Dagblaðið - 21.09.1978, Page 22

Dagblaðið - 21.09.1978, Page 22
22 Sundlaugarmorðið Spennandi og vel gerð frönsk litmynd, gerð af Jaques Deray, Islenzkur texti. Bönnuðbörnum. Sýndkl. 3.05,5.30,8 og 10.40. Bræður munu berjast Hörkuspennandi og viðburðahröð bandarísk litmynd. Vestri sem svolítið fútt er í með úrvals hörkuleikurum. íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3, 5,7,9og 11. • salur C- Hrottinn Spennandi. djörf og athyglisverð ný ensk lilmynd með Sarah Douglas og Julian Glover. Leikstjöri: Gerry O’Hara. íslenzkur texti. Bönnuðinnan lóára. Sýndkl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10 1 solur Maður til taks Stórfengleg og spennandi ný bandarísk framtiðarmynd. Islenzkur texti. Michael York Peter Ustinov. Bönnuðinnan I2ára. Sýndkl. 5,7.l0og9.15. Bráðskemmtileggamanmynd I litum. Islenzkur texti. Sýnd kl. 3.15, 5.15,7.15,9.15 og 11.15. Flqtti Lógans Simi 11475. Kvikmynd Reynis Oddssonar MORÐSAGA Aðalhlutverk: Þóra Sigurþórsdóttir Steindór Hjörleifsson Guðrún Ásmundsdóttir Bönnuð innan 16 ára. Sýndkl. 3,5,7,9 og 11. Ath. að myndin verður ekki endursýnd aftur í bráð og að hún verður ekki sýnd í sjónvarpinu næstu árin. :@NBO0il Q 19 OOO AUSTURBÆJARBÍÓ: Léttlynda Kata (Catherinc«& Co.l. aðalhlutverk: Jane Birkin og Patrick Dewaere. kl. 5. 7 og9. Bönnuðinnan 14 ára. GAMLA BIO: Flótti Lógans (Logan’s Run), aðalhlut verk: Michael York, Jenny Agutter og Peter Ustinov. kl; 5,7.10 og 9.15. Bönnuð innan 12 ára. IIAFNARBÍÓ:Sjáauglýsingu HAFNARFJARÐARBÍÓ: Hryllingsóperan (The Rocky Horror Picture Show), kl. 9. HÁSKÓLABlÓ: Framhjáhald á fullu, kl. 5.7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Þyrluránið (Birds of Prey), aðalhlutverk: David Janscn. Ralph Metcher og FJayne Heilviel. kl. 9. Bönnuð innan 12 ára. Eftirförin endursýnd kl. 5. 7 og II. Alls ekki við hæfi barna, innan 16 ára. Nafnskírteini. NÝJA BÍÓ: Allt á fullu. kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. RKGNBOGINN:Sjá auglýsingu STJÖRNUBÍÓ: Indíáninn Chata, aðalhlutverk: Thomas Moore. Rod Chamerson. Patricia Viterbo. kl. 5. Bönnuö innan 12 ára. Siðasta sendiferðin. kl. 7 og 9. Bönnuðinnan 12 ára. TÓNABÍÓ: Hrópað á kölska (Shout At Thc Devil). leikstjóri: Peter Hunt, aðalhlutverk: Lec Marvin, Roger Moore, lan Holm, kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 16 ára. BÆJARBÍÓ: Billy Jack i eldlínunni kl. 5 og 9. a DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. Útvarp Sjónvarp I MIN SKOÐUN Jónas Haraldsson blaðamaður segir skoðun sína á útvarpi og sjónvarpi ALVARAN EILIFA Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr eru útvarp og sjónvarp stór þáttur I daglegu lifi manna. Menn hlusta á útvarp daglangt á heimilum sinum, vinnustað og I bílum og að loknum starfsdegi hreiðra margir um sig I sjónvarpsstólunum og meðtaka andlegt fæði sjónvarpsins. Það er því ekki litil ábyrgð sem þessum áhrifa- miklu miðlum er lögð á herðar. Og áhrifin má e.t.v. bezt sjá á því að haft er fyrir satt að heimsóknir til kunningja hafi nær lagzt niður frá árinu 1966 er sjónvarpið hóf göngu sina og þá ekki síður á þvi að aflagður mun með öllu svonefndur bófahasar ungra drengja er mikið tíðkaðist fyrir hálfum öðrum áratug eða fyrr. Nú meðtaka þeir hasarinn í Kojak og hvað þeir hétu allir fyrirrennarar hans, Colombo, McCloud, Dýrlingur og Harðjaxl. Þeir þættir þessara fjölmiðla er sennilega njóta mestra vinsælda eru fréttirnar. Þar hefur útvarpið yfirburði yfir aðra fjölmiðla hvað snertir tiðni frétta. Blöð ög sjónvarp birta fréttir sínar með sólarhrings fresti, en út- varpið er með nú fasta fréttatíma á dag og auk þess möguleika á því að skjóta inn fréttum ef þurfa þykir á milli dagskrárliða og mikið liggur við.' Þessa yfirburði nýtir útvarpið ekki nægilega. Morgunfréttir, allt frá því kl. 7 um morguninn og til hádegis eru fréttimar nánast þær sömu. Uppistaðan eru útdráttur úrerlendum fréttum, sem borizt hafa snemma sama morguns og eru þær marg- tuggnar. Nýir og viðamiklir frétta- timar eru í raun ekki nema tvisvar á dag, í hádegi og um kvöldmat. Út- varpið stendur sig vel að þvi leyti að það er með flestar fréttir, en „skúbbar” óeðlilega sjaldan, heldur fylgir I kjölfar dagblaðanna. Þá er ríkjandi alvörusvipur yfir fréttunum og manni hreinlega bregður i brún ef fjallað er um skemmtilegt efni, t.d. í fréttaauka. Þetta er óþarfi því vafa- laust eru góðir húmoristar meðal fréttamanna útvarps. Fréttum sjónvarps hefur hrakað með árunum. Þær eru að miklu leyti byggðar upp á erlendum frétta- myndum sem eru orðnar nokkurra daga gamlar. Innlendar fréttamyndir sjást sorglega sjaldan og málið er einfaldlega það að sjónvarpsfréttir eru oft leiðinlegar. Hvers vegna eru frétta- menn ekki út um borg og bæ að mynda ýmislegt smálegt sem gerist. Mér kernur í hug, nýlega birtu tvö dagblöð mynd af því er löggæzlumenn brutust inn I íslenzka dýrasafnið með aðstoð bjálka. Þarna var „aksjón" og ef slíkt er ekki einmitt sérsvið sjón- varpsfrétta, þá veit ég ekki hvað. Það vantar eitthvað slikt í hvern fréttatíma, til þess að lífga upp hina eilifu alvöru efnahagsmála qg vanda- mála i hinum stóra heimi. Vonanai stafar þessi skortur léttleikans af mannfæð í sjónvarpi en ekki hug- myndafæð. Hvað varðar efni síðustu viku í sjónvarpi, kemur mér helzt í hug athyglisverður þáttur um óper- sónulega meðferð mæðra og ungbama á vestrænum fæðingarstofnunum. Ég hef grun um að margt af því sem þar sást megi heimfæra á islenzkar fæðingarstofnanir. -JH. Hvað gera tæknimenn ntlia KHC? “ DB-menn fylgjast lítillega U l v Ci ■ Uw ■ með starfi þeirra Tæknimenn útvarpsins eru þeir menn sem standa að baki öllu útvarpsefni. Þeir hafa mjög mikið að gera og má segja að þeirra starf sé mjög svo fjölþætt. Guðlaugur Guðjónsson tæknimaður, sem frægur er orðinn hjá þeim sem hlusta á þáttinn Á niunda tímanum, sem Gulli tæknimaður, var að setja saman þáttinn Á niunda timanum er DB-menn voru á ferð um útvarpshúsið. Blaðamaður og ljósmyndari fengu að fylgjast með starfi hans og var í ýmsu að snúast. Reyndar sagði Gulli tæknimaður að ekki væri neinn þáttur eins erfiður og þátturinn Á níunda tímanum, þar sem umsjónarmenn þáttarins vissu aldrei hvað þeir vildu. En svo við lýsum lítillega hvað tæknimaður eins og Gulli þarf að gera til að búa til þáttinn Á níunda tímanum þá þarf hann. fyrst af öllu að taka upp það sem á að fara. í þáttinn, hvort sem það er gert i stúdíói eða úti á götu. Síðan þarf að klippa allt burt sem ekki á að vera með, setja tónlist og kynningar inn i þáttinn og siðan en ekki sízt að setja þáttinn saman. Það þarf að hafa eftirlit með öllu og athuga að allt passi saman. Það er ekki hægt að lýsa þvi á prenti hvað það er raunverulega mikið sem gera þarf til að koma einum þætti saman. þó að hann sé ekki nema fjörutíu mínútna langur. Gulli sagði að reyndar væri ekki svona mikil vinna við alla þætti. t.d. væri mun auðveldara að vinna þætt- ina sem eru um helgar með blönduðu efni, þó svo að þeir standi allt upp í tvo tima. Þorbjöm Sigurðsson er einnig tækni- maður hjá útvarpinu og hann sagði að aðalverk tæknimanns væri vinnsla á út varpsefni, þ.e. hljóðupptaka, klipping, samanseming kynningar og hljóð- blöndun. Hjá útvarpinu eru starfandi um 10 tæknimenn. Sex stúdíó em i hús- inu og starfar einn maður i hverju þeirra, og að auki er svo einn tæknimaður í Háskólabíói. Viðgerðarmenn útvarpsins llinn frægi Gulii tækmmaður, Guðlaugur Guðjónsson. V kallast einnig tæknimenn og má segja að tæknimenn séu i misjöfnum störfum. Oft segja stjómendur ýmissa þátta, „og svo þökkum við tæknimanni aðstoðina". Þó að við höfum oft heyrt þetta sagt hugsum við ekki út i hvað það raunverulega þýðir og vitum ekkert hvað meint er með þessum orðum. Vonandi skilja nú einhverjir aðeins bemr hvers vegna verið er að þakka tæknimönnum. en án þeirra hefðum við litið til að hlusta á. -ELA. Þorbjöm Sigurðsson tæknimaður. DB-myndir R.ThJSig. /V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.