Dagblaðið - 11.11.1978, Síða 2

Dagblaðið - 11.11.1978, Síða 2
N f ✓""" ” 1..... Leigjendasamtökin: Ókeypis þjón- ustatil félagsmanna —félagsgjaldiö ekki hátt leigumiðlun. Félagsmenn fá alla þjón- ustu sem hægt er að veita ókeypis, þar á meðal þjónustu miðlunarinnar. Við óskum þess að þeir leigjendur sem vilja notfæra sér aðstoð í leit að hús- næði gangi í félagið eða greiði félags- gjaldið sem ekki getur talizt hátt. Sam- tökin hafa enga fjárhagslega styrki fengið og hefur starf þeirra byggzt á starfi sjálfboðaliða og félagsgjöldum eingöngu. Leigjendasamtökii hafa ekki áslundað æsiskrif en allirhafaað sjálfsögðu fullan rétt á að skriia eðu gera athugasemdir ef þeim sýnist svo. Leigjendasamtökin stefna að breyttu ástandi húsnæðismála al- mennt og telja að miðlun leiguhús- næðis eigi að fara fram á annan hátt en nú er, og t.d. ekki á kostnað leigj- enda. Jón frá Pálmholti, formaður Leigj- endasamtakanna, hringdi: Vegna skrifa tiltekinnar leigumiðl- unar hér i borg í DB þann 7. nóvember vill formaður leigjendasamtakanna taka fram að félagsgjald í leigjenda- samtökunum er 5 þúsund krónur á ári. Leigjendasamtökin hafa komið upp skrifstofu og reka þar meðal annars DAGBLAÐID, LAUGARDAGUR 11, NÓVEMBER 1978. S júkrabílst jórarnir á Fáskrúðs- f irði eiga miklar þakkir skildar 1 lesendabréfi í DB nýlega var vegið að bílstjórum sjúkrabílsins á Fáskrúðs- firði og þeir sakaðir um hraðan og ógætilegan akstur. I þessu sambandi langar mig að færa þessum sömu bílstjórum, öllum fimm, innilegustu þakkir minar fyrir mikla og góða þjónustu. Sonur minn er veikur og þarf stundum að komast umsvifalaust á sjúkrahús. Bílstjórarnir hafa verið boðnir og búnir á nóttu sem degi að aðstoða okkur. Þeir keyra kannski stundum hratt, en fyrir það hef ég oftar en ekki verið þeim þakklát. Mér finnst það lágmarkskrafa að fólk segi til sín þegar það ræðst svona gegn mönnum. Það mætti oftar geta þess sem vel er gert. Sigríður Jónsdóttir, Búðavegi 29, Fáskrúðsfirði. Illskiljanlegur sendingarkostnaður Ingólfur Arnarson, Skólavegi 142, Fá- skrúðsfirði, skrifar: Margoft hefur verið bent á það i blaðinu hvernig fyrirtæki í Rvík. og þá einna helzt varahlutaverzlanir, leggja á vörur sem þær senda út á land. ýmsan kostnað, sem illskiljanlegur er. Þegar ég sá nótur þær sem hér fylgja, ofbauð mér alveg. Þarna var um að ræða svo litið stykki. að auðveldlega hefði komizt fyrir i eldspýtnastokki og hefði þess vegna bezt passað i almennt bréf, sem kostar um kr. 45,00 undir. Hluturinn kostar í búð i Rvik kr. 632,00, umboðið tekur svo kr. 1000,00 (falleg slumptala) fyrir sendingarkostn- aði, síðan tekur FÍ að sér sendinguna 13.10. og skilaði henni ekki af sér hér fyrr en 19.10., enda auðvelt að týna svona pakkakrili. Fyrir viðvikið tók Fl í flutningskostnað 535,00 og kr. 450,00 fyrir akstur í Rvík. Hvað var þá verið að borga með 1000,00 krón- unum? -í Samtals kostaði því að koma þess- um pakka til skila kr. 1985,00 en varan kostaði eins og áður sagði kr. 632,00, við þetta bætast svo tvö simtöl til að finna út hvers vegna pakkinn var þetta lengi á leiðinni. Oft fór mær á ærsladans Vísur, spjall oggamanmálS Jón GunnarJónsson Hjá Vestur-lslendingum voru trúmálin lengi á dagskrá. einkum á fyrstu árum þeirra í hinu nýja umhverfi. Hér eru þrjár visur um þau efni eftir Þorbjörn Björnsson, sem kallaði sig Þorska- bit. Ef trúirðu á aflið það eina, sem uppspretta kærleikans er, þá náðarbók þarft’ ekki neina, það nægir til eilifðar þér. Ef hugann og tilfinning hrífur til himinsins vermandi blær, með friðarbyr fleyið þitt svlfur, uns farsældarhöfninni nær. Sá byr, hann er stöðugur, sterkur, að stjórninni lætur vel skeið. En hvorki fær kirkja né klerkur þig knúðan um hársbreidd þá leið. Um örvæntinguna orti Þorbjörn: Eintómt myrkur er að sjá, enginn vonarbjarmi. Hugurinn tæpir aðeins á örvæntingar barmi. * Hagmæltur maður var beðinn að yrkja eftir- mæli um gamlan mann, sem hann þekkti litið. 1 eftirfarandi visum kom hann því til skila, sem vinur hins látna taldifram: Áttatíu árín sln, einu og hálfu betur, heimsins þoldi gráa grín Gfsli Jóhann Pétur. Hann fór aldrei útaf bæ, og ekki sótt’ ann kirkju, sama úðri sinnti æ og sinni moldaryrkju. Kerlingin og krakkarnir kvurfu fyrr en varði, aleinn sat hann eftir kyr ellifár i garði. Litið honum lífið gaf, lét hann sér það nægja. Gömlum báti heljarhaf hefur nú siglt. Ojæja. Karl Sigtryggsson á Húsavik orti i gamni og kannski nokkurri alvöru um verslunarstjóra. Viða snörótt viðskiptin vefur pörótt sálin. Þvi er örótt ásýndin cftir görótt málin. Þessar stökur eru vist komnar til ára sinna. 1. Nökkva lífs á neyðarvog nú skal ýtt frá sandi. Enginn veit hvað áratog eru mörg að landi. 2. Stóra mastríð stend ég við, storminn fast á góni. Aflið rastar út á hlið öldu kastar Ijóni. 3. Voðir teygja veðrin hörð, vona ég fieyið kafi inn á Eyja- fagran fjörð framan af regin hafi. Lengi hefur rjúpnaveiði verið stunduð á voru landi, búbót þótt til heimaneyslu og að leggja inn hjá kaupmanninum. Hér er visa frá þeim timum. AUtaf rjúpna veiðin vex, vel að tarna gengur, þarna koma 36, það var góður fengur. Hér eru tvær visur, liklega eftir sama höfund- inn, og gæti ég best trúað þvi að hann væri enn ofar foldu, og gæti komið til mín orði, ef hann vildi. Oft fór mær á ærsladans út i næturhúmið flutti hún svo heim til manns hórdóminn I rúmið. Lifið hafði lengi veitt likamanum gæfu, siðan gamU Satan breytt sáUnni i kæfu. * Einhverntima hefur þetta verið ort i sjóróðri, og hafa menn þá ekki gert miklar kröfur til forsjónarinnar. Áður en höldum heim á veg heitaskaltuá Drottinn, að þú fáir, eins og ég, ýsur sex I pottinn. Næstu vísurnar tværeru lika gamlar: Að kveða er mér kvöl og þraut, kvæðin læt þó flakka, eins og þegar öskrar naut, undir moldarbakka. Áður fyrr á öldunum allt var fullt af vinföngum, en nú á timum naumast er i nefið hægt að kaupa sér. Margar eru sögur um það að danskir skip- stjórar og aðrir yfirmenn á strandferða- og milli- landaskipunum hafi sýnt íslenskum farþegum litla tillitssemi. Það þótti þvi mikill munur er Guðmundur Kristjánsson, nokkru eftir alda- mótin varð skipstjóri á Vestu. Um það orti Jón Bassi, sem kallaður var, nokkrar vísur. Ein þeirra var þessi: Hefurðu ei þann heldra sið, með hrokans eldibröndum s.jaka einatt aumum við, en auðmenn bera á höndum. Kann nokkur fleiri af þessum vísum? Þessi visa er dýrt kveðin, enda er hún eignuð þremur Akureyrarskáldum sem sameignarsmíð. Suðrá land einn fantur fór, fékk sér bland með Kiljan. Hans var andi ekki stór, enginn vandi að skiljann. Hér er svo önnur, sem hvað hafa fundist á miða á almannafæri i Hveragerði fyrir allmörg um árum: Hefja skáldin hér og þar hróðursinnar fýsnar. Krístmann iðkar kvennafar, en Kiljan drepur lýsnar. Næsta visa gæti verið eftir Sigurð Draumland á Akureyri, þori samt ekki að fullyrða þaö. Seni tvö við Ijósalog leika hvern við fingur. Heitir annað Hansen og hitt er Færeyingur. Lokavísan er svona: Min er ævi basl og busl, bjánalegust glima, safnast að mér sáld og rusl, senn á hnigin gríma. J.GJ. -Sími 41046.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.