Dagblaðið - 01.11.1978, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978.
DB á ne ytendamarkaði
Hitaveituvatnið eyði-
leggur bæði upp-
þvottavéiina og leirínn
I.Á.H. hringdi:
í sumar birtist á Neytendasíðunni
bréf frá konu sem sagði frá því að hún
hefði látið tengja uppþvottavél sína
við hitaveituvatn. Taldi konan sig
spara þannig mikinn rafmagns-
kostnað.
Mig langar til þess að lýsa furðu
minni á þessu uppátáeki kónunnar.
Vel má vera að hún spari peninga á
þvi að nota minna rafmagn með þvi að
nota hitaveituvatn inn á uppþvotta-
vélina. Hins vegar þolir viðkvæm
uppþvottavél allsekki hitaveituvatnið,
í því er kisill sem sezt i pakkningar og
ventla vélarinnar. Þar að auki
eyðileggur hitaveituvatnið smám
saman leir og glös, sem ekki verður
eins gljáandi þvegið úr sjóðandi hita-
veituvatni. Uppþvottavélar eru mjög
dýrar, — oft á tiðum erfitt að fá i þær
varahluti — og þvi vafasamur
sparnaður að spara rafmagns-
kostnaðinn.
Á mínu heimili höfum við notað
uppþvottavél í nokkur ár með ágætum
árangri. Okkur hefur reynzt bezt að
skipta um uppþvottaefni af og til. Á
markaðinum eru bæði til innlend og
útlend uppþvottaefni fyrir uppþvotta-
vélar og litill eða enginn munur á
gæðum þeirra.
Uppþvottavélar eru orðnar algeng heimilistæki á Islandi í dag.
Ráðleggingar og uppskrittir Osta- og smjorsoiunnar eru sériega vandaóar og skemmtiíegar og i petm er aó tinna margar
bæði einfaldar og handhægar uppskriftir. Þessar uppskriftir eru einnig þannig að þeim er hægt að treysta, — og næst góður
árangur.
Ostur á Loftleiðum
Núna stendur yfir osta- og rauðvíns-
kynning í Blómasal Hótel Loftleiða.
Eru það Flugleiðir og Osta- og
smjörsalan sem standa að kynning-
unni og er hún i umsjón Hönnu
Guttormsdóttur og Þórarins
Guðlaugssonar. Full ástæða er til að
hvetja fólk til að fara nú og bragða á
hinum gómsæta islenzka osti sem er
óðum að vinna sér vinsældir, heima
jafnt sem erlendis. t fréttatilkynningu
um ostakynninguna segir meðal
annars:
„Þótt fyrstu sagnir af ostagerð megi
rekja til Súmera hinna fornu sem
bjuggu í suðurhluta Mesópótamíu
þrjú til fjögur þúsund árum fyrir Krist
og að ostagerð hafi síðan breiðzt út til
suðurhluta Evrópu sérstaklega, þá
hafa þó framfarir og uppgötvanir
tæknialdar riðlað ýmsum fyrri
kenningum og aðferðum við gerð
ostsins. Jafnframt hefur hæfni osta-
gerðarmanna, sem byggist á skóla-
göngu og verklegri þjálfun, aukizt
hröðum skrefum, nákvæmni í vinnu-
brögðum og hreinlæti er í hávegum
haft og er nú islenzkur ostur
sannkallaður veizlukostur.
Á kynningunni er dreift
upplýsingum um hinar ýmsu
ostategundir og mönnum
uppskriftiraðostaréttum.
gefnar
-DS.
ítilefni ostakynningarinnar:
HVER HEFÐI
TRÚAÐ ÞVÍ?,
A þremur mánuðum hafa
Ársalir náð forustu í sölu
notaðra bíla á íslandi.
HVERNIG?
★ Með því að vera hlutlaus millilið-
ur sanngjarnra kaupa.
★ Með því að skoða greiðslurnar
sem seljendur fá— að þær séu
góðar og gi/dar.
★ Með því að bjóða bílaeigendum
ókeypis aðstöðu í stærsta
bílasal landsins.
Meðan húsrúm leyfir ertu
velkominn með góðan,
hreinan bíl.
Opið 9—7, einnig á laugar-
dögum.
Alpaostakartöflur
I tilefni ostakynningarinnar er
uppskrift dagsins úr 27. ráðlegginga-
bæklingi Osta- og smjörsölunnar.
Alpaostakartöflubúðingur.
1—2 Alpaostar
1 egg
1 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
1 dlmjólk
lOOgGouda +45
1/2 kg soðnar kartöflur.
Kartöflurnar eru skornar i sneiðar
og þeim raðað i smurt, eldfast mót.
Alpaostinum er hrært saman við
mjólk og egg, það kryddað og síðan
hellt yfir kartöflurnar. Rétturinn er
bakaður við 200° C í 15—20 min.
Með hráu grænmetissalati er þetta
prýðisgóður hádegisverður en einnig
er gott að bera þennan búðing fram
með kjöt- eða fiskréttum. — í
uppskriftinni er ekki getið um hvað
gera eigi við Gouda-ostinn en senni-
legast er að hann sé t.d. skorinn i bita
og þeim raðað með kartöflunum,
undir alpaostinn.
Allur rétturinn kostar 809 kr. (þá er
reiknað með tveimur öskjum af
Alpaosti) og ef uppskriftin er fyrir
fjóra kostar hver skammtur rúmar 200
kr.
-A.Bj.