Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 20

Dagblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978. ' Veðrið ' í dag verður viðast norðaustan ótt ó landinu. Kaldi eða stinningskaidi, en þó sumstaöar broytileg ótt suð- vestanlands. Á Norður- og Austur- landi verður snjókoma og dólitið él til að byrja með sunnanlands, en þar œtti að lótta nokkuð til. Veður kl. 6 í morgun: Reykjavik —2 stig og snjókoma, Gufuskólar —3 stig og skafrenningur, Galtarviti —3 stig og snjókoma, Akureyri —2 stig og snjókoma, Raufariiöfn —2 stig og snjókoma, Dalatangi 0 stig og snjó- koma, Höfn Homafirði —1 stig og ak skýjað og Stórhöfði f Vestmannaeyj- um —2 stig og snjókoma. Þórshöfn í Fœreyjum 7 stig og skýj- að, Kaupmannahöfn 7 stig og skýjað, Osló 4 stig og rigning ó siðustu klukkustund, London 10 stig og skýj- að, Hamborg 4 stig og skýjað, Madrid 1 stig og lóttskýjað, Lissabon 9 stig og þokumóða og New York 4 stig og skýjað. Andfát Povl C. Ammendrup lézt 12. nóv. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn 7. feb. 1896. Foreldrar hans voru hjónin Jane og Peter Ammendrup. Árið 1921 flyzt Povl til íslands. Er hann kemur til íslands ræðst hann til starfa hjá Ander- sen og Lauth. Povl kvæntist Maríu Samúelsdóttur. Guðmundssonar og Ingibjargar Danivalsdóttur, i Kaup- mannahöfn. María lézt fyrir þremur árum. Árið 1924 eignast þau son, en lézt í fæðingu. Eftir það flytja þau til íslands og bjuggu þau í Borgarnesi í eitt ár en fluttust siðan til Reykjavíkur, þar sem Povl opnaði sína eigin saumastofu og rak hann hana til ársins 1955, er hann fór að vinna við verzlun þeirra hjóna, Verzlunina Drangey. Ráku þau verzlun- ina alla tíð. María og Povl eignuðust eina dóttur, Jane, en hún lézt ung að árum. Sonur þeirra er Tage Ammen- drup. Povl C. Ammendrup verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudag, kl. 1.30. Sigríður Benjaminsdóttir, Meðalholti 5, lézt í Borgarspítalanum 11. nóv. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðný Jóhannsdóttir lézt í Landspital- anum 20. nóv. Karitas Jónsdóttir, Austurbrún 6, verður jarðsungin ' frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. nóv. kl. 3. Ingibjörg Þórðardóttir frá Firði verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn\24. nóv. kl. 10.30 f.h. Jarðsett verður í Eyrarbakkakirkjugarði. Hjálpræðisherinn Þriðjudag kl. 20.00 biblíulestur og bæn. Herb. II9. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Jóhann Pálsson frá Akureyri talar. ÞJÓÐLEIKHÍiSIÐ: Sonur skóarans og dóttir bakarans, kl. 20. IÐNÓ: Lífsháski, kl. 20.30. Uppselt. Félagsfundur JC Reykjavík á starfsárinu verður haldinn 21. nóv. 1978 að Hótel Loítleiðum, Kristalsal, kl. 19.30. Ræðumaður kvöklsins verður ólafur Ragnar Grímsson, alþingis maður. Á dagskrá fundarins verður hin árlega rökræðukeppni milli JC-Suðurnes og JCR. Kvenfélagið Seltjörn Skemmtifundur verður haldinn í félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi þriðjudaginn 21. nóv. kl. 20.30. Kvenfélag Kópavogs kemur i heimsókn. Mæðrafélagið Fundur verður haldinn þriðjudaginn 21. nóv. i Kirkjubæ, félagsheimili Óháða safnaðarins, kl. 20. Spiluð verður félagsvist. Mætið vel og takið með ykk- urgesti. Kvenfélag Bæjarleiða Fundur verður haldinn i kvöld að Síðumúla II, kl. 20.30. Kynnt verður svæðanuad. Stangaveiðifélag Reykjavíkur Aðalfundur verður haldinn í Vikingasal, Hótel Loft leiðum, sunnudaginn 26. nóvember og hefst kl. 2 e.h. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyt- ingar. Skíðadeild KR Aðalfundur verður haldinn í K.R. heimilinu föstu- daginn 24. nóvember kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Skíðadeild Í.R. Aðalfundur skíðadeildar ÍR verður haldinn í félags- heimilinu Arnarbakka, miðvikudaginn 22. nóv. I978 kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Framhaldsaðalfundur Knattspyrnudeildar Fram verður haldinn miðvikudaginn 22. nóvember kl. 6 i Félagsheimilinu i Safamýri. Fram — skíðadeild Framhaldsaðalfundur skiðadeildarinnar verður 23. nóv. kl. 20.30 i Félagsheimilinu Safamýri. Skagfirðingafélagið í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður lialdinn i húsi félagsins Siðumúla 35 sunnudaginn 26. nóvember kl. 14 og verður m.a. rætt um starf félagsins á næsta ári. Hjúkrunarfræðingar Aðalfundur Reykjavikurdeildar HFÍ verður haldinn 27. nóvember kl. 20.30.Í Átthagasal Hótel Sögu. Fundarefni: l. Kosning stjórnarmeðlima og fulltrúa. 2. önnur aðalfunda.rstörf. 3. Gréta Aðalsteinsdóttir flytur erindi. 4. önnur mál. 5. Seldir verða miðar á jólagleði sem haldin verður 8. desember. Hraðfrystihús Gmndarfjarðar Aðatfundur verður haldinn i matsal fyrirtækisins og hefst kl. I e.h. laugardaginn 25. nóvember. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Framsóknarfélag - Mýrasýslu heldur aðalfund í Snorrabúð Borgarnesi þriðjudaginn 21. nóvemberkl. 21.00. Dagskrá: l. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Kosningfull- trúa á kjördæmisþing. 3. Skipulag og starfshættir Framsóknarflokksins 4. önnur mál. Halldór E. Sigurðsson alþingismaður mætir á fundin- um. Alþýðuflokksfélag Keflavíkur heldur fund i Bárunni Hringbraut fimmtudaginn 23. nóvember 1978 kl. 20.30. Stjórnin. Samtök herstöðvaandstæðinga Akureyri Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri boða til fundar i Alþýðubandalagshúsinu Eiðsvallagötu l miðvikudaginn 22. nóv. nk. til að ræða undirbúning fyrir l. desember. — Allir félagar hvattir til að mæta. Nemendasamband Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 23. nóvember nk. kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut l. Dagskrá: Skýrsla formanns. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum. Kosning stjórnar. önnur mál. Aðalfundur Hvatar Aðalfundur Hvatar verður haldinn mánudaginn 27. nóvember nk. i Valhöll og hefst klukkan 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Geir Hallgrimsson for- maður Sjálfstæðisflokksins mun fjalla um stjórnmála- viðhorfið og Sjálfstæðisflokkinn i stjórnarandstöðu. Alþýðubandalagið Borgarnesi og nærsveitum — Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum gengst fyrir félagsmálanámskeiði dagana 26. til 28. nóvember næstkomandi, sem hér segir. Sunnudaginn 26. nóv. frá kl. 15 til 19. Mánudaginn 27. nóv. frá 21 til 23. Þriðjudaginn 28. nóv. frá 21 til 23. Námskeiðið fer fram á skrifstofu Alþýðubandalagsins Kveldúlfsgötu 25. — Á námskeiðinu verður lögð megináhersla á ræðugerð, ræðuflutning og fundar- reglur. Leiðbeinandi er Baldur óskarsson. — Þátttaka tilkynnist sem fyrst Grétari Sigurðssyuni eða Jenna R. Ólasyni Borgamesi. Alþýðubandalagið í Reykjavík IV. deild IV. deild Alþýðubandalagsins í Reykjavik (Fossvogs- Smáibúða- Háaleitis- og Álftamýrarhverfi) boðár til fundar í kvöld kl. 20.30. Rætt verður um niðurstöður flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins um helgina og um vetrarstarf deildarinnar. ólafur Ragnar Grimsson, alþingismaður, mætir á fundinn. Fundarstaður: Þjóðviljahúsiö Siðumúla 6. Huginn F.U.S. Garðabæ Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 23. nóv. í Lyngási 12, Garðabæ. Dagskrá: Jón Magnússon formaður S.U.S. ræðir um tillögur Birgis- nefndar og aukaþing S.U.S. Kjalarnes — Kjós Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfsson heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 28. nóv. nk. kl. 21.00 að Fólkvangi. Albert Guðmundsson, alþingismaður mætir á fundinn. Alþýðubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið i Kópavogi heldur almennan félagsfund í Þinghól miðvikudaginn 22. nóv. um stjórnarsamstarfið og efnahagsmálin. Frummælandi verður Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra. — Gils Guðmundsson alþingismaður og Benedikt Davíðsson formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins munu mæta á fundinum. — Félagar eru eindregið hvattir til þess að fjölmenna og taka þátt i umræðum. Fundurinn hefst kl. 20.30. Keflavík Almennur fundur um bæjarmál verður haldinn í Framsóknarhúsinu miðvikudaginn 22. nóv. kl. 21.00. Bæjarfulltrúar flokksins hafa framsögu og svara fyrir- spurnum. Framsóknarfélög Keflavíkur. Aðalfundur Framsóknarfélags Grundarfjarðar Verður haldinn fimmtudaginn 23/l l 1978 kl. 20.30, í kaffistofu Hraðfrystihúss Grundarfjarðar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kjör fulltrúa á kjördæmis- þing. önnur mál. Hádegisfundur S.U.F. verður haldinn þriðjudaginn 21. nóv. kl. 12 að Rauðarárstíg 18 (Hótel Hekla). Þórarinn Þórarinsson ritstjóri mætir á fundinn og ræðir um kjördæma- skipanina og aukinn jöfnuö þingsæta milli kjördæma. Mætið timanlega. Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu verður haldinn í Snorrabúð Borgarnesi þriðjudaginn 21. nóvember kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. Skipulag og starfshættir Framsóknarflokksins. 4. önnur mál. Halldór E. Sigurðsson, alþingismaður, mætirá fundinum. Vesturlandskjördæmi — Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarfélaganna i Vesturlands- kjördæmi verður haldið að Bifröst í Borgarfirði sunnu- daginn 26. nóvember og hefst kl. 10.00 f.h. Flokks- félög eru hvött til að velja fulltrúa á þingið sem fyrst. Nánar auglýst síðar. Stjómin. HOLLYWOOD: Gunni Þórðar kynnir nýju plötuna sina. Halli og Laddi skemmta. SIGTÚN: Bingó kl. 21. Spiiakvdld Snæfellsnes og nágrenni Seinni spilavist framsóknarfélaganna verður i Grundarfirði laugardaginn 25. nóv. og hefst kl. 21. Heildarverðlaun Evrópuferð með Samvinnuferðum, auk kvöldverðlauna. Ávarp: Dagbjört Höskuldsdóttir. Hljómsveitin Stykk leikur. Allir velkomnir. Alþýðubandalagsfélagið í Hveragerði Alþýðubandalagsfélagið i Hveragerði gengst fyrir þriggja kvölda spilakeppni í Félagsheimili ölfusinga. Fyrstu tvö kvöldin verða 17. og 24. nóvember. Keppni hefst kl. 21. öll kvöldin. Góð verðlaun öll kvöldin. Lokaverðlaun: vikudvöl i Munaðarnesi. Fjölmennið. Allir velkomnir. Ráðstefna um fjármál sveftarfélaga Samband islenzkra sveitarfélaga heJdur ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga að Hótel Sögu næstkomandi miðvikudag, 22. nóvember. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um forsendur fjár- hagsáætlana sveitarfélaga fyrir komandi ár, um sam- skipti sveitarstjórna og fjárveitinganefndar Alþingis, kynntur bókhaldslykill fyrir minni sveitarfélög, og erindi verða flutt um endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga og um ný viðhorf i stjórnsýslu. Loks verður fjallað um notkun tölvu við stjórn sveitarfélaga. og efnt til skoðunarferðar i Skýrsluvélar ríkisins og Rcykjavikurborgar i tengslum við þann dagskrárlið. Arsháfíðfr Egilsstaðir Árshátíð Framsóknarfélags Egilsstaða verður haldin i Valaskjálf laugardaginn 25. nóvember og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingis- maður, flytur ávarp. Einnig verða skemmtiatriði. Dansað verður að loknu borðhaldi. Þátttaka tilkynnist til Jóns Kristjánssonar simi 1314, Benedikts Vilhjálmssonar simi 1454 eða Ástu Sigfúsdóttur simi 1460. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Egilsstaða Árshátið verður haldin j_y.alaskjálf laugardaginn 25. nóvember og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Vilhjálmur Hjálmarsson alþingismaður flytur ávarp. Einnig verða skemmtiatriði. Dansað verður að loknu borðhaldi. Þátttaka tilkynnist til Jóns Kristjánssonar, sími 1314, Benedikts Vilhjálmssonar, simi 1454, eða Ástu Sigfús- dóttur,sími 1460. Allir velkomnir. Árshátíð Hestamanna- félagsins Gusts veðrur haldin i Félagsheimili Kópavogs þann 25. nóv. 78 og hefst með hanastéli kl. 20.00. Verðlaunaafhending, skemmtiatriði, miðnæturmatur og dans. Miðapantanir í simum 41206 og 41026 fyrir 24. nóv. Útivistaferðir Þriðjudagur 21/11 kl. 20.30. Hornstrandamyndakvöld i Snorrabæ (uppi i Austur- bæjarbiói). Aðgangur ókeypis, allir velkomnir, frjálsar veitingar. Jón Freyr Þórarinsson sýnir litskyggnur. Komið og kynnist náttúrufegurð Homstranda og ferðum þangað. Hittið gamla ferðafélaga og rifjið upp minningarúrferðum. Þórður Olafsson ráðinn for- stöðumaður Bankaeftirlits Seðlabankans Bankastjórn Seðlabankans hefur ráðið Þórð Ólafsson, lögfræðing, i starf forstöðumanns bankaeftirlits Seðla bankans frá 1. nóvember 1978. Tekur hann við þvi starfi af Sveini Jónssyni, viðskiptafræðingi, sem látið hefur af störfum hjá bankanum. Þórður ólafsson er fæddur 26. júli 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1968 og lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands i janúar 1975. Þórður hefur siðan starfað við bankaeftirlit Seðlabankans, siðustu tvö árin. sem deildarstjóri. Félag Framsóknarkvenna Reykjavíkur Kennsla í jólaskreytingum verður að Rauðarárstig 18, miðvikudaginn 22. nóv. kl. 20.30. Tekið verður á móti basarmunum á sama stað fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20.30. Alþýðuflokksfólk Hafnfirðingar Opið hús verður i Alþýðuhúsinu Hafnarflrði, fimmtu- daginn 23. nóvember. Fjallað verður um iþróttamál í Hafnarfirði. Fundurinn mun standa yfir frá kl. 8.30— 22.30. Fjölmennum. Vorboði Hafnarfirði Opið hús í Sjálfstæðishúsinu þriðjudagana 14.—21. og 28. nóvember kl. 8.30. Þar verður m.a. jólaföndur undir leiðsögn Vorboðakvenna og eru sjálfstæðis- konur hvattar til að mæta. K.F.U.K. AD Saumafundur í kvöld kl. 8.30 að Amtmannstíg 2B. Efni: Söngurinn sem blessaði mig. Vitnisburður. Kaffi. Allar konur hjartanlega velkomnar. Við viljum svo minna allar félagskonur á að vinna vel fyrir basarinn, sem verður laugardaginn 2. desember. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Ónaemisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótl fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl.16.30—17.30. Vinsamlegast hafið meðferðis ónæmiskortin. Frá skrrfstofu borgarlæknis Farsóttir i ReykjaVik vikuna 29.10—4.11. 1978, sam- kvæmt skýrslum 9 (8) lækna: Iðrakvef 18.(18), kighósti 5 (0), hlaupabóla 1(1), rauðir hundar 10 (3), hálsbólga 42 (39), kvefsótt 99 (94), lungnakef 18 (15), inflúenza 33 (85), kveflungnabólga 4(2) vírus 29(35), dílaroði 1 (D.einkirningasótt 1 (0). Minnifigarsiildlii Minningarkort Kvenfélags Langholtskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Verzluninni Holtablómið, Langholtsvegi 126, simi 3&111, Rósinni, Glæsibæ. sími 84820, Verzlun Sigurbjörns Kárasonar, Njáls götu I, simi 16700, Bókabúðinni, Álfheimum 6, sími 37318, Elinu Kristjánsdóttur, Álfheimum 35, sim: 34095 og Jónu Þorbjarnardóttur, Langholtsvegi 67 simi 34141. Minningarkort Sjúkrahúsjóðs Höfða- kaupstaðar Skagaströnd fást hjá eftirtöldum: Blindravinafélagi íslands Ingólf- stræti 19, Rvik, Sigriði Ólafsdóttur, sími 19015, Rvík, Birnu Sverrisdóttur, simi 8433, Grindavík, Guðlaugi Óskarssyni skipstjóra, Túngötu 16, Grindavik, Önnu Aspar, Elisabetu Ámadóttur og Soffíu Lárusdóttur Skagaströnd. Minningarspjöld Styrktarsjóðs vistmanna á Hrafnistu fást hjá aðalumboði DAS, Austurstræti, Guðniundi Þórðarsyni gullsmið, Laugavegi 50 Rvik„ Sjómanna-’ félagi Reykjavikur, Lindargötu 9, Tómasi Sigvalda- syni, Brekkustig 8, Sjómannafélagi F'afnarfjarðar, Strandgötu 11, og Blómaskálanum við Nýbýlaveg og Kársnesbraut. Samúðarkort Styrktarf élags lam- aðra og fatlaðra eru til á eftirtöldum stöðum: í skrifstofunni Háaleitis- braut 13, Bókabúð Braga Brynjólfssonar Laugavegi 26, skóbúð Steinars Wage, Domus Medica og í Hafnarfirði, Bókabúð Olivers Steins. Minningarkort Styrktarf élags vangef inna fást í bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, Bókaverzlun Snæbjamar, Hafnarstræti, og á skrifstofu félagsins. Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum i sima 15941 og getur þá innheimt upphæðina i giró. Minningarkort Sambands dýraverndunar- f élaga íslands fást á eftirtöídum stöðum: í Reykjavík: Loftið' Skólavörðustig 4, Verzl. Bella, Laugavegi 99, Bókaverzl. Ingibjargar Einarsdóttur, Kleppsvegi 150, Flóamarkaði Sambands dýraverndunarfélags Islands, Laufásvegi 1, kjallara, Dýraspitalanum, Víðidal. í Kópavogi: Bókabúðinni Veda, Hamraborg 5. I Hafnarfirði: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Á Akureyri: Bókabúð Jónasar Jóhannsonar, Hafnar- stræti 107. í Vestmannaeyjum: Bókabúðinni Heiðar- vegi 9. Gísli Ólafsson bakarameistari, Berg- staðastræti 48, Rvík. er 80 ára í dag þriöjudag 21. nóv. Konráð Einarsson fyrrum bóndi að Efri- Grímslæk, Ölfusi nú til heimilis að Egils- braut 24, Þorlákshöfn er 80 ára i dag þriðjudag 21 . nóv. Hann verður að heiman. Matthias Karlsson, Berghólum, Kefla- vkik er 70 ára i dag þriðjudag 21. nóv. Ingibergur Sveinsson, Efstasundi 66, fyrrum starfsmaður Strætisvagna Reykjavíkur er 70 ára í dag. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 209 — 15. nóvember 1978. Ferflamanna- gjaldoyrir Eining KL 12.000 Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandarfkjadollar 315,20 316,00* 346,72 347,60* 1 Steriingspund 607,25 608,75* 667,98 669,63* 1 Kanadadollar 268,65 269,35* 295,52 296,29* 100 Danskar 5888,60 5903,60* 6477,46 6493,96* 100 Norskar krónur 6128,70 6144,30* 6741,57 6758,73* 100 Sœnskar krónur 7110,65 7128,70* 7821,72 7841,57* 100 Finnsk mörk 7771,20 7790,90* 8548,32 8569,99* 100 Franskir frankar 7091,90 7109,90* 7801,09 7820,89* 100 Belg. frankar 1034,45 1037,05* 1137,90 1140,76* 100 Svtosn. frankar 17939,70 17985,20* 19733,67 19783,72* 100 Gyllini 15013,10 15051,20* 16514,41 16556,32* 100 V.-Þýzk mörk 16284,40 16325,70* 17912,84 17958,27* 100 Urur 36,93 37,02* 40,62 40,72* 100 Austurr. Sch. 2226,00 2231,60* 2448,60 2454,76* 100 Escudos 669,20 670,90* 736,12 737,99* 100 Pttsatar 438,70 439,80* 872,57 483,78* 100 Yen 160,40 160,90* 176,44 176,99* * Breyting frá siöustu skráningu. Simsvari vagna gsnglsskriuilnga 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.