Dagblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978.
3
Viðbrögð forstjóra
Eimskips og Flugleiða
skætingur og útúrsnúningar
G.J.skrifar:
Sjónvarpsþátturinn Kastljós 27.
október var með líflegra móti, en þar
áttust við Ólafur Ragnar Grímsson,
alþingismaður; forstjóri Eimskips
Óttarr Möller og Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða. Varð þeim i meira
lagi heitt í hamsi en umræðuefnið var
hin svokallaða einokunar-árátta sem
sumir álíta að eigi sér stað hjá þessum
félögum.
En satt að segja er ég engu nær eftir
útskýringar forstjóranna. Hvers vegna
er t.d. flugfar til Bandaríkjanna héðan
og heim aftur miklu ódýrara en til
meginlandsins. Til Lundúna t.d.
kostar far fram og aftur rúmar 100
þúsund krónur, flugtíminn um tvær
klukkustundir og 20 mínútur, en til
New York er flugtíminn um 5 stundir.
Mér þótti þátturinn einkennast af
skætingi og útúrsnúningum, ekki rök-
hyggju og auðskildum útskýringum.
Skýringar forstjóranna voru loðnar og
lítt skiljanlegar hinum almenna
manni. Þeir komust fljótlega í striðs-
ham, barþóannar af.
Það sem almenningur skilur ekki er
hvers vegna hinn mikli verðmunur á
sér stað hjá báðum þessum félögum.
Og alveg var það furðulegt þegar því
var haldið fram að hagstæðust fyrir
okkur væru flugfargjöldin á Evrópu-
leiðum. En það kom lika fram að er-
lendur ferðamaður sem hingað kemur,
t.d. frá Skotlandi, nýtur mikilla hlunn-
inda í flugfari og gistingu, en við
eigum að greiða topp-verð ef við
skreppum þangað. Og annað þótti mér
harla einkennilegt, en það er að mun
ódýrara er að fljúga frá Luxemburg til
New York og þaðan til íslands en að
fljúga beint frá Luxemburg hingað.
Þetta er furðuleg krossgáta, enda
leiddi forstjórinn þessi atriði i flugfar-
gjöldum sem mest hjá sér.
Sú hugsun er áleitin hjá mörgum að
ef til vill sé „óhreint mél I poka” hjá
báðum félögunum og því er gott að
pokinn verði kannaður rækilega. Og
gott var að heyra að forstjóri Eimskips
fagnar því að rannsókn verði hafin á
rekstri félagsins.
Ifr
Ólafur Ragnar Grímsson alþingis-
maður. Viðureign hans við forstjóra
Eimskips og Flugleiða i Kastljósi sl.
föstudagskvöld hefur vakið mikla at-
hygli.
Hér er enginn skortur á sjónvarpstækjum en þau mættu vera fleiri á ýmsum spít-
alanna. Kona frá Súgandafirði leggur nú til að menn gefi spitulunum gömlu sjón-
varpstækin sin i stað þess að innsigla þau. DB-mynd Árni Páll
Hringið ísíma
21022
mUSkl. 13oglS
Kastljös:
ANGISTARÓP
FORSTJÓRA EIM-
SKIPAFÉLAGSINS
Gefa mætti
notað tæki á
hvern gang
Kona frá Súgandafirði hringdi:
Hún sagðist hafa legið á Landakoti
nýlega og þar hefði verið góð vist.
Starfsfólk vildi allt fyrir sjúklingana
gera. En eitt fannst konunni að mætti
laga. Aðeins eitt sjónvarp er fyrir
sjúklingana og er það niðri i kjallara.
Konan vildi beina þvi til fólks, sem
nú er að hætta að nota sjónvarpstæki
sín, hvort ekki væri hægt að gefa eins
og eitt tæki á hvern gang.
Sumir sjúklingar komast ekki i
kjallarann en vilja engu að síður ekki
missa af ýmsu efni t.d. spennandi
framhaldsþáttum.
Þormóður Guðlaugsson hringdi: skipaflutningum fram yfir Evrópu-
Óttarr Möller kom fram í sjónvarp- markað gat hann sýnt þá reisn eftir að
inu á dögunum með það eitt á vörum Helgi stjórnandi missti valdið á þætt-
að Ólafur Ragnar Grimsson skyldi inum — að standa upp og segjast ekki
ekki kaffæra sig. Raunin varð sú að tala við sér jafnvitlausa viðmælendur.
Óttarr kom aldrei úr kafi enda þarf dá- En reisn hans vantaði og þekkingu,
litla greind á móti Ólafi Ragnari og úr enda skipamiðlaranámskeið ekki mikil
því að Óttarr ætlaði aldrei að svara þvi undirstaða skipareksturs, þótt amer-
hvers vegna herinn ætti að græða á ísktsé.
„Viltu ekki líka sápu
og handklæði?”
Kona hringdi: um vatn til að misstíga sig ekki. Þjónn-
Ungur maður fór á veitingahús i inn sneri þá upp á sig og spurði hvort
Reykjavík. Hann hefur verið á Free- hann vildi ekki líka sápu og hand-
port og var þetta hans fyrsta ferð á klæði.
vínveitingahús eftir komuna heim. Þessi framkoma þjónsins fannst
Hann var því kvíðinn áður en hann konunni óverjandi og mun maðurinn
fór og óviss um útkomuna. hikandi við að leggja i aðra ferð ef
Er á veitingahúsið kom bað hann hannávonáslikum „trakteringum”.
Nýjung á Hótel Loftleiðum
Það er eins með osta og ástir - það tekur langan tíma að kynnast
þeim í öllum sínu fínu blæbrigðum. Nægurtími og rétta
umhverfið hefur líka sitt að segja.
Komið á ostavikuna í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Þar eru
næg tækifæri til osta. Ostar, salöt og Ijúfar veigar. Auk þess
býður hótelið upp á sérstakan matseðil af tilefninu.
Eigið ostaævintýri á Hótel Loftleiðum, því lýkur 2. nóvember.
Borðpantanir í síma 22321
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
sMjó^
■ '}■
Kaupirðu
hljómplötur?
Steinunn Þorsteinsdóttir: Já. Ég geri það
og þá aðallega íslenzkar.
Rannveig Einarsdóttin Já. Ég geri dálítið
að því. Þó hefur það minnkað í þessari
ótíð. Það eru einkum stórar útlendar
plötur sem ég kaupi.
Óskar Árnason: Nei. Ég kaupi ekki
hljómplötur. Hins vegar hlusta ég á það
sem útvarpið býður upp á og hrifnastur
er ég af kirkjutónlistinni.
Sigriður Daviðsdóttir: Nei. Ég kaupi
ekki hljómplötur. Ég hef þó gaman af
tónlist og hlusta einkum á létt klassiska
tónlist í útvarpinu.
Kristin Kristjánsdóttir: Ég geri það
stundum og þá aðallega fyrir soninn,
einkum þá diskó- og popptónlist. Sjálf
hlusta ég aöallega á útvarp en kaupi þó
stundum plötur fyrir sjálfa mig og
einkum þá plötur með léttri klassiskri
tónlist.
Jón Guðlaugsson: Nei. Ég kaupi ekki
hljómplötur en ég hlusta talsvert á út-
varp og hef mest gaman af
harmoníkumúsik.