Dagblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 24
Dæmi úr Ámessýslu um áhrif sparnaðar dómsmálaráðherra: TVÖFÖLDUN Á MANN- AFLA í LÖGGÆZLU OG FLUTNINGISJÚKRA — kostar skattgreiðendur 100 milljónir aukalega og öryggiskerfið verður flóknara, segir Jón Guðmundsson yfirlögregluþjónn á Seifossi „Mig óar við að sjá þessa uppbyggingu mölvaða niður i ekki neiti og að það skuli lenda á óverðugum. Þar á ég við sjúka og slasaða,” sagði Jón I. Guðmundsson yfirlögregluþjónn í Árnessýslu í viðtali við DB í gær. Blaðið hafði samband við Jón vegna þeirrar ákvörðunar dómsmálaráðherra að frá og með næstu áramótum skuli lögreglumenn og bílar ekki sinna sjúkraflutningum nema í neyðar- tilvikum Jón hefur starfað i lögreglunni í Ár- nessýslu og þá jafnframt við sjúkra- flutninga í röska tvö áratugi og átt drjúgan þátt i uppbyggingu þessarar þjónustu. Nú hefur lögreglan í Árnessýslu yfir að ráða fimm öflugum bílum, sem allir eru vel búnir til sjúkraflutninga á nútíma mælikvarða. Að sögn Jóns hafa komið þeir dagar að fjórir-fimm lögreglubílar eru að sinna sjúkraflutningum í einu og fluttu þeir á sjötta hundrað manns í fyrra. Lögreglumennirnir eru þvi orðnir vel þjálfaðir sjúkraflutninga- menn. Eins og gefur að skilja eru vegalengdir í Árnessýslu margfaldar á við vegalengdir i Reykjavík og því ekki raunhæft að bera þessi mál saman á þessum tveim stöðum. Þá benti Jón á að á sumrin, þegar geysilegur ferðamannastraumur væri um héraðið, dreifðu lögreglubilarnir sér á staði svo sem Laugarvatn, Þjórsárdal, Þingvelli, Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfoss. Væri því oftast mjög skammt i næsta lögreglu- og þá jafnframt sjúkrabíl. Vegna neyðartilvikanna, sem ráðherra nefnir í bréfi sínu, taldi Jón erfitt að dæma um slíkt hverju sinni. Sagðist hann t.d. ekki vilja standa yfir fótbrotnum manni, ekki lífshættulega meiddum, og segja honum að bíða eftir sjúkrabil sem kæmi einhvern timann siðar. Loks gat Jón þess að þrátt fyrir að sjúkraflutningunum yrði komið á annan aðila þýddi það ekki fækkun i lögregluliði og bílaflota lögreglunnar í Árnessýslu ef hún ætti áfram að halda uppi löggæzlu á þann hátt sem henni erfalið. Skv. bréfi dómsmálaráðherra eiga sveitarfélög að taka sjálf sjúkra- flutninga í sínar hendur eftir ára- mótin. Vegna þess snéri blaðið sér til Hafsteins Þorvaldssonar, bæjar- stjórnarmanns og sjúkrahússráðs- manns á Selfossi, og bað hann að gizka á hvaða aukabaggi þetta fyrirkomulag yrði á sveitarfélög i Ámessýslu. Sagði hann að lágmark væri að hafa þrjá vel búna bíla og vegna vakta- skiptinga allan sólarhringinn þyrfti 10 til 12 menn á þá, a.m.k. Ekki vildi hann í fljótu bragði skjóta á neina tölu en ekki mun vera fráleitt að tala um 100 milljónir i stofnkostnað og rekstur fyrsta árið, að launum meðtöldum. Benti hann á að bifreiðaeftirlitið og lögreglan hefði nú aðsetur í sama húsinu á Selfossi þannig að ef slysaútkall kæmu færu t.d. tveir lögreglumenn og einn bifreiðaeftirlits- maður saman í bíl. Gætu þeir allt í senn sinnt erindum bifreiðaeftirlits pg lögreglu, veitt skyndihjálp og komið þeim slasaða fljótt undir læknishendur. Með nýja fyrir- komulaginu þyrfti tvo bíla til sama verkefnis og þann þriðja verði Bif- reiðaeftirlitið og lögreglan aðskilin. Kvað hann þessi mál i mjög ákjósanlegu ástandi í Árnessýslu nú og talaði hann þar af eigin reynslu sem fyrrverandi lögregluþjónn. -G.S. íminningu iátinnar skólasystur: Reisið gangbrautarvita á Suðurlandsbraut — skólaböm skora á umferðaryfirvöld Tvær tólf ára stúlkur i Laugarnes- skóla höfðu frumkvæði um áskorun á umferðaryfirvöld borgarinnar til þess að láta setja upp götuvita á Suðurlands- brautinni. Hörmulegt slys varð þarna nýlega þegar leiksystir þeirra og ná- granni beið bana á eða við gangbraut sem þarna er. Skólastjórinn, Jón Freyr Þórarinsson, sem og kennarar Laugarnesskólans, hafa aðstoðað við undirskriftasöfnun sem umferðaryfirvöldum verður send. Fjöldi íbúa í hverfinu og raunar víðar, auk skólabarna 11 ára og eldri, hafa tekið þátt i þessu framtaki og gengur undirskriftasöfnunin vel. Gera má ráð fyrir því að nokkur hundruð manna verði til þess að vekja athygli á brýnu nauðsynjamáli. Auk barna úr Laugarnesskólanum, sem erindi eiga upp fyrir Suðurlands- braut, m.a. í ritfangaverzlun, sækja t.d. börn úr Álftamýrarskólanum sund í Laugardalslaugina. Þarna er á ferðinni athyglisvert framtak sem þær Helga Eiríksdóttir og Hrafnhildur Sigurgeirs- dóttir áttu frumkvæði að í minningu lát- innar leiksystur og nágranna. Í framhaldi af þessu hafa í Laugarnes- hverfi vaknað umræður og hugmyndir um að gefa göngubrautum meiri gaum og viðar en.þeirri sem hið hörmulega slys skeði á. BS Tíðir veskjaþjóf naðir Mikið hefur verið um veskjaþjófn- í „Torgi” SÍS við Austurstræti. Fund- aði í stórhýsum miðborgar Reykjavikur undanfarna daga. Var þremur slíkum stolið úr skrifstofum i Morgunblaðshúsinu á fimmtudaginn. Fundust tvö þeirra siðar á Hallæris- plani, auðvitað tóm. Þar á undan var tveimur veskjum stolið úr vistarverum ust þau tóm í húsi Gevafoto skammt frá. Faraldur þessi byrjaði fyrir um það bil 10 dögum. Var þá stolið tveimur veskjum í Landsbankahúsinu. Þau fundust tóm í húsi Mjólkurfélagsins i Hafnarstræti 5. -ASt. Ungir sjálfstæðismenn þinga: HVER ER EIGIN- LEGA STAÐAN? Þegar úrslit kosninganna sl. sumar voru ljós orðin heyrðust raddir frá ungum sjálfstæðismönnum í þá átt að halda þyrfti landsfund til þess að ræða hina nýju stöðu flokksins í stjórn- málum. Ekki varð úr þeirri hugmynd. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú boðað til aukaþings. Verður það háð í Valhöll á Þingvöllum nú um helgina. Hefst það í dag kl. 10-Ætlað er að þvi ljúki annað kvöld. Mikill áhugi ríkir meðal ungra sjálf- stæðismanna á þessu þinghaldi. Eitt hundrað og fimmtíu fulltrúar víðs veg- ar að af landinu hafa boðaö komu sina. Er búizt við fjölmenni á þinginu. Starfsemi ungra sjálfstæðismanna verður aö sjálfsögðu á dagskrá. Rætt verður og um starfsemi Sjálfstæðis- flokksins yfirleitt. Meðal mála sem rædd verða eru kjördæmamálið og efnahagsmálin. Ráð er gert fyrir almennri stjórnmála- ályktun þingsins. Meðal þeirra sem ávarpa þingið eru þeir Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, og Ellert B. Schram alþingis- maður. BS Helga og Hrafnhildur — þær áttu frumkvæðið. DB-mynd Ari. „Hallærisplanið er ekkieina athvarfið” — segja ungtemplarar og benda ungu fólki á diskótek fyrir unglinga 16 ára og eldri I fréttatilkynningu sem DB hefur borizt frá ungtemplarafélaginu Hrönn er þvi mótmælt að ekkert sé um skemmtanir fyrir unglinga í Reykjavik um helgar. Þar segir að um rúmlega tveggja mánaða skeið hafi diskó- tekskemmtanir verið vikulega í Reykjavik fyrir unglinga 16 ára og eldri. 1 fyrstu hafi Diskótekið Disa staðið að þessum skemmtunum í Glæsibæ. Núna standi hins vegar UTF Hrönn að slikum skemmtunum í Templarahöllinni á laugardagskvöld- um frá kl. 9—1 með aðstoð Diskóteks- ins Dísu. í fréttatilkynningunni segir að markmiðið með þessum diskótek- kvöldum sé að koma til móts við ungl- inga og skemmtanaþarfir þeirra þannig að „planið” margumrædda þurfi ekki að vera eina athvarf þeirra á helgarkvöldum. Templarahöllin tekur á milli 200 og 300 manns þannig að ljóst má vera að ekki er um algjört að- stöðuleysi unglinga i Reykjavík að ræða um helgar. -GAJ- frfálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 30. SEPT. 1978. Nýfisksöluþjónusta íKeflavík: Þú getur f engið ýsu í áskrift „Fólkið fær fiskinn sama dag og hann bítur á krókinn og viðbrögð fólks við að fá fiskinn sendan heim eru vonum fram- ar,” sagði Guðjón Óskarsson i Keflavík í viðtali við DB í gær. Guðjón, ásamt öðrum til, hefur tekið upp þá nýbreytni í fisksölu að safna áskrifendum að ýsu. Ýmist fær fólk fisk- skammt vikulega eða hálfsmánaðarlega. Lágmarksskammtur er 5 kíló. Fiskinn kaupa þeir félagar af línubáti, slægja hann og þvo og aka svo til kaup- enda. Ekki selja þeir enn flök en það er til athugunar eins og fleira. Þjónusta þessi er ekki nema hálfs mánaðar gömul en samt eru áskrifendur orðnir um 70. Áður en þeir byrjuðu létu þeir prenta dreifimiða sem þeir dreifðu síðan í hús í Keflavík og Njarðvíkum með þessum árangri. -G.S. Börn fundu pilluglös í öskutunnu Fimm börn fundu á mánudag fjögur glös og eitt bréf með pillum í, i öskutunnu við Vallargötu í Keflavík. Var athygli lögreglunnar vakin á fundi barnanna. Fóru lögreglumenn með börnin heim til þeirra og skýrðu frá því er fyrir hefði komið. Ekki var vitað hvort eða hve mikið börnin hefðu borðað af pillunum. Um kvöldið var farið með tvö barnanna í sjúkrahús, en það var frekar til öryggis en að augljós merki pilluáts hefðu komið frani. Engu hinna þriggja sem hlut áttu að máli varð meint af. Hér var um tauga- og giktartöflur að ræða og voru þær raktar til sjúklings sem hafði kastað þeim. . -ASt. Hassmálið: Tvítugur maðurí gæzluvarð- hald Tvítugur maður hefur nú verið úr- skurðaður í 20 daga varðhald vegna rannsóknar á fikniefnamáli. Virðist hér vera um nýtt mál að ræða og rannsókn þess á frumstigi. Fíkniefnadeildin getur að svo komnu ekki skýrt frá því hvert umfang máls þessa kann að vera. BS Kaupio * TÖLVUR' í I* OG TÖLVI BANKASTRÆTI8 »^VII27S^«

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.