Dagblaðið - 01.11.1978, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978.
Bretland:
Hásætisræða drottningar
líklegt talið að minnihlutast jórn Callaghans lif i af veturinn
Elisabet Englandsdrottning flytur
hásætisræðu sína í dag og þar með
hefjast þingstörf að nýju i Bretlandi
eftir sumarhlé. Hin hefðbundna ræða
drottningar í lávarðadeild brezka
þingsins mun gefa til kynna stefnu
minnihlutastjómar Verkamanna-
flokksins undir stjórn James Callag-
hans.
Callaghan mun reyna að stýra liöi
sínu í gegnum skerjagarð stjórnmál-
anna þrátt fyrir þaö að flokk hans
skorti sex þingsæti til að hafa meiri-
hluta. Búizt er við mjög harðri stjórn-
arandstöðu Íhaldsflokksins, en talið er
að Callaghan taki ekki neina meiri
háttar áhættu með róttækri lagasetn-
ingu.
Verkamannaflokkurinn getur ekki
lengur treyst stuðningi Frjálslynda
flokksins i atkvæðagreiðslum. Þess í
stað leitar Callaghan forsætisráðherra
til skozkra og velskra þjóðernissinna.
Til þess að tryggja sér hjálp þeirra á
þingi hefur hann boðað að þjóðernis-
sinnar bæði í Skotlandi og Wales fái
aukna heimastjórn strax á næsta ári.
Þjóðernissinnar hafa ekki komið vel
út úr undangegnum skoðanakönnun-
um og óttast því kosningar á næst-
■unni. Þeir hafa þvi þegar gefið í skyn,
að þeir muni styðja stjórn Callaghans.
Talið er aö Verkamannaflokkurinn
muni standast fyrstu meiri háttar at-
kvæðagreiðslu þingsins, en hún verður
9. nóvember nk. og þá um hásætis-
ræðu drottningar, þ.e. stefnuræðu
stjórnarinnar. Verkamannaflokkurinn
hefur komið vel út úr skoðanakönnun-
um aö undanförnu.
Callaghan kemur nú til þings, vin-
sælli en nokkru sinni fyrr. Hann hefur
fengið almennan stuðning vegna
harðrar afstöðu sinnar gegn launa-
hækkunarstefnu. Með því móti hefur
hann unnið verulega á verðbólgunni.
Talið er vist, aö í ræðunni í dag verði
mikil áherzla lögð á þetta atriði og
einnig er víst að sigurinn á verðbólg-
unni verður settur á oddinn i væntan-
legri kosningabaráttu á næsta ári.
Búizt hafði verið við kosningum nú
í haust. Callaghan tók þó þá ákvörðun
að efna ekki til kosninga, öllum að
óvörum. Skoðanakannanir sýna að
Verkamannaflokkurinn hefði e.t.v.
unnið haustkosningar.
EUsabet Bretadrottning mun I dag
flytja hefðbundna hátfðaræðu sfna I
lávarðadeild brezka þingsins. Ræðan
er f raun stefnuræða brezku stjórnar-
innar, en ekki er búizt við róttækum
lagafrumvörpum, þar sem minnihluta-
stjórn Verkamannaflokksins situr nú
að völdum.
París:
Götur heims-
borgarinnar
f ullar af
sorpi
— vegna verkfalls
sorpeyðingarmanna
Sorphreinsunarmenn i Paris hafa
verið i verkfalii að undanförnu. Og
eins og sjá má á myndinni hefur enn
ekki tekizt að leysa deilumál sorp-
hréinsunarmanna og stjórnarinnar.
Sorpið hrúgast því upp og er viða
orðið óhrjálegt á götum heimsborgar-
innar.
Til þess að afstýra meiri vandræðum
vegna sorpsins hefur hernum verið
sagt að undirbúa hreinsunaraðgerðir.
Vonazt er til þess að verkfallið leysist
svo að ekki komi til þess að nota þurfi
herinn.
BilbaoSpáni:
GRÍMUKLÆDDIR RÆNINGJAR
KOMUST UNDAN
MEÐ 30 MILUÓNIR PESETA
SKAUT SON SINN
—■ hélt að hann væri innbrotsþ jóf ur
ÐYRA SÍMAR
spara sporin
lUkFVÖRUI? Sli
LAUGARNESVEG 52 - SlMI 86411
Grímuklæddir ræningjar komust
undan með 30 milljónir peseta, sem þeir
rændu úr raftækjaverksmiðju á Bilbao á
Spáni í gær.
Sex karlar og tvær konur, vopnuð vél-
byssum og skammbyssum, afvopnuðu
öryggisverði verksmiðjunnar og komust
síðan undan með fenginn i tveimur bíl-
um. Engum skotum var hleypt af og
enginn særðist í ráninu.
Stjórn Kúbu hefur tilkynnt Banda-
rikjastjórn nöfn á 289 pólitiskum föng'l
um til viðbótar, sem Kúbanir vilja láta
af hendi, sé Bandarikjastjórn fús að taka
á móti þeim sem innflytjendum.
Talsmaður bandaríska dómsmála-
ráðuneytisins sagði í gær að unnið væri
að því að kanna bakgrunn hinna póli-
Lögreglan sagði að ekki væri kunnugt
um hvaða ræningjar þarna voru á ferð,
en leitt er getum að þvi, að þarna hafi
farið félagar úr aðskilnaðarsamtökum
Baska, ETA. Aðskilnaöarhreyfingin er
ábyrg fyrir fjölda rána á þessum slóðum.
Ránin eru framin til þess að fjármagna
skæruliðabaráttu samtakanna, sem berst
fyrir aðskilnaði og sjálfstæði Baskahér-
aðanna á Norður-Spáni.
tísku fanga og einnig færi fulltrúi Banda-
ríkjastjórnar mjög fljótlega til Kúbu, til
þess að ræða við málsaðila.
Fjörutíu og sex fangar og fjölskyldur
þeirra voru I hópi fyrstu pólitísku fang-
anna, sem fengu að fara á þennan hátt
frá Kúbu til Bandaríkjanna.
Tuttugu og niu ára gamall maður i
Courtenay i Frakklandi skaut átta ára
son sinn til bana. Sonurinn hafði vaknað
um miðja nótt og var þyrstur. Hann fór
þvi fram úr i myrkrinu til að ná sér í
vatn. Faðirinn hélt að þar væri innbrots-
þjófur á ferð og skaut á drenginn með
þessum hörmulegu afleiðingum.
Fleiri pólitískir
fangar frá Kúbu til
Bandaríkjanna