur við úrslit leiksins. þó maður sé ekki ánægður þegar leikur tapast. Árni Sveinsson: Þetta var erfiðari leikur en í fyrra. Ég var alltaf viss um að mér tækist að skalla frá þegar mér tókst aðbjargaá marklínu. Árni Þorgrímsson: Ég er ánægður með strákana. Barátta þeirra var góð. það hefði getað munað niiklu að ná for- ustu í upphafi, heimadómarinn finnski kom í veg fyrir það. Youri Ilitschev: Þetta eru svipuð úr- slit og ég reiknaði með, við vorum mikið í vörn. Ég er ánægður að vissu marki með leikinn, einkum hve breytingin á liðinu heppnaðist vel. Jóhannes sterkur á miðjunni eftir að Dýri kom inn. Jan Zwartkruis: Jú, það var viti, auðvitað átti ísland að fá víti þegar Krol braut á miðherja ykkar. Ég er ánægður með úrslitin og leikinn, markvörður íslands var góður svo og vörnin. Lið Íslands er alltaf að verða sterkara. Rene van der Kerkhof: Mér fannst íslenzka liðið betra nú en i fyrra. íslenzku leikmennirnir eru í framför, beztir Ásgeir Sigurvinsson. Jóhannes F.ðvaldsson og Guðntundur Þorbjörns- son. Markvörður ykkar var góður. Ernie Brandts: Það hefur orðið mikii framför i islenzkri knattspyrnu frá því að Ísland lék hér i Hollandi 1972 og I973. íslenzka liðið er alltaf að verða betra. Ásgeir og Jóhannes beztir. Jón Pétursson sterkur og vann mikið. Þá var markvörður íslands góður. Anders Mattson dómari: Nei. ísland átti ekki að fá víti. Krol krækti aðeins i boltann og íslenzki leikmaður- inn var orðinn þreyttur og féll eftir að hafa leikið á markvörð Hollands. Þannig kom atvikið mér fyrir sjónir. Kannski skipti ég um skoðun eftir að hafa séð at- vikið nokkrum sinnum i sjónvarpi. Lið Hollands var miklu betra. „Hvflík skömm” þegar Krol brá Pétri og vftaspyma ekki dæmd — Hvflík skömm, sagði hollenzkur kollegi minn þegar finnski dómarinn sleppti augljósri vítaspyrnu á afdrifaríku augnabliki. Hollendingar sigruðu Islendinga 3—0 í Nijmegen — Hallur Símonarson skrifar: Frá Haili Simonarsyni í Nijmegen: „Hvílík skömm,” sagði hollenzki blaðamaðurinn sem sat við hlið mér i Nijmegen i Hollandi f gær þegar Ruud Krol, fyrirliði hoilenzka liðsins, felldi Pétur Pétursson þegar hann ætlaði að renna knettinum í autt markið hollenzka eftir að hafa leikið á Piet Schrjivers markvörð. „Þetta er ein augljósasta vita- spyrna sem ég hef séð,” sagði sessu- nautur minn en dómarinn flautaði ekki, dæmdi ekkert og uppiagt tækifæri til að ná forustu i Evrópuleik Hollands og íslands á 17. minútu rann út i sandinn. Brot Krol var greinilegt öllum á vellinum nema dómaranum. Bezta tækifæri tslands og raunverulega hið eina góða varð að engu. Holland sigraði örugglega i i leiknum, 3-0, og það var vel sloppið hjá ; islenzka liðinu. Það er beinlinis ekki við menn að eiga þar sem Hollendingar eru á knattspyrnusviðinu. Snilli leikmanna ; hreint undraverð, það er eins og þeir hafi lika augu i hnakkanum, sending bregzt varla þó þeir snúi baki i samherja. Flestar þjóðir heims mundu ekki telja al- | varlegt að tapa með þessum mun fyrir Hollandi á heimavelli, íslenzku strák- | arnir þurfa því ekki að vera óánægðir með frammistöðu sína. Að visu voru hol- ! lenzku mörkin, eða tvö þeirra, nokkuð I sem hægt var að komast hjá en i mörgum i tilfellum lék lánið við okkur. Þrisvar ; tókst þeim að bjarga á marklínu, fyrst ; var að verki Jóhannes Eðvaldsson, síðan Árni Sveinsson og að lokum Janus Guð- laugsson. Hurð skall því oft nærri hælum við islenzka markið. Leikurinn hófst klukkan átta að hol- ! lenzkum tima, í flóðljósum enda dimmt i yfir. Eftir að þjóðsöngvar landanna | höfðu verið leiknir af stórri lúðrasveit, | sá íslenzki á nær tvöföldum hraða, skipt- í ust fyrirliðarnir Jóhannes og Krol á ; hornfánum. Krol átti snilldarleik, og ; hann er ekkert á förum til Arsenal. Kemur ekki til mála, sögðu hollenzku i blaðamennimir — Ajax sleppir honum I aldrei. Krol lék sinn 60. landsleik í gær, I metið hollenzka er 64 leikir. Og svo j hófst leikurinn þegar finnski dómarinn, ; Anders Mattson, flautaði til leiks. Hann i var slæm sending fyrir íslenzka liðið. Þorði bókstaflega ekki að flauta á hina ’ frægu hollenzku leikmenn og vítið sem viðáttum aðfá varekki undantekning. Það var jafnræði með liðunum framan af, Hollendignar fóru fremur hægt í sakirnar, byrjuðu ekki eins og hraðlest eins og á fyrstu mínútum HM- leiksins hér í fyrrahaust. En snilld hol- lenzku leikmannanna kom fljótt i Ijós. Þó svo Schrjivers þyrfti oftar í byrjun að koma við knöttinn en Þorsteinn, mark- vörður íslands. Eftir fallegt upphlaup Íslands, varð Ingi Björn rangstæður á 5. mínútu og manni leið bara nokkuð vel framan af leiknum. Þorsteinn greip oft mjög vel inní, sýndi mikið öryggi i út- hlaupum og fyrsti stundarfjórðungur leiksins leið án þess að mark væri skorað, sá tími, sem flestir höfðu óttazt mest. Og svo fékk Pétur Pétursson skyndilega færið stóra, hollenzkur leik- maður ætlaði að gefa knöttinn fram en Ásgeir Sigurvinsson varð fyrir knettin- um, sem hrökk framyfir miðju. Þar var Pétur einn, þó á sínum vallarhelmingi og leiðin að markinu greið — hann hafði tveggja til þriggja metra forskot á Krol. Miðherjinn ungi fór aðengu óðslega, lék upp i vítateiginn, Schrjivers markvörður kom á móti honum og Pétur gerði sér lítið fyrir og lék á hann. Markið opið, og þegar Pétur ætlaði að spyrna knettinum sá Krol ekki annað ráð en að krækja með fætinum í Pétur sem féll á stund- inni — markið opið. Maður var ekki í vafa um að þetta var vítaspyrna. beið aðeins eftir flautu dómarans. En ekkert skeði — sá finnski veifaði fram og áhorfendur litu hver á annan. furðu lostnir. Furðulegt hugleysi dómarans. Eftir þetta óvænta atvik varð sókn Hol- lands þyngri. Þorsteinn greip vel inni i fyrirgjöfum frá köntunum og Jóhannes bjargaði á marklínu. Markið virtist liggja í loftinu, og maður hélt að Arie Haan ætlaði að skora hið fyrsta á 28. minútu — fékk knöttinn á markteig, lyfti honum snilldarlega yfir mótherja, en á einhvern hátt tókst Atla Eðvalds- syni að komast fyrir og bjarga i horn. En mark kom — það var á 32. mínútu. Eftir nokkurn darraðardans í vítateig Íslands hrökk knötturinn út úr vitateignum til Krol — hann spyrnti þegar á markið. Knötturinn. hafnaði neðst i markhorn- inu, út við stöng. Þorsteinn hafði ekki möguleika að verja. og reyndar furðu- legt að knötturinn skyldi ekki hafna í þeim frumskógi fóta, sem var innan vita- teigsins á leið i markið. Strax á næstu LeikfimL og ballet- búningar. Mikið úrval í öllum stœrðum mínútu vildu hinir hollenzku áhorf- endur fá viti, þegar Jóhannes átti i höggi við Haan úti við vítateigslínu. Ekkert dæmt, og það hefði verið hlægilegt ef dómarinn hefði dæmt þar víti eftir það sem á undan var gengið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálf- leik, og leikur íslenzka liðsins þá mjög þokkalegur. Að vísu vorum við heppnir undir lokin þegar Árni Sveinsson bjargaði með skalla á marklinu eftir hornspyrnu. Síðari hálfleikur var lakari af íslands hálfu, langtimum saman eins og eitt liö væri á vellinum. Knötturinn fór varla af vallarhelmingi Íslands, varnarmenn höfðu í nógu að snúast og Þorsteinn var vissulega í eldlinunni. En vörnin sofnaði á 53, minútu þegar HallurSímonarson íNijmegen Rensenbrink tók hornspyrnu, gaf háa sendingu inni vitateig, Brandts kom eins og hraðlest og skallaði óverjandi í mark, alveg óvaldaður. Þarna áttu sér stað mikil varnarmistök, og ég vil ekki ásaka Þorstein fyrir að hafa ekki reynt út- Tilaup. Ef til vill hefði hann getað bjarg- að með úthlaupi. hæpið þó. Knötturinn kom fyrir markið talsvert fyrir utan markteig, á næstu mínútum bjargaði Þorsteinn vel með úthlaupum og sókn Hollands var nær látlaus. Atli var bók- aður fyrir brot á Rensenbrink, og Árni áður. Á 62. mínútu komst Holland i 3-0, Krol lék upp í teiginn, og átti í höggi við Jóhannes, barátta þeirra barst frá mark- inu en þá felldi Jóhannes þann hol- lenzka. Þá flautaði dómarinn strax, víti á Island, sem Rensenbrink skoraði úr. Youri Ilitschev gerði þá breytingu á liðinu, setti Dýra Guðmundsson i vörn- ina en tók Inga Björn útaf. Sjálfsögð skipti eins og staðan var, og um leið og Dýri kom inn á sem miðvörður færðist Jóhannes framar. Þetta heppnaðist. Hol- lendingum tókst ekki að skora fleiri mörk, þrátt fyrir þunga sókn. Örsjaldan brá fyrir sóknarlotum hjá islenzka liðinu, Guðmundur Þorbjörnsson lék upp kantinn á 69. minútu og gaf á Pétur, sem spyrnti laust á markið. Á 78. minútu lék Atli upp, og gaf á Karl, sem skallaði vel á markið. Schrjivers varði með tilþrifum, hinum megin varði Þor- steinn mjög vel frá Willy van der Kerk- hof, hörkuskalla frá Nanninga og frá Wildschut af stutty. færi. Leiktíminn rann út, tap_^- en ekkert til að skamm- ast sín fyrir. Þorsteinn Bjarnason var hiklaust bezti maður islenzka liðsins. Sýndi i heild mjög góða markvörzlu. Hollenzku blaðamennirnir spurðu mikið um hann á meðan á leiknum stóð og áhorfendur klöppuðu honum lof i lófa. Vörnin í heild sterk, Janus Guðlaugsson komst prýðilega frá viðureign sinni við Rensenbrink, átti í heild góðan leik. Einnig Jóhannes, Jón Pétursson og Árni Sveinsson. Ásgeir Sigurvinsson náði sér ekki á strik í leiknum. þó hæfni hans leyndi sér ekki. Hins vegar fannst mér furðulegt hvað hann var illa nýttur í leiknum. Fékk fáar sendingar að vinna úr, en ég tel að það eigi að vera meginregla í leik islenzka liðsins að gefa knöttinn eins oft og hægt er á Ásgeir. Skrítið að sjá leik- menn við hliðina á Ásgeiri frium. og gefa ekki til hans. Reyna í þess stað að leika áfram eða sparka áfram eða sparka fram. Þá varðég líka fyrir nokkrum von- brigðum með Karl Þórðarson i leiknum. Hann vann vel, dró sig mjög aftur og að- stoðaði Árna mjög vel i bakvarðarstöð- unni en ég hafði búizt við meiru af Karli. Atli lék aftarlega allan leikinn og kom mjög þokkalega frá honum. Jafnt í Dyflini er írsku ríkin mættust —0-0 og allt fór f riðsamlega f ram Það var mikill viðburður i Irlandi í gærkvöld — irsku rikin mættust i Evrópukeppni landsliða, í 1. riðli. Völl- urinn i Dyflini var þéttsetinn, 55 þúsund manns og 10 þúsund áhorfendur komu frá N-írlandi. Fyrir leikinn var óttazt að til óeirða kæmi milli íra — ein þjóð en tvö riki. og að því er virðist óbrúanlegt bil milli þeirra. bil trúarinnar. írar eru kaþólskrar trúar, en N-lrar flestir mót- mælendur. Þessi trúarágreiningur hefur skipt þjóðinni í tvo hluta. og sættir virð- ast ekki framundan i náinni framtíð — og þó, knattspyrnan færði Íra saman i Dyflini í gær. Það var raunar við hæfi að jafntefli varð. 0-0 i Dyflini og Danny Blanch- flower. stjóri N-íra og Johnny Giles, hinn kunni kappi, héldu um axlir hvor annars er þeir gengu af velli. írar sóttu miklu meir i fyrri hálfleik. þeir Liam Brady. Gerry Daly og Johnny Giles at- kvæðamikill. En í siðari hálfleik sóttu N- írar i sig veðrið og þeir Martin O'Neill og Sammy Mcilroy réðu lögum og lof- um á miðjunni. Paul McGee var tvivegis nærri að skora, í fyrri hálfleik fyrir ira og skot Brady fór naumlega yfir. í siðari hálfleik var O'Neill nærri að skora. og Nimmy Nickoll átti skot í stöng — Giles skipti þeim Paul McGee. QPR og Steve Heighway útaf. inn komu Mike Walsh. Everton og Don Givens, Birmingham. Leikurinn var aldrei spennandi — en þjóðin sameinaðist i tæpar tvær klukku- stundir. Fyrir leikinn var óttazt mjög að til óeirða kæmi en svo varð ekki, allt fór friðsamlega fram í Dyflini. Austurrfl Skota3 Austurriki sigraði Skota 3—2 í Vín í Evrópukeppni landsliða í gærkvöld, 2. riðli. Með sigri gegn Skotum og óvæntu jafntefli Norðmanna í Belgíu eru mögu- leikar Austurrikis nú mjög góðir. 72 þús- und áhorfendur sáu leikinn i Vín. Austurrikismenn stefndu í stórsigur, komust i 3—0 en tvö mörk Skota seint 1 siðari hálfleik björguðu andliti Skota. Austurríki var mun betra, miðjan sterk og Skotar virtust enn ekki hafa náð sér eftir ófarimar i Argentínu í sumar. Bruno Pezzey náði forustu fyrir Austur- riki, skoraði úr aukaspymu. knötturinn fór í varnarmenn og breytti stefnu og Alan Rough hafði ekki möguleika á að verja. í siðari hálfleik lék Walter Schachner á staða varnarmenn Skota og renndi knettinum i netið, 2—0. Og ekk-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.