Dagblaðið - 21.09.1978, Síða 24

Dagblaðið - 21.09.1978, Síða 24
Ólafur Ragnarsson formaöur Samstarfs- nefndar um reykingarvarnir. DB-mynd Ari. Varnarvika gegn reykingum: Kostnaður þjóðfélags- ins meiri en nemur tekjunum — af tóbaksreykingúm — reyklaus dagur íjanúarnk. Nú stendur yfir varnarvika gegn reyk- ingum, en talið er að reykingar valdi meira heilsutjóni og fleiri ótimabærum sjúkdómum en nokkur annar áhættu- þáttur sem þekktur er í sambandi við sjúkdóma. Það kom fram á blaðamannafundi Samstarfsnefndar um reykingarvarnir í gær að kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga landsmanna er mun meiri en þær hreinu tekjur, sem tóbakssalan skilar í ríkissjóð. Þar eru þó ekki talin út- gjöld einstaklinganna sjálfra vegna tó- bakskaupa, heldur sjúkrakostnaður og tapaðar vinnustundir og fleira. Hreinar tekjur rikissjóðs af tóbakssölu á síðasta ári námu 4 milljörðum króna. Hálfu prósenti af tekjum ríkissjóðs af tóbakssölu ársins eða 20 milljónum er varið til tóbaksvarna. Þessi upphæð er lægri en reksturskostnaður tveggja sjúkrarúma á íslenzku sjúkrahúsi. Á þriðjudag 26. september gengst samstarfsnefndin fyrir ráðstefnu um reykingar og heilsufar á Hótel Loft- leiðum og síðan hefur verið ákveðinn reyklaus dagur 23. janúar nk. Þá er ætlunin að fá sem flesta landsmenn til þess að reykja ekki þann dag og vonandi Keflavíkurflugvöllur: ÞRENGT AÐ FLUGLEIÐUM Varaarliðið ætlar sjálft að nota hluta þess húsnæðis, sem Flugleiðirhöfðu afnot af Nú stendur fyrir dyrum að fram- lengja samning varnarliðsins og Flug- leiða um afnot Flugleiða af flugskýli á Keflavíkurflugvelli. í drögum að nýjum samningi gerir varnarliðið ráð fyrir að Flugleiðir fái áfram afnot af því fasta húsnæði, sem félagið hefur nú. Hins vegar kemur fram í fundar- gerðum um málið að félagið fái ekki lengur afnot af aukaplássi þvi sem það hefur haft í allnokkur ár og notað mikið. Tvær Boeing þotur eru ávallt á Keflavíkurflugvelli á næturnar. Þegar húsnæði Flugleiða hefur verið skert verður aldrei hægt að hýsa nema aðra þeirra. Þá skapast örðugleikar við viðgerðir annarrar þotunnar ef hin er í stórri skoðun og teppir alveg skýlið. Við þetta bætist svo að upp úr áramótum er stefnt að því að framkvæma þær viðgerðir, sem við verður komið á Arnarflugsþotunum tveim, á Kefla- vikurflugvelli. Staða þessamálser nú fyrir skerðing- una sú, að Flugleiðir hafa þegar of lítið pláss fyrir þessa starfsemi sína, svo ljóst má vera hvaða ástand skapast meö skertu húsnæði, jafnhliða tveim þotum í viðhald að auki. Skýli það sem Flugleiðir hafa nú af- not af er ekki eitt þeirra sem talin eru i eigu lslendinga. Vamarliðið mun fyrirhuga þessa skerðingu þar sem það er sjálft I vandræðum vegna ónógs skýliskosts. Það skal tekið fram að I viðtölum við Flugleiðamenn um þetta mál kom alls staðar fram að sambýlið við varnarliðið hefur gengið mjög vel. -G.S. brigðiseftirlitið „Nei, það er ekki um neina meindýra- plágu að ræða. Tilefni þessarar ábend- ingar frá okkur eru umræður á nám- skeiði meindýraeyða sem haldið var fyrir skömmu. Þar kom fram að ástæða væri til að minna á þetta,” sagði starfsmaður hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins í samtali ,við DB. í gær sendi Heilbrigðiseftirlitið frá sér tilkynningu þar sem á það er bent að gefnu tilefni að verði meindýra vart (en til meindýra teljast rottur, mýs, veggja- lýs, kakkalakkar og önnur vádýr i húsum eða á lóðum, skuli tilkynna það heilbrigðisnefnd og gera ráðstafanir til útrýmingar dýrunum í samræmi við fyrir mæli nefndarinnar. Þá er á það bent í tilkynningu Heil- brigðiseftirlitsins að eyðing á rottum skuli fara fram tvisvar á ári í öllum sveit- arfélögum landsins, þar sem þeirra verður vart. Eins bendir eftirlitið á lög um hunda- hald og varnir gegn sullaveiki, en sam- kvæmt þeim skulu allir þeir sem eiga hunda, eldri en misseris gamla eða hafa þá undir höndum, láta hreinsa þá af bandormum einu sinni á ári að liðinni aðalsláturtíð I október eða nóvember. GM Hér er einn af bjargvættum Heilbrigð- iseftirlitsins, heimilisköttur sem dag- farslega er fátt nema gæflyndið. Hér á hann i höggi við einn af óvinum eftir- litsins, og þá breytist kisi í óargadýr. DB-mynd Magnús Hjörleifsson „ENGIN MEINDYRAPLAGA” —segirHell- Aðalf undur Dagblaðsins í gærkvöldi 2,6 milljónir í hagnað — hefði orðið 10 milljónir með ríkis„ölmusu” Dagblaðið hafði um 2,6 milljónir I hagnað á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi hlutafélagsins í gærkvöldi. Þá var búið að afskrifa fyrir 9,3 millj- ónir, þannig að rekstrarfjárstaðan batnaði á árinu um tæpar 12 milljónir. 1 ræðu stjórnarformanns, Björns Þórhallssonar, kom fram, að ef Dag- blaðið þægi „ölmusu” ríkisins eins og öll hin blöðin hefði hagnaður DB orðið lOmilljónir. Bjöm sagði að beiðni blaðanna nú um leiðréttingu á verðlagi sinu vegna orðinna verðhækkana hefði enn ekki verið sinnt, þvi að ráðamenn hygðust leita annarra leiða til að styrkja blöðin. Sem sagt auka rikisstyrkinn til allra pólitisku blaðanna og láta almenning borga brúsann. Engum getum þyrfti að leiða að þvi, gegn hvaða fjölmiðli slik atlaga væri gerð. Björn sagði að Dagblaðinu hefði vel tekizt að halda fullu hlutleysi í allri meðferð mála í kosningunum. Það hefði þvi enn aukið virðingu sina. Þetta væri samdóma álit allra, sem um það hafa fjallað. Þá kom fram i ræðu Björns, að teikning hefur verið gerð af framtíðar- húsbyggingu á lóð félagsins að Þver- holtill. Velta félagsins jókst á síðasta ári úr 270 i 419 milljónir. Ætla má aö hún verði að minnsta kosti 650 milljónir i ár. Við hagnaðinn á síðasta ári varð höfuðstóll félagsins jákvæður í fyrsta sinn. Samþykkt var að ekki skyldi greiddur arður. Stjórnin var öll endurkjörin. Hana skipa: Axel Kristjánsson forstjóri, Björn Þórhallsson form. landssam- bands verzlunarmanna, Haukur Helgason, ritstjórnarfulltrúi, fulltrúi starfsfólks, Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmda- stjóri. Reikningsyfirlit DB og ræða Björns verða birt i blaðinu á morgun. . HH Srfálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1978. Hlíðaskóli: Drengir og stúlkur saman íleikfimi „Jú. Þessu er þannig háttað í 1., 2. og 3. bekk og raunar einnig i 7. bekk,” sagði Ásgeir Guðmundsson skólastjóri Hlíða- skóla er DB spurði hann hvort það væri rétt, að drengir og stúlkur væru saman í leikfimi, en blaðinu hafði borizt til eyma að óánægja væri ríkjandi í röðum nem- enda með þessa skipan mála, og ætti það fyrst og fremst við um 7. bekk en hann skipa unglingar á viðkvæmu aldursstigi, 13 ára. Ásgeir sagðist ekki kannast við að þetta hefði valdið óánægju og hefðu t.d. ekki borizt neinar kvartanir frá foreldr- um þessara unglinga á nýafstöðnum for- eldrádegi i skólanum. Hins vegar væri hér um tímabundið vanda- mál að ræða sem yrði leyst mjög fljót- lega þ.e.a.s. varðandi 7. bekkinn en hann benti jafnframt á að þessi háttur væri hafður á og þætti ekki tiltökumál. -GAJ- Cargolux selur „Rollsana” í gærkvöldi var gengið frá sölu þeirra tveggja CL-44 véla, sem Cargolux átti, en áður voru I eigu Loftleiða og notaðar í Norður-Atlantshafsflugið, gjarnan undir nafninu „Rollsarnir”. Sem kunnugt er eiga Flugleiðir þriðj- ung í Cargolux. Kaupandi vélanna er nýstofnað flugfélag i Equador i S- Ameríku og mun söluverð vélanna hafa losaðeinn milljarðisl. króna. -G.S. Næsta gengis- felling í janúar? í útreikningum, sem hagdeild Vinnu- veitendasambandsins hefur látið gera í samvinnu við Framleiðni sf„ er gert ráð fyrir, að verðjöfnunarsjóður verði tómur i janúar og þá verði að koma til 12,5 pró- sent gengisfelling. Síðan er reiknað með hverri gengis- fellingunni af annarri á næsta ári, þannig að gengi dollars hækki um 58 prósent frá því sem nú er til áramótanna 1979—80. Samkvæmt útreikningunum mun reynast ókleift að stemma stigu við verð- bólgunni, þótt engar grunnkaupshækk- anir verði, ef visitölubætur verða greidd- ar samkvæmt núgildandi kerfi. Laun munu þá hækka um 57 prósent frá 1. september síðastliðnum til ársloka 1979, og verðlag um 42,9 prósent frá 1. nóv- ember næstkomandi til 1. nóv. 1979. —HH írKaupið\, TÖLVUR. gl lac OG TÖLVUUR “! B AN K ASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.