Dagblaðið - 11.11.1978, Síða 23

Dagblaðið - 11.11.1978, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978. I Utvarp Sjónvarp i Hannes H. Gissurarson ræðir viö Ólaf Bjömsson prófessor i þætti sínum Hugmynda- söguþáttur. DB-mynd R.Th.Sig. HUGMYNDASÖGUÞÁTTUR — útvarp annaö kvöld kl. 21.00: Frjálshyggja og alræðishyggja Hugmyndasöguþáttur nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarpsins annaö kvöld kl. 21.00. Það er Hannes H. Gissurarson sem flytur fyrsta erindi sitt um sagn- fræði og heimspeki 20. aldarinnar. Þáttur þessi verður á dagskrá annan hvern sunnudag á, tuóti ^Söguþaettinum. Hannes ætlar I þættinum að ræða um bók Ólafs Bjömssonar, Frjálshyggju og alræðishyggju. Ætlar Hannes að lesa upp tilvitnanir úr bókinni og nefna ýmis rök. Eru það rök gegn lýðræði, frjálsri þekkingarleit, gegn sósialisma, nasistum og kommúnistum svo eitthvað sé nefnt. Einnig ætlar Hannes að ræða við höfundinn sjálfan, Ólaf Björnsson prófessor. Þátturinn hefst kl. 21.00, eins og áður er sagt, og er hann tuttugu og fimm min- útna langur. - ELA * BEIN LÍNA — annaö kvöld kl. 19.25: Ragnar Arnalds á beinni og heitri símalínu Þátturinn Bein lina er á dagskrá útvarpsins annað kvöld kl. 19.25. Að þessu sinni er það Ragnar Arnalds, menntamála- og samgönguráðherra sem svarar spurningum hlustenda. Þeim er hafa áhuga á að spyrja ráðherrann skal bent á að sími útvarpsins er 22260. Að sjálfsögðu svarar ráðherrann aðeins spurningum hlustenda á meðan á út- sendingu stendur, frá kl. 19.35—20.30. Það eru fréttamennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson sem eru um- sjónarmenn þáttarins. ■ ELA SJÓNVARP—annað kvöld kl. 20.35: NORRÆNIR BARNAKÓRARí REYKJAVÍK Annað kvöld kl. 20.35 er I sjónvarp- inu dagskrá um norrænu barnakóra- keppnina sem haldin var i Reykjavik í júní sl. Slik mót hafa verið haldin til skiptist á Norðurlöndunum undanfarin tiu ár, en frá 1970 hefur verið um keppni að ræða. Að keppninni stóðu allar út- varpsstöðvarnará Norðurlöndum. í dagskrá sjónvarpsins er brugðið upp myndum frá keppninni. Allir kóramir syngja eitt lag — og saman syngja þeir allir verk sem Jón Nordal samdi sérstak- lega fyrir þetta tækifæri, Salutatio Mariae. Rætt er við fulltrúa aUra kóranna og farið i ferðalag með öUum hópnum til ÞingvaUa og að Gullfossi og Geysi. Einnig er staldrað við i Skáiholti, en kór- arnir æfðu aUir saman i Skálholtskirkju nokkur lög sem þeir fluttu á útiskemmt- uníReykjavík 17. júní. Af íslands hálfu tók kór öldutúns- skóla í Hafnarfirði þátt í keppninni, en aðrir kórar voru danski drengjakórinn frá Kaupmannahöfn, Skólakór Garð- bakkaskóla i Helsinki, StúUcnakór Nökkelvannskóla í Osló og StúUcnakór tónmenntadeildanna í Stokkhólmi. Umsjón með þessari dagskrá, sem er klukkustundar löng, hefur Andrés Ind- riðason. . ELA <! Sjónvarp Dagskrárliair aru I Htum noma annað sé tekifl f ram. Laugardagur 11. növember 16.30 AlþýðnfrcAsla um efnahagsm&l. Fimmti þáttur. Vinnumarkaöur og tekjur. Umsjónar- menn Ásmundur Stefánsson og dr. Þráinn Eggertsson. Stjórn upptöku öm Haröarson. Áðurádagskrá 13. júni síðastliöinn. 17.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Fimm fræknir. Á leynlstigum. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gengið á vit Wodehouse. Eitur í súpunni. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.00 Nú er nóg komið. Þáttur með blönduðu efni. Umsjónarmenn Bryndís Schram og Tage Ammendrup. 22.00 Á altarí frægðarínnar (s/h) (The Knife). Bandarisk biómynd frá árinu 1955. Leikstjóri Robert Aldrich. Aðalhlutverk Jack Palance, Ida Lupino og Wendell Corcy. Aðal persónan er frœgur kvikmyndaleikari. Hann og kona hans eru skilin að borði og sœng og hún neitar að snúa aftur til hans ef hann endumýjar samning sinn við kvikmyndafyrir taskið, sem gerði hann frœgan. Þýðandi Krist- mann Eiösson. 23.50 Dagskrárlok. Sunnudagur 12. nóvember 16.00 Meistarasðngvararnir i Nörnberg. — Síðari hluti. Gamanópera I þremur þáttum (fjórum atriðum) eftir Richard Wagner. Upp- taka Sænska sjónvarpsins. Sviðsetning Kon unglega leikhússins i Stokkhólmi. Þriðji þátt ur. Fyrra atriði gerist á skósmiðaverkstæði Hans Sachs og hið síðara á hátiöarsvasði við borgarhliö Nömberg. Þýöandi Þrándur Thor- oddsen. 18.05 Stundln okkar. Kynnir Sigríður Ragna Siguröardóttir. Stjóm upptöku Andrés Ind- riðason. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 Norrcnir barnakórar 1 Reykjavik. Frá keppni norrænna bamakóra 1 júni s!.. sem haldin var að tilhlutan útvarpsstöðvanna á Norðurlöndum. Þátttakendur Kór öldutúns- skóla I Hafnarfirði, Danski drengjakórínn frá Kaupmannahöfn, Skólakór Garöbakkaskóla í Helsinki, Stúlknakór Nökkelvannskóla I Osló og Stúlknakór tónmenntadeildanna i Stokk- hólmi. Kvikmyndun Baldur Hrafnkell Jóns- son. Hljóöupptaka og hljóðsetning Marinó Ólafsson. Umsjónarmaður Andrés Indriðason. 21.35 Ég, Kládius. Bresk framhaldsmynd i þrettán þáttum, byggö á skáldsögum eftir Robert Graves. Annar þáttur. Fjökkyldumál. Efni fyrsta þáttar: Kládius, keisarí Rómar- veldis, er kominn á efri ár og er aö rita sögu keisaraættarinnar. Frásögnin hefst á fyrsta keisara Rómarveldis, Ágústusi, voldugasta manni heims á sinum tima. Hann er kvæntur Livlu. Hún á tvo syni af fyrra hjónabandi, og hún einsetur sér að annar þeirra, Tíberíus, skuii verða næsti keisari. Ágústus á engan son, en hann hefur gengið Marcellusi frænda sinum i föður stað og það er vilji hans, að Mar- cellus verði næsti keisari. Ágústus fer i iangt ferðalag og Livia lætur Marcellus búa i höil- inni i fjarveru keisarans. Marcellus tekur tor- kennilegan sjúkdóm, sem dregur hann til dauöa, og Livia reynir að gifta ekkju hans, Júliu, dóttur Ágústusar, Tiberíusi syni sinum, en hann vill ekki skilja við konu sina. Ágústus fréttir lát Marcellusar og snýr heim. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.25 Flmkikar. Myndir frá heimsmeistara- keppninni i Strassbourg. Kynnir Bjami Felix- son. 23.10 Aö kvöldi dags. Geir Waage, cand. theol., flytur hugvekju. 23.20 Dagskráríok. \\*° Norrœn glerlist í sýningarsölunum opin í dag kl. 14 —19 á morgun kl. 14— 22 síðustu sýningardagar. VERIÐ VELKOMIN. NORRÆNA HÚSIÐ Atvinna Viljum ráða ungan, laghentan mann til af- greiðslu- og lagerstarfa. Þarf að hafa bíl til um- ráða. Eiginhártdarumsóknir, er greini mennt- un og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Dag- blaðsins fyrir 15. nóv. nk. merkt „Bygginga- markaðurinn”. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ÍÍM BYGGINGA MARKAÐURINN Verzlanahöllinni / Grettisgötu Brfreiðastfflingin Smiðjuvegi38, Kópavogi. Sími76400. Eruljósinílagi? Ljósastilling samstundis. Brfreiðastillingin, SmiOjuvegi38, Kópavogi, sími76400. Laust starf Staða forstöðumanns fjármáladeildar Raf- magnsveitu Reykjavíkur er laus til umsóknar. Starfið felst í daglegri stjórn á fjármálum fyrirtækisins ásamt umsjón með viðskipta- skrifstofu. Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og viðskiptafræðipróf eða hliðstæða menntun. Launakjör samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafmagnsstjóri. Umsóknarfrestur er til 4. desember 1978. ' RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ÍVIÐHAIJDIBIFREIÐA Hœttið að bóna bifreið yðar en berið á hana PAIIMT PLATING það borgar sig Paint Platíng endist 8—16 sinnum iengur en venjulegt vaxbón. Mynd þessi var tekin þegar körarnir voru i ferðalagi i sumar sem leM. HVAÐA KOSTIHEFUR PAINT PLATING? * Hefur viðnimshörku gegn bensini, söltu vatni, saitmenguðu lofti, hreingerningarvökvum og jafnvel gegn rafgeymasýru. Ú. ENGILBERTSSON HF. HEILDSALA - SMÁSALA Auðbrekku 51 - 202 Kópavogi Sími 43140

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.