Dagblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978. 5 ----- Landakotsspítali: - RÍKIÐ HEFUR EKKISTAÐIÐ VIÐ LOFORÐIN Lausnin á f jármálavandanum hef ur reynzt kák eitt „Ástandið á Landakoti hefur aldrei verið eins svart og nú hvað fjárhaginn snertir, og hefur þó oft verið ástæða til að kvarta,” sagði Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landakotsspítala í viðtali við blaðið i framhaldi af orðum Ólafs Arnar Arnarsonar læknis I blaðinu I gær. „Afkoman var sæmileg I upphafi árs en snemma tók að siga á ógæfuhliðina. Daggjöldin stóðu ekki undir kostnaði og réð ört hækkandi launakostnaður þar mestu um. 1 vor var fjárhagsstaðan þegar slæm og um mitt ár var skulda- bagginn orðinn 150 milljónir króna. Við báðum þá um úrbætur og fórum helzt fram á að fá fjársummu til að jafna hall- ann og síðan hækkuð daggjöld til að mæta hækkandi kostnaði,” sagði Logi. Hann lýsti þvi síðan að „úrbætumar” sem spítalinn fékk við beiðni sinni hefði verið 1100 króna hækkun svokallaðra jöfnunardaggjalda (sem er hluti heildar- daggjalda)frá l.júlí. „Þessi „lausn” þýddi að þann halla sem safnazt hafði á hálfu ári var hægt að' greiða með þessarí hækkun á rúmlega tveimur árum,” sagði Logi. „Auk þess fengum við „lán” að upphæð 75 millj. kr. en það átti að endurgreiðast af dag- gjöldum spítalans fyrir júlí, ágúst og september, svo þarna var ekki um lán að ræða heldur fyrirframgreiðslu. Millj- ónirnar 75 voru bara notaðar til að borga það sem brýnast var. Síðan jókst vandinn hröðum skrefum þvi mánuðina júli-september fékk spítalinn ekki nema um 50 millj. kr. í daggjöld hvern mánuð í stað 75 þvi 25 voru teknar til afborgun- ar „lánsins”,” sagði Logi. Hann kvað viðskiptaaðila spitalans hafa verið mjög liðlega en takmörk hlytu að vera fyrir þeirra velvilja. Siminn er nú aö missa þolinmæðina, hefur þegar lokað beinum linum í starfs- mannahaldi og á augndeild. Rafveitan á nokkrar milljónir hjá spitalanum og þar er Landakot komið á lokunarlista. Logi sagði að nú væri til lokaákvörð- unar ný daggjöld og vonandi sæi dag- gjaldanefndin nú hver vandinn væri. Kvað Logi nefndina litlar sem engar athugasemdir hafa fengið við rekstur spitalans en hann taldi reksturinn ekki frábrugðinn rekstri annarra spítala. í fyrra hefðu þeir heyrt utan úr bæ gerðar athugasemdir vegna mikils viðhalds. Skýringin væri sú að þegar systurnar fluttu út þurfti ýmsu að breyta og hafði það sérstakan kostnað I för með sér. Hins vegar kvaö Logi viðhald á Landa- kotsspitala vera hlutfallslega lægra í heildarkostnaði spítalans en t.d. á Land- spítalanum.Viðhaldskostnaður á Landa- koti var 4,54% af heildarveltunni 1977 en var 4,9% hjá Landspítalanum. „Landakot hefur nú um 5000 legu- daga á mánuði hverjum. í daggjöldum gerir það um 160 milljónir króna. Siðustu þrjá mánuði hefur launakostn- aður verið um 135 milljónir króna og 25 milljónir farið I að borga „skuldina” áðurnefndu. Peninga til alls annars hefur skort, matinn, lyfin, símann, raf- magn, hitaveitu og fleira. Allt hefur verið fengið að láni,” sagði Logi. Logi taldi eðlilegt að yfírvöld segðu að ekki mætti eyða fram yfir ákveðna upp- hæð. En væru slík fyrirmæli gefín yrði að fylgja hverju ætti að hætta, hvaða þjónustu ætti að draga saman. Það hefði sem sé skort helminginn af fyrirmælun- um aðofan. Logi taldi að deila mætti um dag- gjaldakerfí og einnig að sjúkrahúsin færu á fjárlög. Þar væri ekki um aðra breytingu að ræða en með fjárlagakerf- inu mætti segja að daggjöld væru ákveðin til lengra timabils. Logi taldi nauðsyn bera til að daggjöld Landakots yrðu hækkuð. Spítalinn hefði sýnt jafngóðan eða betri rekstur og aðrir og fyrir það ætti hann ekki að liða. í skipulagsskrá fyrir Landakotsspítala frá áramótum 1976—1977 segir í 5. grein: „Rikið skuldbindur sig til þess að sjá spitalanum fyrir rekstrarfé til reksturs starfseminnaL” Við þau orð hefur ekki verið staðið. ■ASt. Unga fólkið skoðar starfsemi DB: Krakkarnir höfðu gaman af að pikka sjálfir á ritvélarnar og reyna sig sem alvöru- blaðamenn. Nýja lambakjötið gengur vel í Danskinn Þær fréttir hafa nú borizt búvöru- deild SÍS að nýja lambakjötið sem deildin sendi flugleiðis á markað þar fyrir skömmu hafi horfið eins og dögg fyrir sólu og verið í mjög góðu ásig- komulagi eftir flutninginn. Aö sögn Gunnlaugs Björnssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra deildar- innar, þykir verðið fulllágt i Dan- mörku en þó sé ákveðið að halda áfram tilraunasölu þangað í þeirri von að unnt verði að skapa aukna eftir- spurn sem síðan kynni að leiða til hækkaðs verðs. Stendur til að senda fjögur tonn utan i þessari viku, mun stærri skammt en áður, og síðan vikulega til Kaupmannahafnar út sláturtíðina. Gerð var tilraun með að senda sams konar kjöt til Frakklands en þar fékkst óhagstæðara verð. Tilraunir þessar eru gerðar að undirlagi mark- aðsnefndar sem landbúnaðarráðu- neytið skipaði í fyrra. •G.S. „Prent”vélamar hvað mest spennandi Þeir eru margir hópamir sem komið hafa og skoðað starfsemi Dagblaðsins. Ritstjórnin okkar var þó sammála um að enginn hópur hefði verið jafnglæsilegur og sá sem heimsótti okkur í gærmorgun. Þetta voru krakkar frá Árborg — dag- heimilinu í Árbæjarhverfínu í Reykja- vík. Þetta voru 4—5 ára krakkar, fullir forvitni um hvaðeina, sem komnir voru í fylgd með fóstrum sínum á ritstjórn blaðsins og prentsmiðju. Kannski voru þarna tilvonandi blaðamannaefni — eða þá kannski prentarar. Á ritstjórninni fannst krökkunum hvað mest til um „prentvélarnar”, eða ritvélar eins og við köllum það yfírleitt á ritstjórninni. Þá fannst börnunum ekki siður mikið til um myrkrakompu Ijós- myndaranna en því miður var hinn sjálf- skrifandi fjarriti frá Reuter ekki að senda. Hópi hinna ungu Árbæinga var svo boðið upp á ispinna og að skilnaði var glitmerki hengt aftan í hvern og einn en þann búnað ættu reyndar öll landsins börn að fá sér, sama á hvaða aldri þau eru. Kærar þakkir fyrir skemmtilega heim- sókn, ungu Árborgarar! — DB-myndir R.Th.Sig. <" f Halla Jónsdóttir leiðir börnin I allan Eftir svona leiðsögn er gott að svala sér i sannleika um það hvernig dagbók blaðs- frostpinna. DB-myndir R.ThJSig. ins verður daglega tii.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.