Dagblaðið - 30.09.1978, Page 7

Dagblaðið - 30.09.1978, Page 7
JJ Hársnyrtivörur jlf ^ úr ríki náttúrunnar: ® Milk’n Honee sjampó Milk’n Honee rakanæring Milk’n Honee super protein pack Henna jurtalitur Jurtaefni er lykillinn aö heilbrigðu hári, A sama stað: Alhliða snyrting, svo sem andlitsbað, , húðhreinsun, fótaaðgerð o.fl. Hárgreiðslu- og snyrtistofan Sófheimum 1, sími36775. Gunnlaugur styður ríkisstjórnina Gunnlaugur Stefánsson þingmaður Árna Gunnarssonar, þingmanns, sem gerð lítil skil I samstarfsyfir- umbótamálunum hafi ekki verið viljann til verksins, viljann til þess að lýsir I Alþýðublaðinu í fyrradag yfir DB sagði frá i vikunni. lýsingunni,” segir Gunnlaugur um komið áfram í ríkisstjórninni og á axla þá ábyrgð sem því fylgir að stuðningi við ríkisstjórnina. Ummasli „Það verður ekki sagt með sanni, að stjómarsáttmálann, „og ég vona, að Alþingi að kjörtímabilinu loknu, af því standa að ríkisstjórn og stjórna í hans ganga i allt aðra átt en ummæli umbótamálum Alþýðuflokksins séu það verði ekki sagt með sanni að að þingmenn Alþýðuflokksins skorti landinu.” -HH. A \ ..oNÍastiomJU £ k FLESTIR 5 VILJA í VINSTRI V STJÓRN Á\ . Ziifc if*í*s£*H* > isiw-uro* “V. -Sf : 5 UVIG TIL BBrfiu. "RmMYNt,A Kndaginn -A, ! Enn cnqin ókvörðun Enn ein mynd frá nýliðnu sumri, — einn af þessum frisku strákum, sem seldi Dagblaðið, önglaði sér i talsveða peninga, sem notaðir verða til að standa straum af náminu i vetur, námi sem á eftir að gera þennán unga mann hæfari fyrir átökin i lifskapphlaupinu. Sala Dagblaðsins i sumar var meiri en nokkru sinni, og upplagið vex stöðugt og útlit að svo verði áfram i vetur. -DB-mynd Hörður. „Við höfum engu að \eyna" — segirforstjóri Bflasölunnar Brautar „Við höfum engu að leyna í sam- bandi við kæru sem ránnsóknarlög- regla ríkisins hefur skýrt frá, að að okkur hafi beinzt vegna tiltekinna bif- reiðaviðskipta,” sagði Haukur Hauks- son, framkvæmdastjóri Bílasölunnar Brautar í viðtali við DB í gær. „í stuttu máli voru málavextir þess- ir: Fyrir nokkrum mánuðum var komið með bifreið af gerðinni Chevro- let Nova árg. 1970 í sölu til okkar. Uppsett söluverð var kr. 1.150.000. Bifreiðin var seld á kr. 816.000. Kaup- verðið var staðgreitt, viðskiptin sam- þykkt af seljanda og afsal gefið út. Kaupandinn lét gera upp bifreiðina og seldi hana síðan á hærra verði en kaupverðið var. í ljós kom, að kaupandinn hafði ekki undirritað afsalið sem kaupandi, eins og honum bar að gera. Lét hann síðan nýjan kaupanda á hærra verðinu undirrita upphaflegt afsal. Það eru viðurkennd mistök af hálfu okkar, sem rekum Bilasöluna Braut og berum ábyrgð á því að samningar séu gerðir á réttan hátt, að hafa ekki gætt þess að kaupandi nr. , undirritaði af- sal til sin. Viðskiptahættir þeir sem nú var greint frá voru viðhafðir án vitundar okkar eigenda fyrirtækisins. Aðgát í þessu efni var því ekki nægileg og hörmum við það og viðurkennum þá yfirsjón,” sagði Haukur Hauksson. Hann kvað það ekki venju eigenda fyrirtækisins að stunda bifreiðavið- skipti öðruvisi en sem tilboðssafnarar og annast milligöngu um viðskipti annarra manria sem til þeirra leituðu. BS. Vikan - blaósölubörn Vikuna vantar blaðsölubörn víða í Reykjavík, Kópavogi og Hajharfirði. Upplýsingar í síma 27022. 155 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborðar DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 SIMl 27277 Staða forstöðumanns við dagheimilið Selásborg er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknar- frestur j er til 9. október. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvistunar Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978. ERU MNGMENN ALÞYÐUFLOKKSINS í STJÓRN EDA STJÓRNARANDSTÖDU? Árni Gunnarsson alþingismaður Alþýðuflokksins ritaði í vikunni harðorða grein í Alþýðublaðið þar sem hann ræðst harkalega á efnahags- stefnu rikisstjómarinnar. Árni segir m.a. að þingsætin séu ungum alþýðuflokksmönnum ekki svo mikils virði, að þeir séu ekki tilbúnir að fórna þeim fyrir málstað gjörbreytts efna- hagslífs og umbóta á fleiri sviðum þjóðlífsins. Vegna þessara ummæla Árna hafði DB samband við þrjá unga Alþýðuflokksþingmenn og spurði hvort þeir styddu stjórnina eða ekki', væru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Svar Gunnlaugs Stefánssonar var stutt og laggott: „Ég er í stjórn.” Jóhanna Sigurðardóttir var ekki eins ákveðin. Hún sagði m.a.: „Ég er eins og Árni Gunnarsson óánægð með margt í stjórnarsáttmálanum. Ég mun hins vegar styðja stjórnina til allra góðra mála. En ég setti strax þann fyrirvara á stuðningnum að endar yrðu að ná saman í efnahagsmálunum fyrir lok næsta árs. Ef það tekst ekki tel ég mig hafa óbundnari hendur.” Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins hafði þetta til málanna að leggja: „Flokks- stjórn Alþýðuflokksins tók afstöðu til stjórnarmyndunarinnar Það er Ijóst hver sú afstaða var. Allir þingmenn flokksins undu þeirri niðurstöðu. Mér er því ekki kunnugt um annað en að allir þingmenn flokksins fylgi stjórninni. Það er svo annað mál sem Árni Gunnarsson ræðir um í grein sinni og það er það að við þingmenn Alþýðuflokksins viljum ekki afsala okkur þeim baráttumálum sem barizt var fyrir í kosningabaráttunni. -JH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.