Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.09.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 30.09.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978. 3 Hver amast við þessari framkvæmd lengur? Kópavogsbúi skrifar: Umræður manna á meðal um ýmis- legt sem stjórnvöld eru að sýsla með hverju sinni mæta oft aðkasti. Sagan ein sker úr um hver hafði rétt fyrir sér. Eigum við að taka sem dæmi Kópa- vogsbrýrnar og vegamannavirkið gegnum kaupstaðinn? Hver heldur því fram í alvöru núna að þar hafi verið kastað peningum? Mannvirki þetta hefur komið í veg fyrir algjört öng- þveiti i kaupstaðnum og fyrir þá sem aka þurfa suður til Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Suðurnesia. Nú, eða eigum við að taka Miklubrautina? Mikið var nú rifizt um þá framkvæmd. Er einhver sem heldur því fram aö þar hafi verið gerð einhver reginmistök? Eða Hallgrimskirkju- turn, svo við snúum okkur að öðrum framkvæmdum annars eðlis. Þeir eru ákaflega fáir sem amast lengur við þeirri framkvæmd sem er ein fárra i borginni sem einhvern svip seturá umhverfið. "Væntanlega verður það eins með Borgarfjarðarbrúna, eftir svo sem 10—15 ár amast enginn við henni. Þvert á móti. Þá finnst öllum sjálfsagt að yfirvöld skyldu leggja út i þann kostnað sem framkvæmdinni var samfara. Við ættum að hugsa í víðara og stórbrotnara samhengi, Islendingar. Þröngsýni er hættuleg veiki. Hættan í umferðinni 1730-2094 hringdi: Ég tek undir það sem húsmóðir i Hafnarfirði sagði um þá hættu sem gangandi vegfarendum í Hafnarfirði er búin. Nefna má sem dæmi mikla og 4C Aldrei verö.ur of oft brýnt fyrir öku- mönnum að fara varlega þar sem börn eru nálægt akbrautum. hraða umferð um Hjallabraut í norðurbæ Hafnarfjarðar. Yfir þá götu þurfa skólabörn að fara til þess að komast í skóla. A Hjallabraut er nánast engin löggæzla. Þá eiga að ganga rútur með börnin, . t.d. í iþróttahúsið við Strandgötu en í fyrravetur varð oft misbrestur á þessum rútuferðum. Áætlun stóðst ekki og stundum féllu ferðir algerlega niður. Af þvi leiddi að litil og óvön börn i umferð þurftu að bjarga sér á eigin spýtur. Raddir lesenda L GRÆNa ORGID Haustlauka- kynning og sýnikennsla Haustlaukakynning og sýni- kennsla verður á græna torg- inu í dag og á morgun, sunnu- kl. 2—7. ið fagmenn aðstoða við val haustlaukanna. Linda, Bjarni og Sævar leiðbeina um helgina. Heimsœkið GRæjKA TORGIÐ um helgina! Myndin ekki tekin á bensínstöð inni við Ártúnshöfða „Mundi” hringdi: Illa lízt mér á leigjendasamtökin. Með því að boða til blaðamannafund- ar og nefna þar óraunhæf dæmi um húsaleigu eða a.m.k. hrein undan- tekningartilfelli eru þeir í raun að berjast gegn eigin hagsmunum. Með þessu móti eru þeir að auglýsa upp mjög hátt leiguverð og sprengja ,á þann hátt upp verðlagið á markaðnum. AÍveg það sama gildir um kröfu þeirra að leigan verði öll gefin upp til skatts. Það vita allir að það hefur lengi tiðkazt að gefa ekki nema hluta af húsaleigunni upp til skatts. Á þann hátt hefur verið hægt að komast hjá því að leigan ryki upp úr öllu valdi. Þetta hefur verið bæði leigutaka og leigusala í hag. Það er greinilegt að það eru einhverjir kommúnistar sem halda um stjóm- völinn í leigjendasamtökunum og eru eins og þeim er einum lagið að grafa undan eigin hagsmunum. Guðmundur Rögnvaldsson af- greiðslumaður bensínstöðvar Essó á Ártúnshöfða hringdi: Bílstjóri nokkur hefur kvartað yfir þjónustu á bensinstöðinni hér og er það sjálfsagt maður sem hefur reiðzt einhverju. Slík nafnlaus bréf eru þó ekki svaraverð. En á mynd sem íylgdi greininni var maður sem afgreiddi sjálfan sig og á það væntanlega að tákna hina lélegu þjónustu hér. Mynd þessi er ekki tekin á okkar stöð enda afgreiðum við ekki á brúsa þar sem það er bannað. Mynd þessi mun hafa verið tekin fyrir verkfall, þegar einhver bilstjóri birgði sig upp, en á því tökum við ekki ábyrgð. húsaleigusamnings á fundi sinum og þá DB-mynd Hörður. LÍZT ILLA Á LEIGJ- ENDASAMTÖKIN Spurning dagsitis Er gaman í skólanum? (Nemendur í Laugarnesskóla spurðirl. Aðalsteinn Valdimarsson, 8 ára: Já. ja, Lestur er skemmtilegur. Stundum les ég vel. Þegar ég fer út i fríminútur þá förum við stundum I fótbolta og hlaupa og svoleiðis. Ég er i níu ára bekk. Svavar Jöhann Eiriksson, 9 ára: Það er ágætt. Mér finnst mest gaman i leikfimi. Kennarinn minn heitir Skúli. Hann leyfir okkur að fara i hástökk og hlaupa. Stórfiskaleikur er i friminútum. Það er svona hlaup á planinu og að elta. Helgi Björnsson, 10 ára: Það er ágætt þegar maður nennir. Lestur finnst mér skemmtilegastur. Ég er svo sem ágætur i honum. Mér finnst líka gaman að leika og kjafta úti í frimínútum. Anna Margrét Bridde, 6 ára: Já. þaö er gaman. Við litum og klippum. Kennarinn minn heitir Bergljót. hún er góð og skemmtileg líka. Þegar við erum úti þá erum við að klifra og vega og margt fleira. Laufey Pétursdóttir, 7 ára: Já, mest gaman er að lita i bókina. sem ég er að skrifa. Ég skrifa hringi og strik. Styrkár Jóhannesson, 11 ára: Það er ágætt. Ætli mér finnist ekki skemmtileg- ast í skrift. Nei, já, ég skrifa ekkert svo ofsalega illa. 1 frimínútum erum við í fótbolta og i eltingaleikjum, það getur verið ágætt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.