Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.09.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 30.09.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978. n Bob Marley náöi mjög göðu sam- bandi við áheyrendur. í annað skipt- ið, sem hann var klappaður upp, kvaðst hann á við höpinn svo að stór- furðulegt var á að hlýöa. Dagblaðið með Bob Marley & The Wailers á hljómleikum í San Francisco Heitar sumarnætur eru sérlega heppilegar fyrir reggae-hljómleika. Og ekki var það til að skemma fyrir að reggae-kóngurinn sjálfur, Bob Marley, var á ferðinni nóttina sem hér skal greint frá. Veðrið var með afbrigðum gott og stjörnurnar blik- uðu á dökkbláum himni — með öðrum orðum: aðstæðurnar til að njóta kvöldsins út I yztu æsar gátu ekki orðiö betri. Þetta kvöld voru þrettán fulltrúar mættir frá litla Islandi til að vera við- staddir reggae-parti i Berkeley í Kali- forniu. Hin vel þekkta íslenzka hljómleikafeimni þurrkaðist af hópn- um um leið og hinn Ijúfi reggae- rythmi Bob Marley & The Wailers leið út frá sviðinu. Þarna varð ég vitni að atburði sem ég hef ekki séð siðan Rúnar Júlíusson gerði leikfimi- æfingar i Húsafellsskógi um verzl- unarmannahelgina 1969. Landar okkar lifðu sig inn i tónlistina ekki síður en hinir 9987 áhorfendurnir og reru sér fram og aftur í takt við tón- listina. Áhorfendurnir voru af öllum gerð- um og stærðum Ég horfði um stund yfir áhorf- endaskarann. Það sem mér bar fyrir augu var likt og að horfa á tiu þúsund gorma ganga upp og niður, út og suður. Ánægjubros var á hverju andliti, textar Marleys hreyfðu greinilega við tilfinningum fólks, enda lét allur fjöldinn það óspart í Ijósi að hann væri sammála boðskap textanna. Hópurinn, sem þarna var saman kominn, var ákaf- lega blandaður. Fyrir framan mig sat faðir með tólf ára gamlan son sinn. Allt I kring úði og grúði af jazz- áhugafólki, ræflarokkurum og hvers kyns fólki. Gömlum hippum sást meira aðsegja víða bregða fyrir. Áköfustu aðdáendur Bob Marley hafa yfir sér ákaflega sérstæðan stíl og skera sig mjög úr fjöldanum. Jamaicafélagið i San Francisco efnir árlega til happdrættis þar sem aðaf vinningurinn er ferð fyrir tvo til Jamaica og fritt marijúana. önnur verðlaun eru ferð fyrir einn og ókeypis marijúana. — Ferðir þessar eru nokkurs konar pílagrímsferðir til „Hef ekki séð annað eins síðan hjá Rúnari Júlíus- syni íHúsafelli um verzlunarmannahelgina árið 1969” heimkynna Marleys en hann er ein- mitt ættaður að hálfu leyti frá Jamaica og ól þar aldur sinn til skamms tíma. Marijúananeyzlan í hámarki Marijúanareykingar þykja sjálf- sagður hlutur á Jamaica. Neyzla Bob Marleys og félaga hans á þessu efni er meiriháttar. Mér skilst að hún hafi verið eitt af veigamiklum at- riðum sem stóðu I veginum fyrir því að listahátíðarnefndin islenzka réði Bob Marley & The Wailers til hljóm- leikahalds hér á landi I júni siðast liðnum. Enda veit ég að ef hin skarpa, islenzka lögregla hefði verið stödd á hljómleikunum I Berkeley hefði hún ekki verið sein á sér að stöðva leikinn. 1 byrjun fleygðu allir liðsmenn hljómsveitarinnar nefni- lega hnefafylli eftir hnefafylli af marijúanavindlingum yfir áhorf- endaskarann og reyktu sjálfir ótæpi- lega á meðan þeir léku. Það er vissulega sorglegt að vandamál sem marijúanareykingar skuli verða til jress að landsmenn verða af þvi að fá að sjá og heyra Bob Marley og hljómsveit hans leika. Þeir hefðu áreiðanlega gert talsvert meiri lukku en popphljóm- sveitin Smokie. Sambandið við á- heyrendur var með afbrigðum gott Mér hefur ávallt þótt Bob Marley sæmilegur á hljómplötu. En ég verð að viðurkenna að ég hef ekki farið á jafngóða hljómleika og hérna um kvöldið allt síðan ég sá Eagles I fyrra. rétt eftir að Hotel California platan kom út. Marley náði ákaflega góðu sambandi við áhorfendur. Sér i lagi þótti mér gaman að honum er hann hafði verið klappaður upp i annað skiptið. Þá söng kappinn líkt og hann væri að kveðast á við fólkið. Fyrst tónaði hann vissar nótur, fólk- ið svaraði með sömu nótum og síðan koll af kolli. Þannig skapaðist slík stemmning að dagblað eitt i San Francisco, sem sjaldan skrifar um hljómleika, gat ekki orða bundizi. Þar sagði meðal annars: „Bob Marley er ekki lengur sami fátæki hljómlistarmaðurinn og spilaði hérna fyrir fimm árum. Þá hélt hann ferna hljómleika í Filmore West og var uppselt á þeim öllum. Nú hefur hann ekki lengur brenn- andi skilaboð til áheyrenda sinna — hann er orðinn mun afslappaðri.” „ ... en við f innum þá í fjöru" Mér verður hugsað til þess sem gerðist fyrir fimm árum. Hljómleik- arnir, sem ég var viðstaddur, voru mér ógleymanleg stund. Hápunktur- inn náðist er Marley og félagar voru klappaðir upp i þriðja skiptið. Þá var andrúmsloftið orðið svo jákvætt að ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. — Hljómleikunum lauk síðan með lagi þar sem Marley fjallaði i textan um um hversu íhaldssöm þau hljóm- plötufyrirtæki séu sem vilja útiloka nýbylgju- og ræflarokktónlist frá músíkmarkaðinum. Bob Marley hafði þetta að segja um þau: .....But we’re gonna find them guilty”, og þar með endaði þessi stór- kostlega kvöldstund. Hallgrímur Texti ogmyndir: Hallgrímur Björgólfsson

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.