Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.11.1978, Qupperneq 11

Dagblaðið - 01.11.1978, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978. 11 \ \ „Það er ekki auðvelt að yfirgefa hið fagra land, sem ég ann, og heimaborg' mina, Kraká,” sagði páfi. „En þetta er vilji guðs og ég fer að hans vilja.” Páfi fæddist i Suður-Póllandi og var erki- biskup í Kraká og kardínáli í 14 ár áður en hann var kjörinn páfi. Páfi bætti síðan við: „Ég vitna 1 orð Páls postula, „þegar ég kem til þin, þá kem ég i heimsókn”. Ég vildi mjög gjarnan fara til Póllands á næsta ári á 900 ára ártið heilags Stanisláfs, þar sem hann var faðir pólskrar siðmenningar. Það er von til þess að mér auðnist að fara,” sagði páfi. Mikil hátíðahöld fyrirhuguð Kaþólska kirkjan í Póllandi fyrir- hugar mikil hátiðahöld á næsta ári vegna ártiðar Stanisláfs. Fyrirhuguð hátíðahöld verða i mai. Pólsk yfirvöld vildu ekki taka á móti Páli páfa sjötta er hann hugðist fara til Póllands árin 1966 og 1970. En samskipti kirkju og ríkis 1 Póllandi hafa batnað til muna síðan. Leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, Edward Gierek, hitti Pál páfa 6. 1 Vatikaninu á síðasta ári. Áður en Jóhannes Páll páfi II ávarpaði landa sina og aðra snæddi hann með Stefáni Wyszynski kardinála og leiðtoga pólsku kirkj- unnar og einnig u.þ.b. hálfu hundraði pólskra kirkjunnar manna. Hádegis- verður þessi var snæddur á hóteli Vatikansins, rétt við Péturskirkjuna. Margir Bandaríkjamenn af pólskum ættum voru viðstaddir. Wyszynski kardínáli kraup fyrir framan páfa og sagði m.a.: „Áður en þú varst kjörinn, varstu starfsbróðir. Nú krjúpum við við fótskör þína af því þú ert páfi.” En páfi kraup einnig og faðmaði kardinálann að sér. Hann lofaði síðan mjög trú Wyszynskis og sagði hann ekki hræðast fangelsi og fórnir vegna trúar sinnar. Kardínálinn er nú 77 ára að aldri. dýr. Sædýrasafnið hækkaði verðið nú 1 ár til Sea World úr S 50.000 1 $ 75.000 fyrir hvert dýr. Þeir kaupa 5 dýr þannig, að söluverð til þeirra nemur $ 375.000. Þá gerði Sædýra- safnið samning við fyrirtækið Inter- national Animal Exchange Incorpor- ated í Bandarikjunum um sölu til þeirra á 3 dýrum á verðinu $ 81.900 fyrir hvert dýr. Þeir hafa einnig kauprétt á dýrum nr. 9 og 10 á sama verði. Takist að selja öll dýrin verða gjaldeyris- tekjur af þessum tveimur samningum rúmlega 241 millj. króna. Þar við bætast greiöslur frá útlendingunum vegna útflutningsgjalda, flutninga á dýrunum og ýmis annar kostnaður, sem útlendingarnir verða að greiða hérlendis. Þannig að Ijóst er, að gjald- eyristekjur vegna veiða Sædýra- safnsins verða einhvers staðar á bilinu 250 til 300 millj. króna. Rétt er að hafa í huga, að þessar veiðar taka 2 til 3 mánuði. Fransmaðurinn fer á fjörurnar við Sædýrasafnið Það kemur fram í grein 1 Dag- blaðinu 28. okt. að Sædýrasafnið hafi gert samning við Fransmanninn Roger de la Grandiere um að veiða 2 dýr fyrir hann fyrir $ 50.000 hvert dýr. Það sanna I því máli er það, að 1. júní 1978 kom Fransmaðurinn að máli við Sædýrasafnið í Hafnarfirði og óskaði eftir þvi, að safnið tæki að sér að veiða fyrir hann háhyminga út á leyfi, sem honum hafði verið veitt af sjávarútvegsráðuneytinu 20. nóv- ember 1975. Gildistími leyfisins var ekki tiltekinn I leyfinu og fullyrti hann, að leyfið væri 1 fullu gildi. Á þessum tíma höfðu Sædýrasafninu aðeins verið veitt 6 leyfi. Þar sem Frakkinn virtist hafa leyfin á hend- inni, og þau voru grundvöllur veið- anna, var gerður samningur við hann um veiðar á 2 dýrum fyrir $ 50.000 hvort dýr. Þegar á reyndi, kom i Ijós, að leyfin höfðu fallið úr gildi 31. des. 1976 en formleg endurnýjun var gerð á árinu 1976. Þessu leyndi Roger de la Grandiere Sædýrasafnið við samningsgerðina og var því samning- um við hann rift. Það kom aldrei til greina af hálfu Sædýrasafnsins að selja Frakkanum dýr úr kvöta safnsins fyrir minna verð en öðrum. Þess vegna var honum boðinn kaupréttur að dýrum nr. 9 og 10 fyrir $ 81.900 hvort dýr, ef Int. Animal Exchange myndi ekki nota sinn kauprétt. Þessu tilboði var svarað með hótunum. Hitt er svo annað mál, að Sædýrasafnið kann að eiga bótarétt á hendur Frakkanum vegna vanefnda á samningnum. — Nú er það að frétta af Frakkanum, að hann er að hefja veiðar með ísj. einka- aðilanum og trúi ég því ekki, að isl. yfirvöld samþykki útflutning á dýrunum fyrir lægra verð en $ 75.000 fyrir hvert dýr. Lægra verð er undir markaðsverði og myndi spilla fyrir þessum veiðum I framtíðinni. Uppbygging Sædýrasafnsins Það er Ijóst, að Sædýrasafnið hagnast verulega á þessum veiðum. Þá vaknar auðvitað sú spurning til hvers hagnaðinum er varið. Verið er að byggja 2 hvalalaugar á svæði safnsins, ein hefur verið byggð og er hún 24 x 12 m að flatarmáli og 4,5 m að dýpt, önnur verður 12 x 12mogmeðsömu dýpt. Þá hefur í sumar verið unnið að borunum fyrir sjó, sem því miður hafa ekki skilað nægilega góðum árangri. Hins vegar virðast sjódælingarmálin nú hafa verið leyst. Mannvirki þessi kosta ekki undir 100 millj. króna fullbúin. Spurning nr. 2 hlýtur að vera sú, hvaða þörf er á þessum mannvirkjum. Því er fljótsvarað. Þarna skapast sýningaraðstaða fyrir dýrin, þannig að íslendingar fá aðstöðu að skoða þau, þarna skapast rannsóknaraðstaða á litlum hvölum, þarna skapast aðstaða til að selja dýrin úr laug á hærra verði heldur en verðið hefur verið undanfarið, þarna skapast aðstaða til þess að kanna markað erlendis fyrir aðra hvali svo sem höfrung, hrefnu o.fl. hvali. Aðstaða þessi ætti að geta skotið stoðum undir rekstur safnsins 1 framtíðinni. I þessu sambandi er rétt að geta þess, að einn af starfsmönnum safnsins er nú staddur í San Diego I Bandarikjunum til þess að kynna sér meðhöndlun og þjálfun dýranna. Þá er rétt að geta þess, að á sl. sumri hefur miklu fé verið varið til viðhalds safninu og verður því haldið áfram. Sérstök áherzla verður lögð á það að bæta aðstöðuna hjá dýrunum, sem fyrireru. Ég vil að endingu benda á, að Sædýrasafnið er eini aðilinn á íslandi, sem hefur aðstöðu til að stunda þessar veiðar, eins og æskilegt er, eftir að laugarnar hafa verið byggðar. öllum hagnaði við veiðarnar er varið til safnsins sjálfs, sem er opinber stofnun. Markaður fyrir háhyrninga 1 heiminum er mjög lítill, þannig að kunnugir telja, að mjög óviturlegt sé að veiða mjög mörg dýr á hverju ári, svo að hægt sé að halda verðinu uppi. Að minu mati er því ekki óeðlilegt, að 1 framtíðinni sitji Sædýrasafnið eitt að þessum veiðum. Að endingu vil ég geta þess, að allar framkvæmdir á þessum veiðum eru á vegum Sædýrasafnsins og fara þær fram undir eftirliti íslenzks dýra- læknis, sem jafnframt hefur umsjón meðsafninu. Hrafhkell Ásgeirsson hrl., lögmaður Sædýrasafnsins Úr sædýrasafni Sea World I San Diego: Ung starfsstúlka fær vænan koss frá há- hyrningi. Eru tölur um áfengis- potkun Islendinga falsaðar? Afengisneyzla eykst ár frá ári og sama gildir um notkun ýmissa ávana- lyfja og fikniefna. Hvers konar boð og bönn og aukið eftirlit hins opinbera hamlar þar lítt á móti. Sjálfsagt eru or- sakirnar fjölbreytilegar og marg- slungnar og engar skipulagðar rann- sóknir hafa farið fram til að reyna að staðreyna vissa þætti þessarar alvar- legu þróunar. Skipulagðri fræðslu varðandi skaðsemi áfengisnotkunar- innar hefur verið mjög ábótavant og einhæf hefur hún líka verið en það stendur nú væntanlega til bóta. Fræðsla um notkun ávanalyfja og fíkniefna virðist af einhverjum ástæðum engan hljómgrunn hafá fengið enda þótt notkun og meðferð fíkniefna hafi stóraukizt á sl. 3—5 árum. Þá sanna nýjustu skýrslur að notkun lslendinga á ýmsum tegund- um tauga- og róandi lyfja, svo og svefnlyfja, eru einhver sú mesta sem um getur í samanburði við aðrar vest- rænar þjóðir. Hvað veldur því að þessi fámenna eyþjóð þarfnast slíkra vímugjafa í svo ríkum mæli? Skortur á lífshamingju, samfara óeðlilega mikilli streitu, virðist öðru fremur grundvalla þetta ástand. Það er ekki ætlunin með þess- ari grein að reyna að benda á einn valdinn öðrum fremur fyrir þessari óheillaþróun, enda efni I langt vísinda- rit ef rekja ætti þá þjóðfélagshætti og efnahagspólitík, ásamt ýmsum skap- gerðareiginleikum, sem hugsanlegum ástæðum fyrir þessari ofnotkun lyfja og áfengis. Hins vegar tel ég brýna nauðsyn bera til að ábyrgir aðilar sem um þessi mál fjalla reyni að halda sig við stað- reyndir og forðast allar vísvitandi blekkingar. T.d. gefur Áfengisvarnar- ráð út árlega skýrslu um heildar- áfengisneyzlu íslendinga. Þar kemur m.a. fram að hún sé um 3 lítrar á hvert mannsbarn I landinu og sé sú lang- lægsta í Vestur-Evrópu. Er talið að mestu ráði hér um að neyzla bjórs og léttra vína (undir 21 %) sé hér margfalt minni en í öðrum löndum V-Evrópu. Fróðlegt væri að fá upp gefið hvernig þessar tölur Áfengisvarnar- ráðs eru til komnar. 1 þessu sambandi er nauðsynlegt að fá upplýst: 1. HeildarsöluáfengishjáÁTVR. 2. Áætlaðan heildarinnflutning áfengis íslenzkra farþega á yfir- standandi ári. (tslenzkir farþegar að meðtöldum bömum munu verða um 75 þúsund manns 1978.) 3. Staðfestar tölur liggja fyrir um lög- leyfðan áfengis- og bjórinnflutning áhafna flugvéla, millilandaskipa og fiskiskipa. 4. Þá liggja fyrir hjá tollyfirvöldum innflutningsskýrslur um innflutn- ing á ölgerðarefni og til annars heimabruggs. 5. Áætlað smygláfengi og ölgerðar- efni. Ýmsum erfiðleikum er háð að áætla þetta magn en þó gáfu ákveðnar tölur vísbendingu I svo- nefndu spíramáli um tíðni og magn á áfengissmygli til landsins. Teldi ég hugsanlegt að nefna í þessu sam- bandi 70—80 þúsund flöskur á árs- grundvelli. Ekki kæmi mér á óvart, þegar búið væri að umreikna og áætla framan- greint áfengismagn, að áfengisneyzla okkar væri um tvöfalt hærri en upp- gefnar tölur sýna nú. Reynist það rétt Kjallarinn Kristján Pétursson og að tölur haS beinlinis verið rang- færðar, m.a. i þeim tilgangi að réttlæta tilgang og starfsemi bindindishreySng- arinnar i landinu, er hér um algeran loddaraleik að ræða. Innan bindindishreyfingarinnar starfa mjög heiðarlegir og dugandi menn sem barizt hafa i áratugi gegn þeim voðavaldi sem áfengið er. Þeir hafa lika orðið að berjast vonlausri baráttu við sinnulaus og sljó stjórn- völd sem líta öðru fremur á peninga- kvörn áfengissölunnar sem valdbera vissra afla I þjóðfélaginu. Vissulega hafa verið unnin, sérstak- lega á síðari árum, stórvirki í málefn- um áfengissjúkra. Sú sjálfboðavinna, sem þar hefur verið innt af hendi, á ekki hliðstæðu í okkar þjóðfélagi. Þeim fórnfúsu höndum veröur aldrei fullþakkað en verkin tala sínu máli skýrt. En einu megum við aldrei gleyma, að ofstækisfullar og órökstuddar full- yrðingar geta skaðað uppbyggingu þess- ara mála um alla framtið. 1 sjónvarps- þætti nýlega skýrði t.d. málsvari Áfengisvarnarráðs frá þvi að sannað væri að einn bjór gæti valdið varanleg- um heilaskemmdum hjá unglingi. Málflutningur af þessu tagi getur verið mjög neikvæður á meðan ekki liggja fyrir ótvíræðar vísindalegar sannanir um hversu mikið áfengismagn þarf til að valda varanlegum heilaskemmdum. Mjög umdeildar eru kenningar lækna og annarra visindamanna um tiðni heilaskemmda af völdum ýmissa ávanalyfja og fíkniefna. öll fræðsla um slika þróun og niðurstöður eru bczt komnar i höndum sérfræðinga. Því miður ber ýmsum vísindamönnum ekki saman um t.d. hvers konar skað- semi cannabisefni valda og verulegur ágreiningur er einnig um hversu skað- lcg amfetamin, kókain, muskalin o.fl. efni og lyf eru við tímabundna eða stöðuga nolkun. Ekki má þó nokkur skilja orð mín svo að vísindamenn séu ekki sammála um þá ótvíræðu hættu sem þessi ávanalyf og efni valda ásamt áfenginu. Afleiðingarnar eru hvarvetna ótví- ræðar I formi sjúkleika og hvers konar afbrota. Skipulögð fræðsla verður að hefjast sem allra fyrst í þessum efnum og afsakanir eins og peningaskortur af hálfu ríkisvaldsins hlustar enginn maður lengur á sem einhverja ábyrgðartilfinningu hefur. Hér er til- valið verkefni fyrir ungu þingmennina okkar á Alþingi að láta til sín taka. Kristján Pétursson dcildarstjóri.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.