Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 4

Dagblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978. DB á ne ytendamarkaðf Sýning eða eitthvað annað? Húsgagnamönnum meinað að veita viðskiptavinum góða þjónustu „Mér hefur lengi fundizt að ástæða væri til þess að veita viðskiptavinum mínum aukna þjónustu með því að hafa opið um helgar þannig að fólk geti komið og skoðað húsgögnin sem á boðstólum eru,” sagði Haukur Óskars- son kaupmaður i verzluninni Borgar-' húsgögnum i samtali við Neytenda- síðu DB. Hann hefur haft verzlun sína opna nokkra klukkutíma á sunnu- dögum undanfarna mánuði. Engar vörur hafa verið afgreiddar, en fólki hins vegar gefinn kostur á því að skoða húsgögnin. „Mikil fjárfesting er samfara hús- gagnakaupum,” sagði Haukur. „Mér finnst því ótækt að fólk þurfi i ofaná- lag að taka sér frí úr vinnu til þess að skoða húsgögn, ef það er í slíkum hugleiðingum. Ég veit til þess að nokkrir húsgagnakaupmenn hafa farið út á sömu braut og haft það sem við köllum húsgagnasýningar á sunnu- dögum. Til min hafa komið fleiri þúsundir manna í þessum sunnudagstímum og fólk lýst ánægju sinni með þessa þjónustu. BILAPARTASALAN Höfum úrval notaöra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: 1 Franskur Chrysler '71 Fiat 128 '73 Toyota Crown '67 Rambler '67 Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73 Einníg höfum viö úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10 - Sími 11397 Ræstingarstörf Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit vill ráða starfskraft til ræstingarstarfa. Upp- lýsingar hjá forstöðumanni í síma 66249. >^°SllíQ ■jjjSr Minjagripir Þjóðhátíðarnefndar 1974 Hér með er vakin athygli minjagripaverzlana ogannarra aðila,sem selt hafa minjagripi þjóð- hátíðarnefndar 1974, að sölu og afgreiðslu þeirra verður hætt frá og með 15. janúar 1979 að telja frá Innkaupastofnun ríkisins og verða eftir þann tima ekki settir fleiri gripir á markaðinn. Enn eru fáanlegar eftirtaldar gerðir: Plattar gerðir af Bing & Grendahl. Plattar gerðir af Gler og postulín. Öskubakkar. Borðfánar. Barmmerki úr silfri. Barmmerki, húðuð. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓt F 1441 TELEX :006 En nú bregður svo við að ég hef verið kærður fyrir þetta athæfi. Á sunnudaginn komu hingað lögreglu- menn, sem tjáðu mér að kæra hefði borizt til embættis lögreglustjóra. Þeir gerðu reyndar ekki annað en að skrifa nafnið mitt upp. Ég bíð nú eftir því hverja framvindu málið tekur,” sagði Haukur. Hvort er það sýning eða sala? „Okkur barst kæra frá Kaupmanna- samtökunum og erum við að rannsaka málið,” sagði William Möller fulltrúi lögreglustjóra I samtali við DB. — „Ef sölubúð er opin, hvort sem það er kallað sýning eða sala, verður að athuga það vel. Ég er anzi hræddur um að það væri erfitt að halda reglur og ákvæði um sölutíma ef kaupmenn færu almennt út í að hafa búðir sinar opnar utan venjulegs verzlunartima og kalla það sýningu. Aðrir kaupmenn bera sig upp við Kaupmannasamtökin sem síðan kæra málið til lögreglustjóra. Við sendum þetta mál eftir venjulegum leiðum, eftir að það hefur verið rannsakað hjá okkur,” sagði William Möller. Hann sagðist ekki kveða upp neinn dóm i málinu, það væri annarra að gera það. Gerðar voru árangurslausar tilraunir til að ná símasambandi við Kaupmannasamtökin í gærmorgun og fá þeirra álit á málinu. Þar var greini- lega mjög mikið að gera, því síminn 'var alltaf upptekinn. -A.Bj. Sjö blaðsíður og þrjátfu og þrjár kosta það sama Lesandi skrifar: Það er eitt neytendamál sem lengi hefur valdið mér nokkrum heila- brotum, en það eru póstburðargjöld hér á landi. Hvaða ástæða ætli sé fyrir því að ekkert gjald sé á bréfum sem vega á milli 20 og 100 g? Er það ekki hálf hlægilegt að ef skrifað er á léttan flugbréfapappir kostar sama undir bréf sem er sjö blaðsíður og bréf sem er þrjátiu og þrjár síður? Væri ekki réttlátara að hafa fleiri gjaldmörk, eins og t.d. 25 g, 50 g og síðan 100 g. Mér finnst þetta i hæsta máta óréttlátt eins og það er. Hvað kostar eggjarjómabúðingur? Um 100 kr. á mann 1 Hússtjórnarbókinni er uppskrift af eggjarjómabúðingi með matarlími. Til þess að átta okkur á verðinu skulum við skoða þá uppskrift nánar: 4 blöð matarlím 2egg 50 g sykur bragðefni og e.t.v. fylling 2 dl rjómi. Búðingurinn er búinn til eins og lýst er í appelsínuréttinum. Okkur telst til að þessi skammtur kosti rétt innan við 400 kr„ þannig að hver skammtur kostarréttum 100 kr. A.Bj. Nú notum við það sem búiðvartilíhaust: Ábætisréttur úr Napóleons appelsínum í haust birtum við uppskriftir af alls kyns gómsætum ávöxtum, sem við lögðum niður i glös með kryddlegi. Meðal þess voru Napóleons appelsinur, (í DB 8. sept.), sem kryddaðar voru með negul, og appelsinulíkjör. — Á dögunum bjuggum við til ábætisrétt úr appelsínunum i „tilraunaeldhúsi” DB. Árangurinn varð alveg stórgóður. Appelsinufromage: Venjulegt „fromas”, úr eggjum, sykri, rjóma, safa úr appelsínuglasinu og appelsinunum, skornum í smáa bita. — Þegar búinn er til „fromas” er hægt að reikna með eftirfarandi hlut- föllum: Á móti hverju blaði af matar- lími kemur einn dl af vökva og eitt egg. Gott er að hafa heldur meira af rjóma heldur en af eggjum, þannig verður búðingurinn „léttari”. Út i 10 . matarlímsblöð er gott að nota t.d. 6 dl af rjóma, 3 egg og 1 dl af safa. Úr slikum skammti fást tvær stórar skálar af búðingi sem nægja vel handa 8—10 manns. — Búðingurinn er síðan skreyttur með þeyttum rjóma (ca 1 peli) og annaðhvort rauðum kokkteil- berjum eða rifsberjahlaupi. Eggjarauðurnar eru stífþeyttar með fáeinum matskeiðum af sykri. Hvít- urnar eru þeyttar sér og geymdar. Rjóminn er stifþeyttur. Matarlímið látið í bleyti í kalt vatn smástund og síðan brætt í potti (helzt yfir gufu). Siðan er því hellt út i rauðurnar og rjómann. Safinn látinn út i ásamt ávaxtabitunum, — og síðast er hvítun- um blandað varlega saman við. Þetta stífnar eftir smástund, en geymist í is- skápnum til næsta dags ef vill. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.