Dagblaðið - 01.11.1978, Side 15

Dagblaðið - 01.11.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978. 15 VIMULAUSAR FÆÐINGAR — og raunveruleg hjálp til að hafa börn okkar á brjósti —eftir Unni Skúladóttur í tilefni af kvikmyndinni „Fæðing” er sýnd var í sjónvarpinu 17. september sl. langar mig til að gera örlítinn samanburð á sængurlegum og þeirri fæðingarhjálp er ég hef hlotið við 5 fæðingar, þar af voru 3 á fæðingarstofnunum og 2 í heima- húsum. Auk þess langar mig að segja álit mitt á fæðingarhjálp og fyrstu umönnun ungbarna eins og hún tíðkastnúátímum. Fyrsta fæðingin ógnvekjandi Fyrsta fæðingin átti sér stað árið 1964 á Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar. Ég var illa undir hana búin. Ég hafði ekki kynnt mér hin ýmsu stig fæðingarinnar né lært slökun vöðva. Allur aðdragandi fannst mér ógnvekj- andi og verkirnir ofsalegir. Auk þess þurfti ég að liggja ein i herbergi. Fæðingin sjálf gekk eðlilega og mér leið strax betur að hafa fólk í kringum mig. Eitt olli mér þó miklum vonbrigðum. Þegar barnið fæddist skellti læknirinn á mig svæfingar- grímu (trilene svæfing) alveg að óvörum. Ég var ekki spurð og mér fannst ég hafa verið svikin. Eftir fæðinguna fékk barnið að liggja inni hjá mér i 2 klst. Það fannst mér stór- kostlegt. Sængurlegan gekk sæmilega að undanskildum miklum stálma er mjólkin kom í brjóstin. En þá var ég sennilega mjög heppin þar sem ég fékk magapest daginn eftir og snarminnk- aði því mjólkurframleiðslan og bólgan hvarf. Eftir því sem ég best veit var ekkert mjólkurbland gefið börnunum aukalega, en e.t.v. örlítið sykurvatn. Þegar heim kom með bamið var það banhungrað og óvært og neyddist ég til að gefa því oftar en 5 sinnum á sólarhring eins og tíðkaðist á Fæðingarheimilinu. Þetta barn þurfti ekkert aukalega fyrr en það var orðið 2 mánaða. Lærði slökun Þegar annað barn var í vændum lét ég mér fyrstu fæðinguna að kenningu verða og lærði slökun hjá Huldu Jensdóttur. Þarna losnaði ég við óttann og æfðist í að slaka á. í þetta sinn ætlaði ég ekki að láta eyðileggja fyrir mér sjálfa fæðinguna svo að ég bað Þórdísi Ólafsdóttur ljósmóður að taka á móti barninu í heimahúsum. Þessi fæðing gekk mjög vel og án mikilla kvala, ólíkt þeirri fyrstu. Sængurlegan sjálf var ólík að því leyti að barnið lá við hlið mér frá upphafi. Ljósmóðirin sagði mér að ég mætti hafa brjóstamáltíðimar eins margar og ég vildi. Reyndar væri talið að 10—12 stuttar máltiðir á sólarhring væru heppilegar þegar mjólkin væri að koma í brjóstin. Þannig væri unnt að koma í veg fyrir eða draga úr stálma og jafnframt auka mjólkurmyndun. Þetta sýndi sig vera rétt. Það kom aldrei umtalsverður stálmi í brjóstin. Þriðja barnið kom fyrir tímann Þriðja fæðingin átti sér stað á Fæðingardeild Landspítalans árið 1970. Fyrirsjáanlegt var að barnið mundi fæðast talsvert fyrir timann sökum þess að vatnið fór um mánuði fyrir tímann. Þess vegna þótti sjálfsagt að leggja mig inn á Fæðingardeild Landspítalans þar sem ég varð að liggja þangað til barninu þóknaðist að fæðast. Mikillar varkárni er þörf í svona tilfellum þar eð bakteríur gætu borist upp til fóstursins eða það orðið fyrir hnjaski. Mig minnir að ég hafi ekki stigið í fæturna þessa dagana og varla sest upp i rúminu. Eftir 4 daga legu byrjuðu hriðir um kvöldmatar-' leytið. Ég lýsti því yfir við fæðingar- lækninn sem var á vakt að ég vildi ekki láta svæfa mig við fæðinguna. Hann sagði mér að engin kona væri neydd til þess. Þá varð ég allkát. Rétt fyrir kl. 12 kom inn ljósmóðir eða nemi, ég man ekki hvort, og sagði mér að taka inn svefntöfiu er hún hafði meðferðis. Ég kom með þær mótbárur að ég væri alveg að fæða. Hún sagði: Hvaða vitleysa, þú átt að hvíla þig og sofa. Ég var svo þæg að ég tók pilluna. Engin útvíkkunarskoðun var framkvæmd í þetta skipti. Það stóðst á endum að þegar pillan var að byrja að verka á mig þá fæddist barnið. Þá var klukkan nákvæmlega 00.25. Inn ruddist smáhópur af fólki sem mér tókst með herkjum að sjá. Hafði ég aldrei séð neitt þeirra fyrr á ævinni. Þetta hlaut að vera nýja vaktin. Mér tókst að afþakka svæfinguna, en tvisvar var mér boðin hún. Barnið sá ég rétt í svip er því var veifað framan í mig á leið- inni í súrefniskassa í öðru herbergi. Eftir þetta svaf ég þungum svefni til morguns. Hringt var í föðurinn og honum sagt að barnið væri líflítið. Skyldi næturvaktin ekki hafa vitað að barnið var undir áhrifum sterkrar svefnpillu? Sængurlegan gekk sæmilega. Ég var svo heppin að mitt 10 marka barn mátti fá 6 máltíðir í stað 5 vegna smæðar sinnar. Þetta varð til þess að barnið var svo til allan daginn inni hjá mér þar sem Ijós- mæðurnar nenntu ekki alltaf að fara með það neinar sérferðir. Hins vegar fékk ég ekki að fara heim með barnið fyrr en það var búið að ná 10 mörkum að þyngd aftur. Þetta var mér sagt að gilti almennt um börn sem væru svo óheppin að vera undir 10 mörkum. Ekki er nú traustið mikið á okkur mæðrum. Eitt skiptið sem ég fékk barnið til brjóstagjafar um 6-leytið var það steinsofandi og ekki nokkur leið að vekja það, hvernig sem það var klipið og kitlað. Lyst og vöku fékk það ekki fyrr en i næsta mál. Ekki tókst mér að fá það upp úr ljósmóðurinni hvort barnið hefði vaknað um nóttina og fengið mjólkurbland. Ganga- stúlkan sagði mér hins vegar að vöknuðu börnin á nóttunni og grétu væri þeim gefið mjólkurbland yfirleitt. Ég hélt áfram að nauða um að fá að fara heim því að mig langaði til þess að örva framleiðsluna með fieiri brjósta- gjöfum á sólarhring, en það má aðeins í heimahúsum. Á 9. degi fékk ég náðarsamlegast að fara heim en þá hafði barnið aftur náð 10 mörkum. Mér gekk illa að mjólka þessu barni fyrstu 5 vikurnar, ólikt fyrri börnum, og varð nú að gefa viðbótargjöf í fyrsta sinn. Kenndi ég þar um smá- brjóstabólgu sem ég fékk i annað brjóstið á spitalanum svo og aðeins minni matarneyslu af minni hálfu til þess að fitna ekki. Fyrra atriðið fann ég með vigtunum á barninu fyrir og Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur. inum við að fara ofan um nóttina. Og viti menn, mér var aftur rétt svefnpilla og ég hugsaði með mér, það eru rétt að byrja hríðir. Áhrifin verða örugglega farin af mér þegar fæðingin hefst. Um nóttina svaf ég milli hriða og eftir óra- tíma að mér fannst kom morgunninn. Þá kvartaði ég i asnaskap mínum kl. 8 að nú væri ég búin að vera með hriðir tvisvar sinnum lengur en ég væri vön, þ.e. við 2. og 3. fæðingu. Þá stakk ljós móðirin upp á þvi að hún skyldi stinga gat á belgina, þá mundi barnið fæðast fyrr. Ég samþykkti þetta eins og óviti. En samkvæmt minni tilfinningu fyrir gangi fæðingarinnar hefði ég senni- lega fætt innan hálftima. Þegar gatið hafði verið gert fæddist barnið með það sama, hreinlega ruddist út. Þetta var að vonum mjög sárt fyrir mig og hef ég aldrei, hvorki fyrr né siðar, rifnað annað eins. Saumaskapurinn var endalaus fannst mér og allt ódeyft. Samt var þetta mjög vandlega gert. Sængurlegan var á þessari stofnun alveg eftir mínu höfði. Börnin voru höfð inni hjá mæðrum sínum allan daginn og einnig i heimsóknartímum. Heimsóknir voru ekki bannaðar fyrir börn. Brjóstamáltíðir voru eins oft og móðurinni þóknaðist og öll viðbótar- gjöf var og i okkar höndum. Frá og með þriðja degi hugsuðum við um bömin okkar sjálfar, skiptum á þeim og böðuðum. Þá máttu börnin einnig eftir brjóstamáltíð. Brjóstabólgu- brjóstið mjólkaði fyrsta mánuðinn aðeins hálft á við hitt. Eftir fimm vikur var framleiðslan orðin jöfn í báðum brjóstum. Þetta sýnir hve bólga í brjóstum er óæskileg. Fjórða fæðing í Danmörku Fjórða fæðingin átti sér stað árið 1972 á Fæðingarstofnun Jótlands sem er í Árósum. Hriðir byrjuðu um kl. 20 og voru að mér fannst fremur litlar. Ég fór strax inn á spítalann og hugsaði með mér að ég skyldi hlífa eiginmann- vera inni á nóttunni ef við vildum. Þegar heim kom þekkti ég barnið eins vel og hefði ég fætt það heima. Fætt heima Fimmta fæðingin átti sér stað i heimahúsum árið 1973. Þegar ég hugsaði til baka fannst mér önnur fæðingin hafa gengið best hjá mér. Þó var það mitt stærsta bam, 16 marka. Þess vegna samdi ég við Þórdisi Ijós- móður að hún tæki á móti barninu. Ég fór enn á ný í slökunartíma og í þetta sinn hjá Grethe Nedergaard í Árósum. Þar lærði ég fleiri ráð og æfðist meira í slökun vöðva. Þessi fæðing gekk eins vel og í lygasögu að mér fannst. Ekki var verið að troða í mig svefnpillu enda þótt hríðirnar byrjuðu ekki fyrr en um miðnættið, en barnið fæddist kl. 5 um morguninn. Svaf ég oft á milli hríðanna. Svæfing og missir stórkostlegs augnabliks í iífi móður Af framansögðu má Ijóst vera að ég get tekið undir vissa gagnrýni er fram kom i myndinni „Fæðing.” Að mínu áliti er það algjör dónaskapur að svæfa í fæðingunni án þess að spyrja móðurina hvort hún vilji svæfingu eða ekki. Fyrir margar konur er fæðingar- augnablikið stórkostleg upplifun og við konur höfum rétt til að fá að upplifa það með fulla meðvitund. Svo er það þessi árátta að troða svefnpill- um i fæðandi konur sem gera ekkert nema ógagn. Á sama hátt álit ég rangt að flýta fæðingu með því að sprengja belgi þegar fæðingin gengur eðlilega fyrir sig og barnið er ekki í neinni hættu. Ekki get ég tekið undir gagn- rýnina um að raka skapabarmana og soga upp úr börnunum slím, enda eru þetta öryggisatriði hvort á sinn hátt. Vegna þeirra sem aldrei hafa fætt er vert að taka fram að upphengingar á fótum mæðra í fæðingu, eins og sýnt var í myndinni, kannast ég ekki við hvorki hér á landi né í Danmörku. í myndinni var minnst á að mæðrum væri talin trú um að broddurinn væri barninu óhollur. Þetta hef ég aldrei heyrt talað um hérlendis og yfirhöfuð þykir hér á landi sjálfsagt að reyna brjóstagjöf ef þess er nokkur kostur. Það hefur hins vegar heyrt til undan- tekninga ef brjóstagjöf var reynd í Bandaríkjunum og Bretlandi þar til á allra síðustu árum. Leikfimin og þá- sérstaklega þjálfun vöðva í grindar- botninum sem kennd er á öllum fæðingarstofnunum er mjög til fyrir- myndar og dregur örugglega úr legsigi og blöðrusigi. Yfirleitt tíðkast ekki hér á landi að leggja börnin nýfædd upp á móður sína. Undantekning frá þessu er hin svokallaða franska fæðingar- aðferð. Þar er þetta gert. Þarna er um líkamlega snertingu að ræða sem bæði móðir og barn kunna vel að meta. Auk þess er mikilvægt fyrir móður að fá að horfa á barnið í dálitinn tíma eftir fæðingu til að kynnast því og styrkja tilfinningaböndin. Þær konur er reynt hafa þessa fæðingaraðferð telja hana miklu manneskjulegri heldur en þá hefðbundnu. Þáttur föður í fæðingum hefur aukist hin síðari ár og er það vel bæði fyrir tengsl föðurins við barnið og einnig sem stoð móðurinnar. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar fætt er á fæðingarstofnun þar sem allt er framandi. Fæðingar heima eða á stofnunum Þótt ég sé fylgjandi heimafæðingum hef ég hins vegar þá skoðun að 1. fæðing ætti alltaf að fara fram á faeðingarstofnun. Hins vegar get ég ekki séð neitt á móti því að seinni fæðingar fari fram i heimahúsum enda hafi það komið fram í skoðun að barnið snúi rétt og fæðing líti út fyrir að verða eðlileg. Annar möguleiki er einnig fyrir hendi, en hann er að konan komi inn til fæðingar en fái að ráða því hvort hún fari heim sama daginn, að 3 dögum liðnum, en mætti þá til eftirskoðunar á stofnunina aftur eftir vissan tima, ellegar dvelji fulla viku. Þetta tiðkast í mörgum löndum. í Danmörku skrifar læknirinn vottorð um að konan þurfi heimilishjálp frá borginni í vissan dagafjölda er heim kemur. í þessu sambandi má benda á að legudagur fyrir sængurkonur á Fæðingardeild Landspítalans kostaði kr. 21.300 í ágúst 1978. Einnig væri unnt að koma á kerfi heimaljósmæðra er heimsæktu mæðurnar einu sinni á dag. Ef til vill væri heppilegra að sömu manneskjurnar vigtuðu börnin til þess að fylgjast með vexti þeirra. Ótækt þykir mér þegar heilsuverndarhjúkr- unarkonan kemur ekki í heimahús fyrr en bamið er orðið hálfsmánaðar- gamalt og vigtar barnið á nýja vigt sem sýnir oft umtalsverð frávik frá þyngdinni sem mældist á fæðingar- stofnuninni. 1 þess stað þyrfti að vega barnið frá og með viku aldri og siðan vikulega fyrsta mánuðinn með sömu vigtinni. Þetta gefur móðurinni góða visbendingu um hvort viðbótar við brjóstagjöf er þörf eður ei. Ein af orsökunum til minnkandi brjósta- gjafar hér á landi er vantrú mæðranna sjálfra, ættingja og vina á að móðirin geti mjólkað barni sínu. Viðbótargjöf er þannig hafin og jafnvel farin að koma í staðinn fyrir brjóstamáltiðir þegar hjúkrunarkonan kemur i fyrsta sinn. Þá er orðið erfitt að snúa við. Við þetta bætist svo megrunartiska kvenna eftir fæðingu barnsins. Mjólkurframleiðsla verður ekki til úr engu. Samkvæmt tölum frá Gyldendals store kogebog þurfa konur við kyrrsetuvinnu aðeins 35 hita- einingar á dag á hvert kg likamsþ., konur á seinni hluta meðgöngu þurfa 45, en mjólkandi konur þurfa 50 hitaeiningar. 1 stuttu máli vil ég beina eftirfarandi til þeirra er stjórna fæðingarmálum og heilsuvernd ungbarna: Við viljum margar konur fá að fæða án þess að vera í vímu. Þær, sem vilja, mega fæða í vímu min vegna. Látið okkur fá nýfædd börnin okkar í fangið áður en þau eru klædd og leyfið okkur að hafa þau í augsýn sem mest. Munið að hjartsláttur móðurinnar er það eina sem nýfædd börn kannast við. Hjálpið okkur mæðrum betur til þess að hafa bömin á brjósti með því að leyfa okkur að gefa börnunum okkar fieiri brjóstamáltiðir en 5 á sólarhring og styðjið betur við bakið á ungum mæðrum fyrsta hálfa mánuðinn.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.