Dagblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 01.11.1978, Blaðsíða 5
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978. 5 IROKKOG BALLETT Næstkomandi fimmtudagskvöld verður frumsýning í Þjóðleikhúsinu á sýningu Islenzka dansflokksins og verða þrír ballettar á dagskrá. Tveir þeirra voru sýndir á Listahátið í vor við mikla hrifningu, „Pas de Q’iatre” eftir ballettmeistarann Anton Dolin, sem sjálfur sviðsetti ballettinn, og Sæmundur Klemensson, nýr íslenzkur ballett eftir Ingibjörgu Björnsdóttur við tónlist Þursaflokksins. Þriðji ballettinn er nýr af nálinni og nefnist Rokkballettinn — 1955. Er hann saminn af íslenzka dansflokknum undir leiðsögn og stjórn bandarísku ballerínunnar Karen Morell. Fjallar þessi ballett um tímabilið þegar rokktónlist og dans stóðu sem hæst og er öll tónlistin flutt af Elvis Presley. Karen Morell hefur dvalist á Islandi síðan i haust og kennt Islenzka dans- flokknum. Hún starfaði um 9 ára skeið með New York City Ballet, sem sólódansari undir stjórn Balanchine unz hún varð fyrir slysi fyrir þrem árum, sem batt enda á dansferil hennar. Hefur hún nú snúið sér að kennslu. Björn G. Björnsson gerði leikmynd við ballettana alla en alls koma fram 12 dansarar, meðlimir Islenzka dans- flokksins auk tveggja annarra karldansara og tveggja stúlkna úr ballettskóla Þjóðleikhússins. Eins og áður segir, verður frumsýning á fimmtudagskvöld og eru sýningar einnig áæltaðar á laugardag kl. 15 og þriðjudagskvöldið 7. nóvember. Segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu, að óvíst sé hvort unnt verði að hafa nema þessar sýningar, enþó fari það eftir aðsókn. -A.I. jf ■ ■ * ■ ■ | ■ | ■ r ■ | ■ \ Kirkjubygging er nú undirbúin á verði gert ráð fyrir prestsembætti á Seltjarnamesi. Á aðalsafnaðarfundi Nesinu. Seltjarnarnessóknar nú nýlega var Seltjamarnes er nú eini kaupstaður samþykkt að beina tilmælum til landsins þar sem ekki er kirkjumálaráðherra að hann hlutist til prestsembætti. Prestar Neskirkju hafa um að á fjárlögum fyrir árið 1979 hingaðtil þjónaðáSeltjarnarnesi. Peter Gunn og Daisy kjá hér saman á enska tungu, en Daisy segir nokkur vel valin orð á þeirri tungu. DB-mynd: H.V. „Bleika stríðið” heldur áf ram: r Páfagaukur í Oðali Bleika stríðið, eins og samkeppni veitingahúsanna Óðals og Hollywood er gjarnan nefnt, heldur áfram með stöðugt nýjum tíðindum af „víg- stöðvunum”. 1 gær kom hingað plötusnúður er nefnir sig Peter Gunn, ásamt páfa- gauk sinum Daisy, til að skemmta i Óðali í mánuð. Hann hefur unnið hér i Óðali um hríð áður en verður nú aðeins í mánuð þar sem vegur hans mun fara mjög vaxandi og kostnaður af nærveru hans um leið. Páfagaukurinn „flaug” í gegnum tollinn, enda var eigandinn með leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu, en verr gekk að koma atvinnutækjunum, plötunum, i gegn. Hollywood vekur nú frekari athygli á sér með miklum Ijósagangi i skraut- legu skilti utandyra og státar af heim- sóknum útvarpsplötusnúðsins Kid Jensen. -G.S. Við veitum 322ESS2SES55ÍE F2862106 , FIMM I F2862106 I FIMM H1 kr. afslátt LAUGAVEGI33 - SÍM111508 STRANDGÖTU 37 • SÍMI53762 SEÐKABHMr ÍSLHNDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.